Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 13 HjólreiAamenn á leiA niAur LauKaveg LJ**1"- KriHtján. Hjólreidamenn fylkja liði:______ Reiðhjól eyðir ekki eldsneyti — bara aukakílóum HjólreiAamenn söfnuðust í gær saman viA skátabúAina í Reykjavík og hjóluAu fylktu HAi niAur LauKaveKÍnn. Fyrir þess- um aðKerðum stóð FélaK áhuKa- manna um hjólreiðar ok ætlun- in með þessu var m.a. sú að vekja athyKli á nytsemi hjólhestsins. Mbl. hitti að máli Þór Vigfús- son, einn stjórnarmanna félags- ins, og innti hann eftir því hver tilgangurinn með aðgerðum þessum væri. — Tilgangurinn með þessu er fyrst og fremst sá að vekja athygli á nytsemi reiðhjólsins sem samgöngutækis. Aðstöðu hjólreiðamanna kvað Þór þokkalega, þó skorti sér- staka stíga ætlaða hjóireiða- fólki. Aðspurður um öryggi hjól- reiðamanna sagði Þór það vera lítið, þótt margir ökumenn tækju tillit til fólks á hjólum, væru alltaf einhverjir innan um sem ækju gáleysislega og stofn- uðu hjólreiðamönnum í hættu. Þór sagði ætlunina vera þá að hjóla upp Mikiubrautina, norður Þór Vigfússon Lönguhlíð og niður Laugaveginn og vonaðist hann eftir mikilli þátttöku í aðgerðunum. í þann mund bar þar að Helga Skúla Kjartansson, annan Helgi Skúli Kjartansson stjórnarmann félagsins, og var hann spurður að því hver væri tilgangur félagsins og þessara aðgerða. — Félagið berst fyrir bættum umferðarháttum og vill með þessum aðgerðum benda á hversu gagnlegt og heppilegt samgöngutæki hjólið er, auk þess að vera nytsamt tæki til heilsuræktar. Hjólið er ekki dýrt í rekstri, eyðir ekki miklu elds- neyti og þá helst aukakílóunum sem öllum er hvort eð er í nöp við. Helgi sagði tillitssemi öku- manna við hjólreiðamenn vera töluverða, en hann var sammála Þór um það, að einstaka öku- menn væru viðsjárverðir í þeim efnum. Skipulag borgarinnar taldi hann í áttina, hvað tillit til hjólreiða snerti, en þó væri enn töluvert í land með, að það væri eins og best yrði á kosið. Margir tóku þátt í mótmælunum FÍB telur þó vedur og vinda hafa dregið verulega úr þátttökunni TÖLUVERÐ þátttaka var í mótmælaaðjíorðum þeim sem FÍB haíði hoðað til í Ka*r. þó töldu forsvarsmenn FÍB að aðjjerðirnar hefðu ekki tekist sem skyldi ok kenndu um slæmu veðri. Það var samdóma álit þeirra Tómasar Sveinssonar og Sveins Oddgeirssonar, frammámanna í FÍB, að mótmælaaðgerðirnar hefðu ekki tekist eins vel og vonir stóðu til. Orsök þessa töldu þeir afar óhagstætt veður, rok og kulda. Töldu þeir að umferðin hefði verið áberandi minni fyrir hádegið, en hefði aukist eftir því sem á daginn leið og veðrið versnaði. Aberandi fannst þeim hve margar konur sáust undir stýri í borginni og töldu þá skýringu líklega, að eiginmenn hefðu ljáð konum sínum bílana, en farið sjálfir í strætisvögnum til vinnu. Einnig fannst þeirn athyglisvert hve margir farþegar virtust vera í sumum bílum og fannst þeim ekki ólíklegt að menn hefðu tckið sig saman um að fara á sem fæstum bílum til vinnustaðar. Mbl. hafði samband við lögregluna og inriti hana eftir því hvort umferðin hefði verið með minna móti í gær. Lögreglan taldi að umferðin hefði verið mun minni í morgun en endranær. Hins vegar jókst hún eftir þvi sem á daginn leið en var þó mun minni á aðalumferðartímanum en venja er. Tii marks er um þetta, sagði lögreglan, að mun færri árekstrar hefðu orðið í gær en endranær og sem dæmi má nefna, að enginn árekstur varð fyrir hádegi í borginni. Hjá Strætisvögnum Reykjavíkur var þær fréttir að fá, að ekki hefði farþegum með vögnunum fjölgað mikið. Helst var nokkur aukning snemma í morgun og þurftu þeir aðeins að bæta við tveimur til þremur vögnum en þeir voru tilbúnir til að taka á móti mun fleiri en sáu ástæðu til að notafæra sér þessa þjónustu. Tek strætó í dag Á BIÐSTÖÐ Strætisvagna Reykjavfkur við Illemm kom Mbl. að máli við AAalbjörn Gunnarsson sem beið þar eítir strætisvagni. Var hann spurður að því hvort hann hefði skilið bflinn eftir heima í tilefni mót- mælaaðgerða FÍB. — Já, ég hef ekki notað bílinn í dag en ferðast þess í stað með strætisvagni. Ég er fyllilega sammála FÍB í þessu máli og tel bensínverð óheyrilga hátt og sýni stuðning minn með þessu móti. Aðalbjörn taldi sig ekki hafa orðið varan við mjög mikla þátttöku í mótmælunum en hélt þó að umferð hefði verið eitt- hvað minni en endranær. Aðspurður um hvort hann ætlaði að ferðast með strætis- AAaibjörn Gunnarsson. vögnum hér eftir, sagði hann það ekki vera, hann notaði bílinn hér eftir sem hingað til. 28 ára reynsla Radíóbúöarinnar á öldum Ijósvakans tryggir yöur beztu vöruna og þjónustan er í sérflokki. Þessi reynsla skapar mikiö öryggi fyrir viöskiptavini Radíóbúöarinnar, en öryggi er þaö sem íslendingar þarfnast í hinni miklu veröbólgu. LeitiÖ þess vegna ráöa hjá okkur um val hljómflutningstækja og litasjónvarpa Versliðisérverslun með C~~Z ) UTASJÓNVÖRPog HLJÓMTÆKI SL£*C£CC?, 29800 \ BUÐIN Skipholti19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.