Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 15 Mannleg reisn and- spœnis dauðanum Leikfélaíí Reykjavíkur: ER ÞETTA EKKI MITT LÍF? Sjónleikur eftir Brian Clark. I>ýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikmynd: Jón bórisson. LeikbúninKar: Messína Tómasdóttir. Leiktónar: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsiruí: Dani'el Williamsson. Efni þessa leikrits er óvenju- legt, en efnisþráður í raun og veru einfaldur. Kjarninn í verk- inu er frelsið, hefur höfundur- inn, Brian Clark, sagt. Maður sem lamast hefur af völdum slyss svo að hann getur aðeins hreyft höfuðið og á sér enga von um bata kýs fremur að deyja en vera leikfang lækna og hjúkrun- arfólks. Læknarnir vilja halda í honum lífinu. En til hvers? Fær hann sjálfur að taka ákvörðun? Sjálfsmorð getur verið gætt reisn, það getur verið réttlætan- legur valkostur og ekki endilega harmleikur svo að enn sé vitnað til höfundar. Kenneth Harrison í Er þetta ekki mitt líf? getur ekki svipt sig lífi nema með hjálp annarra. Ekki er hægt að segja að leikritið fjalli um líknardráp. Það er ekki rétta orðið. Spurt er um hvort lamaður maður geti öðlast það frelsi að velja milli lífs og dauða. Leikritið gerist í sjúkrastofu þar sem Kenneth Harrison ligg- ur hjálparvana. Samskipti hans við lækna, hjúkrunarkonur, fé- lagsráðgjafa, lögfræðinga og fleira fólk kynna okkur fyrir skarpgreindum manni. Enginn stendur honum á sporði í rök- ræðurm Háð hans er biturt, en hann getur líka verið gaman- samur og góður þeim sem falla honum í geð. Á sjúkrahúsum er farið eftir ákveðnum reglum sem yfirmenn sjúkrahússins setja, einkum er það yfirlæknir sem ræður ferð- inni, að minnsta kosti í leikriti Clarks. En þessar reglur koma ekki í veg fyrir að tilfinningar sem stangast á við reglurnar geri vart við sig. Slíka stofnun er auðvelt að gagnrýna, enda not- færir höfundurinn sér það. En þratt fyrir það missir hann ekki sjónar á því sem mestu skiptir í verkinu: maðurinn og örlög hans, mikilvægi siðferðilegrar afstöðu. Með Er þetta ekki mitt líf? hafa leikhúsgestir fengið verk- sem í senn er vel samið og á brýnt erindi til allra. Leikstjór- anum Maríu Kristjánsdóttur hefur tekist að gæða það lífi. Aðstandendur sýningarinnar eiga flestir lof skilið, en auk leikstjórans er sérstök ástæða til að minna á hlut Jóns Þórissonar leikmyndateiknara. Kenneth Harrison leikur Hjalti Rögnvaldsson. Þetta vandmeð- farna hlutverk túlkaði Hjalti af öryggi og á blæbrigðaríkan hátt. Harrison var í höndum Hjalta sambland af skrímsli og dýrl- ingi, en umfram allt mannlegur og sjálfum sér samkvæmur. Margrét Helga Jóhannsdóttir lék deildarhjúkrunarkonuna á þann vélræna hátt sem hlutverk- ið gefur tilefni til. Þetta hlut- verk er holdi klædd maskína. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir var hinn óreyndi hjúkrunarnemi sem á samúð Harrisons. Einnig líkar honum vel við aðstoðar- manninn á deildinni sem Harald G. Haraldsson dregur upp lif- andi mynd af. Valgerður Dan lék aðstoðarlækni sem gengur í lið með Harrison. Jón Sigurbjörns- son komst þokkalega frá hlut- verki yfirlæknisins. Asdís Skúla- dóttir túlkaði félagsráðgjafann sómasamlega. Sigurður Karls- son náði góðum tökum á hlut- verki lögfræðings Harrisons. Um önnur hlutverk þarf ekki að hafa mörg orð. Þó skal bent á festulegan leik Steindórs Hjör- leifssonar í hlutverki dómarans. Þótt leikrit Brians Clarks veki til umhugsunar um mál sem ofarlega eru á baugi og varða alla menn er gildi þess fyrst og fremst fólgið í því að það er gott leikrit og ég leyfi mér að fullyrða að það hafi komist fyllilega til skila í sýningu Leikfélags Reykjavíkur. Ríkisrekstur apóteka verði undantekning en ekki meginreglan — segir Magnús H. Magnússon ráðherra „Það er engan veginn meining mín að þjóðnýta apótekin, en það er rétt að frumvarpið gefur möguleika til minni háttar ríkis- reksturs á því sviði. sem ég ætla þó að verði undantekning. en ekki meginreglan.** sagði Magnús II. Magnússon hcilbrigð- isráðherra. er Mbl. spurði hann um þctta mái í gær. „I frumvarpinu, sem ég hef lagt fram á Alþingi, en verður nú væntanlega ekki afgreitt á þessu þingi, er gert ráð fyrir því að lyfsölusjóður fái heimild til að reka apótek, sem enginn sækir um,“ sagði Magnús. „Og einnig er heimild til þess að sjóðurinn kaupi af lyfsölum, sem vilja losna við peningavafstrið og verða bara faglegir forstjórar áfram. Fyrri heimildin er fyrst og fremst hugsuð til að tryggja við- unandi þjónustu, ef enginn verður til að sækja um reksturinn, og síðari heimildin er hugsuð, ef einhver aprótekari vildi selja og losna við reksturinn en vera áfram faglegur forsvarsmaður. Þessar heimildir eru engan veg- inn hugsaðar til allsherjarþjóð- nýtingar, en vissulega er ég þeirr- ar skoðunar, að það skaðaði ekkert að fá eins og eitt ríkisrekið apótek til samanburðar." Mbl. spurði Magnús þá um kaup Háskóla Islands á Reykjavíkur- aþóteki og sagði hann heimild þar til í frumvarpinu. „Þessi kaup eru fyrst of fremst hugsuð til þes að háskólinn geti rekið sitt apótek sem vísinda- og námsstofnun, sem yrði jafnframt stuðningur við íslenzka lyfjaframleiðslu." Þykkvabær fyrr en mánuði seinna en venju- lega þýðir það ekki endilega að sumarið sé ónýtt fyrir okkur. Uppskera getur orðið viðunandi ef haustið verður gott og ekki næturfrost. Mér skilst að fyrir norðan sé enn meiri klaki í jörð, enda hefur verið nakinn jörð á stórum Svæðum nyrðra í vetur. — Elztu menn hér muna ekki annað eins vor og Hafliði Guðmundsson í Búð, sem er tæplega 95 ára að aldri, segist ekki muna önnur eins vorharð- indi. Kulann tekur úr um hádag- inn, en á nóttunni er 3 og upp í 9 stiga frost. Lömb myndu krókna ef ær væru ekki allar látnar bera í húsum. Mikil þrengsli eru því um sauðburðinn og einnig mikil smithætta ef einhver einstakl- Magnús Sigurlásson. Kartöflur settar niður mánuði síðar en í venjulegu ári — TIL SKAMMS tíma var hér 70 sentimetra frost í jörðu. en það hefur að vísu eitthvað lag- ast siðustu daga. sagði Magnús Sigurlásson í bykkvabæ í sam- tali við Morgunhlaðið. Magnús sagði að venjulega byrjuðu kartöflubændur að setja niður um 15. maí. en nú væri ljóst að ekki þýddi að reyna að sctja kartiiflurnar niður fyrr en á að gi/.ka 10 daga af júní. ekki fyrr. — Það þýðir ekki að setja kartöflur niður á klaka, þá drep- ast þær hreinlega, sagði Magnús. — Hins vegar er það haustið, sem sker úr um hver uppskeran verður og þó ekki sé sett niður ingur í húsunum er sjúkur. Rúnar Gunnarsson bóndi í Svín- haga í Rangárvailahreppi hefur misst um 180 lömb í vor, en hann er með um 400 ær. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hart högg þetta er fyrir mann, sem ekki er með annan búskap. Ekki er vitað hvað valdið hefur þessu mikla lambaláti hjá Rúnari í vor, en svo miklir skaðar hafa ekki orðið hjá öðrum bændum á þessu erfiða vori. — Ymsir eru orðnir heylausir hér í sýslunni, en aðrir eru enn aflögufærir og hafa getað miðlað heyi, sagði Magnús Sigurlásson að lokum. Rallakstur um Borgarfjördinn llvanneyrl 22. maf. Bifreiðaíþróttaklúbbur Borgar- fjarðar. BÍB. gengst fyrir aksturs- ralli laugardaginn 20. mai' og hefst það klukkan 10 árdegis i' Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að aka á milli 300 og 100 kílómetra innan Borgarfjarðarhéraðs. en vegaiengd og leiðir verða ekki gefnar upp fyrr en leiðabók verð- ur afhent keppendum skömmu fyrir upphaf kcppninnar. Gert er ráð fyrir að keppninni ljúki um klukkan 16 á laugardag í Borgarnesi. Skráðar eru 17 bifreiðar til keppninnar, 6 úr héraði og 11 annars staðar frá. Meðal keppenda eru reyndustu „rallarar" undanfarinna ára, þeirra á meðal bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir. Meðal keppenda úr Borgarfirði, sem allir eru ný- liðar í slíkum akstri, eru kennarar, framkvæmdastjórar, frjótæknar og fleiri. Verðlaunaafhending fer fram að lokinni keppni á dansleik að Valfelli ef einhver kemst í mark. — Ófeigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.