Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 Sr. Pétur Sigur- geirsson vígslu- biskup sextugur A hvítasuimu N.F.S. Grundtvig: I al sin ama| ] 1 [öUum 'IAYYIO gians iiii stráler solen J 1 joma ogar sólin 1 al sin glans nu stráler solen, livslyset over nádestolen, nu kom vor pinselilje-tid, nu har vi sommer skær og blid, nu spár os mer end englerost i Jesu navn en gylden host. í öllum Ijóma logar sólin og lýsir gullinn náöarstólinn. Ó, kom þú, hvítasunna, í söng meö sumardægrin björt og löng. Nú Drottins mikla máttarorö oss mönnum reiöir nægtaborö 1 sommernattens korte svale slár hojt fredskovens nattergale, sá alt, hvaö Herren kalder sit, má slumre sodt og vágne blidt, má dromme sodt um Paradis og vágne til vor Herres pris. Um gullna óttu áin niöar og árnar hverju lífi friðar. í kliöi hennar Kristur er að kalla mig aö fylgja sér. í draumi lít ég Drottin minn. í dögun flyt ég lofsönginn. Det ánder himmelsk over stovet, det vifter hjemligt gennem lovet, det lufter lifligt under sky fra Paradis, opladt pá ny, og yndigt risler ved vor fod i engen bæk af livets flod Nú dregur arnsúg ofar tindum: Guös Andi fer í sumarvindum um heiöageim, um fjöll og fjörð aö frjóvga landsins ríku jörð. En elfur lífsins leikur sér sem lækur tær viö fætur mér. Det volder alt den Ánd, som daler det virker alt den Ánd, som taler ej af sig selv, men — os til trost — i Ordets navn, som her blev kod og fór til Himmels hvid og rod. Hér er þaö Guö, sem öllu ræöur. Viö erum hans, ó systur, bræöur. Já, endurfædd af Anda hans viö elskum guösmynd sérhvers manns í nafni Krists, sem kom á jörö meö kærleik Guös og sáttargjörö. Opvágner alle dybe toner, til pris for menneskets forsoner! Forsamles, alle tungemál, i takkesangens offerskál! 1 stemmer over Herrens bord nu menighedens fulde kor! Ó, vertu ei lengur veill né hálfur. Nei, vittu aö Guö er hjá þér sjálfur. Já, safnist þúsund þjóöa mál. í þakkarsöngsins fórnarskál. Nú syngi öll hans sveit á jörö meö sama rómi lofsöngsgjörö. 1 Jesu navn da tungen gloder hos hedninger sável som joder; i Jesu-navnets offerskál hensmelter alle modersmál; i Jesu navn udbryder da det evige halleluja. Viö nafn hans lít ég loga brenna og leika á vörum. — Saman renna nú allra þjóöa móðurmál i mannssonarins fórnarskál. í einu nafni ómar hér um eilífö: „Jesú, lof sér þér.“ Vor Gud og fader uden lige! Da blomstrer rosen i dit rige, som sole vi gár op og ned i din enbárnes herlighed; thi du for hjertet, vi gav dig, gav os med ham dit Himmerig. Þá blómgast rós í ríki þínu. Þú ræöur fyrir lífi mínu. Meö hvítasunnusól ég rís og sest í þinni Paradís. Ég gaf þér, Herra, hjarta mitt og hefi öölast lífið þitt. (Heimir Steinsson sneri á íslensku.) í daf? fyllir sjötta áratuginn sr. Pétur SifjurKeirsson prestur á Akureyri o« vígslubiskup hins forna Hólastiftis. Sr Pétur er fæddur 2. júni 1919 á Isafirði, en þar var faðir hans prestur, síðar herra Sigurgeir Sigurðsson biskup yfir Islandi. Hann var sonur Sigurðar Eiríks- sonar í Túnprýði á Eyrarbakka er var regluboði og var sonur Eiríks Eiríkssonar á Ólafsvöllum á Skeiðum. Sigurgeir biskup var svipmikill maður og mikill að vallarsýn. Hann var maður þjóðlegur í hátt- um, vinsæll af sóknarfólki, og raddmaður góður er hann söng messu. Kona hans, móðir sr. Péturs er Guðrún Pétursdóttir Sigurðssonar frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi er var ættaður úr Engey, dvelur hún nú háöldruð í Reykjavík. Er hún kona vel að sér, dugmikil og sópaði mjög að henni. Sr. Pétur Sigurgeirsson ólst upp á miklu myndarheimili, þar sem prestsstarfið var í heiðri haft og aðalstarf föður hans. Það var því ofur eðlilegt að hann að loknu stúdentsprófi 1940, tæki þá ákvörðun að lesa hin helgu fræði, og settist í guðfræðideildina. Lauk hann þaðan prófi 1944 með fyrstu einkunn. Hélt sr. Pétur Sigurgeirsson síðan til framhaldsnáms, sér til frama og menningar í Bandaríkj- unum. Dvaldi hann þar við háskólanám í guðfræði vetrar- langt og kynnti sér síðan blaða- mennsku. En biskupinn faðir hans gaf þá út Kirkjublaðið, er var ágætt rit og var saknað er útgáfa þess féll niður við fráfall biskups. Er sr Pétur Sigurgeirsson kom heim starfaði hann um skeið á biskupsskrifstofunni, einkum við Kirkjublaðið. Þá fór hann með föður sínum í vísitasíuferðir og hlaut nú margháttuð kynni af biskupsdómnum. Um þessar mundir var einn af mikilhæfustu kennimönnum heilagrar kirkju, sr. Friðrik Rafn- ar á Akureyri, orðinn aldurhnig- inn. Fór hjá honum saman, virðu- leg framganga, söngrödd góð og ræðumennska. Var sr. Pétur Sigurgeirsson kallaður til aðstoð- arprests á Akureyri, um eins árs skeið 1947 — 1948. Gat sr. Pétur Sigurgeirsson sér gott orð, sem prestur fyrir ljúfmannlega fram- göngu og áhuga á starfi sínu og láta gott af sér leiða. Lagði hann mikla rækt við barna- og unglingastarfið innan kirkjunnar, en þá var mjög vaknaður áhugi f.vrir því. Er Akureyrarbrauð var gert að tvímenningsprestakalli 1948 hlaut sr. Pétur þar lögmæta kosningu. Fór vel með þeim í starfi sr. Friðrik Rafnar og honum. Um þessar mundir er sr. Pétur Sigurgeirsson tók að fullu við þessum fjölmenna starfsakri, festi hann ráð sitt. Kvæntist 3. ágúst 1948 Sólveigu Asgeirsdóttur Asg- eirssönar kaupmanns í Reykjavík, er hún ágæt kona er sómt sér hefur vel við hlið manns síns. Má hér hafa um orðin „stétt með stétt“ eins og stundum er komist að orði. Frú Sólveig Asgeirsdóttir er nátengd prestastéttinni og í nán- um ættartengslum við hana. Móð- ir hennar Kristín var dóttir sr. Matthíasar Eggertssonar í Gríms- ey er var bróðursonur sr. Matth- íasar Jochumssonar skálds og prests á Akureyri. Sr. Matthías Eg«ærtsson hefur lengst þjónað C nseyjarbrauði af þeim er sátu í diðgörðum, og sr. Pétur Sigur- geirsson mun hafa lengst þjónað Miðgarðasókn þeirra er frá landi hafa þjónað. Má því segja að sr. Pétur haf' starfað í þjónustu kirkju vorrar í ferðaslóð konu sinnar. Þá var Guðný Guðmundsdóttir kona sr. Matthíasar Eggertssonar í Grímsey, mikilhæf gæða kona er reyndist mörgum vel. Sólveig Asgeirsdóttir hefur re.vnst holl og góð stoð manns síns í starfi hans, sem trúuð kona og kirkjurækin. Hún er myndar húsmóðir og hefur búið manni sínum fagurt og gott heimili á Akureyri. Eru þau hjón samhent um gestrisni og risnu á heimili þeirra. Þau hafa eignast fjögur börn: Pétur er lokið hefur BA prófi í þjóðfélagsfræði og er nú við framhaldsnám í Lundi í Svíþjóð, kvæntur Þuríði Gunnlaugsdóttur, ættaðri frá Bæ á Selströnd, af- komandi hins kunna manns Guðmundar Guðmundssonar út- vegsbónda þar. Kristín, maður Hilmar karlsson lyfjafræðingur. Sólveig, maður Borgþór Kjærne- sted fréttastjóri. Þær systur eru búsettar í Reykjavík. Guðrún sem er stúdent og starfar á Akureyri. Þann 11. ágúst 1969 var sr. Pétur Sigurgeirsson vígður sem vígslubiskup Hólastiftis að aflok- inni kosningu. Hefur hann rækt þetta embætti af kostgæfni, með því að kalla prófasta saman árlega til Akureyrar til skrafs og ráða- gerða um starf Prestafélags Hóla- stiftis, en vígslubiskup er jafnan formaður þess. Hafa þessir fundir verið til einingar og kynna meðal prófastanna. Hefur Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup verið kallaður til að vígja og endurvígja kirkjur og hefur framkvæmt eina prest- vígslu. En Prestafélag Hólastiftis hef- ur verið framkvæmdasamt, sem verða má í sr. tíð Péturs. Hafa prestar stiftisins lagt þar mikla alúð við. Gefin hafa verið út tvö hefti Hólatíðindi, tímarit presta á Norðurlandi, er fyrst kom út 1899. Félagið hefur staðið fyrir móti á haustum við Vestmannsvatn, en prestar hafa ásamt konum sínum mætt þar. Hafa þá verið fengnir aðkomumenn með erindi um guð- fræðileg efni. mót þessi hafa oft þótt takast vel. Þá hefur félagið staðið fyrir námskeiði eða móti á Hólum í Hjaltadal fyrir leikmenn er starfa í þjónustu kirkjunnar, fyrir með- hjálpara, sóknarnefndarmenn, kirkjuverði, hringjara og organ- ista. Hafa þessi mót verið vinsælt viðfangsefni. Sr. Pétur hefur starfað alla tíð í tvímennings prestakalli á Akur- eyri, Hefur lengst af verið sam- starfsmaður hans sr. Birgir Snæbjörnsson og hefur farið vel á með þeim á akri Drottins. Hefur starf þeirra prestanna verið mikið um æskulýðsmál með Sunnudagaskóla fyrir börn og unglingafélög. Má ætla að starf þetta hafi verið vísir að veiga- miklu starfi kirkju noröanlands Pétur Sigurgeirsson sem byggir sumarbúðirnar við Vestmannsvatn. En grundvöllur þess var án efa stofnun Æskulýðssambands Hóla- stiftis, en sr. Pétur var formaður þess fyrstu tíu árin frá 1959 — 1969. Og var það aðaláhugamál sambandsins að byggja sumarbúð- irnar. Vann hann þar mikið starf með góðra manna hjálp leikna og lærðra. En skipulagsgáfu og hæfi- leiki til að fá menn til að vinna með sér á sr. Pétur í ríkum mæli, samfara bjartsýni um framgang sinna hugðar mála. Hefur um áratugi verið fjölmik- ið starf þessara aðilja, klerkdómn- um í Hólastifti til blessunar. Þá hefur Æskulýðsblaðið er Æskulýðssamband ídrkjunnar í Hólastifti gefur út, komið út um fjölda ára. Sr. Pétur Sigurgeirsson hefur setið á kirkjuþingi frá 1972 og hefur honum látið vel þingstörfin og orðið áhugasamur um málin og oft brotið upp á nýjum viðfangs- efnum með tillögum. Má segja að sr. Pétur hafi víða komið við í starfi sínu og hugðarmálum. Hann er maður einkar viðfelldinn í umgengni. Þa hefur sr. Pétur Sigurgeirsson auk síns heimasafnaðar, verið prestur og sálusorgari Gríms- eyinga frá 1953. Hefur hann rækt það starf vel og oft við erfiðar aðstæður einkum framan af. Hafa þessar ferðir hans, þang- að, ásamt samstarfi við Gríms- eyinga jafnan orðið honum ánægjustundir og að blanda geði við fólkið, þar sem fólkið er ekki ofþjakað af hraða tímans og kapphlaupinu um veraldargæði, en á sér frjálst val í viðfangsefn- um og unir sér ánægt við sitt, þar er samheldni meiri og kynni fólksins en í fjölmenninu. Um hug sr. Péturs til þess starfa hans meðal Grímseyinga talar svo bók er hann hefur ritað um Grimseyjarskeggja. Kemur þar fram ættararfur sr. Péturs um sjóferðalög og eyjalíf að samlagast eyjarskeggjum. Má segja að sr. Pétur hefði verið illa í ætt skotið ef hann nyti þess eigi að blanda geði við sjómenn, þeirra fólki, sem komin eru af eyjar- mönnum í marga ættliði. Sr. Pétur Sigurgeirsson hefur nú einn klerka á hendi hinn gamla sið að ferðast um með manntals- bókina, húsvitja í Grímsey, er margir okkar eldri presta sakna og fólk okkar ekki síður. Meðal Grímseyinga hafa gaml- ar hefðir um trú og fyrirbænir haldist við. Það má segja að hamingja hafi sr. Pétri Sigur- geirssyni fallið í skaut, svo hann geti sagt: mér féllu að erfðum indælir staðir og arfleifð líkar mér vel. Fjölmenni er mikið á Akureyri við hinn veðursæla Eyjafjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.