Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 19
1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 51 LjÓ8m. Mbl. Kristján. Siglunes hefur sumarstarfsemina SUMARSTARF siglingaklúbbs- ins Sigluness hóíst íyrir nokkru. Starfið verður með svipuðu sniði og áður, klúbburinn er öllum opinn og hann mun halda nám- skeið fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Klúbburinn á rúmlega 40 báta og geta 70—80 unglingar verið á siglingu í einu. Siglunes hefur starfað síðan 1962 og er klúbbur- inn rekinn af Æskulýðsráði Reykjavíkur. Höfuðstöðvar hans eru í Nauthólsvík eins og undan- farin sumur. Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf sumarstarfs- ins og sýnir meðlimi stjórnar Æskulýðsráðs á siglingu. Fremst má þekkja Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ur formann ráðsins og Hinrik Bjarnason framkvæmdastjóra. Fyrirlestur um dreifingu fr jókorna í andrúmslofti Samtök gegn astma- og ofnæmi gangast fyrir almennum fyrir- lestri laugardaginn 2. júní kl. 15 að Norðurbrún 1. Flytur hann dr. Sturla Friðriksson og fjallar um rannsóknir á dreifingu frjókorna f andrúmsloftinu. Að sögn Hjartar Péturssonar formanns Samtakanna gegn astma og ofnæmi geta ákveðin frjókorn í andrúmslofti haft slæm áhrif á ýmsa astma- og ofnæmis- sjúklinga og kvað hann t.d. á Norðurlöndum vera fylgst með dreifingu frjókorna og iðulega varað við því í veðurfréttum ef þau kunna að valda þessu fólki óþægindum. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐLNU Jónas Guð- mundsson í Norræna húsinu Það sem við Jónas Guðmunds- son erum nýlega búnir að sýna þjóðverjum, hvernig eigi að stunda myndlist og þar með láta þá góðu menn vita, að hér úti í miðju Atlantshafi séu ekki ein- göngu sauðkind og þorskur, þyk- ir mér vart sómandi að vera að skrifa um svo náinn kollega. En þannig hefur til æxlast að ég er tilneyddur að vekja áhuga á sýningu Jónasar, sem nú stendur í Norræna húsinu, vegna brott- hlaups Braga míns Ásgeirssonar af landinu, svo snögglega að ekki varð fyrir ráðið. Þessar línur verða því nokkurs konar ábend- ing til lesenda og kveðja til kollega og vinar, en ekki veruleg úttekt á verkum þessa Leonards okkar á tuttugustu öld. Að venju eru það vatnslita- myndirnar, sem hafa yfirhönd- ina á sýningu Jónasar. En hann hefur þróað með sér sérstæða tækni, sem er persónulegri en margan grunar. Svo er þessi tækni orðin honum náin, að þegar hann gerir olíumálverk, verður hennar vart. Vonandi á þetta eftir að breytast, því að sannast mála útheimtir olían aðra og fastari tækni, þar sem léttleiki vatnslitarins og iínuspil á ekki heima. Ég er ekki í neinum vafa um, að Jónas er mér sammála um þetta atriði, og ef hann leggur olíuna fyrir sig á næstunni á hann eftir að sjá, að ég hef rétt fyrir mér. Greenpeace. Myndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON Tæpar sextíu myndir eru á sýningu Jónasar og af þeim er meirihlutinn vatnslitamyndir, sem áður segir. Þar hefur hann þá leikni og þá tilfinningu fyrir fyrirmyndunum, að hann má vel við una. Bátar Jónasar eru til sjós, en ekki aðeins bátar. Þeir sitja á vatninu með þunga sínum og liggja í fjöru í sárum, aðrir halda á mið og svo mætti lengi telja. Þá má ekki sleppa fast- eignunum. Þarna eru gömlu hús- in með sálinni, en ekkert Breið- holt. Við hérna í Vesturbænum þekkjum þessi hús, og það er viss hljómlist í þessum húsum. Þar ómar mannlífið í allri sinni megt og gerir okkur aftur að mennsk- um verum, eftir skarkala bíla og hækkandi bensínverð. Þannig getur listin oft bætt okkur horfna menningu eða kveikt í okkur minningar, sem hafa verið í hillum heila okkar. Svona rómantískur getur maður orðið við að sjá verk Jónasar, ef stillt er á rétta bylgjulengd. Eins og stendur eru hvorki meira né minna en fimm sýning- ar á myndlist í gangi hér í borg. Geri aðrir betur í ekki meiru fjölmenni. Þær eru auðvitaí mjög mismunandi og sín úr hverri áttinni, ef svo mætti að orði kveða. Einmitt þetta gerir tilveruna litríka, og gerir manni kleift að ferðast um ótroðnar slóðir. Málverkið er aðeins eitt af mörgu, sem Jónas Guðmunds- son stundar. Hann á meira að segja í orðaskaki við Kirkjubóls- bóndann, og auðvitað eru báðir bjórlausir. Það hefði verið for- vitnilegt, ef sterkur bjór hefði verið á boðstólum í þessu landi og kapparnir barist í fornum hetjuanda. En þetta er nú útúr- dúr, en á að sýna, í hve mörg horn Jónas Guðmundsson hefur að líta. Samt hefur hann haft tíma til að fylla Norræna húsið með myndverkum sínum, og ef ég veit rétt, er enn meir á prjónunum hjá honum á næst- unni. Svona eiga sýslumenn að vera! Ællt á útopnuðu, eins og sagt var á gufuskipunum forð- um. Aðeins ein spurning að lokum: Hvenær sefur þú, meist- ari Jónas? Valtýr Pétursson. GRUI 22" NDI 621 G 12 Áðurkr.599.600. Núúkr.485.100. Vildarkjör Nesco _ . _ ® w V v A. * v % Útborgun: Mánaðargr.: 20% kr. 97.000 2 X kr. 194.000 30% kr. 146.000 3 X kr. 113.000 40% kr. 194.000 4 X kr. 73.000 50% kr. 243.000 5 X kr. 49.000 60% kr. 291.000 Frjálst innan árs 100% kr. 461.000 (5% staðgr.afsl.) | VEXTIR OG KOSTNAÐUR EKKIINNIFALIÐ. • Línumyndlampi. („Black-slripe inline"). • Einingaverk. • AFC og AGC (sjá 4613). • Kalt kerfi. (Aukin cnding). • Framvísandi hátalari. (Betri liljómburður). • Tónstillir fyrir bassa og diskant. • Valhnotukassi. Stærð 67X5047. Öll GRIJNDIG tæki eru búin sömu grund- vallareiginleikum. Yfirburðarmyndgæði, traust bygging og mikil ending eru þeirra cinkenni. Nokkur munur er hins vegar á aukabúnaði þeirra. Við öll GRUNDIG tæki má tengja mynd- segulband og hvers konar leiktæki. Lcekkun kr.114.500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.