Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 35 máttu ekki sigla út fyrr en klukkan sjö að morgni og ætlast var til að þeir snéru aftur á hádegi. Luyombya beið ásamt öðru fólki á ströndinni og sá er blágrár trébátur lagði upp. Hann heyrði fólkið hrópa „Evrópumenn, Evrópumenn" en ákvað að koma sjálfur hvergi nærri vegna ótta. Drengur úr hópnum hljóp til að ræða við gestina. Báturinn lagði þegar frá bryggju aftur. Evrópumennirnir töluðu við strandeftirlitsmanninn, herra Kyojja. Eftir orðaslitrum þeim að dæma er drengurinn náði úr samtalinu ræddu þeir um mögu- leika á að komast með bíl frá Katosi til Entebbe. En á þessum tíma var ekki öðrum farartækj- um til að dreifa en nokkrum ryðbeyglum sem ekki hefðu enzt ferðalagið, Reyndu fjór- menningarnir því næst að leigja sér bát til Entebbe. En fiski- mennirnir höfðu allir ímugust á að fara þangað." íbúar Katosi höfðu heyrt að Entebbe væri þegar í höndum Tanzaníuhers og vissu ekki hvernig þar yrði tekið á móti þeim. Um tvöleytið komu blaða- mennirnir inn í eina „veitinga- hús“ staðarins, leirkofa, þar sem máltíðin, soðnir bananar (Matoki) með fiski, kostaði fimm hundruð til þúsund krónur íslenzkar. Varla höfðu þeir setið í fimm mínútur á veitingastaðn- um, að sögn vitnisins, er grænn Landrover-jeppi frá úganzka hernum staðnæmdist fyrir framan. Á samri stund var staðurinn umkringdur hermönn- um, sem komið höfðu á dráttar- vél með tengivagni. Með Landróvernum segir Loyombyas að hefðu komið fjórir Libýu- ■ menn og tveir Afríkumenn í herklæðum. Við hlið ökumanns- ins sat annar blökkumaður í nokkurs konar lögreglubúningi. Nafn hans var Tindye Bwa. Hann var náinn trúnaðarmaður Bob Astles. Luyombya segir: „Evrópu- mennirnir komu með alíar sínar föggur út úr veitingahúsinu og námu staðar við innganginn. Tindye Bwa steig út úr bifreið- inni, gekk til þeirra og bað þá að sýna sér vegabréfin. Strandeftir- litsmaðurinn Kyojja var einnig kominn á vettvang. Fjór- menningarnir framvísuðu skilríkjum sínum og reyndu að tala við Tindye Bwa. En einmitt á þessu augnabliki orgaði einhver af palli Landróversins: „Skjótið þá“. Tindye Bwa snéri sér við og reyndi að koma í veg fyrir skipunina með uppréttri hendi. En hermennirnir skeyttu engu og létu til skarar skríða." I fyrstu kúlnahrinunni úr sovéskum hríðskotabyssum af gerðinni Kalaschnikow féllu Wofgang Stiens og annar Svíinn. Hinn reyndi að lyfta höndum á loft. Bollinger hafði tekizt að hlaupa um það bil tíu metra. Hann var drepinn í annarri hrinunni ásamt Svíanum. Hún stóð yfir í aðeins nokkrar sekúndur. Að sögn Luyombya létust allir fjórir samstundis. Að verki loknu stukku her- mennirnir út úr Landróvernum og gengu ásamt Tindye Bwa að líkunum. Þeir hirtu af þeim úrin, myndavélar og pinklana. „Það síðasta sem ég sá“ sagði sjónar- votturinn Elkomus Luyombya" var þegar þeir báru burt með sér farangurinn". Luyombya flúði heim aftur eftir morðin. Að beiðni Klaus Imbeck fór hann aftur til Katosi daginn eftir að hann skýrði frá atburðum. (Hin nýja ríkisstjórn hafði neitað félaga úr leitaríeið- angri Stern að fara á aftökustað- inn“ sökum hins óljósa ástands i nágrenninu".) íbúarnir í Katosi höfðu, að sögn hans, grafið fórnarlömbin á laugardagsnótt hvern út af fyrir sig og vafið líkin stórum bananablöðum. Síðan var hrúgað upp moldarhaug yfir grafirnar. Olían á þrotum á D júpavogi Djúpavogi 31. maí 1979. I DAG er hlýjasti dagurinn á vorinu, hitamælirinn hjá mér sýnir 10 stiga hita. Fram að 23. maí komst hita- stigið sjaldan yfir frostmark á daginn og frost var yfirleitt 3—6 stig á hverri nóttu. Síðan 23. maí hefur verið að mestu frostlaust á nóttunni og hitinn á daginn þetta 5—7 stig. Gróður er lítill og flestir bændur með fénað á gjöf. Nokkrir munu þó vera byrjaðir að sleppa einlembdum ám enda sums staðar lítið hey. Sauðburður stendur yfir og gengur yfirleitt sæmilega enda hefur verið stillt veður og úrkomulítið þrátt fyrir kuldann. Vinnuálag er mikið á bændum og er vakað nótt og dag eftir því sem kraftar leyfa. Ekki bætir úr skák að olía er á þrotum vegna verkfallsins og er ekki nota- legt fyrir svefnlitla menn að koma inn til hvíldar í köld hús. Fiskafli er fremur lítill þessa dagana, humar höfum við ekki feng- ið enn. Illugi og Jón Guðmundsson lönduðu í gær og fyrradag samtals 30 tonnum sem fengust í fiskitroll. Skólafólkið er að koma heim þessa dagana og mun vera einhver vinna handa því og vonandi verður það áfram ef ekki siglir allt í strand vegna olíuleysis. Tvær frænkur héðan af Djúpavogi eru í hópi þess unga fólks sem er að ljúka prófum í framhaldsskólum. Eru það Sigrún Svavarsdóttir, fyrsta kona á Islandi sem lýkur stýri- mannanámi, óg Svandís Sverrisdótt- ir sem er fyrst kvenna til að ljúka námi í húsasmíði. Þessar ungu dugnaðarkonur eru dótturdætur Gústavs Gíslasonar síðasta ábúanda í Papey. — Ingimar. Gæðin eru mikilvæg fyrir augað. Fórnið ekki gæðiim, fyrir lægra verð Það getur verið dýrkeypt, því vönduð vara er til langframa. Versliðisérverslun meó UTASJÓNVÖRP og HUÓMTÆKI 29800 BUÐIN Skipholti19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.