Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 59 Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Sumarspilamennska í Hreyfilsh'isinu. Sl. fimmtudag hófst sumar- spilamennska í Hreyfilshúsinu á vegum Bridgefélags Reykja- víkur, Bridgefélags kvenna og Bridgedeildar Breiðfirðinga- félagsins. 20 pör mættu til leiks og var spilað í tveimur 10 para riðlum. Úrslit í A-riðli: Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 132 Georg Sverrisson — Kristján Blöndal 127 Egill Guðjohnsen — Stefán Guðjohnsen 123 Úrslit í B-riðli: Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 128 Hermann Hermannsson — Lárus Hermannsson 125 Magnús Halldórsson — Magnús Oddsson 120 Maðalárangur 108 Góð kvöldverðlaun verða veitt í keppninni svo og heildar- verðlaun fyrir sumar- spilamennskuna. Gefur fyrsta sæti 3 stig annað sætið 2 stig og þriðja sæti 1 stig. Næst verður spilað á fimmtudaginn og búist við miklu fjölmenni. Aðalfundur Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur verður haldinn í Domus Medica miðvikudaginn 13. júní n.k. kl. 20.30. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðal- fundarstörf og önnur mál. Á fundinum verða veitt verðlaun fyrir keppnir vetrarins og eru verðlaunahafar sérstaklega hvattir til að koma en skrá yfir þá fylgir hér á eftir. Stjórn félagsins væntir þess, að sem flestir aðrir félagsmenn komi einnig á fundinn og í því sambandi vill hún minna á, að aðalfundur er hinn rétti vettvangur fyrir umræður um starfsemi félagsins og einnig til að koma á framfæri hugmynd- um um nýjungar í starfsháttum þess. Félagið býður fundarmönnum upp á kaffiveitingar eins og venja hefur verið. 83033 er nýtt símanúmer á afgreiöslu Morgunblaösins Bridgefélags Reykjavíkur .. STORTÆK VOKVAPRIFIN VERKFÆRI FRA STANLEY Stöðluð fyrir hvers konar vinnuvélar Hvers vegna vökvakerfi? Þú þarft aðeins að ráða yfir vinnuvél, t.d. venjulegri dráttarvél eða vörubifreið, sem búin er vökvakerfi og þá getur þú auðveldlega tengt við það eitthvað af eftirfarandi verkfærum: BROTFLEYG, SÖG, SKRÚFUVEL, HÖGGBOR, VATNSDÆLU, KEÐJUSÖG, STEINBOR, SKOTHOLUBOR. Traktorsgrafa Ámokstursíæki' Allt verkfæri sem henta vel við iðnað og verklegar framkvæmdir hvers konar og eru lika fáanleg til notkunar neðansjávar. Yfirburðir vökvadrifinna kerfa eru ótviræðir. • Minni hávaði. • Tengist á fljótan og auðveldan hátt þeirri vinnuvél sem næst er hverju sinni. • Vökvakerfi er tvöfalt aflmeira en loftkerfi. • Þú ert laus viö að drattast með dýrar og þunglamalegar loftpressur. • Óhreinindi komast ekki inn i kerfið og allir hlutir þess eru i stöðugu oliubaði. Þ.a.l. minni viðhaldskostnaður. • Skilar sama afli i vetrarkulda sem sumarhita. Engin hætta af frosti. • Vökvakerfið er léttara og kraftmeira og leiöir því fil betri árangurs ástyttri tíma. Einnig eru fáanlegar færanlegar aflstöðvar sem tengjast þessum verkfærum. Aflþörf aöeins 11 hestöfl. STANLEY -stendur fyrirsínu! Þú átt aflgjafann,við verkfærin! ífniiii Versluri - Ráðgjöf- Viðgerðarþjónusta TÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiðjuvegi 66, 200 Kópavogi. Sími: (91)-76600. RÝMINGARSALA Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 5. 6. og 7. júní kl. 9—5 alla dagana. Seldar veróa peysur á börn og fullorðna, einnig prjonabútar og garn Prjónastofan Iðunn h.f. Seltjarnarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.