Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 45 Rödd foreldranna þarf líka að heyrast SÍÐARI hluta vetrar hafa menn séð á skrifstofum og víðar rauðar dósir með rauf. Og framan á mynd af barni með hundinn sinn og undir- skriftinni „Lofið okkur að vera með“. Aftan á dósinni má lesa hverjir að henni standa, þ.e. Foreldrasamttík barna með sérþarf- ir. Og til skýringar stendur: „Styðj- ið okkur í starfi. Við berjumst fyrir kennsiu og sjálfstígðum mann- réttindum handa börnum okkar. Við berjumst gegn því, að börn okkar séu að ástœðulausu lokuð inni á hælum.“ Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir þær Unni Hermannsdóttur, formann félagsins, og varaformann- inn, Marlaugu Einarsdóttur, sem einnig er formaður fjáröflunar- það hefur dvalið í Reykjavík með þau í greiningu í Kjarvalshúsi, til lækninga eða á sjúkrahúsum. Hefur fólkið fengið að dvelja þarna að vild og án greiðslu, þar til svo erfitt var orðið um fjárhaginn í október í haust, að samtökin neyddust til að fara að taka nokkurt gjald fyrir. Húsaleigan ein kostar um 100 þús. kr. á mánuði, og eini styrkurinn til félagsins er 300 þúsund kr. frá ríkinu. Þess vegna var reynt að hefja þessa fjársöfnun, til viðbótar bösurum og þess háttar. — Upphaflega var farið af stað af miklum krafti og bjartsýni, sögöu Unnur og Marlaug. Og ef til vill höfum við ofgert þessum litla áhuga- mannafélagsskap. Félagar eru ekki nema 120 talsins víðs vegar á land- V. '■ . Unnur Hermansdóttir formaður og Marlaug Einarsdóttir varafor- maður Foreldrasamtaka barna með sérþarfir. Myndina tók Rax á heimili samtakanna í Brautarholti 4. nefndar og sér um baukana, var hvernig söfnun þessi hefði gengið. En þær hittum við einmitt að máli í húsakynnum samtakanna í Brautar- holti 4. Þær sögðu að þessi fjáröflunarleið hefði verið sett af stað fyrir jólin vegna mikilla erfiðleika á að reka heimilið í Brautarholti, og hefði hún gengið ágætlega. Upphaflega hefði ætlunin verið að hafa dósirnar á eldhúsborðunum hjá sér og tæma í smápeninga úr vösum o.s.frv. En fleiri hefðu svo viljað styðja félags- skapinn í starfi og dósirnar staðið frammi í búðum og víðar. En mikil vinna lægi í því að safna dósunum saman og setja aðrar í staðinn, svo takmarkað væri hve víða væri hægt að hafa þær. Eins hefði borið við að þær hefðu horfið, þegar komið væri eitthvað af smápeningum í þær. En Unnur og Marlaug kváðust vera fegnar að fá nú tækifæri til að skýra fólki frá því hver tilgangurinn væri með þessari söfnun. Samtökin voru upphaflega stofnuð af foreldrum með fjölfötluð börn, en hefur nú víkkað starfsemina og eru foreldrasamtök barna með sérþarfir. Nær semsagt til foreldra barna með hvers konar fötlun. Til aðstoðar við foreldrana og vegna félagsstarfsins var tekin á leigu hæð í Brautarholti 4 og hefur fólki utan af landi verið veitt þar gisting með börn sín meðan inu. En þörfin fyrir svona húsnæði er mikil. Það sýnir nýtingin. Hér eru oft þrjár mæður eða foreldrar með börn sín. En þetta fólk getur illa verið með þau á hótelum eða hjá ættingjum, þegar það kemur með þau í meðferð eða greiningu. — í framtíðinni vildum við bæta um betur, sögðu þær. Fá betra húsnæði, ef möguleikar væru á því. Og einnig er hugmyndin að nýta þetta rými betur, þannig að þar sé hægt að veita fólki af þéttbýlissvæð- inu möguieika á skyndigistingu með börnin. Það er mikið gleðiefni að komin skuli aðstaða til skyndi- vistunar á Dalbrautarheimilinu fyrir þroskahefta, svo foreldrar geti fengið frí. öllum er þörf á hvíld, þegar álagið er svona mikið. Á Dalbraut er aðeins hægt að koma börnum úr Reykjavík, en margir af okkar félögum eru í nágrannabæjun- um. Hér væri þá hægt að láta einhvern, sem þekkir barnið vel, dvelja með það í sólarhringsvistun, meðan foreldrar annaðhvort bregða sér frá eða fá hvíld heima. — Ég veit að fólk með þroskaheft bðrn verður að fá hvíld, sagði Unnur. Meðan maður er ungur og hraustur gengur það kannski að leggja svona á sig, en það er ekki til bóta að ofgera heilsunni. Það finnur maður þegar hún er farin. Og það er ekki til góðs fyrir barnið. — Þessi foreldrasamtök okkar Þessi mynd af litlum dreng með samtakanna. starfa á breiðum grundvelli erum enginn sértrúarflokkur, sagði Mar- laug. Við viljum hér sameina foreldrafélög barna með sérþarfir af ýmsu tagi til sameiginlegs átaks. í rauninni eru þetta sömu vanda- málin, sem við erum öll að berjast við fyrir okkur og börn okkar og við þurfum að vinna saman . Þetta viðhorf stafar kannski af því að við sérþarfir er á söfnunarbauk eigum báðar fjölfötluð börn, sem hafa meira en eina fötlun. En sem- sagt, við erum nú að boða til fundar hér 6. júní og bjóðum til hans öllum félögum innan Þroskahjálpar, sem heita foreldrafélög. Hugmyndin er að við getum þar skipst á skoðunum og athugað hvað við getum sem einn hópur gert, þótt smærri hópar starfi svo líka saman eftir sérþörfum sinna eigin barna. Sjúkdómar barnanna eru svo margþættir, svo sem geð- veiki, blinda og margt fleira, en öll eigum við líka sameiginlegan vanda. Og það er nauðsynlegt í allri um- fjöllun um þessi mál, að rödd foreldra þroskaheftu barnanna heyrist líka. Við, sem eigum þessi börn, þekkjum vandann. Þær kváðust vilja hvetja unga foreldra mjög.til að starfa í foreldra- félögunum. Það sé mjög aeskilegt að ungir foreldrar geti haft samband við aðra með reynslu af vanda- málunum. Og fyrir þá eldri að hafa samband við þá yngri. Það sé alltaf mikið áfall að eignast barn, sem foreldri veit að aldrei getur náð fullum þroska. Og fólk sé betur í stakk búið til að mæta því ef það geti haft samband við aðra, sem eins er ástatt fyrir. — Það er líka mikilvægt að þessir einstaklingar, sem eru heftir á einhvern hátt, læri að umgangast annað fólk og aðrir umgangist þá. Þeir verði þá betur undirbúnir ef þeir eiga sjálfir síðar eftir að eignast slík börn. Öll börn ættu því að fá rými í hinu almenna skólakerfi. Ekki í sérstofnunum, þar sem þau blandast ekki öðrum, nema þar sem það er óhjákvæmilegt. Þau eiga ekki að liggja geymd í skúffu. Að lokum sögðu þær Unnur Hermannsdóttir og Marlaug Einars- dóttir að verkefnin væru nóg framundan, þar sem foreldrar og aðstandendur gætu í samvinnu bætt hag fatlaðra barna sinna, hvaða fötlun sem þar væri um að ræða. E.Pá. Black s Decken Mest selda garösláttuvél landsins Hin vinsæla rafknúna Black & Decker MEÐ NÝTT ÚTLIT STÆRRI MÓTOR OG TVÖFALDA EINANGRUN D 606 380 w D. 808 525 w m/ grasskúffu Slær blautt gras Stutt og langt - snöggt og gróft aó yóar vilja. ÓDÝR - LÉTT - HANDHÆG Lítiö inn á næsta útsölustaö. G. Þorsteinsson & Johnson ÁRMÚLA 1 - $ÍMI 85533

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.