Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 53 kuldann og gróðurleysið „Menn eru mis jaf nlega vel stædir med hey” — segir Hjalti Guðmundsson á Vesturhópshólum „Þessir stjórnmálamenn eru nú allir eins og ekkert treyst- andi á þá. Það sem þarí nú er sterk stjórn sem lætur ekki þrýstihópana segja sér fyrir verkum“, sagði Hjalti Guðmundsson, bóndi á Vestur- hópshóium, í samtali við Morgunblaðið og taldi stjórnar- farið einna alvarlegustu harðindin. „Annars er allt gott af mér að frétta. Ég hef nóg hey ennþá og tíðin virðist eitthvað vera að breytast, þeir spá hlýnandi veðri og maður verður að vera bjart- sýnn“, sagði Hjalti. Hann sagði ástandið ekki líkt því eins slæmt og á Norð-Austurlandi. „Á venjulegum árum“, sagði Hjalti hins vegar; „er byrjað er að bera áburð á túnin um þetta leyti árs, en það getur ekki hafist hér strax. Varðandi heybirgðir er ástandið mjög misjafnt hérna í kring, en hætt er við að þeir geti farið illa út úr þessu sem þurft hafa að sléppa kindunum út, því gras er ekkert farið að spretta", sagði Hjalti ennfremur. Hann er með 240 kinda bú og auk þess 20 kýr í fjósi. Varðandi vanda bænda að öðru leyti sagðist Hjalti vera þeirrar skoðunar að þorga ætti bændum fullt verð upp að 500 ærgildum og setja á fóðurbætis- „Hætt við að mörgum reynist þetta ár þungt í skauti” - segir Ólafur B. Óskarsson í Víðidalstungu viðbót við allt annað", sagði Ólafur. Hann sagði að afgreiðsla Alþingis á heimildinni fyrir ríkisstjórnina að ábyrgjast 3,5 milljarða lán til Framleiðsluráðs landbúnaðarins hafi verið ansi mikill skellur fyrir bændur. „Það er viðurkennt að 12—1300 þúsund vanti á hvert meðalbú til þess að létta tekjuskerðinguna vegna offramleiðslunnar“, sagði Ólafur. „Þegar svo við bætist erfitt árferði er ástandið heldur slæmt". Hann sagði að tilraun núver- andi ríkisstjórnar til þess að standa við kosningaloforðin hafi orðið til þess að hluti af tekjum yfirstandandi árs hafi verið færðar yfir á 1978, vegna þess að gerð verðlagsgrundvallar dróst fyrir árið 1977. Þá var haldið eftir því sem næst 70 krónum af hverju kjötkílói sem síðan voru endurgreiddar í fyrra. Þetta hafi leitt til þess að árið 1978 hafi bændur verið óvenju tekjuháir. Hins vegar leiði það aðeins til hækkandi tekjuskatts á þessu ári og þegar það leggst á eitt með slæmu árferði og litlum tekjum sé hætt við að mörgum reynist þetta ár þungt í skauti. „Mönnum finnst slæmt að þetta skuli látið skella á þeim allt á einu bretti", sagði Ólafur B. Óskarsson. „Hér um slóðir hefur það íyrst og fremst verið kuldinn og frosthörkurnar sem sett hafa sinn svip á vorkomuna, það hefur samt ekki verið svo mikill snjór, en maí hefur verið óvenju frostharður. Til dæmis var G—8 stiga frost hér 15—20. Ólafur B. óskarsson í Víðidals- tungu markar sér unglamb. maí, en þá var maður að byrja að vera á ferðinni á nóttunni vegna sauðburðarins. Eldri menn muna ekki svona jafnan og mikinn kulda eins og hefur verið hérna í vetur“. Þannig lýsti Ólafur B. óskarsson bóndi í Víðidalstungu vorharðindun- um í sfnu héraði. Ilann sagði að klakinn væri mikill f jörðu samt ekki eins mikill og búast mætti við eftir frostunum. „Varðandi heybirgðir eru menn mjög misjafnlega stæðir og hætt við að lítið fari að verða eftir ef gefa þarf eitthvað fram í júní“, sagði Ólafur. „Það hefur einhverju verið miðlað milli bæja eftir því sem hægt er, en hætt er við að erfitt verði hjá þeim bændum sem eru með blandað bú, ef þeir þurfa að gefa kúnum út júní“. Ólafur sagðist telja að ef góður hlýindakafli kæmi gæti margt breyst á skömmum tíma. Ef kalskemmdir væru í túnum kæmu þær ekki í ljós fyrr en gróður færi að lifna. „Annars er venjulega farið að bera á tún um þetta leyti árs en áburður er ekki allur kominn ennþá. Ég er til dæmis ekki búinn að fá allan minn áburð. Það yrði afar slæmt ef áburður kæmist ekki á skaplegum tíma í skatt og venja þannig menn af óhóflegri notkun fóðurbætis. „Þeir sem eru með þessi stóru bú verða þá bara að sjá um þau sjálfir. Það er vel hægt að komast af með bú eins og ég er með og þjónar engum tilgangi að vera með þessi stóru bú þegar vörurnar seljast ekki“, sagði Hjalti Guðmundsson að lokum. Hjalti Guðmundsson, Vesturhópshólum, ásamt syni sínum Úifari í f lestar gerðir bifreiða KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 ÁL-GRÓÐURHÚS fyrir heimagaröa, FYRIRLIGGJANDI 1 8x10 fet kr. 200.880 m/gleri 8x12 fet kr. 223.500 m/gleri 10x12 fet kr. 315.960 m/gleri autoheat RDR ACCURATE GREENHOUSE HEATING Ál-sólreitir/blómakassar Sjálfvirkir hitablásarar Stærö 122x70 cm. kr. 2500 wött kr. 44.136. 1000 23.280. wött kr. 50.436. Hillur 122 cm. kr. 6.360. Hillur 183 cm. kr. 8.640. Borð 244 cm. kr 31.800 Vinsamlegast hafið samband við okkur strax, en undanfarin ár hafa húsin selst upp jafnóðum og sendingar hafa borist. Kynnisbækur sendar ókeypis. KLIF Vesturgötu 2, Reykjavík. H F Sími 23300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.