Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
49
Oft er spurt hvar fegurst sé á landinu, en svarið við þeirri spurningu
er ekki eins auðfundið og í fyrstu kann að sýnast. Enda er það svo, að til
þess, sem einum þykir mest hrífandi í landslaginu, þykir öðrum minna
til koma, „því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að/og misjafn
tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir“ svo vitnað sé til Tómasar
Guðmundssonar. Sumir sjá landið fallegast þar sem allt ér vel gróið,
grösug tún og skógivaxnar hlíðar, eins og t.d. í uppsveitum Borgarfjarð-
ar. Öðrum þykir tilkomumest, þar sem berangurinn er hvað mestur, eins
og í Landmannalaugum eða Veiðivötnum, en flestir vilja hafa sína
ögnina af hvoru. Má þar nefna t.d. Þórsmörk, Öræfasveit, Hallormsstað,
Mývatnssveit og Jökulsárgljúfur. Þarna er aðeins minnst á nokkra þá
staði, sem eru í leið hins almenna ferðamanns, en svo er að sjálfsögðu
ailt hálendið til viðbótar með sínum margbreytileik. Það kemur oft fram
hjá erlendum ferðamönnum, að þeir hafa ekki sömu meiningar um hvað
sé eftirsóknarverðast að sjá af náttúru landsins. Þjóðgarðsvörðurinn í
Jökulsárgljúfrum hefir haft orð á því, að sumum hinna erlendu gesta
þyki lítið til um fegurð Vesturdals og Hólmatungna, en þegar komið er
að Dettifossi, mega þeir vart mæla, vegna þeirra áhrifa er fossinn hefir
á það. Við Islendingar nefndum fremur Gullfoss eða Dynjandisfossa sem
okkar stórkostlegustu og fegurstu fossa, þó aðrir, sem minna láta yfir
sér, komi þar líka til álita.
Óhætt er að fullyrða, að sveitir Snæfellsness eru meðal alfegurstu
sveita landsins, þó gróður sé þar minni en víða annars staðar, og á það
sérstaklega við um svæðið, sem oft er kallað Undir Jökli. Þó landið sé
ekki eins stórhrikalegt og í Öræfasveit, er það stórkostlegt að fegurð. Er
það fjallasýning, bæði að sunnan og norðan við nesið og hin fallega
sjávarströnd, sem dregur ferðamanninn á nesið ár eftir ár. Sá staður á
Snæfellsnesi, sem mest aðdráttarafl hefir, er jökullinn, og langar flesta,
sem á nesið fara, að ganga á hann. Snæfellsjökull er 1446 m hár, og er sú
hæð næstum öll gengin, því að fjallið nær næstum fram í sjó. Þetta er
því nokkuð löng ganga, en ekki ýkja erfið og er ekki ofraun neinum
heilbrigðum manni. Það fer eftir göngufærinu og dugnaði göngumanns-
ins, hve lengi er verið að ganga á jökulinn, en venjulega tekur það 4—6
tíma.
Hver sá, er stendur efst á Snæfellsjökli í björtu veðri, hlýtur að
hrífast af því útsýni, sem við blasir. Það er líka svo, að margir sækjast
eftir að komast á jökulinn aftur og aftur.
Það eru fleiri en ferðamenn, sem verða fyrir sterkum áhrifum frá
jöklinum. Dulspekingar hafa á honum helgi, þá hafa rithöfundar og
skáld haft á honum mikið dálæti.
•
9. júlí 1932 var fyrsta ferð Ferðafélags íslands á Snæfellsnes. Farið
var með s.s. Selfossi og voru þátttakendur 180. Fararstjóri var Helgi
Jónsson frá Brennu. Komið var á Arnarstapa og í Ólafsvík, en nokkrir
gengu á jökulinn. Síðan hafa ferðir á nesið verið á ferðaáætlun félagsins
ár hvert, og hefir fyrsta ferðin venjulega verið farin á Hvítasunnu og
verður svo einnig nú. Er Tryggvi Halldórsson fararstjóri í þeirri ferð.
1931—32 var reist hús fyrir veðurathugunarmenn á svonefndum
Jökulhálsi, sem er í rúmlega 800 m hæð á jöklinum. Þetta hús fékk
Ferðafélagið að gjöf, að hálfu frá sendiherra dana hér, de Fontaney, og
að hálfu frá Kristjáni Skagfjörð og Sigurliða Kristjánssyni, kaupmönn-
um. Húsið fauk í ofviðri, er gekk yfir 15/16 september 1936, og var annað
hús reist á sama stað 1946. Það hús er nú næstum hrunið og hefir verið
lagt niður sem sæluhús, enda óhæft til gistingar. Það er því orðið brýnt,
að F.í. komi sér upp myndarlegu gistiheimili á nesinu, og vinnur stjórn
félagsins nú að lausn þess máls.
Ljósmyndir og texti: GrétHr Eiríksson
Á Svalþúfu. en þar undir er Þúfubjarg, sátu þeir Kolbeinn
jöklaskáld og Kölski og kváðust á. og fóru leikar svo, að
Kolbeinn kvað Kölska í kútinn, er hann kvað: Horfðu í
þessa egg egg/ undir þetta tungl tungl. Kölski gat ekki
botnað. þar sem hann þekkti ekkert, er rímaði á móti
tungl. En Kolbeinn botnaði: Ég steypi þér þá með legg
legg/ lið sem hrærir úln úln, og við það steyptist Kölski
fram af bjarginu.
Vestan við Svalþúfu eru Lóndrangar. Þar mun hafa orpið
örn hér áður fyrr, en nú verpur þar aðallega fýll. Þórður á
Dagverðará hefir sagt, að stærri kletturinn, sem er um það
bil 78 m. hár, muni vera kirkja huldufólks, en sá minni sé
bókasafn. Er allt það, sem talað er í nánd við klettana
bókfært og geymt í safninu. Það er því betra að hafa gát á
tungu sinni þar.
Við Arnarstapa eru
margir fallegir ein-
stakir stuðlabergs-
stapar í sjónum.
Frægastur þeirra er
Gataklettur.
Einn hinna mbrgu, sem Snæfells-
jökull hefir náð tökum á, er
ferða- og jöklagarpurinn Tryggvi
Ilalldórsson. Tryggvi hefir geng-
ið á jökulinn a.m.k. 11 sinnum,
venjulega sem leiðsögumaður.
stundum í misjöfnum veðrum.
Hann hefir því mikla reynslu í Neðst í Þúfuberginu er fallegur hellisskúti. og er þar mikill svartfugl.
ferðum um jökulinn.
Ingjaldshóll er kirkjustaður og var höfuðból til forna. Þar er einn aðalsögustaður-
inn í Víglundarsögu. Það voru engir kærleikar með þeim Ingjaldi á Ingjaldshóli og
tröllkonu í Ennisf jalli, er Hetta var nefnd. Ilún vildi Ingjald feigan og gerði honum
seið, er hann fór til fiskjar. Hetta kvað: Út reri einn á báti /Ingjaldur í skinnfeldi.
Bárður Snæfcllsás dugði Ingjaldi vel. og varð honum ekki meint af. Á Ingjaldshóli
haía oft setið ærið umfangsmiklir valdsmenn.
í baksýn er Búrfell og Snæfellsjökull.