Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 63 Fyrstu landnemarnir taka land við Víðines eða Willow Point, í ónumdu landi rétt undir veturinn. Þar voru engin hús og engin þorp til að sækja í vistir og engin mjólk handa börnum. Málverk eftir Jón Árnason. Svo lágt var í Rauðánni að alltaf voru bátarnir að stranda og víða var komið við. En til Winnipeg var komið 11. október. Winnipeg var þá 3000 manna landnemabær og Islendingarnir vöktu athygli. Segir sagan, að maður einn hafi ekki viljað trúa að þetta væru þeir. „Við vitum vel hvernig íslendingar eru,“ sagði hann. „Þeir eru stuttir, þreknir með sítt svart hár, líkir eskimóum. Þetta eru ekki íslendingar. Þetta eru hvítir menn.“ En bæjarblaðið lýsti íslenzku land- nemunum vel, sagði þá glaða, skínandi fólk og mikinn feng að þeim. Þeir litu út fyrir að geta sigrast á erfiðleikunum. Erfiðleikarnir létu ekki á sér standa. Veturinn var að koma, ekkert hafði verið heyjað og því ekki um neinar kýr að ræða. Stungið var upp á því að konur og börn yrðu eftir í innflytjendabúðunum, meðan karl- menn hrófluðu upp húsum, en þar var ekki hægt að hafa vetursetu og siglingaleiðin mundi brátt lokast af ísi. Innflytjendurnir vildu halda hópinn. Sex flatbytnur voru keyptar til ferðarinnar norður í óbyggðirnar, hlaðnar farangri og skyldi dráttar- bátur draga þær norður eftir Rauð- ánni og Winnipegvatni (sjókort). Þannig lagði þessi 285 manna hópur upp. Þar voru 60 fjölskyldur. Um 50 manns mest einstaklingar, urðu þó eftir í Winnipeg og urðu þar fyrstu íslenzku íbúarnir. Ferðin gekk erfið- lega. Bátarnir strönduðu, en þar kom að gufubátur tók flatbytturnar í tog og skildi þá eftir á stað sem nefndist Willow Point, eða Víðines. Það er nes sem skagar út í vatnið. Þar fæddist fyrsta barnið í nýlend- unni undir steini. Skipið sneri hið hraðasta við til baka, enda veturinn í nánd með ísi lögðu vatninu. Þann dag var fagurt haustveður, en dag- inn eftir var komið frost. Engan tíma mátti missa. Þarna voru landnemunum dempt á land 21. október, nálægt þeim stað, sem síðar varð bærinn Gimli. Þeir voru komnir, án nokkurs húsaskjóls, ekkert þorp í nánd sem hægt var að sækja til nauðsynjar og engin mjólk handa börnunum. Þeir fáu dagar, sem voru til stefnu áður en vetur gengi í garð, voru notaðir til að b.vggja nokkur bjálkahús og koma upp tjöldum. Samt sem áður voru ekki liðnir nema þrír mánuðir, þegar drifinn var upp skóli fyrir börnin, og suma fullorðna, mest til að kenna þeim ensku. Og strax á fyrsta vetri var gefið út fyrsta handritaða fréttabréfið sem Jón Guðmundsson gekk með hús úr húsi og las upphátt. Fararstjórinn, skoski trúboðinn John Taylor, flutti messur, sem Friðjón Friðriksson þýddi jafnóðum. Á þremur árum — frá 21. október 1875 til 14. janúar 1878 — komu íslendingar í Kanada upp eigin landnámi, sem sýndi þrautseigju þeirra og ótrúlegan dugnað. Vetur- inn 1875—1876 var einn sá kaldasti í Manitoba. Vistir voru litlar og veiði gekk illa í vatninu. Sumarið eftir komu 1200 nýir landnemar frá íslandi. Flestir héldu áfram til Nýja Íslands og gengu þeir undir nafninu stóri hópurinn. Ferðin frá íslandi tók sex vikur; og margir komu sjúkir og með skyrbjúg úr þessari erfiðu ferð án hvíldar. Um haustið dundi yfir íslenzka landnámið enn ein hremmingin, þegar bólusótt kom þar upp. Herjaði sjúkdómurinn á hvert heimili í íslenzku nýlendunni. Um þriðjungur fólksins veiktist og um 100 manns dóu. Læknir var sendur á staðinn meðan bólan herjaöi. En Winnipegbúar óttuðust smit og Nýja ísland var sett í sóttkví. Það olli miklum erfiðleikum meö aðdrætti og ekki gat fólkið leitað vinnu annað. Var sóttkvínni ekki létt af fyrr en í júnílok. En íslendingarnir seigluðust, tóku að gefa út fyrsta prentaða blaðið, Framfara, strax 1877. Og þeir komu á sínu eigin sveitarstjórnarkerfi innan landnámsins sem byggðist á sömu lýðræðisreglum og heima á íslandi. Og þeir lentu ekki í neinum útistöðum við Indjána, þvert á móti eignuðust þeir vini i þeirra hópi. Landnemarnir í Nýja íslandi kom- ust fljótlega að raun um að þetta ónumda, frumstæða land var ekki blítt, aðeins yrði hægt að lifa þar við ómælt erfiði. Engar vélar voru til í þá daga. Áður en mörg ár voru liðin fór fólk að sækja í burtu, inn til Winnipegborgar eða lengra út um Kanada. Það sem hafði fyrst og fremst dregið þetta fólk vestur, var sá ásetningur, að fá þar jarðnæði, að rækta með erfiði sínu landið og geta veitt börnum sínum menntun og betri framtíðarhorfur en heima í gamla landinu. Mörg barnanna sett- ust að í sveitinni í Nýja Islandi, aðrir sköpuðu sér líf annars staðar. Um 200 af hópnum, sem kom 1896, settist að í Winnipeg. Stúlkurnar fengu vinnu við heimilisstörf, en karlmennirnir við að ferma gufubát- ana, járnbrautarlagnir, skolprör eða við að höggva við fyrir heimilin. Það var þrælavinna í fyrstu. En um 1879 voru fyrstu Islendingarnir þar b.vrjaðir að færa út kvíarnar hvað vinnu snertir, nokkrir farnir að vinna í verzlunum, og brauðhúsum, veitingahúsum og þvottahusum. Þeir bjuggu í kofahverfi skammt frá ármótum Rauðár og Assiniboineár- innar, þar sem hét „Shanties" enda hrófluðu menn yfir sig’ húsum, En smám saman færðu íslendingarnir sig norður eftir borginni, að Aðal- stræti. Verðbólgan um 1880—81 hjálpaði sumum til að koma undir sig fótunum, er þeir keyptu og seldu lóðir. íslendingafélag var stofnað 1877, og brátt voru íslendingar farnir að láta til sín taka á ýmsum sviöum í þessari ört vaxandi borg. Það eru afkomendur þessa fólks, sem segir frá í kvikmyndinni í sjónvarpinu. Ekki var hlaðið undir þá í upphafi og fróðlegt að he.vra viðhorf þess og sögur. Þarna fáum við væntanlega fram- haldið af sögunni um Vesturfarana frá íslandi og afkomendur þeirra, hvernig þeim vegnaði í nýja iandinu, þar sem margir urðu vel metnir og margir hafa lagt mikið fram til menningar og framfara í sínu nýja landi. Sú saga er öllu þekktari og verður ekki hér rakin frekar. ( —E.Pá. tók saman.) Hér er eitt af fyrstu landnemahúsunum frá 1875. Myndin er tekin er 50 ár voru liðin frá landnáminu eða 1925. Afgreiðsla sími 83033 — Auglýsngar sími 22480 — Ritstjórn sími 10100 RÖRSTEYPAN » Sveitafélög — Verktakar — Húsbyggjendur. Framleiöum allar gerðir af rörum til skólplagna, dreinlagna og ræsalagna. Ennfremur holræsabrunna og keilur. Gúmíþéttingar á rör upp á 12“ Viðurkennd framleiðsla úr bestu fáanlegum efnum. Athugið með verð og greiðsluskilmála. RÖRSTEYPAN H/F Fífuhvammsvegi 30 202 Kópavogur Sími 91-40930 *UX B0R(^ KOPAVOGUR rcy Nreyi-AV£ou« D-*t0REKk4 AUO BPEKKA bANGABREKKA ALPhÓl svecur - ■ -8 5 ° £ ^HA-ttVEGUR * S'6'MRnhÓl^ STiCUH Kopavogsstcfö dÍgpanpc ^ *- GW DIGRANESVEGUR ■< V T> O Q ■ r. BPÆORAT. ® V \ M"‘U"TUN0'' * 51 V SsS&i tv A\ X&—u' 1 •- X 1 £ FURUGRUNO ® CRENlOAUWO HJALLABREKKA ^ LTVCBREKKa ^’sélbrekka ■Þróttavöllur •Rörsteypan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.