Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JUNÍ 1979 BjóÖir þú '■t „Sáluhjálp íviðlögum” símaþjónusta SÁÁ SAMTÖK áhugafólks um áfengis- vandamálið hafa ákveðið að koma á fót símaþjónustu „Sálu- hjálp f viðlögunT þar sem hinn almenni borgari getur hringt og rætt hin ýmsu vandamál sín. Sfmaþjónustan verður starfrækt á hverjum degi, virkum sem helgum frá klukkan 17.00 til 23.00, og einkum ætluð alkóhólistum og aðstendendum þeirra. Lionsklúbburinn Fjölnir kostar þessa þjónustu fyrstu fjóra mánuðina, sem verða nokkurs konar reynslutími til þess að kanna þörfina fyrir slíka þjónustu og hvort henni skuli haldið áfram. Kannaður verður í því sambandi fjöldi símtala, hvort það sé alkóhólistinn sjálfur, aðstandandi, vinur eða vinnuveitandi sem hringir, hvort tekist hafi að koma viðkomandi í viðtal o.s.frv. Síma- númerið sem hægt verður að hringja í er 81515. Þess má geta að auk meðferðar- stofnana fyrir alkóhólista hefur SÁÁ komið á fót kvöldnámskeið- um fyrir aðstandendur. Eru þau námskeið vel sótt og er það til marks um þörfina að á meðan 60 alkóhólistar njóta meðferðar sækja nær 40 aðstandendur slík námskeið. Sýning Soffíu Þorkelsdóttur víst, að mikið af fólki, sem lifir í nánum tengslum við móður jörð, notar oft á tíðum einmitt blómið til hátíðabrigða, og kemur þetta atriði ve) fram í list Soffíu Þorkelsdóttur. Þær myndir, sem mér fundust bestar á sýningu Soffíu, voru einmitt sumar af blómamyndum hennar. Þegar best lætur, tekst henni að gera verkin viðkvæm og fögur, en því verður heldur ekki neitað, að stundum mistekst það. Nú er ég auðvitað að segja, að þetta sé nokkuð misjöfn sýning, og varla við öðru að búast. Það er samt augljóst, að þarna eru hæfileikar á ferð, sem ég veit ekki hvort verða þróaðir með kennslu. Sumir listamenn eru þannig af guði gerðir, að kennsla á ekki við þá og getur verkað til hins verra. Ég held, að Soffíu láti best að vera eins eðlileg og hægt er í list sinni, en láta vísdóminn veg allrar veraldar. Þetta er ekki sagt henni til lasts. Miklu fremur er þetta mikið hól, jafnvel um of. Það eru tvær tegundir mynda á þessari sýningu Soffíu. Olíu- málverk og pastell-myndir. Sumar hverjar eru samræmdar á sérlega skemmtilegan hátt í litnum og á það bæði við Pastell-myndirnar og sumar olíu-myndirnar, en segja mætti mér að olíutæknin sé Soffíu erfiðari en sú fyrrnefnda. Þetta er þokkaleg sýning, en nokkuð misjöfn, eins og fyrr segir. Ég hafði ánægju af að sjá þessar myndir, sem gerðar eru á löngum tíma og margar hverjar í einkaeign. Sumar eru til sölu, en ég held, að heildartala þeirra sé sléttur fimmti tugur. Það hefði mátt grisja svolítiö á þessari sýningu, og þá hefðu verkin náð að njóta sín betur, en það er auðvitað smekksatriði, hvernig hengja skal sýningu Valtýr Pétursson. Tískufatnað ...... Hljómtæki . Hljómplötur . € Gjafavörur . . Skyndimat.. . ~ Snyrtivörur ... Skemmtanir .... Drykkjarvörur .... í Sælgæti _________ Talaðu þá beint við fólkið sem notar vöruna. Þú nærð til þess í VIKUNNI, mest lesna tímariti á íslandi.* Sértu að bjóða það sem fólkið í landinu raunverulega vill og á verði og/eða greiðslukjörum sem því líkar, þá færð þú auðvitað viðskiptin. *Skv. fjölmiðla könnun Hagvangs og Sambands ísl. auglýsingastofa. í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á mynd- um eftir Soffíu Þorkelsdóttur, sem er sjö barna móðir og hefur lengst af búið með manni sínum á Snæffellsnesi. Hér er því um húsmóður úr landbúnaðinum að ræða, sem haft hefur mikla löngun til að tjá hug sinn í litum og línum þrátt fyrir erfiðar aðstæður og óþarft er að nefna amstur dagsins við barnamergð og sveitabúskap. Soffía mun vera flutt í fjölmennið fyrir nokkrum árum og þar með feng- ið nokkra tilsögn í meðferð lita. En hún er prímitíf í list sinni, og nú skapast sá vanalegi vandi, þegar minnst er á þessa tegund listar, að finna henni viðunandi orð á okkar ágæta máli. Sumir segja: upprunaleg, aðrir nefna þetta alþýðulist og enn aðrir hafa fundið upp fleiri og flóknari orð, sem ég nenni ekki að nefna hér. Eg hef án efa áður nefnt þetta hér í blaðinu, en ef satt skal segja man ég ekkert, hvað ég hef til málanna lagt. Sem sagt, mér fellur best við orðið PRÍMITÍFUR og ég held, að allir geti vel við unað, nema mál- hreinsunarmenn. Það var löngum talað um BONDEKUNST á norðurlöndum og hún þá helst tengd blóma- skrauti á kistum og öðrum hús- gögnum ásamt ísaumi og vefn- aði. Ekki veit ég, hvort blóma- skeið er enn til sveita þar norð- urfrá, sem fyrr á árum, en eitt er Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.