Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 35 Urslit í Bikarkeppni KSI Breiðablik sigraði 8—0 BREIÐABLIK sigraði Leikni 8—0 í bikarkeppni KSÍ í gær- kvöldi á Kópavogsvelli. Voru yfirburðir blikanna algerir allan tímann og hefðu þeir vel getað skorað fleiri mörk. Staðan í hálfleik var 4—0. Mörk Breiða- bliks skoruðu Hákon Guðmunds- son 1, Sigurjón Rannversson 2, Vignir Baldursson 1, Sigurður Örn 1, Heiðar Breiðfjörð 1, Ólaf- ur Friðriksson 1, og Gunnlaugur Helgason 1. Besta tækifæri Leiknis á að skora var er þeim var dæmd vítaspyrna en ekki tókst betur til en að hún var varin. Aðrir leikir í bikar- keppninni voru: Knattspyrnuúrsllt Á Vopnafirði léku Einherjar og Austri og sigraði Austri 3—1. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Austra. Á ísafirði léku heimamenn við Gróttu, og sigruðu örugglega 2—0. Fylkir sigraði Ármann 3—1 á Melavellinum. Á Dalvík sigraði Þór Akureyri Svarfdæli 3—1, og var staðan 2—0 í hálfieik. Og á Siglufirði fór fram hörku- leikur milli KS og Tindastóls. KS tókst að knýja fram sigur eftir framlengdan leik 5—3. Staðan í hálfleik var 2—0 fyrir Tindastól en KS náði að jafna og eftir venjulegan leiktíma var staðan 3—3. Þá hafði KS misnotað víta- spyrnu. En þeir áttu góðan enda- sprett og innsigluðu sigurinn með tveimur góðum mörkum í fram- lengingunni. - þr. • Valsmenn sækja. Tekst þeim að rífa sig upp úr bldudalnum gegn íA í kvöld? Valur mætir ÍA í kvöld STÓRLEIKUR fer fram í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld og er það viðureign Vals og ÍA á Laugardalsvellinum. Hefst leikurinn klukkan 20.00, en enn er ekki ljóst hvort hann fer fram á gamla vellinum, eða þeim nýja. Með sigri standa Skagamenn jafnfætis ÍBK, Fram og KR í cfsta sæti deildarinnar, en Valsmenn verða nauðsynlega að vinna til þess að dragast ekki um of aftur úr toppliðunum. Hvorugt liðið hefur þó sýnt neitt líkt því, sem sjá mátti til þeirra í fyrra sumar, þegar þetta voru yfirburðalið í íslensku knattspyrnunni. • Finnbjörn borvaldsson var fararstjóri íslenska landsliðsins í EM keppninni í Luxemborg um síðustu helgi. Hér er Finnbjörn að afhenda verðlaun fyrir kringlukast í mótinu. Óskar Jakobsson sést fremstur á myndinni en hann sigraði í greininni. Ljósmynd þr. • Úrslitin í 200 m hlaupinu í frjálsfþróttakeppninni í Luxemborg. Bombardella frá Luxemborg sigrar, Qucola frá Portúgal er annar. Vilmundur Vilhjálmsson er annar frá hægri en hann varð í fimmta sæti. Ljósm. þr. Þór frá Akureyri sigraði fyrr í vor í 5. flokki íslandsmótsins í handknattleik, og fór úrslitakeppnin fram á Akureyri. Meðfylgjandi mynd sýnir glaða Þórsara eftir úrslitaleikinn. Neðri röð talið frá vinstri: Ingólfur Samúelsson, Baldur Guðnason, Siguróli Kristjánsson fyrirliði, Júlíus Tryggvason og Olafur Hilmarsson. Efri röð frá vinstri: Samúel Jóhannsson, þjálfari, Tómas Guðmundsson, Jónas Ottósson, Úlfar Hauksson, Jón G. Traustason, Stefán Rögnvaldsson, Gunnar Gunnarsson og Jakob Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.