Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. júní Bls. 33 — 64 EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu eru þau Kristján Eldjárn forseti og frú hans nú komin til Manar í boði landstjórnarinnar þar og er tilefnið að þúsund ár eru liðin frá stofnun allsherjar þings eyjar skeggja, Tynwald. Hér segir nokkuð frá þessu forna eyríki. Eyjan Mön er aðeins um það bil 300 ferkíló- metrar að stærð; henni er stjórnað af Tynwald- ráðinu og hundrað og tuttugu manna lögregluliði. Ibúarnir eru 63 þúsund talsins, en af þeim mæla 165 á hina fornu mönsku tungu. í ár halda eyjarskeggjar hátíð eina mikla til þess að minnast þess, að þúsund ár eru liðin frá stofnun lýðveldis þeirra. Elizabeth II, bretadrottning mun sækja þá heim hinn 5. júlí í tilefni hátíða- haldanna. Sagan geymir raunar engar óyggjandi sannanir fyrir því, hvaða ár og dag þingið á Mön var stofnað, en það var fyrir 1000 árum, og hátíðahöldin, þar sem minnst verður þúsund ára þingbundins lýðræðis á eyjunni, standa út allt þetta ár. Þegar einmitt árið 1979 var kjörið til hátíðahaldanna, þá voru það á hinn bóginn hreinar getgátur, sem réðu valinu. Sumir draga réttmæti þessarar tímasetning- ar mjög í efa, en vel flestir fallast þó á, að þetta geti vel verið hið rétta ártal þúsund ára hátíðarinnar. í sambandi við þessa þúsund ára hátíð var árið 1977 skipuð sérstök Tynwald-nefnd til þess að gangast fyrir og sjá að öllu leyti um framkvæmd ýmiss kon- ar hátíðahalda á árinu. Það var undirbúningsnefndin, sem hreinlega ákvað, að hátíðahöldin skyldu fara fram á þessu ári. Manarbúar eru vissulega hreyknir af þessu þúsund ára tímabili, því allan þennan tíma hefur ríkt þingræðislegt lýðræði á eyjunni, og á þetta stjórnar- form sér óslitna hefð í sögu eyjarinnar allt fram á vora daga. Norræn yfirrád Þingið Tynwald var stofnað einhvern tíma á tíundu öldinni af hinum norrænu yfirdrottnur- um Manar, sem kjörið höfðu eyjuna sem aðalsetur konungs- ríkisins Mann og nálægra eyja, en ríki þetta náði yfir allar eyjarnar úti fyrir vesturströnd Skotlands. Hinir norrænu víkingar kúg- uðu Keltana, sem bjuggu fyrir á eyjunum og gerðu þá að þegnum sínum, en hin keltneska tunga frumbyggjanna hélt velli í kon- ungsríki víkinganna. Tynwald eða allsherjarþingið starfaði sem ríkisráð undir berum himni. Lagafrumvörp voru lögð fram á þinginu, rædd og samþykkt, hlustað á kærumál og felldir dómar á Tynwaldhæð, sem er í alfarabraut á eyjunni miðri. Þarna er Tynwalddagurinn haldinn hátíðlegur ár hvert enn þann dag í dag, og uppi á þessari hæð mun bretadrottning ávarpa hina tryggu þegna sína hinn 5. júlí í sumar. Tynwald-dagurinn hefur enn þingræðislega þýðingu fyrir Manarbúa, því Tynwald tryggir íbúunum forn réttindi þeirra og fornar hefðir eyríkisins og er einnig tákn trúnaðar eyjar- skeggja við æðstráðanda Manar, Elízabethu II, bretadrottningu. Fultrúi hennar er landsstjórinn á Mön, sem um leið er forseti Tynwalds. Landsstjórinn tekur virkan þátt í málefnum eyjar- skeggja og er í forsæti, þegar Tynwald-þingið situr, en það þingar nú í Douglas, höfuðborg eyjarinnar. Landsstjórinn er í senn fulltrúi drottningarinnar og umboðsmaður Manarbúa, þegar þeir halda fast við forn réttindi sín gagnvart brezku stjórninni í Lundúnum. Hringlaga stallar úr grjóti liggja upp alla Tynwald hæðina, og nú í vor hefur verið unnið kappsamlega við að tyrfa stall- ana og lagfæra hleðsluna, þar sem þörf er á. Manarbúar unna þessum stað mjög og virða hann, og meðal alls þess fólks erlendis, sem úpprunnið er á Mön, svo og afkomenda manskra útflytjenda, er allsherjarþingiö á Tynwald enn þann dag í dag mjög virt stofnun og hefur raunverulegt gildi í hugum þeirra sem löggjaf- arþing þessa tiltölulega litla þjóðlands. Tynwald samþykkir sín eigin 1(% sem hinir 63.000 íbúar eyjarinnar verða að hlíta. Hinir 24 þingmenn sem sitja í House of Keys — en það sam- svarar Neðri deild brezka þings- ins — eru kjörnir til fimm ára í senn. Við framboð til þingkosn- inga á Mön býður hver fram- bjóðandi sig fram fremur sem einstakling en sem fulltrúa einhvers stjórnmálaflokks. Alþingishátíðin 1930 skapaði fordæmið Þúsund ára hátíð Tynwald- þingsins á Mön á vissulega fullan rétt á sér og hefur mikið gildi fyrir Manarbúa; þessi há- tíðahöld eru ekki hugsuð sem nein beita fyrir ferðamenn, enda þótt allir séu velkomnir sem gestir á hátíðina. Raunar á svipað við um þessa þúsund ára hátíð Tynwalds eins og um hátíð þá, sem Englendingar efndu til fyrir tveim árum til þess að minnast 25 ára valdatíma Elíza- bethar II bretadrottningar. Frú Betty Hanson, formaður undirbúningsnefndar þúsund ára hátíðarinnar, leggur áherzlu á þetta atriði: „Við viljum helzt, að allir hérna á Mön leggi sitt af mörkum við undirbúninginn. Þetta eru hátíðahöld Manarbúa. Aðeins ein þjóð hefur getað haldið áþekka þúsund ára hátíö þjóðþings síns á undan okkur, og það eru Islendingar." Hátíðadagskrár sveitarfélaga, sem hlotið höfðu samþykki und- irbúningsnefndarinnar, voru styrktar með fjárframlögum, sem gátu numið allt aö 3000 sterlingspundum (tæpl. tveim milljónum ísl. kr.). Fé þetta gátu sveitarfélögin notað til þess að festa kaup á fornum, löngu yfirgefnum byggingum eins og t.d. gömlu járnbrautastöðinni í Ballaugh, sem breytt var í hress- ingarskála, þar sem boðið er upp á alls konar veitingar á hátíðar- árinu. Sitthvað fleira hefur að sjálf- sögðu verið gert, sem skiptir máli fyrir alla Manarbúa í heild. I sambandi við þúsund ára hátíðina er t.d. efnt til listahá- tíðar og keppni í hinum ýmsu listgreinum, svo sem málaralist, tónlist og bókmenntum og heitið verðlaunum í hverri list^rein fvrir beztu framlögin. Hin ýmsu ríkisfyrirtæki leggja og sitt af mörkum til þátíðadagskrárinnar. Síðast en ekki sí.st hefur rúm- um 45 milljónum króna verið varið til þess að láta smíða nákvæma eftirlíkingu af Gauksstaðaskipinu. Smíði þessa 50 feta langa víkingaskips fer vitanlega fram í Noregi, og verða Manarbúar og Norðmenn í áhöfn skipsins, þegar því verður siglt og róið úr Noregi til Manar. Er áætlað, að langskipið skríði inn á höfnina á „Þingvöllum“ á Mön í byrjun júlímánaðar, þegar Tynwald-vikan stendur sem hæst. Robert Waterhouse.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.