Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 20
52 MURGUNBLA'ÐIÐ, SUNNUDAG'UR'2'4'. JUn! 1975 Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Kín- verskur matur Kunningi minn einn sagði mér um daginn frá ljúfum minning- um, sem hann á frá kínverskum veitingahúsum í útlöndum. Sennilega eru þeir fleiri, sem eiga góðar minningar frá heim- sóknum á kínverska staði, svo mérfannst tilvalið að koma með nokkrar kínverskar uppskriftir í þetta skipti. Kínversk matargerðarlist á sér langa og merka sögu. Senni- lega eru Kínverjar og Frakkar frægastar matargerðarþjóðir, þó matargerðarsaga þeirra og hrá- efni séu auðvitað afar ólík. Kínverskur matur er mjög mis- munandi eftir því hvaðan úr Kínaveldi hann er, því landið er risastórt og hráefnin ólík eftir landshlutum. En vel matreiddur kínverskur matur er ekki aðeins undra góður heldur einnig unun á að horfa, því Kínverjar kunna vel þá list að gleðja ekki aðeins munn og maga heldur einnig augað. Það er eitthvað listrænt og hugvitssamlegt við kínversk- an mat. Af einhverjum ástæðum hafa steikarabúðir og hamborgara- staðir tekið ástfóstri við svokall- aðar vorrúllur, svo þær eru nú þekktasti kínverski rétturinn hér. Eins og á við um alla þekkta rétti, þá eru til bæði góð og miður góð afbrigði. Það þarf varla að taka það fram, að mörg hráefni í kín- verskan mat eru ekki kunn hér uppi á íslandi. Þó er eitt og annað sem fæst hér í stórum búðum. Baunaspírur fást hér niðursoðnar, en auk þess er auðvelt að rækta spírur sjálfur. í heilsubúðum og víðar fást baun- ir til að láta spíra, sumar í pokum með leiðbeiningum. Baunaspírur eru afar hollar. Bambussprotar og vatnskasta- níur fást einnig í dósum og svo hvítar ferskjur. Ég hef áður nefnt engiferhnúða í sykurlegi. Auk þess fæst heilt, þurrkað engifer í ýmsum búðum. í síð- asta þætti nefndi ég stjörnuanís og uppskrift með honum. Aðferðir við kínverska matar- gerð eru nokkuð ólíkar því sem við eigum að venjast. Mestur tíminn fer í undirbúninginn, því maturinn er skorinn niður í fallega bita, svo allt fari sem best saman. Eldamennskan sjálf tekur svo gjarnan aðeins ör- stutta stund, svo það þarf lítið af dýrmætu eldsneyti. Maturinn er steiktur í örlitlu af olíu við háan hita og stöðugt hrært í. Pannan er eins og grunn skál í laginu, mótuð til að nota á hlóðum, og kallast wok, í Suður-Kína og í verzlunum á Vesturlöndum. Þessi aðferð er mjög einkenn- andi fyrir kínverska matargerð, þó auðvitað séu til fleiri aðferðir. Maturinn verður þá stökkur og frísklegur. Kínversk máltíð er samsett úr mörgum smáréttum, ýmist með hrísgrjónum eða kínverskum núðlum sem meginuppistöðu, eftir því hvar í landinu er. Varla er um eiginlega eftirrétti að ræða. Þó baka Kínverjar ýmsar kökur og búa til búðinga, sem okkur þætti líklega ærið sætir. En svo eru líka ávextir. Ég skal ekki fullyrða að þið fengjuð einmitt þennan mat í Kínaveldi, en uppskriftirnar gefa ykkur a.m.k. hugmynd um kínverskan mat. Þið getið annaðhvort reynt einstaka rétti eða slegið upp heilli kínverskri máltíð. Magnið er miðað við að matseðillinn sé borinn fram í heild handa sex. Matseðillinn er þá: egg í sojalegi rækjur í sæt-súrri sósu gúrkusalat svínarif (sjá síðasta þátt) ávaxtasalat Berið eiinig fram skál með soðnum hrísgr jónum gjarnan %! porrue<iOK> vxiog Ck> deí- EptJÍ f k.'ÍkjuöS.sioívo ri/4Tj srcjóeou/tíOiá', eo&ÍF&e. oo l<U \X/i AOO X-TuZ hæfilega soðnum hrísgrjónum. Kínversk máltið vekur vafa- laust eftirvæntingu og fögnuð þeirra sem eru svo heppnir að vera boðnir. Góða skemmtun! Eggí sojalegi Ég nefndi í síðasta þætti, að sojasósa væri ekki öll þar sem hún sýndist. Gætið þes að á flöskunni standi að þetta sé ekta sojasósa, líka með smáa letrinu. Stjörnuanís fæst t.d. í ýmsum apótekum. Þennan rétt þarf að matbúa daginn áður en hann er borinn fram. 6 harðsoðin egg vatn 2 msk sojasósa 1 heill stjörnuanís, eða 8 lauf af stjörnuanís 2 msk kínversk telauf, eða 2 tepokar 1. Takið ekki skurnina utan af eggjunum, heldur brjótið skurn- ina án þess að hún detti af. Brotin skurnin myndar þá mynztur. 2. Setjið eggin nú aftur í pott, hellið vatni yfir, svo það þeki eggin, og setjið allt hitt út í. Látið þetta nú malla undir loki við hægan hita í 2 klst. Gætið þess að bæta vatni í, ef þess þarf. Takið pottinn af eftir tilskilinn tíma og látið eggin standa í um sólarhring í leginum. Aður en eggin eru borin fram, takið þá skurnina af og skerið hvert egg í 4 báta og raðið fallega á fat. Rækjur í sæt-súrri sósu Þetta er afar vinsæll réttur á kínverskum veitingahúsum og því eru til margar útgáfur, bæði með skeldýrum, kjöti og fiski. Ef þið viljið hafa sósuna svolítið brennandi sterka bætið þið piparsósu úr flösku saman við, eða chilipipar. En varlega, þetta er mjög sterkt. Sérrí er notað í stað hrísgrjónavíns, sem fæst okkar eiga víst aðgang að. 500 gr. rækjur 2 grænar paprikur 3 tómatar 2 ananassneiðar 2 msk þurrt sérrí 2 msk sojasósa 1 tsk púðursykur 2 msk rauðvínsedik 'Æ—l tsk rifið engifer, eða engiferduft. 1. Hreinsið og skerið paprikuna og tómatana og skerið í hæfilega bita. Skolið sem mest af sírópinu af niðursoðnum ananas. Skerið hann í bita. Hafið allt hitt tilbúið við hendina. 2. Hitið olíuna vel á pönnu. Steikið paprikuna og tómatana í 1 mín. og hrærið vel í á meðan. Bætiðð síðan ananasinum við og steikið enn í 1 mín. Setjið nú allt saman við, nema rækjurnar, og látið sjóða í 1 mín. Bætið loks rækjunum við og látið þær hitna vel. Ef sósan er þunn, látið þetta þá sjóða lengur, því hún á að vera þykk. Berið fram sem fyrst. Gúrkusalat Þetta er svona aukaréttur í máltíðinni. 1 stór gúrka 1 tsk sojasósa 1 msk hvítvínsedik 1 tsk púðursykur 1 msk olía, gjarnan sesamolía, sem fæst í apótekum 1—3 dropar Tabasco-sósa, álíka af piparsósu, eða hnffsoddur af chilipipar. 1. Afhýðið gúrkuna, kljúfið hana að endilöngu og skrapið það mesta af kjarnanum innan úr. Skerið hana síðan í sneiðar á þykkt við 2 hnífsblöð. Blandið sósunni, hellið yfir gúrkusneið- arnar og látið standa í 1—2 klst. Berið salatið fram svalt en ekki ískalt. Ávaxtasalat Salatið getið þið auðvitað haft á ýmsa vegu, en hér kemur ein ábending. Kiwiávöxtur, sem er upprunninn í Kína, fæst nú oft nýr í stórum búðum og er einkar góður í t.d. ávaxtasalöt eins og ég nefndi fyrir löngu. Það er vissulega ekki ódýr ávöxtur, en 1 stk er e.t.v. þess virði að kaupa til hátíðabrigða. & f yMÍSLtörT &OTT í idlO- O&CStíT- AOA^TASAOAT. 1 vel þroskuð meðalstór melóna, eða vatnsmelóna þegar hún fæst 1—2 kiwi 1 epli 1 dós niðursoðnar, kínverskar, hvítar ferskjur (2 msk þurrt sérrí) (1 fínsaxaður engiferhnúður í sykurlegi) 1. Skerið melónuna í tvennt að endilöngu, skafið kjarnana úr og hendið þeim. Skafið aldinkjötið úr í hæfilegum bitum. Afhýðið kiwi, sneiðið það og skerið hverja sneið í tvennt. Afhýðið eplið, skerið það í báta, án kjarnanna, og skerið bátana í bita. Látið löginn renna vel af ferskjunum og skerið þær í væna bita. Blandið ávöxtunum saman, hellið sérríi og engifer yfir, ef þið notið þetta, og kælið salatið lítilsháttar, en þó ekki svo, að það verði ískalt. Berið það síðan gjarnan fram í melónuhýðinu. Kínverjar mundu ekki láta sig muna um að skera fagurlega út í hýðið, en e.t.v. höfum við ekki svo mikið við, nema helzt að krakkarnir vilji spreyta sig á kínverskum drekum og blómum. Leikfangasýning í Árbæjarsafni Leikföng frá því snemma á síðustu öld til okkar daga Leikfangasýning, „Fyrrum átti ég fallcg gull“, hefur verið opnuð í Árbæjarsafninu. Þar eru saman komin ýmis leikföng allt frá 19. öld fram til okkar daga. Elstu leikföngin á sýningunni eru gulla- stokkur og hrútur úr beini. Er gullastokkurinn sennilega frá því snemma á siðustu öld. Nanna Hermannsson, förstöðu- maður Árbæjarsafnsins, sagði sýn- inguna ekki vera þverskurð af leikfangaeign íslenzkra barna, hér væri aðeins um að ræða dæmi um gullaeign þeirra á þessu tímabili. Sagði hún, að til dæmis hefði safninu ekki tekist að fá lúðra, gjarðir og bolta á sýninguna en um 60 manns hafa lánað leikföngin sem til sýnis eru. Leikfangasýningin í Árbæjar- safninu verður opin í allt sumar frá kl. 13 til 16 alla daga vikunnar nema mánudaga. Sýnishorn þeirra brúða sem íslenskar stúlkur hafa leikið sér með á liðnum árum og áratugum. Starfsmaður Árbæjarsafnsins með peningabauk sem stúlka í Rcykja- vík fékk að gjöf frá breskum hermanni á striðsárunum. Baukurinn er búinn til úr bjórdós. Ljósm. Ól. K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.