Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 Jörðin Sunndalur í Strandasýslu er til sölu. Jöröin er 200 hektarar. Ræktaö land 10 ha. Hlunnindi fylgja. Tilvalið fyrir orlofsheimili. Skipti á íbúö í Rvk. möguleg. Sunndalur er ca. 25 km. frá Hólmavík. Uppl. í símum 51491 og 74730 e.kl. 6. Halló, Halló Akurnesingar, feröafólk. Athugiö, höfum opnaö Grill aö Akursbraut 3 Akranesi. Heitir grillréttir allan daginn. Gjöriö svo vel aö líta inn. Akurnesingar viö sendum ykkur matinn heim. Munið að síminn er 1230. Skóladagheimili — Starfsfólk Félagsmálastofnun óskar aö ráöa starfsfólk aö skóladagheimilinu í Dalbrekku frá 15. ágúst n.k. Umsækjendur meö uppeldislega menntun ganga fyrir. Umsóknarfrestur er til 4. júlí n.k. Nánari uppl. veitir dagvistarfulltrúi í síma 41570 kl. 11 — 12, og þar liggja einnig frammi sérstök umsóknareyöublöö. Félagsmálastofnun Kópavogs, Álfhólsveg 32. Húseignin Stýrimannastígur 3 er til sölu í heilu lagi eöa hver hæö fyrir sig. í kjallara eru 3 herb. (áöur íbúö), auk þess geymsla og þvottahús. A 1. hæö er 3ja herb. íbúö. Á 2. hæö er 3—4 herb. íbúö. í rishæö eru 4 herb., snyrtiherb. og geymsla (áöur íbúö). Rúmgott geymslurými á háalofti. (1. hæö gæti hentaö fyrir skrifstofur og kjallarinn fyrir vörulager o.fl.). All stór eignarlóö og bílskúrs- réttur. Á eigninni hvíla engin veöbönd. TILBOÐ ÓSKAST Upplýsingar gefur Siguröur Arnalds, Klepps- vegi 4, í síma 86732 milli kl. 5 og 8 í dag og næstu daga. óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR: □ Holtsgata AUSTURBÆR: □ Skólavöröustígur KÓPAVOGUR: □ víöihvammur. Uppl. í síma 35408 Nýjungar í starfsemi Stúdentakjallarans BRYDDAÐ verður upp á ýmsum nýjungum í starfsemi Stúdenta- kjailarans við Hringbraut í sum- ar. Húsnæði Stúdentakjailarans hefur verið endurbætt og er nú orðið miklu vistlcgra en áður var. A boðstólum eru margs konar veitingar bæði í föstu og fljótandi formi. Pizzur verða nú á boðstól- um í fyrsta sinn, en einnig verður hægt að nærast á síldarréttum og smurðu brauði, auk allra venju- legra kaffiveitinga. Stúdentakjall- Afhenti erkihertoga trúnaðarbréf HINN 19. júní afhenti Henrik Sv. Björnsson sendiherra Jean erki- hertoga í Lukembourgtrúnaöar bréf sitt sem sendiherra íslands í Luxembourg. (Frétt frá utanríkisráðuneytinu). arinn hefur leyfi til að veita létt vín. Opið verður'í sumar alla daga frá klukkan 11.30 til 23.30, nema milli 6 og 8 en þá verður matar- sala í mötuneyti stúdenta á efri hæðinni. Matsalan er öllum opin og þar fá stúdentar seld sérstök afsláttarkort. En Stúdentakjallarinn hefur í hyggju að sinna einnig annars konar list en matarlyst, og nú þegar eru ráðgerðar ýmsar list- sýningar. Sýning á kúbanskri grafík hefst 5. júlí og undir verður leikin kúbönsk músík af plötum. Að þeirri sýningu lokinni tekur við sýning á verkum, sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta og má þar meðal annars nefna verk eftir Scheving, Kjarval, Ásgrím og Blöndal. Til að gleðja þá sem vilja góð- gæti fyrir eyrun skal þess getið að Stúdentakjallarinn mun eftir sem áður bjóða upp á jass-músík á Vantar Þig húsnæði Karatefélag Reykjavíkur getur leijgt að- stööu sína sem er: Æfingasalur, bunings- herbergi, sturtur sauna, W.C., setustofa og skrifstofa fra kl. 08.00—18.00 alla daga nema laugardaga. Þeir sem hafa ghuga, hringi í síma 35025 eða komi í Armúla 28 a mánud., miöv.d. eða föstu- dag, kl. 20.00. Karatefélag Reykjavíkur S:-- símanúmer SKRIFST0FUR: 10100 ti IUmh 1 ■**' r-"- 1jj| ■ l 22480 83033 IS §# sunnudagskvöldum, þar sem Guð- mundur Ingólfsson mun troða upp með ýmsum félögum sínum og fremja með þeim jass-músík. Auk þess mun Funda- og menningar- málanefnd Stúdentaráðs standa fyrir menningar uppákomum á föstudögum einu sinni í hverjum mánuði. Nú um þessar mundir opnar Hótel Garður og hefur húsnæði hótelsins í Gamla Garði verið endurbætt, en auk þess ræður hótelið yfir húsnæði á Nýja Garði. Fjórðungsmót norðlenskra hesta- mannaá Vind- heimamelum um næstu helgi FJÓRÐUNGSMÓT norðlenskra hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði um næstu helgi og hefst mótið fimmtudaginn 28. júní með dóm- um gæðinga og kynbótahrossa og lýkur að kvöldi 1. júlí. Öll hcsta- mannaíélögin á Norðurlandi, 15 að tölu, standa að mótinu og er allur undirbúningur þess á loks- stigi en vetrarríki og óvenjukald- ur maímánuður hafa dragið nokkuð úr þjálfun hrossa nyrðra allt þar til síðustu vikur. Keppt verður í A- og B-flokkum gæðinga og dæmt eftir því kerfi, sem samþykkt var á síðasta árs- þingi Landssambands hesta- mannafélaga en 37 hestar eru skráðir til keppni í hvorum flokki. 150 hross eru skráð til keppni í hinum ýsmu greinum kappreiða og eru þar á meðal flest þekktustu kappreiðahross landsins. Má nefna að í 250 metra skeiðinu keppa m.a. Fannar og Skjóni, í unghrossahlaupi Kóngur og Ljúf- ur, í 350 metra stökki Glóa, Maja og Óli og í 800 metra stökki Þróttur, Gustur og Blákaldur. í kappreiðunum er keppt um pen- ingaverðlaun og eru fyrstu verð- laun í skeiði t.d. 200 þúsund krónur. Milli 60 og 70 kynbótahross verða dæmd á mótinu og eru það bæði hryssur og stóðhestar, en yngri hross en 4 vetra verða ekki sýnd. Sérstök unglingakeppni verður á mótinu og hafa öll aðildarfélög mótsins tilkynnt þátttöku, þannig að alls taka þátt í keppninni 25 unglingar. Sem fyrr sagði hefst mótið á fimmtudag með dómum gæðxnga og kynbótahrossa, á föstudeginum verður dómum framhaldið og fram fara undanrásir kappreiða' og á laugardeginum fer fram unglingakeppni, gæðingadómum verður lýst, kynbótahross sýnd, milliriðlar kappreiða, gæðinga- skeið og um kvöldið verður kvöld- vaka. Á sunnudeginum verður hópreið hestamanna, dómum kyn- bótahrossa lýst, 8 efstu gæðing- arnir í hvorum flokki sýndir og 5 efstu hestarnir í unglingakeppn- inni koma fram. Að kvöldi sunnu- dagsins verður dregið í happa- drætti mótsins en aðalvinningur þess er altygjaður gæðingur. Sýnt þykir að færra fólk komi ríðandi yfir hálendið til mótsins vegna þess hversu seint voraði en gert hafði verið ráð fyrir en fólk mun koma ríðandi að úr nærsveit- unum. Framkvæmdastjóri móts- ins er Egill Bjarnason, ráðunautur á Sauðarkróli. Aflýsa verkfalli STJÓRN og trúnaðarmannaráö Grafíska sveinafélagsins ákváðu á fundi að aflýsa boðuðu verkfalli félagsins, sem koma átti til fram- kvæmda kl. 24. hinn 24. júní. Verkfall þetta hefði náð til allra félagsmanna Grafíska * sveina- félagsins að undanteknum þeim félögum, sem vinna við Ríkis- prentsmiðjuna Gutenberg. Vegna þessa stöðvast ekki dag- blaða útgáfa um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.