Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNI1979 63 Sjötugur: Dr. Sverrir Magnússon apótekari, Hafnarfirði Dr. Sverrir Magnússon, sem í dag verður sjötugur, er fæddur á Hofsósi við Skagafjörð 24. júní árið 1909. Foreldrar hans voru Magnús Jóhannsson, héraðslæknir í Hofsóshéraði, og kona hans Rannveig Tómasdóttir Hall- grímssonar prests á Völlum í Svarfaðardal. Faðir Sverris dó ungur frá stórum barnahópi, og féll það því í hlut móðurinnar að koma börnunum á legg og til mennta, og tókst henni það með mikilli prýði. Sverrir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930 og hóf þá nám í lyfjafræði í Reykjavíkur Apóteki. Hann lauk þar fyrrihluta prófi og hélt síðan utan til Danmerkur til frekara náms. Þar lauk hann cand.pharm. prófi við lyfjafræðingaskólann í Kaupmannahöfn með hárri eink- unn árið 1935. Aður en hann fór heim frá Danmörku, kynnti hann sér rekstur apóteka þar og einnig starfsrækslu lyfjaverksmiðja. Eft- ir heimkomuna starfaði Sverrir í nokkur ár sem yfirlyfjafræðingur í Reykjavíkur Apóteki. Hann hélt þá enn utan og nú til framhalds- náms í Ameríku. Þar lagði hann stund á lyfjaefnafræði við banda- rískar vísindastofnanir og lauk framfaramálum stéttar sinnar, og gekk hann jafnan að þessum margvíslegu verkefnum með hugviti sínu, skipulagsgáfu og frábærum dugnaði. Það má með sanni segja, að ekkert mál apótek- arastéttarinnar hafi verið til lykta leitt, án þess að Sverrir hafi lagt þar á gjörva hönd. Eg hef unnið með Sverri að margvíslegum málefnum, en að mínum dómi ber þar hæst stofnun og rekstur Pharmaco hf. Sverrir er einn af stofnendum fyrirtækis- ins og hefur verið í stjórn þess frá upphafi og formaður stjórnarinn- ar í 13 ár. Að öllum ólöstuðum er Sverrir sá stjórnarmanna Pharm- aco hf., sem mest hefur lagt af mörkum við uppbyggingu og þróun fyrirtækisins. Hin frjóa hugsun hans, kunnátta og þekking á rekstri lyfjaverksmiðja hefur komið þar að góðu haldi. Hann hefur verið vakinn og sofinn í áhuga sínum fyrir Pharmaco hf. og alltaf gefið sér tíma til að sinna þeim vandamálum, sem upp hafa komið. Sverrir Magnússon er að eðlis- fari fremur dulur maður, sérlega prúður í allri framgöngu og ber ekki hæfileika sína, menntun og mannkosti á torg. En við nánari kynni og í góðra vina hópi leikur hann á als oddi og er þá hrókur alls fagnaðar. Eiginkona Sverris er Ingibjörg Sigurjónsdóttir, cand.pharm., dóttir Sigurjóns Jónssonar, læknis á Dalvík, og konu hans Sigríðar Olafsdóttur, söðlasmiðs í Reykja- vík Olafssonar. Frú Ingibjörg er vel menntuð, vönduð og hreinlynd kona, sem ekki má í nokkru vamm sitt vita. Þau hjón eru afar heimakær, enda hafa þau skapað sér heimili, sem bæði er augna- yndi innan húss og utan. Heimili þeirra er í senn menningarlegt, fágað og hlýlegt og ber hugarflugi húsbóndans órækt vitni. Á þessum hátíðisdegi færum við Anna þeim hjónum beztu árnaðar- óskir og þökkum löng og góð kynni. Birgir Einarson. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl- AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞU AUGLYSIR I MORGUNBLAÐINU doktorsprófi í þeirri grein frá háskólanum í Lafayette árið 1947. Þegar heim kom, var Sverri veitt leyfi fyrir Hafnarfjarðar Apóteki, sem hann rekur enn við góðan orðstír. Hann tók strax að endurskipuleggja apótekið og bæta um betur. Sverrir hefur ævinlega verið þeirrar gerðar, að hann unnir sér aldrei hvíldar, fyrr en hann hefur endurbætt það, sem betur má fara. Sverrir var þegar í öndverðu kvaddur til starfa í félags- og Enn opnast Kína Tókýó. 22. júní. AP. Teng Hsiao-ping Kínaleiötogi hefur skýrt háttsettum japönsk- um embættismanni frá því, að Kínverjar væru reiðubúnir að leyfa fyrirtækjum, er að öllu leyti væru í erlendri eign, að starfa í Kína samkvæmt nýjum uppbygg- ingaráætlunum, að því er jap- anska fréttastofan Kyodo hermir í dag. Teng er sagður hafa boðið erlendum fyrirtækjum landrými gegn hlutdeild í afrakstri fyrir- tækjanna. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 - SlMAR: 17152-17355 ■ > \ S'. _< f ry'\ Áeiglnbíl umEvrópu Að ferðast um á eigin bíl stóreykur möguleikana: — þú ert fullkomlega frjáls hvert þú vilt fara; — þú skipuleggur ferðina sjálfur; — þú gistir þar sem þú vilt; — þú kynnist þjóðunum betur; — þú getur fylgt góða veðrinu eftir; — og þú gerir þaö sem þér dettur í hug. Eins og síðustu sumur hefur Úrval umboð fyrir ferðir með ferjunni Smyrli til Noregs og Skot- lands. Ferðirnar verða sífellt vinsælli, svo þaó er eins gott að panta í tíma. FERÐASKR/FSTOFAN —J IEEEL ÖRVAL^r VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 sumaráætlun SMYRILS iSLAND / FÆREYJAR /SKOTLAND/NOREGUR v.v. Koma Brottf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Seyöisfj. Laugard. 20:00 2/6 9/6 16/6 23/6 30/6 7/7 14/7 21/7 28/7 4/8 11/8 18/8 25/8 1/9 8/9 15/9 Þórshöfn Sunnud. 14:00 23:00 3/6 10/6 17/6 24/6 1/7 8/7 15/7 22/7 29/7 5/8 12/8 19/8 26/8 2/9 9/9 16/9 Scrabster Mánud. 13:00 16:00 4/6 11/6 18/6 25/6 2/7 9/7 16/7 23/7 30/7 6/8 13/8 20/8 27/8 3/9 10/9 17/9 Þórshöfn Þriöjud. 06:00 5/6 12/6 19/6 26/6 3/7 10/7 17/7 24/7 31/7 7/8 14/8 21/8 28/8 4/9 11/9 18/9 Þórshöfn Miðvikud. 13:00 6/6 13/6 20/6 27/6 4/7 11/7 18/7 25/7 1/8 8/8 15/8 22/8 29/8 5/9 12/9 19/9 Bergen Fimmtud. 12:00 15:00 7/6 14/6 21/6 28/6 5/7 12/7 19/7 26/7 2/8 9/8 16/8 23/8 30/8 6/9 13/9 20/9 Þórshöfn Föstud. 16:00 23:59 1/6 8/6 15/6 22/6 29/6 6/7 13/7 20/7 27/7 3/8 10/8 17/8 24/8 31/8 7/9 14/9 21-/9 Seyðisfj. Laugard. 18:00 2/6 9/6 16/6 23/6 30/6 7/7 14/7 21/7 28/7 4/8 11/8 18/8 25/8 1/9 8/9 15/9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.