Morgunblaðið - 24.06.1979, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.06.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JUNI1979 39 heimildir. Af honum voru og sagðar sögur. Ein var þessi: Hús- karlar séra Stefáns á Völlum komu einhverra erinda út í Hrís- ey. Þeir sátu lengi dags í góðum fagnaði í Ystabæ. Þegar þeir höfðu ýtt úr vör og lagst á árar smó hvell rödd Jóns gegnum öldugjáfur og norðangarra: „Segið honum Stebba bróður að hún mamma sé dáin. Honum þætti kannski gaman að vita það.“ Út af Jökulfjörðum skellti yfir dimmri þoku, en inni á Hornvík var þokulaust. Bátur var mannað- ur og okkur skotið í land. Þótt klukkan væri fjögur að nóttu voru skipstjóri, skipverjar og ýmsir farþegar á þiljum uppi og árnuðu okkur fararheilla. Einn af ræður- um var unglingspiltur, enn létt- matrós. Er mér enn í minni gott áralag hans. Þetta var Pétur Guðmundsson skipstjóri hjá Eimskip. Réttum fjörutíu árum síðar bar fundum okkar saman uppi á Kili. Báðum var þessi landróður í fersku minni. Að vonum var enginn á fótum á Horni svo síöla nætur. Það var okkur vafningasamt að finna heppilegt tjaldstæði, því að ekki vildum við spilla landnytjum þeirra víkverja. Klukkan var því farin að ganga sex þegar gengið var til náða. Klukkan átta var risið úr rekkju. Sólskin var hið neðra en þokuslæðingur á fjöllum. Við gengum heim að bæ. Þar var þríbýli og tómthús að auki. Heim- ilisfastir voru um 40 manns, en nú voru nokkrir menn af bæ til sjósóknar. Fyrir dyrum voru 7 karlmenn ferðbúnir til að bjarga viði undan sjóum, en 1936 var einstakt rekaár. Fararstjóri tók upp bréf til Elíasar bónda frá Skúla Skúlasyni, en þeir Elías voru vinir. Heimamenn ráku upp stór augu, Elías var dáinn og grafinn fyrir alllöngu. Við bæjar- vegg lá kynstur af svartfuglseggj- af brimöldum stórviðra. Jón átti fáeinar kindur, heyjaði enn fyrir þeim og tók hendinni til við rekavið. Allt var hreint og snyrti- legt inni og hann sáttur við lífið. Eitt amaði að, hann var uppi- skroppa með neftóbak. Enginn okkar brúkaði tóbak, svo að ekki gátum við leyst vanda hans. Hins vegar hétum við á hann í þokunni á Drangajökli að senda honum snúss frá Hólmavík og fengum gott þakkarbréf að launum. Áætlun skekkist Fararstjóri kvað ekki gott í efni. Bændur teldu illfært hestum aust- ur Strandir og alófært yfir snarbratt fjall til Furufjarðar, þriggja tíma göngu lausgangandi manni. Snarbratt í munni horn- strendinga væri bratt og þeirra þrjár stundir væru engar smá- stundir. Hann hefði því samið við Kristin bónda að flytja okkur austur með Ströndum á trillu- bátnum sem við sæjum úti á legunni. Kristinn væri ódeigur þótt þoka yrði, hann færi um kunnar slóðir. Nú var ekkert nafnakall, engir valkostir. Stígur bóndi ferjaði okkur um borð. Siglt var grunnslóðir, land- sýn með ágætum, þoka einungis á fjallatoppum. Látravík, Smiðjuvík og Barðsvík komnar í eyði, viti þó kominn í Látravík. Bolvíkinga hittum við á sjó. Lágu þeir til fiskjar á tveimur róðrabátum. Á Þarlátursfirði skellti yfir niða- þoki, sker og boðar á báða bóga, en Kristinn ókunnugur austur hér. Lónaði hann löturhægt. Að lokum var lagst við hleina í Reykjafirði. Við snöruðum farangri í land, en Snorri og Kristinn hurfu út í þokuna. Aftur á réttri slóð Jakob bóndi tók okkur opnum örmum. Við tjölduðum skammt frá bæ hans hjá heitri laug. við vatn, nefndum það Bláma. Þangað var stefnt, en þá skall einu sinni enn á þoka. Var nú gengið eftir áttavita niður í Bjarnarfjörð í stað þess að leita uppi Meyjardal. Raunar yrði það nokkur krókur sem enginn sá eftir. í Bjarnarfirði virtist náttúra ósnortin með öllu, fugl á láði, á legi og í lofti, selir sóluðu sig á steinum og hleinum, fjara hvít af viði. Að Dröngum var komið eftir um 15 tíma göngu. Færð hafði verið þung á Drangajökli, svo menn voru orðnir æðislæptir. Eiríkur bóAdi tók okkur opnum örmum. Löngu síðar sagði hann að honum hefði þótt hlýða að styðja undir- ritaðan inn bæjargöng sín nýmál- uð, svo að hvorki skemmdi hann vota málningu á veggjum né fengi klessur í föt sín. Eftir veitingar hefði þess ekki verið þörf á útleið. Nú var tjaldað í túninu hjá Eiríki bónda og sofið fram á dag. Um hádegi kom Nonni, hraðskreiður lystibátur, frá Djúpuvík að sækja okkur. Upp úr hádegi stigum við um borð. Nonni öslaði djúpslóðir með okkur fyrir mynni Ofeigs- fjarðar, Ingólfsfjarðar og Norð- urfjarðar og setti okkur á land í Trékyllisvík. Þar reistum við tjöld á sléttum grundum skammt frá sjó. Þarna var búsældarlegt um að litast. Varla höfðum við slegið tjöldum þegar sendimaður frá Osi reið í hlað okkar með söðlaða hesta. Var nú brugðið á það ráð að stytta næstu dagleið. Riðum við nú yfir Göngumannaskörð ofan í Reykjarfjörð í Strandasýslu og tjölduðum að nýju þennan dag undir Kjósarhjalla. Djúpavík er þarna örskammt frá. Við gengum þangað. Guð- jnundur Guðjónsson forstjóri sýndi okkur síldarverksmiðjuna, stærsta hús þá á íslandi, 80x100 m að gólffleti. Hún skilaði 100 kg sekk á þriðju hverri mínútu og í lýsistönkum hækkaði á sekúndu hverri. Síldarskip drekkhlaðið lá Komið yfir Göngumannaskörð. Sér ofan í Reykjaíjörð. l.jósm: Gunnlauiíur Lárusson. um. Fararstjóri falaðist eftir eggj- um. Heimamenn spurðu hve mörg. Fararstjóri sagði egg á mann. Víkverjar kímdu, þótti það næsta lítið. Heim að tjöldum fórum við klyfjaðir mjólk og eggjum. Eftir góða máltíð héldum við upp á Kálfatind. Vorum við um klukkustund upp. Er það auðveld ganga. í miðjum hlíðum lentum við í þokuslæðingi. Þegar á brún kom var þéttur þbkuveggur upp að efstu eggjum. Við dokuðum við. Eftir andartak hvarf veggurinn eins og dögg fyrir sólu. Lóðréttur hamraveggurinn blasti við allt í sjó niður með sinni fuglamergð. Útsýn til allra átta varð hin ákjósanlegasta. Spegilskyggndur Drangajökull blasti við, en yfir hann var ferðinni heitið síðar. Þessi sýn af Hornbjargi hverfur mér aldrei úr minni. Við héldum á ný heim að Horni. Fararstjóri fór að þinga við bænd- ur um trússhesta og fylgdarmann austur Strandir en við Guðlaugur knúðum dyra hjá tómthúsmanni. Jón var orðinn 81 árs, fæddur á Horni og hafði alið allan sinn aldur þar. Tvisvar í æsku hafði hann komist til ísafjarðar. „Líka fór ég handan yfir fjörðinn þegar ég sótti konuna mína til Rekavík- ur.“ Hún var nú látin og Jón einsetumaður. Hann var jarðnæð- islaus, hafði orðið að byggja baðstofu sína niðri undir flæð- armáli, svo að fjörugrjót var umhverfis hana og bæjarþil sorfin Klukkan 9 næsta morgun höfðum við bundið farangur í klyfjar og lyft til klakks á tvo reiðingshesta. Heimamaður skyldi flytja farang- ur í veg fyrir okkur á Dröngum. Við vorum þrjár stundir upp að jökulrönd, fetuðum okkur upp norðurrönd skriðjökuls, bundin líflínu með stuttu millibili. Jökull- inn var allsprunginn, en allt gekk áfallalaust. Veður var ákjósanlegt, sólskin og vestankaldi. Stefna var tekin á Hábungu (925 m) snævihulda. Skömmu áður en þangað kæmi skellti yfir svartaþoku. dkkur þótti súrt í broti að fá ekki útsýn yfir Kalda- lón og Djúp. Við settumst á bakpoka okkar og hétum á Jón og Strandakirkju. Áheitin hrifu, vestankaldi feykti allri þoku burtu. Útsýn varð dýrleg. Nú var gengið í austlæga átt sunnanhalt við skerin Hljóðabungu, Reyðar- bungu og Hrolleifsborg. Sneitt var framhjá Reyðarbungu en hinar heimsóttar. Við skrifuðum nöfn okkar í gestabók í Hrolleifsborg og vorum þriðji hópurinn. Árið 1966 skrifaði Hjálmar R. Bárðarson í tímaritið Jökul að hann hefði bjargað gestabók af skerinu og sett nýja í staðinn. Sú gamla er á ísafirði, enda þaðan komin. Ætlun mín var að fá ljósmynd af innfærslu okkar, en Isafjarðarbókin byrjar 1937, ári eftir að við vorum á þessum slóðum. Við austurjaðar jökulsins sáum við bryggju, tvö biðu losunar en eitt var á leið á mið út. Þarna var ys og þys. Næsta morgun var stigið á bak í örlitlum sudda. Uppi á Trékyllis- heiði stytti upp. Þarna er leið heldur ólundarleg. Skipti í tvö horn að ríða niður í botn Stein- grímsfjarðar með spegilfagra sela fram undan milli iðagrænna bakka. Leiðarlok Á Ósi var okkur tekið eins og í föðurgarði, enda voru húsráðend- ur foreldrar fararstjóra. Þarna skyldi beðið bíls til Borgarness í nokkra daga. Við fengum bát yfir fjörðinn til Hveravíkur. Eina nótt reri ég út á fjörð til fiskjar við annan mann. Öfluðum við vel. Fyrstu för Ferðafélags íslands til Hornstranda var í raun lokið. Útbúnaður og fararstjórn hafði reynst með ágætum. Á regnföt reyndi aldrei þrátt fyrir úða í Reykjarfirði. Við Guðlaugur yfir- gáfum hópinn tveimur dögum áður en bílferð yrði frá Hólmavík. Við fengum vörubíl til þess að skjóta okkur suður að Steina- dalsheiði, en gengum þaðan yfir í Gilsfjörð og inn að Stórholti í Saurbæ. Ekkert tóm gafst til næturhvíldar, enda svefnpokar og tjöld eftir á Ósi. Munaði mjóu að við misstum af áætlunarbílnum í Stórholti þótt sleitulaust væri gengið alla nóttina. Jón Á. Gissurarson. ar. Jarðarberjaplantan vex best í myldinni garðmold sem blönduð er sandi. Hún þarf skjól og frekar háan hita, þess vegna er hentugt að rækta hana undir gleri eða plasti. Ársgömlu plönturnar er best að gróð- ursetja í maí/júní í raðir. Bil milli raðanna er hæfi- legt um það bil 50 sm og ekki minna en 20 sm milli plantna. Áður en gróður- sett er skal vinna moldina vel, stinga vandlega upp og blanda hana með gömlum búfjáráburði og safn- haugamold. Plönturnar mega vaxa á sama stað óhreyfðar í nokkur ár, í hæsta lagi 5—6 ár. Á vorin skal dreifa vandlega garð- áburði kringum plönturn- ar (600 gr. á 10 fermetra). Plöntur, sem gróðursettar eru, ætti ekki að láta mynda blóm né ofanjarð- arrenglur á fyrsta ári heldur klippa hvorttveggja af jafnóðum og það mynd- ininu eru hálfsokkin ljós korn (hnetur) og eru það hin raunverulegu fræ jurt- arinnar. í ágúst/ septem- ber myndar jurtin vísa að blómum sem næsta sumar verða að nýjum jarðar- berjum. E.I.S. Myndarlega rætt árs- gömul jarðaberjaplanta. BLðM /(sy y > VIKUNNAR \ w UMSJÓN: ÁB. © NC/B8V, Jarðarber (Fragaria hybridum) Jarðaberjaplantan til- heyrir rósaættinni, er fjöl- ær, frekar lágvaxin með tenntum og fingruðum blöðum, sem eru á lausum, stuttum og uppréttum stöngli en út' úr honum vaxa ofanjarðarrenglur sem kvíslast víða frá móðurplöntunni og mynda þannig nýjar smáplöntur. Á þennan hátt fjölgar plantan sér greiðlega. Þeir sem ætla að hefja jarðarberjaræktun ættu að útvega sér ársgamlar plöntur til gróðursetning- ast. Á haustin er gott að skýla jarðarberjaplöntun- um t.d. með því að setja lausan mosa, þurrt hey eða afskornar trjáfereinar milli plönturaðanna. Sé um að ræða ræktun undir gleri skal setja gluggana yfir áður en frost og snjóar setjast að. Jarðaberjablómið er með fimm krónublöð og jafnmörg bikarblöð. Eftir frjóvgun þrútnar blóm- botninn og myndar rautt, kjötkennt aldin sem kall- ast jarðarber. Utan á ald- Nýtínd jarðarber hafa löngum þótt hið mesta hnossgæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.