Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 13
Aðalfundur Alþýðu- bandalagsins: Vísadifrá vítum á bráða- birgðalögin TILLÖGU um vítur á aðilda Alþýðubandalagsins að bráða- birgðalögum var vísað frá á aðalfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík s.l. miðvikudagskvöld. Greiddu aðeins þrír atkvæði með tillögunni sem er eftirfarandi, flutt af Jóni Hannessyni: „Aðalfundur Alþýðubandalags- ins í Reykjavík haldinn 20. júní 1979 harmar þá ákvörðun þing- flokks og framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins að veita ráð- herrum umboð til árása á far- menn með setningu bráðabirgða- laga þvert gegn vilja samtaka þeirra." Milli 60 og 70 manns sátu aðalfund Alþýðubandalagsins. Landshlaup FRÍ: Strandamenn með rok og rigningu í fangið Skagfirðingar skiluðu lands- hlaupskefli FRÍ af sér á réttum tíma í gær til Austur-Húnvetn- inga og var það Jóhann Salberg sýslumaður Skagfirðinga sem skilaði keflinu til Jóns ísbergs sýslumanns. Hlaupið fór fram samkvæmt áætlun í gær og kl. 23.15 í gærkvöldi tóku Stranda- menn við keflinu, en fyrsta sprett- inn af þeirra hálfu hljóp Guðný Þorsteinsdóttir, formaður Ung- mennafélagsins Hörpu. Stranda- menn áttu erfiða nótt fyrir hönd- um þegar Mbl. ræddi við Sigurð Helgason framkvæmdastjóra FRÍ þar sem hann var staddur á Brú í Hrútafirði í gærkvöldi þar sem Strandamenn tóku við keflinu. Sagði Sigurður, að hlaupararnir hefðu rok og rigningu í fangið en kvaðst hins vegar fullviss um að Strandamenn létu slíkt ekki tefja fyrir sér á heiðunum í nótt. Svíþjóð: Prestar fyr- ir ferðamenn á Mallorca FYRIR NOKKRUM árum sendi sænska kirkjan til reynslu einn prest til Mallorca, sem er vinsæll staður af sænskum ferðamönnum og var álitið að e.t.v. þyrftu þeir ferðamenn sem hópast til eyjunn- ar í leit að góðu veðri og hvíld, einnig á trúarlegri aðhlynningu að halda, segir í nýlegu frétta- bréfi frá biskupsstofu Segir að tilraun þessi hafi heppnast vel og að einna helzt líti út fyrir að þeir Svíar, sem á ferðalagi séu þurfi meira á því að halda að ræða við prest og fara í kirkju og hafi allar guðsþjónustur verið vel sóttar af sænskum ferða- mönnum. Ýmsir þeirra, sem óvan- ir séu að ferðast verði oft ein- mana, drekki gjarnan einum of mikið og finnist þá mikils virði að ræða við prest. Álítur sænska kirkjan þessa þjónustu svo mikil- væga bæði á Mallorca og öðrum ferðámannastöðum, að hún hyggst veita kringum 1.800 milljónum sænskra króna til hennar á næsta ári, sem sé meira en fjórföld sú upphæð sem byrjað hafi verið með. AIKU.YSINOASIMINN KR: £ 22480 MÖRGUNBLAÐIÐ,TUNNUDÁGUR24:‘JUNTÍ979 45 Verzlunarráð íslands efnir til kynningarfundar mánudaginn 25. júní 1979, kl. 16.00—18.00 í Kristalsal Hótel Loftleiöa um „Hvernig verðbólgan brenglar reikningshald og rekstur fyrirtækja‘‘ Hjalti Gair Chriatopher Ólafur Árni Krietjáneson Lowe Haraldsson Vilhjálmsson Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um pessi málefni. Vinsamlega tilkynnið pátttöku í síma 11555, vegna fjölda pátttakenda. Kaffi verður fram borið á fundinum. Dagskrá Setningarræða. Hjalti Geir Kristjánsson, formaður V.í. Áhrif verðbólgu á reikningsskil fyrirtækja. Christopher Lowe, Coopers & Lybrand. Gildi vísitölureikningsskila í verðbólgu. Ólafur Haraldsson, forstj. Fálkans h.f. Samanburöur aðferða við aö laga reikningsskil að verðbreytingum. Árni Vilhjálmsson, prófessor. Almennar umræður og fyrirspurnir. Eitthvað sem enginn lifir án Komið og sjáið Ljósin í Bænum ásamt sérstökum gesti, Gunnari Þórðarsyni í Klúbbnum í kvöld. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.