Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 Ráðstefna haldin Um miðjan júní 1936 var ráð- stefna áttmenninga haldin á Vest- urgötu 5 vegna Vestfjarðafarar Ferðafélags Islands. Væntanlegur fararstjóri, Filippus Gunnlaugs- son skrifstofumaður, lagði fram ferðaáætlun með 40 nöfnum staða sem komið skyldi til. Fæsta þeirra höfðu fundarmenn augum litið, suma þekktu þeir af orðspori, en flestir voru framandi. Siglt skyldi með Laxfossi til Borgarness, það- an ekið á bíl til Stykkishólms, siglt yfir Breiðafjörð að Barða- strönd, á hestum, í bíl, á bátum og gangandi til ísafjarðar vestan megin, með Goðafossi norður á Hornvík, gangandi austur Strand- ir og suður yfir Drangajökul, sjóleiðis frá Dröngum til Tré- kyllisvíkur, ríðandi þaðan að Ósi í Steingrímsfirði í bíl til Borgar- ness og með Laxfossi heim. Ferðin skyldi byrja 21. júní og enda 4. júlí. Kostnaður og ferðaútbúnaður Ferðafélagið greiddi fargjöld, hestaleigu, skaffaði þrjú tjöld, tvo prímusa og fararstjóra. Fyrir þessa þjónustu greiddi hver og einn 110 kr. Kostur yrði sameig- inlegur, sem fararstjóri annaðist, áætlaður á 100 kr. Menn skyldu mæta til leiks með gæruskinns- poka og bakpoka. I honum skyldi þetta: ullarnærföt, einir ullar- sokkar, vettlingar, regnföt, drykkjarmál, djúpur diskur, hníf- ur og skeið. Fararstjóri mælti með gönguskóm frá Lárusi á 15,75 kr. Raunar fengjust þeir allt niður í 12 kr., en fjallagarpurinn Ingólfur Isólfsson hefði eindregið mælt með þeim dýrari. Var farið eftir hans hollráðum og reyndist vel. Flestir urðu að kaupa svefn- poka, bakpoka og stígvél að minnsta kosti. Útgjöld hvers og eins urðu því nálægt 350 kr. snöggtum hærri en miðlungs mán- aðarlaun manns í fastri vinnu. T.d. hafði fararstjórinn 300 krón- ur á mánuði. Tvö systkini. höfðu gengið úr skaftinu, kostnaður varð þeim ofviða. í áföngum til ísaf jarðar Klukkan 7 árdegis leysti Laxfoss landfestar í Reykjavík með átt- menningana innanborðs. Eftir þriggja stunda siglingu var lagst við bryggju í Borgarnesi. Bíll til Stykkishólms beið okkar þar. Það dróst ögn á langinn að lagt yrði af stað. Bílstjóri og farþegi lentu í orðaskaki um það hvort yrðlingar í búri teldust farþegaflutningur. Málið leystist farþeganum í vil eftir að ég hafði blandað mér í deiluna. Síðar benti fararstjóri mér á að ekki skyldum við blanda okkur í farangursflutning ann- arra, við hefðum nóg með okkar. I Stykkishólmi varð lengri við- dvöl en ætlað hafði verið. Aætlun Baldurs hafði gengið úr skorðum, ferjan orðin veðurföst. Gafst nú gott tóm að skyggnast qm í Hólminum. Meðal annars skoðuð- um við nýju húsakynni Fransisco- systra, kirkju og sjúkraskýli, þó ekki dyngjur þeirra. Klukkan 6 síðdegis var haldið út á Breiðafjörð. í Flatey var farið í land í Silfurhöfn. Eftir tveggja stunda dvöl var stefna tekin á Barðaströnd. Nokkur uggur var í bátsverjum hvort lendandi væri við sandinn en reyndist ástæðu- laus, því að varla lóaði við stein. Hákon í Haga beið í lendingunni með vagn og ók farangri heim. Við tjölduðum vestan túns á áreyrum og áttum afbragðsnótt í hlýjum svefnpokum. Næsti áfangi var stuttur. Var slódum F erdafélagsins því dokað við fram yfir hádegi. Klukkan eitt stóðu þrettán söðlað- ir hestar og tveir trússhestar á hlaðinu í Haga. Var nú riðið yfir Fossheiði í fylgd tveggja heima- manna. Heiðin er brött beggja vegna og lítill eða enginn' aðdrag- andi. Var því hægt farið. Eftir þrjá tíma var komið að Fossi. Við tjölduðum á sléttum grundum rétt við flæðarmál. í fiæðarmálinu lá silunganet. Það hafði verið lagt frá landi en var nú að mestu leyti á þurru í einum vöndli utan um Hvflst eftir göngu á Drangajökul. Talið frá vinstri: Sigríður Gissurardóttir, Jón Á. Gissurarson, Filippus Gunniaugsson, fararstjóri, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Guðlaugur Lárusson (látinn), Emilía Snorrason. Ljósm: Guðlauxur Lárusson. Eftir Jón A Gissurarson sjóbirting. Heimafólk var allt í rétt að rýja sem þar um slóðir nefnist að taka af. Þegar þangað kom virtist mér Tómas bóndi líta okkur óhýru auga, en það fór fljótt af þegar við Guðlaugur gengum að rúningi og sást að við kunnum til verka. Bónda varð að orði: „Þið eruð engir blábjánar þótt úr Reykjavík séuð“ Þann 23. júní var dagur snemmtekinn. Fararstjóri vakti klukkan fimm. Eftir tvo tíma voru allir ferðbúnir. Þá var stigið um borð í trillu frá Bíldudal og haldið inn Geirþjófsfjörð. Þar var stigið á land en báturinn hélt umhverfis Langanes og inn á Borgarfjörð. Hann skyldi bíða okkar við bæinn Dynjandi. Heimafólk var í rétt, en „rúningsmönnum" gafst naumur tími að sýna kunnáttu sína, því að mörgu var að hyggja. Bóndi vísaði okkur veg að Leyningi Gísla í skóginum, að Auðartóftum, en Einhamar þar sem Gísli „var eigi missfengur í högguirT blasti við allra sjónum. I þessum unaðsreit var dvalist lengi dags. Þegar heim að bæ kom beið okkar veisluborð. Stúlka ein í hópnum hafði veikst. Var því fenginn hestur undir hana yfir Dynjandisheiði, en hinir gengu. Heiðin er brött og torgeng, eink- um norðan megin. Hafði mér aldrei komið til hugar að hestur bæri slíka byrði í þvílíku klungri. Eftir þriggja stunda gang komum við að Dynjandi með sína fossa- fjöld. Sá mesti heitir Fjallfoss en sá neðsti Göngufoss. Við gengum bak honum og hlutum slettur að launum. Báturinn beið okkar framundan bænum Dynjandi. Bátsverji var farinn að ugga um okkur, svo lengi hafði okkur dval- ist í Geirþjófsfiröi. Var nú haldið út spegilskyggndan Arnarfjörð og gengið á land á Rafnseyri. Sam- ferðastúlkurnar frá Stykkishólmi héldu um nóttina yfir að Þingeyri, en við tjölduðum við ána sem rennur niður Rafnseyrardal. Á Rafnseyri sýndu heimamenn okkur menjar um jarðgöng forn, talin frá dögum Rafns. Kirkjan var sögð hafa verið færð um set. Tildrög voru þessi: Fyrir altari hafði prestur verið hæfður ör. Varð það hans bani. Vegandinn, Gvendur, hafði náðst skammt þar frá og var réttaður. Heitir þar Gvendarmelur. Nú var kirkjan saurguð af banablóði. Óheimilt var að vinna prestverk í henni nema biskup vígði hana að nýju. Það var langt í Skalholt og borin von að biskup fengist vestur. Það varð því fangaráð að rífa hana, byggja nýja kirkju nokkrum Byggðin á Horni eins og hún var 1936. Kálfatindur í baksýn. föðmum ofar, þar sem hún stend- ur æ síðan. Á Jónsmessu klukkan 10 árdegis héldum við ríðandi yfir Rafnseyr- arheiði. Vegur var greiðfær og komum við eftir rúma tvo tíma til Þingeyrar. Þar var okkur búinn veislukostur hjá frændfólki stúlknanna þriggja sem skilið höfðu við okkur kvöldið áður. Við fengum léttabát yfir Dýrafjörð. Við brottför flautuðu tveir breskir togarar bundnir við bryggju. Þeim hafði verið sagt að við værum afkomendur galdramanna á Ströndum í pílagrímsför norður þangað. Á Gemlufelli beið okkar vörubíll með þremur setbekkjum. Við ók- um yfir Gemlufellsheiði, fyrir botn Dýrafjarðar og upp eftir Breiðdalsheiði, en yfir skarðið varð ekki komist á bíl vegna fannfergis. Útsýni var dýrlegt, enda bíllinn opinn. Nú var að axla farangur og ganga yfir skarðið. Byrðar voru þungar og óþjálar, ekki lagðar í klyf til burðar. Hér uppi var hávaðarok og þoka. Matarskrínan skrapp úr höndum burðarmanna, ekki sýnna en hún skoppaði á haf út. Með snarræði tókst að bjarga henni. Eftir tæpan klukkutíma var komið yfir skarð- ið. Nú höfðu skipast veður í lofti, skafheiðskírt og afbragðs sýni norður yfir Djúp. Norðan megin beið okkar bíll til ísafjarðar. Þarna hittum við tvo ísfirðinga á leið til Súgandafjarðar. Benedikt á Sjónarhæð bauð okkur tjaldstæði á túni sínu. Hann og fjölskylda hans reyndust okkur innan hand- ar meðan dvalist var á ísafirði. Þann 25. júní var stansað dag- langt á ísafirði og beðið Goðafoss. Gott tóm gafst til að skoða staðinn, meðal annars rækjuverk- smiðju sem þá var nýlunda á íslandi. Klukkan átta um kvöldið lagðist Goðafoss að bryggju, hafði tafist vegna óvæntrar viðkomu á Patreksfirði. Pétur Björnsson skipstjóri tók okkur ljúfmannlega, far væri heimilt að Horni, en sá hængur væri á, að úti fyrir væri þoka. Kynni því svo að fara að við yrðum að fara með til Siglufjarð- ar. Fararstjóri skaut á húsþingi, gerði liði sínu ljóst að um tvo kosti væri að ræða: láta staðar numið á ísafirði eða hætta á siglingu. Ferðafélag íslands yrði ekki skaðabótaskylt þótt áætlun færi úr skorðum. Fararstjóri leitaði álits manna með nafnakalli. Allir kusu að sigla. Var nú stigið um borð, en það hafði fækkað í hópnum. Baldvin lyfjafræðingur hafði aldrei ætlað lengra og stúlk- an veika varð eftir í læknisumsjá. Á Ósi var hún svo komin í veg fyrir okkur. Horn eða Siglufjörður? Goðinn öslaði út spegilskyggnt Djúp. Til hafs virtist í þokubakka að sjá. Við kúrðum frammi undir hvalbak hjá hafurtaski okkar. Ég Ljósm: Kilippus Gunnlaugsson. Þorvaldssonar kennara á Akur- eyri. Árni var engum líkur nema sjálfum sér. Hann var feiminn og hlédrægur, en tókst manna best að vekja kátínu ef hann fékkst til að taka til máls á mannafundum, tókst jafnvel að lífga upp á bindindisfund Brynleifs Tobías- sonar svo að allir veltust um af hlátri nema Brynleifur. Árni lýsti amstri strandamanna, einkum erfiðleikum að koma líkum til greftrunar. Menn yrðu tíðum að skilja þann dauða eftir á fjöllum uppi og vitja hans síþar þegar sumraði. Dæmi væru þess að höfuðið eitt væri fært til greftrun- ar. Þá bæri við að lík væru hengd upp í rjáfur og geymd uns veður bötnuðu. Flaumósa barn hefði komið askvaðandi inn í baðstofu og hrópað: „Það er farið að leka úr honum afa.“ Það var vorboði, líkið farið að þiðna. Hins vegar kvað Árni gott til matfanga. Egg og fugl úr björg- um, fiskur og selur úr sjó og silungur úr lækjum. Á Horni rynni lækur í gegnum baðstofuna. Karlarnir byndu færi um úlnlið sér en létu öngla vera í læknum. Það brygðist ekki að drjúgt hefðu þeir veitt að morgni. Það fór að hvarfla að mér hvort ekki væri best að fara til Siglu- fjarðar. Þar átti ég vinum að fagna, einkum Jóni frá Ystabæ. Jón var sagnamaður ágætur. Ekki þóttu allar sögur hans traustar fór að velta fyrir mér hvað ég vissi um Hornstrandir. Var það næsta lítið með öruggum heimildum. Ég hafði siglt með Súðinni meðfram Stöndum og haft andbyr. Súðin var gamalt gripaskip frá Svíþjóð, sterkbyggt en vélarvana, svo að móti straumi og vindi tommaði hún varla. Um hana hafði verið ort: Þar sem mær í bóli býr / bauluðu áður sænskar kýr. Til lands á Ströndum hafði verið óslitna hrönn að líta, þótt iðagrænt væri orðið á Akureyri og þegar suður fyrir Látrabjarg kom. Um mannlíf á Ströndum var helsta heimild skemmtiræða Árna Á Breiðdalsheiði. Ljðsm: Guðlauirur Lárusson. Vestfjarða- og Hornstranda- ferð Ferðafélags íslands 1936

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.