Morgunblaðið - 24.06.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 24.06.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐJ.Ð, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 49 Drottning Atlantshafs Súlan, drottning Atlantshafsins, er í hópi tígulegustu fugla landsins. Þessar myndir af súlunni voru teknar í Vestmannaeyjum í sumar, en par verpir súlan í 4 úteyjum. Stærsta byggðin erí Súlnaskeri par sem nokkur púsund pör búa. Ekki ber pó eyjan nafn sitt af súlunni, heldur 5 bergsúlum sem eyjan stendur á. Stærsta súlubyggð landsins er í Eldey út af Reykjanesi, en par búa milli 15 og 20 púsund pör og er par jafnframt stærsta súlubyggð í heimi. Súlan verpir á mjög misjöfnum tíma, pær fyrstu í marz-apríl og pær síðustu í maí. Réttur súlunnar yfir hreiðri sínu er stórt atriði í búskapnum, pví hún ver grimmilega landhelgi sína kring um hreiðurhraukinn. Hún ber unga sínum mjög mikla fæðu, pví hann er purftafrekur og er talinn éta a.m.k. jafnpyngd sína á dag, en pegar hann er fullvaxinn vegur hann um 2—3 kg. Kögrar brúnir í aldir hefur súlan verið nytjuð á pann hátt að unginn hefur verið tekinn um pað bil sem hann er að verða fleygur. Síðustu áratugi hefur pó mjög dregið úr nytjum súlunnar og eru vart meira en nokkur hundruð súluungar teknir hvert ár, aöallega í Vestmannaeyjum, en slíkar nytjar heyra til jarðréttinda. Að öðru leyti er súlan fríðuö enda hefur hún numið land á nýjum slóöum síðustu ár eins og t.d. í Dyrhólaey. Byggð- irnar í Eldey og Súlnaskeri eru sérkennileg- astar vegna fjöldans sem par býr á litlu svæði og svo pétt byggir súlan Eldey að stundum kögrar hún brúnir eyjunnar pegar stél við stél stendur út fyrir bjargbrún. Súlan er harðsækinn fugl, enda hefur hún bæði kraft og fimi til pess að standa vel fyrir sínu í hversdagsbaráttunni. Hún á Það jafnvel til að ráðast á menn ef peir fara um bæli hennar. Mikil reisn í fasi Drottningarnefnið ber hún ugglaust af mörgum ástæðum. Hún hefur tígulegan svip og mikla reisn í fasi. Hún klæðist virðulegum og fögrum búningi, en stór- kostlegust er hún pegar hún stingur sér í sjóinn eftir æti, oft úr mikillí hæð, en eins og ör klífur hún sjóinn. í kring um Eyjar er oft mikið súlukast og svo gráðug getur hún stundum verið að pað er eins og skæða- drífa dynji yffír par sem fiskur fer augljós- lega um. Sjón súlunnar er mjög skörp, enda getur hún stungið sér úr tuga metra hæð eftir fiski sem hún sér á flugi sínu. Þegar hún stingur sér dregur hún aöeins að sér vængina og steypir sér beint niður en pegar hún á eftir nokkur fet í sjóinn, pá dregur hún vængina alveg að sér og svo lipurt stingur hún sér að pað kemur vart gusa eftir hana og fiskurinn sem hún kemur með upp getur orðið allt að 30—40 sm stór. — á.j.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.