Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 4

Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 Anna B jarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: íslenzkir læknar hafa löng- um farið erlendis til sérnáms að námi við Háskóla íslands loknu. Á undanförnum árum hafa langflestir kosið að fara til Svíþjóðar og nú eru alls 140 íslenzkir læknar búsettir þar við nám og /eða störf. Mér fannst forvitnilegt að fræðast örlítið um hagi þeirra og sneri mér til Ilaralds Briem, for- manns Félags íslenzkra lækna í Svíþjóð, FÍLÍS, sem féllst fús- lega á að svara nokkrum spurn- ingum. Haraldur starfar við Ros- lagstullsjúkrahúsið í Stokkhólmi sem er ætlað sjúklingum með smitsjúkdóma. Hann lauk læknaprófi við Háskóla íslands sumarið 1972, vann kandidatsár- ið á Landspítalanum og síðan eitt ár á rannsóknastofunni þar í meinefnafræði. Héraðsskyld- unni gegndi hann í Vestmanna- eyjum en fór síðan utan í janúar 1975. Fyrstu 'rúm tvö árin voru hann og kona hans, Snjólaug Ólafsdóttir, í Eskilstuna. Und- anfarin tvö ár hafa þau dvalið í Stokkhólmi. — Hvers vegna fara flestir íslenzkir læknar til Svíþjóðar í framhaidsnám? „Fyrst og fremst er það vegna þess að það er erfitt að fara annað en tiltölulega gott að komast hérna að. Svíar hafa verið velviljaðir okkur íslend- ingum og telja okkur meðal bræðraþjóða. Á Norðurlöndum er í gildi samningur um sam- norrænan vinnumarkað fyrir lækna sem Islendingar hafa ekki verið aðilar að. Það er meiningin að við verðum aðilar núna þá og þegar. Svíar hafa þó alltaf litið á okkur eins og við værum aðilar að þessum samningi og við höfum getað komið til Svíþjóðar á sömu forsendum og aðrir Norðurlandabúar." Á undanf örn- um árumhafa70 þeirra komið til Svíþjóðar Nokkrar af niðurstöðum könnunar sem Guðjón Magnússon, læknir, gerði fyrir Félag íslenzkra lækna í Svíþjóð — 129 af 140 læknum í Svíþjóð tóku þátt í könnuninni. Þeir voru við nám eða störf í 27 sérgreinum. — Flestir eru í heimilislækningum (25), bæklunarlækning- um (11) almennum handlækningum (12) barnalækningum (8), kvensiúkdómum og íæðingarhjálp (11). — íslenzkir læknar starfa á 29 stöðum í Svíþjóð, ílestir í Gautaborg, Stokkhólmi og Malmö-Lundi. — Á árunum 1979—1982 munu 20 manns á ári ljúka sérnámi — 71% af þátttakendunum í könnuninni var ákveðið í að fara heim. Við störfum hér sem læknar. Svíar hafa svo kallað „blokk- kerfi“ fyrir lækna í framhalds- námi sem felst í því að starfað er ákveðinn tíma á þeim deildum sem talið er að læknar þurfi að ganga á til þess að kallast sérfræðingur. Einnig þarf að taka þátt í a.m.k. sex vikulöng- um námskeiðum sem lýkur með prófum svo að þetta er bæði bóklegt og verklegt. En mest er þetta reynsla." — Hvernig er aðstaðan hérna á vinnustað og kjör lækna samanborið við heima? haldsnámi erlendis. Við höfum t.d. áhuga á að framhaldsnámið verði skipulagt betur þannig að menn geti farið erlendis og þurfi ekki að eyða tíma í að þreifa mikið fyrir sér um það hvað þeir eigi að velja. Ef hægt er að átta sig á því heima hvað maður ætlar í styttir það tímann erl- endis og eykur líkurnar á því að farið sé heim aftur. Þá er það okkur einnig áhugamál að greiða fyrir íslenzkum læknum að sækja námskeið í læknisfræði sem haldin eru á Norðurlöndum. Það er hreint tap fyrir íslenzkt þjóðarbú þegar íslenzkir læknar fara erlendis og koma ekki heim aftur. íslendingar kosta mennt- unina og því erum við ódýr vinnukraftur í Svíþjóð. En Svíar veita okkur þjálfun og við fáum að sjá mikið og læra meira. Þetta kemur Islendingum náttúrulega að miklu gagni ef við komum heim með menntun- ina aftur. En komum við ekki heim þá er öllu kastað á glæ. Það er greinilegt að íslending- 140 íslenzkir læknar í Svíþjóð — Komast allir hingað sem sækjast eftir því? „Já, ég held að það megi segja. Það er talsverð þörf fyrir lækna hérna ennþá og verður líklega fram á miðjan'næsta áratug. Þá reikna Svíar með að verða búnir að metta markaðinn hér með eigin læknum. Ennþá er tiltölu- lega gott að komast hérna að, þó fer það dálítið eftir því í hvað maður ætlar. Sérgreinarnar eru mismunandi ásetnar og það get- ur verið erfitt að komast að á háskólasjúkrahúsunum." — Vita læknar yfirleitt í hverju þeir ætla að sérmennta sig áður en þeir fara að heiman og veiztu hversu margir koma hingað á ári? „Sjálfur vissi ég í hvað ég ætlaði. Ólafur Ólafsson, land- læknir, stakk upp á við mig að ég sérhæfði mig í lækningum í bráðum smitsjúkdómum. Þó að nokkrir hafi lagt þá sérgrein fyir sig hygg ég að aðeins einn starfi sem slíkur á Islandi. Margir koma þó óákveðnir hingað út, þreifa fyrir sér, fara á milli staða og prófa mismunandi hluti áður en þeir ákveða sig alveg. Á síðsta ári kannaði FÍLÍS fjölda íslenzkra lækna hér og kom i ljós að við erum 140 og helmingurinn hefur komið á síðustu tveimur árum. Þetta stafar af mikilli framleiðslu á læknum heima og af því að það er orðið mun erfiðara að komast til Bandaríkjanna en áður var. Danmörk hefur líka verið meira eða minna lokuð læknum síðan 1975 vegna atvinnuleysis þar. Áður skiptumst við jafnara milli landa, sérstaklega þó milli Sví- þjóðar og Bandaríkjanna. Það kom einnig í ljós í könn- uninni, að af þessum 140 lækn- um sem eru hér þá eru 30 þegar orðnir sérfræðingar. Það eru þannig 110 manns við fram- haldsnám í Svíþjóð en líklega um 30 manns samanlagt í Bandaríkjunum, Noregi, Þýzka- 40 — 50% allra íslenzkra lækna verða erlendis á næsta áratug landi og Bretlandi, svo að við erum langflestir hér.“ — Er vitað hversu margir þeirra sem koma hingað ætla sér heim að námi loknu og hversu margir „festast“? „Já, sú tala er til. Félagið athugaði það í desember síðast liðnum og það sýndi sig, að af öllum þeim sem eru hér núna ætla um 70% heim. Það sýndi sig, að þeir sem eru búnir að vera hérna tvö ár eða skemur ætla allflestir heim. Hjá þeim sem eru búnir að vera lengur fer að gæta meiri efa og eftir því sem tíminn líður þeim mun minni líkur verða á því að þeir ætli heim. Þeir sem eru búnir að vera stytzt svara ákveðið að þeir ætli heim enda koma flestir út með því hugarfari að fá menntun og fara heim. En síðan breytist margt með árunum. Atvinnu- horfurnar eru kannski vafasam- ar heima og maður fer að kunna vel við sig í starfinu hér. Og landið venst — en maður verður aldrei Svíi heldur alltaf íslend- ingur. íslendingur í útlandinu." — Hverngi er náminu háttað hjá ykkur? Ef þeir allir kæmu heim nú yrðiatvinnu- leysi lækna „Læknamenntunin heima er eins hjá öllum en að henni lokinni ásamt kandidatsári og héraðsskyldu fara langflestir í framhaldsnám erlendis, en þó ekki allir. Framhaldsnámið tek- ur svona 4—5 ár að meðaltali. Menn byrja oft ekki í sinni grein undir eins og margir vinna kannski 1—2 ár úti eftir að þeir eru orðnir sérfræðingar svo dvölin hér verður oft alls um 6 ár, eða lengri. „Aðbúnaður er góður held ég yfirleitt. Hann er auðvitað mismunandi eftir stöðum. Hann er náttúrulega betri hér að því leyti að fleiri rannsóknir fást gerðar og af því að hér er meiri þekking og fleiri tæki. Það er ekki þar fyrir að búnaður er ágætur heima. En öll þjónusta hér við læknarannsóknir og störf er meiri. Það er nú orðið langt síðan ég var heima en þegar ég var þar borgaði það sig að vinna mikla vinnu af því að skattarnir voru ekki það háir. Ég hef heyrt að þetta hafi eitthvað breytzt og það borgar sig kannski ekki lengur að vinna svo mikið. Hér reynum við að taka frí í stað launa fyrir þá yfirvinnu sem við í>ad er þörf fyrir erlenda lækna í S víþjóð fram á mið jan næsta áratug „Þótt ég sé Svíi að hálfu er maður alltaf íslendingur í útlandinu.' vinnum, vegna þess að 87% af öllum aukatekjum fara beint í skatt. Hérna eiga allir að geta lifað af föstu laununum en heima telja flestir sig þurfa á yfirvinnutekjum að halda til að geta lifað góðu lífi. Hvað þessu viðvíkur höfum við það betra hér enda þótt enginn safni auði.“ — Hvenær ög hvers vegna var Félag íslenzkra lækna í Svíþjóð stofnað? „Hugmyndin kom upp þegar Tómas Árni Jónasson, formaður Læknafélags íslands, var hér á ferð ’76 en félagið var formlega stofnað í desember 1977. Ástæðan fyrir stofnun félags- ins var líklega sú að við tókum eftir því að mjög margir læknar voru komnir hingað og álitum að við hlytum að hafa mörg sameig- inleg hagsmunamál. Okkur þótti rétt að fá menn til að halda hópinn svo að við gætum áttað okkur á því hvað allur þessi skari væri að gera hérna. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla út að vita hvað menn eru að læra erlendis svo að þeir geti valið grein samkvæmt því. Og það er líka mikilvægt fyrir heilbrigðisyfirvöld heima að vita hvað menn eru að læra. Félagið ákvað að kanna hvað læknar væru að gera hér og við höfum áhgua á að átta okkur á því hvað má betur fara í fram- ar framleiða lækna til útflutn- ings. Undanfarið hafa a.m.k. 30% íslenzkra lækna verið er- lendis á hverjum tíma. Hjá landlækni er reiknað með því að 40—50% allra íslenzkra lækna verði erlendis á næsta áratug. Þetts þýðir auðvitað að það vkrður gífurlegt atvinnuleysi meðal lækna ef allur skarinn fer heim. Það eru ekki til störf fyrir þá alla. Vegna þessa hefur FILÍS lagt mikla áherzlu á að ísland verði aðili að samnorræna vinnumarkaðnum fyrir lækna svo að læknar geti sótt um störf á öllum Norðurlöndunum í fram- tíðinni en ekki bara á íslandi." — Velja menn sér sérgreinar eftir þörf heima? „Það er vandamál hversu lítil framtíðarskipulagning í heil- brigðismálum á sér stað heima, sérstaklega hvað viðvíkur sér- fræðiþjónustu, og hversu lítið er vitað um það á hvaða námi er þörf. En þó gerðist það á síðustu árum að íslenzk heilbrigðisyfir- völd ákváðu að byggja upp heilsugæzluþjónustu og heimil- islækningar. Það hafði þau áhrif að á undanförnum árum hafa mun fleiri farið í heimilislækn- ingar. Hér í Svíþjóð eru um 25 manns í heimilislækningum sem munu ljúka námi fyrir 1982 og síðan í desember hafa a.m.k. 10 bætzt í þann hóp. En aftur á móti er t.d. bara einn hér í Svíþjóð í framhaldsnámi í geð- lækningum. Ég veit ekki betur en að það sé þörf fyrir fleiri með þá menntun heima. í aðrar sérgreinar fara menn meira upp á von og óvon. Þó eru ýmsar sérgreinar, eins og t.d. hjarta- skurðlækningar, sem ég held að allir átti sig á að veita takmark- aða möguleika heima." — Er félagið pólitískt? „Nei, við ræðum ekkert flokks- pólitík. Menn koma ekki hingað til Svíþjóðar vegna þess að þeir eru „radikal" — ef þeir eru það þegar þeir koma breyta margir fljótt um skoðun. Við finnum fyrir því hver borgar brúsann í velferðarþjóðfélaginu. Það er erfitt fyrir okkur sem erum langdvölum erlendis að taka þátt í daglegum umræðum um heilbrigðismál á Islandi. Hins vegar reynum við að fá framámenn í heilbrigðismálum á íslandi til að koma til fundar með okkur þegar þeir eiga leið til Svíþjóðar. Þannig geta gagn- kvæm skoðanaskipti farið fram. Þá reynum við einnig í samvinnu við landlækni að greiða fyrir mönnum að koma heim í afleys- ingar úti á landi til að bæta úr læknaskortinum þar. Þó er hinn óhóflegi ferðakostnaður til og frá íslandi veruleg hindrun". ab

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.