Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 59 Uetcr Fonda ok Susan St. James í „Útlagablús". Gene Wilder er undir áberandi áhriíum — af Brooks, í myndinni HEIMSINS MESTI ELSKHUGI, sem nú er verið að sýna í Nýja Bíói. NÝJA BÍÓ: HEIMSINS MESTI ELSKHUGI I nýjustu, (kannski síðustu?), mynd Gene Wilders sem leikstjóra, farnast honum miklu betur sem slíkum, en sem leikari eða handritshöfundur. Þrátt fyrir mörg, hálf-smellin atriði, er eftiröpunin á meistara Brooks auðsæ og hittir ekki allskostar í mark. Hins vegar er H.m.e. áferðarfalleg mynd og yfirborðið vandvirknislegt. Wilder, allra vegna, gerir því vonandi meira í því í næstu mynd sinni — að vera hann sjálfur. I STUTTU MALI A NÆSTUNNI AUSTURBÆJARBÍÓ: RISINN Innan skamms verður tckin hér til endursýninKa hið íra'sa Te\- as-drama. sem hreif huga fólks fyrir tæpum tveim áratUKum. ok þá einkum dýrlinnurinn James Dean. en RISINN var ein af hinum sárafáu myndum þessa þjóðsöKukennda leikara. 0« þó að efnið risti ekki eins djúpt nú ou fyrir tuttuKU árum sfðan. þá er RISINN vandvirknisleKa uerð mynd. ok auk I)ean prýða myiul ina þau Elizaheth Tavlor ok Iíoek Iludson. I.eikstjórn í öruKKUin hiindum Georue Stevens. George Segal, og einkum Jane Fonda, eru óborganleg í gamanmyndinni ALLT Á FULLU í Stjörnubíó. Hvað skal m til ráða? STJÖRNUBÍÓ: ALLT A FULLU („Fun With Dick and Jane"). Leikstjóri: Ted Kotcheff. Ilandrit: Jerry Belson, David Giler og Mordeeai Richlcr. Illt er í efni hjá Harper hjónunum. Heimilisföðurn- um, (George Segal), er sagt upp vellaunaðri stöðu er aft- urkippur kemur í geimferða- áætlun Bandaríkjamanna. Og þaö sem verra er — hann fær enga vinnu. Það bætir heldur ekki úr skák að hann klúðrar einnig atvinnuleysisbótunum og eiginkonan, (Jane Fonda) getur lítið lagt til málanna í þjóðfélagi karlmannsins. Þegar fokið er í flest skjól og flestar mublurnar á braut í villunni þeirra fínu, þá er aðeins ein leið eftir — sú hála. Og viti menn, þar blunda skötuhjúin á leyndum hæfileikum, þau verða sem sagt afburða ræningjar! ALLT Á FULLU er sett upp sem gamanmynd, fyrst og fremst, en þó leynast nokkrir ádeilubroddar á milli. T.d. þegar hjónakornin neyð- ast til að dreifa peningum útá götu og barnavagninn gleym- ist í atganginum við seðla- tínsluna. En þeir rista oftast það grunnt að þeir ná ekki í gegn. Gamanið hefur yfir- höndina, þó talsvert brokk- gengt sé. Fyrstu ránstilraun- irnar eru t.d. drepfyndnar en aðrir þættir flestir bragð- minni. Það eru einkum þau Segal og sérstaklega Jane Fonda, sem lyfta A.á.f. uppúr meðal- mennskunni. Fonda er nú tvímælalaust ein fjölhæfasta leikkona Bandaríkjamanna og aldurinn hefur farið eink- ar mjúkuni höndum um þessa glæsilegu leikkonu, sem aldrei hefur verið fegurri en nú. Þeir Ted Kotcheff og Mordereai Richler hafa áður starfað saman, þá að mvnd- inni THE APPRENTÍCE- SHIP OF DUDDY KRAVITZ, sem vakti talsverða athygli hér sem annarsstaðar. Það er nýjast af þeim félögum að segja að þeir hafa nú verið ráðnir til að gera þrjár mynd- ir og verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst. Honky Tonk AUSTURBÆJARBÍÓ: SÖNGUR ÚTLAGANS („Outlaw Blues") Leikstjóri: Richard T. Ilef- fron Ilandrit: B.W.L. Norton Bakgrunnur myndarinnar Söngur uílagans er all óvenjulegur, eða höfuðstöðv- ar „outlaw“-dreifbýlisrokks- ins bandaríska í Austin, Tex- as. Þar hefur þróast á und- anförnum árum tónlist all- ólík þeirri sem kennd er við Nashville. Enda margir fremstu „country og western" tónlistarmenn Bandarikj- anna Texasbúar, sem ekki féll allt sem best í háborginni í Tennessee. Þessi „útlaga“- tónlist er rammi myndarinn- ar, og tónlistin eftir Hoyt Axton og fleiri góða. Ungur lagasmiður, (Peter Fonda), er svo gott sem búinn að taka út sinn dóm, er þekkt „c&w“-stjarna, (John Craw- ford), heldur hljómleika í fangelsinu sem hann situr í. Fonda notar tækifærið til að koma sér á framfæri og spilar fallegasta lagið sitt fyrir hinn kunna tónlistarmann, í von um að hann verði sér hjálp- legur þegar út fyrir múrinn kemur. En Crawford þakkar traustið með því aö stela laginu, sem um þær mundir er Fonda hefur setið af sér dóminn er á hraðri leið upp vinsældarlistann. í baráttu sinni við að njóta eignarréttarins lendir Fonda í útistöðum við Crawford, og síðan lögregluna. Og fyrrver- andi bakraddarsöngkona hjá Crawford verður til þess að greiða honum leiðina til hefnda. Efnið er sem sótt í dreif- býlisslagara: misrétti, hefnd- ir. harma og gleði, ást og hatur. Allt tekið frekar létt- um tökum. ()g stíll myndar- innar fellur jafnframt innan þess ramma. Ilöfundur hand- ritsins er B.W.I. Norton, sá hinn sami og skrifaði CON- WOY, enda eru myndirnar ansi keimlikar, að maður tali nú ekki um endinn. Ahorfandinn hefur það á tilfinningunni, að ef þessi efniviður hefði verið tekinn traustari tökum og af meiri alvöru, þá hefði SONGUR UTLAGANS orðið hin at- hyglisverðasta mvnd. Þeir Heffron og Fonda eru gamal- reyndir samstarfsmenn, ávextir iðju þeirra hafa verið mjög svo frambærilegar has- armyndir sem notið hafa um- talsverðra vinsælda. Eg er ekki frá því að þetta sé hin besta, til þessa, en eins og áður segir, hefði S.U. getað orðið mun betri, en |)að er eins og þeir kumpánar sætti sig ágætlega við að útkoman sé hasar, ærsl og gerfidugur með temmilcgu, rómantísku ívafi. Afsprengi þeirra eru því nær því sem unnendur dreifbýlistónlistar kalla „honky tonk“, en heilste.vptar og virðingarverðari melodíur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.