Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Kurl Siyurbjiirnsson Siyurdur Pálsson áSdrottinsdegi Hvað er Kristilegt félag heilbrigðisstétta Úr fræðum Lúthers: Skímin ÍFYRSTA LAGI. Hvað er skírnin? Svar: Skírnin er ekki algengt vatn eingöngu, heldur er hún vatnið, umvafið Guðs boði og samtengt orði Guðs. Hvert er þá slíkt Guðs orð? Svar: Það er Kristur, Drottinn vor, segir hjá Matteusi í síðasta kapítuia: Farið og gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum með því að skíra þá til nafns Föðurins, Sonarins og hins lieilaga Anda. (Matt. 28,19). ÍÖÐRULAGI. Hvað geíur eða gagnar skírnin? Svar: Hún veldur fyrirgefningu syndanna, frelsar frá dauðanum og djöflinum og gefur eilífa sáluhjálp öllum þeim sem því trúa, — svo sem orð Guðs og fyrirheit hljóða. Hver eru þá slík orð og fyrirheit? Svar: Þau er Kristur, Drottinn vor, segir hjá Markúsi í síðasta kapítula: Sa, sem trúir og verður skírður mun hópinn verða, cn sá sem ekki trúir mun fyrirdæmdur verða." (Mk. 16,16). KIÍISTILEGT fclag hoilbrigðis- stctta hefur um þessar mundir hcimsókn frá alþjóðahreyfing- unni. International Ilospital Christian Fellowship. Er það framkvæmdastjóri Evrópudeild- arinnar sem hingað er kominn, Leonora van Tonder, hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir. Leonora er fædd og uppalin í Suð- ur-Afríku. en hefur nú dvalið og starfað í Hollandi á vegum hreyf- ingarinnar síðastliðin 9 ár. Við tökum Leonoru tali og spyrjum hana nokkurra spurn- inga varðandi hreyfinguna og starf hennar í henni. Hvernig stendur á komu þinni hingað til íslands? Síðast liðið sumar hitti ég Sig- ríði Magnusdóttur Og Mar- grétiHróbjartsdóttur hjúkrunar- fræðinga á ráðstefnu alþjóðahreyf- ingarinnar, sem haldin var í Wales á Englandi. Slíkar ráðstefnur eru haldnar þriðja hvert ár og á þessari ráðstefnu voru nærri 900 þátttakendur frá 88 löndum. Sig- ríður og Margrét buðu mér þá að koma til íslands á vegum Kristi- legs félags heilbrigðisstétta. Hver er tilgangur komu þinnar hingað? Að styrkja sambandið við Kristilegt félag heilbrigðisstétta og vekja áhuga hjá fleira fólki innan heilbrigðisstéttanna á and- legum og trúarlegum málefnum. Hvað er Kristilegt félag heil- brigðisstétta? Það eru samtök þeirra sem vinna á meðal sjúkra. Tilgangur- inn er að vera við því búinn að mæta jafnt andlegum sem líkam- legum og sálrænum þörfum sjúk- linganna. En til þess þarf starfs- fólkið sjálft að þekkja þann Guð, sem hefur skapað alla menn til samfélags við sig. Þess vegna leggjum við áherslu á vitnisburð- inn um kærleika Guðs í Jesú Kristi, bæði meðai starfsfólks sjúkrahúsanna og sjúklinganna. Hvernig vinnið þið þetta starf? Við reynum að vekja áhuga og skilning hinna trúuðu á nauðsyn þessa. Við hvetjum þá til að biðja saman fyrir sjúklingum sínum, lesa Guðs orð saman og styrkjast þannig og eflast í trúnni á Drottin Jesúm. Við höidum ráðstefnur, höfum námskeið, útbreiðslufundi, gefum út bækur og tímarit, seljum kristilegar bækur og rit á sjúkra- húsunum og gefum kristilegt les- efni á bókasöfn sjúkrahúsanna og m. fl, Er þetta í fyrsta sinn sem þú kemur til Islands? Já, þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem til íslands. En stofnandi og ieiðtogi I.H.C.F., Francis Grim, hefur þrívegis komið til íslands. Hvernig byrjaði þetta starf? Francis Grim og bróðir hans sáu Francic Lcnura van Grim Tronder þörfina fyrir starf sem þetta þegar þeir heimsóttu deyjandi föður sinn á sjúkrahús í S.-Afríku árið 1936. Þeir sáu hinar óuppfylltu and- legu og trúarlegu þarfir jafnt hjá starfsfólki sjúkrahúsanna sem sjúklingum þess. Þetta varð til þess að þeir byrjuðu með fundi sem þeir héldu með hjúkrunarfræðing- um, en seinna fneð öllu starfsfólki sjúkrahúsanna, og markmiðið var að efla og glæða trúarlíf þeirra og biðja saman. Arið 1951 heimsóttu þeir mörg lönd Evrópu í þeim tilgangi að læra nýjar starfsaðferðir, en þeir komust brátt að því að lítið sem ekkert var gert í þessa átt á sjúkrahúsum í Evrópu. Guð fól þeim það verkefni á hendur að setja á stofn mörg kristileg félög (eða samfélög) heilbrigðisstétta víðsvegar um Evrópu. Fyrsta fé; lagið var stofnað í Svíþjóð 1952. I rúmiega 40 ár hefur Francis Grim ferðast um allan heiminn og verið hvatamaður að stofnum slíkra félaga eða hópa í mörgum löndum. Nú er stór hópur manna í fullu starfi fyrir samtökin víðsvegar um heim en samt sem áður vantar mjög víða fólk, sem getur helgað sig alveg þessu starfi. Hverju vonast þú til að koma til leiðar meðan þú dvelur á Islandi? I fyrsta lagi vonast ég til þess að geta hvatt og uppörvað þá sem vinna á sjúkrahúsum og einnig aðra sem koma á fundi og sam- komur með okkur. Það felst þá fyrst og fremst í því að gefa þeim leiðsögn og hjálp til að eignast persónulegt samfélag við Jesúm Krist og uppbyggjast í trúnni. í öðru lagi að leiðbeina um hvernig vænlegast sé að ná árangri í starfi sem þessu. Hvernig starfar Kristilegt féiag heilbrigðisstétta á Islandi? Félagið er aðeins hálfs annars árs enn sem komið er, í þeirri mynd sem það er nu, en áður var hér starfandi Kristilegt félag hjúkrunarkvenna. Nú er öllum starfshópum heilbrigðisstofnana boðið að vera með. Fundir eru mánaðarlega í safn- aðarheimili Grensássóknar. Efni þeirra er oftast fræðsluerindi og umræður, sem snerta kristna trú og ýmsa þætti heilbrigðisþjónust- unnar. Bænastundir eru vikulega á sama stað, þar sem beðið er fyrir sjúkum, fyrir heilbrigðisstofnun- Biblíulestur Vikuna 24.-30. júní Sunnudagur 24. júní Lúk. 14:16 - 24 Mínudagur 25. júnf Lúk. 14: 25 - 35 Þrifljudaaur 26. júní 1. Þchh. 1: -10 Miðvikudagur 27. júní 1. Þesa. 2:1 -13 FimmtudaKur 28. júni I. Þesa.2: 14-3.13 FöatudaKur 29. júni I. Þess. 4:1 -18 Laugardaicur 30. júní II. Þessi 5:12-28 um og starfsfólki þeirra, fyrir heilbrigðisyfirvöldum og mörgu öðru. Við leggjum mikla áherslu á bænina og fyrirbænina. Dreifing á kristilegu lesefnier einnig hluti af starfinu, og nú er hægt að fá það keypt í sölubúðum stærstu sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Féiagið hefur einnig gefið nokkrar kristilegar bækur til sjúklingabókasafna í Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi. Félagið hefur einnig gefið út bækl- ing, sem leggja á í náttborð hvers einasta sjúklings. Þar er að finna huggunarorð úr Heilagri ritningu og uppörvunarorð á reynslutímum. Hluti af starfinu er einnig heim- sóknir, eins og þessi heimsókn mín núna. Henni er ætlað að kynna betur starfið útávið, t.d. með heim- sóknum á sjúkrahúsin og opnum fundum í kirkjum og annars stað- ar. Við höfum alls staðar gott samstarf við kirkjuna og þá eink- um sjúkrahúsaprestana. Um síðast liðna helgi stofnaði félagið til ráðstefnu í Skálholti þar sem fjallað var um bænina og bænalíf- iö, starfsaðferðir o.fl. Getur þú nefnt dæmi um, hvern- ig þetta starf kemur sjúklingum á sjúkrahúsum til góða? Hjúkrunarfræðingur einn í Nor- egi stóð við rúm deyjandi sjúkl- ings. Hann spurði hana. „Hvenær mun ég deyja?" Svar hennar var. „Ég veit það ekki. Ég er frísk en þú ert veikur, en samt sem áður gæti ég alveg eins dáið á undan þér. Það er ekki svo mikilvægt hvcnær við deyjum heldur hvað um okkur verður þegar við deyjum." Síðan opnaði hún Biblíuna og bað hann að lesa 53. kaflann í spádómsbók Jesaja og þar sem stæði „vorar“ skyldi hann lesa i staðinn sitt eigið nafn t.d. þar sem stæði „hann var særður vegna vorra synda“, skyldi hann lesa í staðinn „hann var særður vegna synda Jóns“ og þannig kaflann á enda. Hún bauð honum síðan góða nótt og yfirgaf hann. Morguninn eftir kom hún til hans Andlit hans ljómaði af gleði. Hann hafði eignast fullvissu um að Jesús Kristur hafði dáið á krossi einnig vegna synda hans. Han átti núna frið í hjarta og gat mætt dauðanum með djörfung trúarinn- ar. — Leonora van Tonder talar á samkomu í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í kvöld kl. 8.30. Höfuðstöðvarnár Komið, því að allt er þegar tilbúið Jesús sagöi margar dæmisögur og iíkingar meðan hann gekk um á meðal þjóðar sinnar. Allar þessar sögur sagði hann með það í huga að koma ákveðnum boðskap til skila. Hann var sendur með Orð Guðs til okkar mannanna og því miðlaði hann á marga vegu. Hann prédikaði, sagði dæmisögur, líknaði, gerði kraftaverk, kenndi og gekk svo inn í kvalarfullan dauða til að sigra dauðann og vald hans. Allt hans starf og líf miðaði að því að opna himin Guös fyrir okkur syndugum- mönnum, sætta Guð og menn og það starf er fullkomnað. Dæmisagan um hina miklu kvöldmáltíð er mynd af himni Guðs. Allt er þegar tilbúið frá hendi hans. En það fer ekki hjá því að við mannanna börn sýnum oft af okkur mikið fálæti þegar hinn hæsti konungur er annars vegar. „Komið, fylgið mér!“, þannig ávarpaði Jesús samferðafólk sitt og það gerði hann í nafni Guðs hins hæsta, það gerði hann sem sonur Guðs og hafði því óskorað vald til þess að tala eins og hann gerði. Þetta kall um eftirfylgd og um að ganga inn í veislusal Guðs er ekki eitthvað sem heyrir fortíðinni til, nei, því er beint til allra manna. Ekki síst til þeirra sem sjálfir telja sig alls óverðuga, því Jesús kom til þess að leita að hinu týnda og frelsa það. Jesús gerði sér far um að ná til þeirra sem jafnvel voru dýpst sokknir. Hann kom með líf og frið inn í hjörtu þjáðra manna og gaf okkur fyrirmynd að kristilegu líknarstarfi. Aðgangurinn að veislusal Guðs er opinn líka í dag, hlýðum kallinu sem hljómar þaðan og verum jafnframt fús til að ganga erinda Drottins svo að fleiri sjái ástæðu til að fylgja Jesú Kristi í raun og sannleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.