Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979
Ríkisstjórnin enn í
eldsneytisvandræðnm
OLÍU- og bensínverð verða á
dagskrá á fundi verðlagsnefndar
5 rússneskar
flugvélar til
Reykjavíkur
FIMM rússneskar flugvélar á leið frá
Moskvu til Kúbu hafa fengið leyfi
utanríkisráðuneytisins til þess að
lenda á Reykjavíkurflugvelli 12. júlí
og dvelja hér til 14. júlí. Flugvélarnar
lögðu af stað frá Moskvu 7. júlí og
hafa millilent á ýmsum stöðum á
leiðinni, m.a. í Kaupmannahöfn og
Bretlandi, en vélarnar fá leyfi til að
lenda vegna eldsneytistöku og
áhafnahvildar fyrir alls 30 manns.
Kin rússnesk vél af gerðinni IL 76
lenti hér á sömu leið 9. júlí s.l., en
vélarnar 5 eru af gerðinni AN 26.
í dag, en ekki var ákveðið á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun,
hvernig ríkisstjórnin ætlar að
standa að sínum hlut þeirra
mála.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. aflaði sér í gær, er
líklegt að bensínlítrinn fari í 312
krónur og að bensínverðið verði
svo endanlega afgreitt á fundi
ríkisstjórnarinnar á morgun. Hins
vegar er óvíst, hvort olíumálið
verður endanlega afgreitt um leið.
Verðlagsnefnd mun afgreiða nýtt
verðreikningsverð á olíu, en sölu-
verðið fer svo eftir þeim ákvörð-
unum, sem ríkisstjórnin tekur
varðandi niðu rgreiðslur á olíu til
fiskiskipa og húshitunar.
Til heiðurs flugmálastjóra:
Nær 200 manna
síðdegisboð sam-
gönguráðherra
Kvöldverðarboð utanríkisráðherra
SA MGÖNGURAÐUNEYTIÐ
mun bjóða tæplega 200 gestum
til samkvæmis n.k. fimmtudag í
tilefni þess að forseti alþjóða-
flugmálastofnunarinnar, A.
Kotaite, mun afhenda Agnari
Kofoed-Hansen flugmálastjóra
Edwards Warner verðlaunin,
sem fastaráð stofnunarinnar
ákvað að veita á fundi sínum 4.
júní s.l. íslenzka flugmálastjór-
anum. í samkvæminu sem verð-
ur síðdegis á Hótel Loftleiðum
verða, samkvæmt upplýsingum
Birgis Guðjónssonar í sam-
gönguráðuneytinu, æðstu menn
þjóðarinnar, ýmsir gestir og
fyrrverandi og núverandi
starfsmenn að flugmálum. Um
kvöldið mun utanríkisráðherra
síðan halda boð fyrir nokkra
tugi gesta í tilefni afhendingar-
innar i Þingholti. Viðstaddir
athöfnina verða m.a. flugmála-
stjórar Norðurlanda.
Til Edward Warner verðlaun-
anna er stofnað 1958 í minningu
Dr. Edward Warner, fyrsta for-
seta alþjóðaflugmálastofnunar-
innar. Verðlaunin eru æðsti
heiður, sem veittur er einstakl-
ingi eða stofnun fyrir framlag til
flugmála. Sérstök nefnd á vegum
fastaráðs alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar tekur á móti tilnefn-
ingum hinna 142 þjóða, sem
aðild hafa að stofnuninni.
Nefndin gerir síðan tillögu til
fastaráðsins um næsta verð-
launahafa.
Um 80 millj. kr.
vextir á mán. af halla
olíujöfnunarreiknings
300 millj. kr. á viku út úr viðskiptabönkunum
HALLINN á stöðu olíujöfnunar-
reiknings olíufélaganna við við-
skiptabankana er nú liðlega 2000
millj. kr., en halli sjóðsins eykst
nú um 300 millj. kr. á viku eftir að
það eldsneyti er komið í sölu sem
síðast var keypt til landsins.
Þessar 300 milljónir króna eru
teknar úr viðskiptabönkunum,
Landsbanka íslands og Útvegs-
bankanum, og eru um 200 millj.
kr. frá Landabankanum og um 100
millj. kr. frá Útvegsbankanum.
Vextir af þessum 300 millj. kr. á
mánuði er um 12 millj. kr. þar sem
miðað er við dagvexti, eða 4% á
mánuði. Vextir af halla reiknings-
ins eru því um 80 millj. kr. á
mánuði.
Risaskip fulltafbílum fyrirEimskip
Eimskipafélag íslands hefur nú 4 erlend skip í leigu og eitt íslenzkt auk 25 eigin skipa. Eitt erlenda
skipið, m.s. Stafford, kom til Reykjavíkur í gær með fullfermi af vörum frá Hamborg og Antwerpen.
m.a. landbúnaðartæki og gáma. Þá er væntanlegt stórt leiguskip á vegum Eimskips n.k. þriðjudag,
Alida Smits, með fullfermi af stykkjavöru frá Hamborg og Kaupmannahöfn. Myndirnar sýna hið
stóra skip, Stafford við bryggju í Reykjavík og inn í hluta bilageymslu skipsins.
Félagsdómur vísaði mál-
inu gegn farmönnum frá
vegna Bráðabirgðalaganna
— Vinnuveitendur áfrýja til Hæstaréttar
FÉLAGSDÓMUR vísaði í
gær írá málum þeim er
Vinnuveitendasambandið
og Vinnumálasamband
samvinnufélaganna höfð-
Bráðabirgða-
lögí dagum
lántöku vegna
orkuframkvæmda
FJÁRMÁLARÁÐHERRA mun í
dag fyrir hönd ríkissjóðs gefa út
bráðabirgðalög um 2.275 milljón
króna viðauka við fjárfestingar-
og lánsfjáráætlun fyrir 1979, en
fé þessu skal verja til aukinna
framkvæmda í orkumálum og
verður þess aflað með lántöku
erlendis.
Upphafleg samþykkt ríkis-
stjórnarinnar var um 2,6 millj-
arða króna viðauka, en þingflokk-
ur Alþýðuflokksins féllst ekki á
fyrirhugaðar boranir við Kröflu
og lækkar framkvæmdaáætlunin
um 325 milljónir króna þess
vegna.
e
uðu gegn Farmanna-
fiskimannasambandi
lands vegna yfirvinnu
banns farmanna.
Var málinu vísað frá
með atkvæðum þriggja
dómenda og sagði í niður-
stöðu þeirra að bráða-
birgðalög nr. 70/1979, sem
sett voru til lausnar í
farmannadeilunni skipi
málum á annan hátt en
gert sé í lögum um stéttar-
félög og vinnudeilur og
verði ekki hjá því komist að
líta svo á að Félagsdómur
eigi ekki úrskurðarvald um
ágreiningsefni málsins.
Minnihluti dómsins tveir
dómendur töldu að ákvæði
bráðabirgðalaganna stæðu
ekki í vegi fyrir því að
Félagsdómur leggði efnis-
dóm á málið og því bæri að
hrinda frávísunarkröfunni.
Bæði Vinnuveitendasam-
bandið og Vinnumála-
sambandið hafa ákveðið að
áfrýja þessum úrskurði til
Hæstaréttar.
Viðbrögð
umsækjenda
— við veitingu embættis yfirborgarfógeta
„Ekki rétt mat eða
á rökum reist”
segir forseti borgarstjómar um gagnrýni á veizlugleði
MORGUNBLAÐIÐ hafði í Kær
samhand við Sigurjón Péturs-
son forseta borgarstjórnar og
innti hann eftir áliti á þeirri
gagnrýni sem hann hefur orðið
fyrir að undanförnu fyrir
veizlugleði og tilstand f opin-
berum störfum sem forseti
borgarstjórnar, m.a. í heilsíðu-
viðtali í Þjóðviljanum þar sem
mátti sjá setningar eins og
þessar þar sem verið var að tala
um svik Alþýðubandalagsins
við „málstaðinn“: „Tökum til
dæmis hann Sigurjón. Að sjá
hann í laxinum — jesús minn.
Með vindil í trantinum, burg-
eisabros og veiðistöngina á
lofti,“ eða þar sem segir, „ég hef
satt að segja aldrei þolað snobb-
ara af neinu tagi.“
„Ég hef ekkert um þessi um-
mæli að segja," sagði Sigurjón,
„það er eitt af hlutverkum for-
seta borgarstjórnar nú, að koma
fram fyrir hönd borgarinnar. Ég
hef heyrt að veizlustand og
tilstand hafi aukizt, en það er
alrangt, það hefur jafnvel dregið
úr því. En eins og ég sagði er það
hlutverk forseta að taka á móti
gestum og sinna ýmsu í þeim
efnum og ég mun rækja það
hlutverk á meðan ég sit í emb-
ætti forseta."
Blm. Mbl. spurði forseta borg-
arstjórnar þá hvað honum
finndist um orðalag eins og
burgeisabros í hans garð.
„Mér finnst það ekki rétt mat
eða á rökum reist," svaraði
Sigurjón, „þetta burgeisahjal
svo ég er ekkert hörundsár yfir
því.“
SVO sem kunnugt er af fréttum
hefur Jón Skaftason verið skipað-
ur í embætti yfirborgarfógeta í
Reykjavík. í frétt í blaðinu í gær
kom fram að einn umsækjenda
um embættið, Unnsteinn Beck
borgarfógeti, mun segja starfi
sinu lausu í mótmælaskyni. Jón
Skaftason kom til landsins f gær
cftir nokkurra vikna dvöl erlend-
is og vildi að svo komnu máli
ekki tjá sig um embættisveiting-
una. Umsækjendur um stöðu yfir-
borgarfógetans voru alls sex og
fara viðbrögð annarra umsækj-
enda við embættisveitingunni hér
á eftir en Elías I. Elíasson bæjar-
fógeti sagðist ekki vilja tjá sig
um málið.
Ásberg Sigurðsson borgarfógeti
sagði að hann teldi að þarna hefði
verið gengið fram hjá hæfasta
umsækjandanum, Unnsteini Beck,
sem átt hefði skilyr^islausan em-
bættislegan rétt til starfans.
„Þessi embættisveiting er að mín-
um dómi frekleg valdníðsla, sem
ætti ekki að eiga sér stað," sagði
Ásberg.
Ásgeir Pétursson sýslumaður
sagði að pólitískar stöðuveitingar
hefðu vissulega lengi viðgengist
hérlendis. „Hér er bara gengið
lengra en menn eiga að venjast,"
sagði Ásgeir.
Guðmundur Vignir Jósefsson
gjaldheimtustjóri sagði að hann
hefði ekkert sérstakt um þessa
embættisveitingu að segja. „Hins
vegar tel ég að Jón Skaftason sé
fullfær um að gegna þessu em-
bætti og ég óska honum alls
velfarnaðar," sagði Guðmundur.
Benedikt í
Bandaríkjunum
BENEDIKT Gröndal utanrfkis-
ráðherra er nú í sumarleyfi og
dvelur í Bandaríkjunum, á heim-
ili tengdamóður sinnar. Ráðherr-
an er væntanlegur aftur til starfa
30. júli.
Hörður Helgason ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu sagði
Bandaríkjaferð utanríkisráðherra
einkaferð hans og myndi hann
ekki sinna opinberum erinda-
gjörðum vestanhafs í sumarleyf-
inu.