Morgunblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 Rætt við félagsmenn Septem-hópsins sem nú sýna á Kjarvais- stöðum Septem-hópurinn varð til árið 1974, þegar sjö mynd- listarmenn tóku sig saman og efndu til sýningar í Norræna húsinu. Það hefur örlað á þeim misskilningi að þessi hópur væri nokk- urskonar endurlífgun gömlu Septembersýningar- innar frá árinu 1947, en svo er ekki, þrátt fyrir það að kjarni hópsins er að nokkru sá sami. Margir af fyrri félögum eru látnir, einn fluttur úr landi, aðrir hafa bæst í hópinn. Einn úr Septcm-hópnum er Valtýr Pétursson og sagði hann ástæðuna fyrir þessu nafni vera að upphaflega hefðu þeir verið sjö, sem Sep- tem-hópinn stofnuðu, en síðan hefði einn bæst í hópinn svo nú væru þeir átta. Septem-hópurinn hefur haldið árlega sýningu í Norræna húsinu frá árinu 1974, auk þess sem tveir þekktir erlendir listamenn hafa tekið þátt í sýningum Sep- tem-hópsins sem gestir. Jh f í seinni tíð hallast að því fígúratíva“ „Astæðan fyrir því að við ákváðum að stofna nýjan Sep- tem-hóp var sú að okkur fannst ekki nógu mikil áhersla lögð á myndverkið," sagði Valtýr Péturs- son í viðtali við blaðamann Mbl. nú fyrir stuttu. Valtýr var þá, ásamt öðrum meðlimum Septem— hópsins, að leggja síðustu hönd á þá miklu vinnu, sem felst í því að opna listaverkasýningu. Valtýr hlaut menntun sína í Bandaríkjunum, Ítalíu og Frakk- landi og hefur hann tekið þátt í sýningum um langt árabil í flest- um löndum Evrópu og einnig hafa yerk hans verið sýnd í Kanada, Bandaríkjunum og Suður-Ame- ríku. Hefur hann haldið fjölmarg- ar einkasýningar, bæði hér á landi og erlendis. „Við vorum búin að halda lengi saman og vildum sýna, saman, og þess vegna ákváðum við að stofna nýjan Septem-hóp,“ sagði Valtýr ennfremur. Septem-hópurinn. Talið f.v. Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Valtýr Pétursson, Þorvaldur Skúlason og Steinþór Sigurðsson. Á myndina vantar Sigurjón Ólafsson og Karl Kvaran. Ljósm.: Kristinn. „ Við vildum halda hópinn...“ Guðmunda Andrésdóttir við myndina Vorblót, sem hún málaði fyrr á þessu ári. Valtýr Pétursson við mynd sína Gulu hnjúkarnir. „Þeir sem tilheyra Sep- tem-hópnum eru ásamt mér, Guð- munda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Sigurjón Ólafsson, Steinþór Sigurðsson og Þorvaldur Skúlason. Karl Kvaran er þó ekki með á þessari sýningu, þar sem hann er nýbúinn að halda stóra einkasýningu." „Mínar myndir hér á sýning- unni eru eingöngu unnar í olíu og eru mest landslagsmyndir og sjáv- armyndir, auk nokkurra abstrakt- sjóna,“ sagði Valtýr. „Enginn þessara mynda hafa verið á sýningu áður, og eru þetta allt nýjar myndir, sem ég hef lokið við á þessu ári. Allar myndirnar mínar hér á sýninguni eru til sölu.“ „í mörg ár hef ég lagt mesta áherslu á „nonfígúratívar" mynd- ir, en nú í seinni tíð hef ég meira hallast að því „fígúratíva", hvort sem það fer mér betur eða verr. Um það verða aðrir að dæma.“ „ Vinn þetta eins og hverja aðra vinnu“ Guðmunda Andrésdóttir stund- aði listnám í Svíþjóð og Frakk- landi og hefur hún haldið fimm einkasýningar í Reykjavík, auk þess sem hún hefur tekið þátt í sýningum á öllum Norðurlöndun- um, Bretlandi, Ítalíu, í Frakklandi og Bandaríkjunum. Öll verk Guðmundu á sýning- unni á Kjarvalsstöðum eru olíu- verk og flest unnin á þessu ári, en inni á milli eru þó eldri verk að sögn Guðmundu. „Þetta eru allt abstraktmyndir, sem ég sýni hér og eru þær allar til sölu,“ sagði Guðmunda. „Ég var með á síðustu sýningu gamla September-hópsins og hef verið með á öllum Septem-sýning- unum frá því þær byrjuðu árið 1974.“ Aðspurð sagði Guðmunda að hún liti á vinnu sína við málverkin eins og hverja aðra vinnu. „Myndirnar smámótast í hönd- unum á mér, en ég vinn oftast út frá ákveðnum hugmyndum, sem ég set mér áður en ég byrja. Hugmyndirnar þróast síðan smátt og smátt meðan ég mála, og oft vinn ég mjög þröngt, þ.e. ég tek fyrir ákveðin þemu, sem ég vinn í margar myndir og útfæri á mis- munandi hátt. Sumar myndirnar mínar eru því nokkuð líkar, því mér finnst mjög gaman að leika mér að formunum fram og aftur." „Myndirnar verða að túlka sig sjálfar“ „Hér á sýningunni eru mest nýjar myndir eftir mig,“ sagði Þorvaldur Skúlason, er blm. Mbl. sneri sér að honum. „Það kemur þó oft fyrir að mörg ár fari í að vinna eina mynd þótt margar taki nú styttri tíma.“ Þorvaldur stundaði listnám við Listaháskólann í Osló og síðan í París og dvaldist hann í mörg ár í París og Kaupmannahöfn. Hefur hann tekið þátt í sýningum á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.