Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979
15
Blaðamaðurinn gat ekki stillt sig um að kíkja niður um gat á bryggjugólfinu í Neskaupstað, þar sem strákarnir reyndu að húkka fisk úr mikilli
torfu smáufsa sem syntu um undir bryggjunni.
í gleði og sorg
Hér að framan hefur í örstuttu
máli verið rakin saga uppbyggingar
á Norðfirði og þá einkum í Neskaup-
stað. Hefur þar einkum verið stuðst
við vandað afmælisblað sem gefið
var út í tilefni hátíðahaldanna í
sumar, er minnst er 50 ára kaup-
staðarréttinda.
Vissulega hefur uppbyggingin
verið ör, og Neskaupstaður er blóm-
legt byggðarlag. En enginn skyldi þó
vera svo grunnhygginn að halda að
lífið hafi verið Norðfirðingum einn
eilífur dans á rósum. Norðfirðingar
hafa þurft að berjast fyrir tilveru
sinni, alveg eins og ekki síður en
íbúar annarra byggðarlaga á ís-
landi. Þar hafa skipts á gleði og
sorgir, og skipsskaðar, snjóflóð og
krepputímar hafa sett sitt mark á
mannlífið ekki síður en velgengnin.
Eðlilegt er hins vegar að heldur sé
horft til framtíðarinnar og ánægjul-
egra stunda minnst, þegar haldið er
upp á afmæli kaupstaðarréttind-
anna eins og gert var um síðustu
helgi.
- AH
Texti:
Anders Hansen
Myndir:
Ragnar Axelsson
framkvæmdum. Nýr Gagnfræða-
skóli var tekinn í notkun árið 1961
og Egilsbúð var tekin í notkun 1962.
Um svipað leyti er lögð vatnsveita
og byggður upp slippur og hafskipa-
bryggja. Þannig mætti lengi telja,
aðeins hefur verið stiklað á örfáum
atriðum úr uppbyggingarsögu Nes-
kaupstaðar, og raunar eiga flestir ef
ekki allir kaupstaðir á landinu sér
svipaða þróunarsögu. Merkisafmæli
eins og 50 ára afmæli kaupstaðar-
réttinda eru hins vegar vel til þess
fallin að rifja slíka sögu upp.
Neskaupstaður og
umheimurinn
Þrátt fyrir að Norðfjörður sé
stórt byggðarlag, og raunar það
fjölmennasta í Austurlandskjör-
dæmi, þá hafa samgöngur þangað
alla tíð verið nokkrum erfiðleikum
bundnar. En um leið og þær hafa
valdið vissum erfiðleikum, þá hafa
þær vafalaust átt sinn þátt í því
hvernig kaupstaðurinn hefur byggst
upp. I Neskaupstað er að finna
flesta þá þjónustuþætti sem ómiss-
andi eru taldir nú til dags, og einnig
eru Norðfirðingar sér að mestu
nægir hvað menningarmál og
heilsugæslu snertir. Einangrun
fjarðarins hefur því ef til vill bæði
kosti og galla fyrir mannlífið þegar
grannt er skoðað.
:
Þessi ungi Norðfirðingur lá á bryggjunni í Neskaupstað og reyndi að
fá einhvern ufsann til að bíta á hjá sér, er blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins voru á ferð eystra fyrir skömmu.
Ungir Norðfirðingar fara snemma að horfa til hafs eins og önnur
börn sem alast upp við sjávarsíðuna. Hér sjást nokkur sjómannsefni
toga trillu að hafnarbakkanum í Neskaupstað.
Áður fyrr lágu samgöngur til
annarra byggðarlaga einkum um
illfæra fjallvegi og torfær skörð. Nú
eru vegir greiðfærari en var um
aldir, og allgóðir fjallvegir liggja til
nærliggjandi byggðarlaga, svo sem
Mjóafjarðar, Eskifjarðar, Reyðar-
fjarðar og upp á Fljótsdalshérað til
Egilsstaða. Göng hafa jafnvel verið
grtfin í gegnum Oddsskarð. Þá eru
flugsamgöngur við Neskaupstað
einnig nokkuð tíðar, og þangað
koma einnig flutningaskip. Allar
þessar flutninga- og samgönguleiðir
eru þó mjög háðar veðri og vindum.
Snjór og þoka gera ferðamönnum á
landi og í lofti einatt erfitt fyrir,
enda er oft snjóþungt á Austfjörð-
um og Austfjarðaþokan er ekkert
lamb að leika sér við þegar hún er
hvað þéttust.
Um aldir var sjóvegur til annarra
byggðarlaga talinn lítt fær frá
Norðfirði, ef Mjóifjörður er und-
anskilinn. Straumrastir sunnan
Norðfjarðarhorns voru oft erfiðar,
jafnvel í blíðskaparveðri og logni.
Erfiðar samgöngur hafa því alltaf
fylgt því að búa á Norðfirði, og
sennilega er þeim þungbært að búa
þar sem ekki geta sætt sig við það.
Útgerð og fiskvinnsla er snar þáttur í daglegu lífi fólks á Neskaupstað. Hér sést lítil trilla koma að landi og í baksýn grillir í húsin í bænum í
þokunni.