Morgunblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 21 Einar Júlíusson: Kjörsókn í botnfisk Fiskimálastjóri Már Elísson hefur skrifað gagnrýni og spurn- ingar við viðtöl þau er birtust í Morgunblaðinu 23. júní við nokkra af fyrirlesurum á raðstefnu þeirri sem haldin var um fiskveiðilíkön á vegun reiknistofnunar Háskólans. Birtist grein Más undir fyrirsögn- inni „Forsendur vantar" þann 29. júní. Það er rétt að það vantar flest allar forsendur fyrir þeim niður- stöðum er þar voru ræddar, og þær tölur er þar birtust voru lítt skýrðar öðru vísi en að þær hefðu komið út úr tölvum. Eg er hins- vegar engan veginn sammála Má að lesendum og fyrirlesurum sé gerður bjarnargreiði með því að nokkrar af niðurstöðum þessarar ráðstefnu hafi verið kynntar al- menningi án þess að farið væri mikið í sjálfa útreikningana og forsendur þeirra. Ég tel eins og blaðamenn Morgunblaðsins hafa gert að vitneskja um þessa ráð- stefnu og helstu niðurstöður henn- ar eigi erindi til stærri hóps en þeirra sem aðstöðu hafa til að vega og meta niðurstöðurnar á fræðilegum grundvelli. Öllum sem áhuga hafa á að kynna sér betur þessi reiknilíkön skal bent á að erindi þessarar ráðstefnu verða gefin út í tímariti fiskifélags Islands, Ægi, á næstu mánuðum. Spurningar Más virðast flestar beinast að mínu líkani og enda þótt ég telji nú ekki að Morgun- blaðið sé heppilegasti vettvangur til umræðu á forsendum út- reikninganna, vil ég nota tækifær- ið og ræða betur nokkrar af forsendum reiknilíkans míns. Finnst mér að ýmsu leiti eðlilegra að taka spurningar Más fyrir í öfugri röð. Spurning: Hvernig skiptast, samkvæmt reiknilíkani, umrædd- ar 36 þú. rúmlestir á'milli stærð- ar- og veiðarfæraflokka skipa? í líkaninu er engin stærðar eða veiðarfæraskipting og því ekki gert upp á milli rúmlesta eftir því hvort þær eru í stórum togurum eða litlum bátum. Þær tölur sem ég hafði handbærar um sóknar- möguleika og útgerðarkostnað skipa voru þó flestar miðaðar við togveiðar, einkum með minni gerðinni af skuttogurum. Líkanið miðar því við togveiðar og án þess að hér sé mælt með einni veiðar- aðferð framyfir aðra, má svara spurningu Más sem svo: Fiski- skipaflotinn, þ.e. sá hluti hans sem er að botnfiskaveiðum ætti að jafngilda 80 skuttogurum af minni gerðinni eða 450 rúmlestir hver. Spurning: Er tekið tillit til samspils og samræmingar veiða og vinnslu að nútíma atvinnuhátt- um? Ég get varla sagt að ég skilji spurninguna. Það er ekki tekið neitt sérstakt tillit til samspils veiðar og vinnslu né samræmingar þeirra að nútíma atvinnuháttum og veit ég ekki hvernig ætti að koma því samspili inn í líkanið. Það er þó varla hægt að svara spurningunni neitandi. Ef við núverandi rekstur togaraflotans er tekið tillit til alls þessa þá verður svo áfram því í líkaninu er ekki gert ráð fyrir neinum grund- vallarbreytingum á rekstri flotans frá því sem nú er. Miðað er við kassaðan fisk. Spurning: Er gert ráð fyrir þeim stærðarauka skipa og kostnaði sem lagt hefur verið í til að bæta aðbúnað skipverja, íbúðir og vinnuaðstöðu, að ógleymdu öryggi og öryggisútbúnaði? Já, það er gert ráð fyrir að veiðarnar séu stundaðar með skuttogurun eins og þeir eru nú útbúnir. Spurning: Hver er mælieining 36 þúsund lesta fiskiskipastóls? Rúmlestatala skips er ekki fundin með sama hætti nú og t.d. 1950. Stærð skipastólsins er tekin úr hagskýrslum og er því notuð sama mælieining og þar. Geri ég fast- lega ráð fyrir að upplýsingar þær sem finna má í nýlegum hag- skýrslum um stærð fiskiskipaflot- ans fyrr á öldinni hafi verið samræmdar að þeim mælieining- um er nú giida, en annars skiptir það í sjálfu sér engu máli fyrir niðurstöður líkansins hvernig lestartala skipa var fundin árið 1950. Þessar spurningar Más eru nokkuð sérhæfðar en ætla má að grundvallarspurning hans sé miklu viðtækari, nefnilega hverjar eru allar þær forsendur sem reiknað er eftir í þessum fiskveiði- líkönum. Hér ver ég að mestu leyti að vísa til fyrirlestursins en vil þó reyna að ræða þetta aðeins nánar. Segja má að ein af grundvallar forsendum líkansins sé að aflinn sé jafn stofnstærð sinnum sókn. Ef fiskistofnarnir eru stærri þarf minni sókn til að gefa sama eða jafnvel meiri afla. Ef t.d. stofn- arnir stækka þrefalt má fá 50% meiri afla með helmingi minni sókn o.s.frv. Það sem skeð hefur er einmitt það,að fiskistofnarnir hafa minnkað vegna ofveiði. Er Sýslunefnd Strandasýslu álykt- ar um hagsmunamál sýslunnar Aðalfundur sýslunefndar Strandasýslu var haldinn í Hólmavík dagana 26. — 28. júní s.l. Auk venjulegra aðalfundar- starfa, svo sem afgreiðslu á reikn- ingum sýslusjóðs, sýsluvegasjóðs og sveitarsjóða, vegna liðins reikningsárs og gerð áætlana fyrir sýslusjóð og sýsluvegasjóð fyrir yfirstandandi reikningsár, var drepið á ýmis þýðingarmikil mál- efni, sem varða sýslubúa alla og gerðar um þau ályktanir. Þeirra helstar voru eftirfarandi: 1. Samgöngumál „Á liðnum árum hefur verið vaxandi áhugi fyrir akfærum vegi yfir Steingrímsfjarðarheiði til samgöngubóta, 1 bæði fyrir Strandamenn og byggðins við Isafjarðardjúp. Einnig myndi þá opnast æskileg leið fyrir ferða- menn, sem um Vestfirði vilja aka. Skorar því sýslufundurinn á þing- menn Vestfjarðakjördæmis og vegamálastjórn að koma sem fyrst í framkvæmd vegarlögn yfir áður- nefnda Steingrímsfjarðarheiði. — Samkvæmt þeim undirskriftalist- um, sem fram hafa komið úr Strandasýslu, Norður-Ísafj arðar- sýslu svo og Isafirði og Bolungar- vík, virðist vera mikil samstaða um framangreinda vegagerð, og ætti það að vera hvetjandi til djarflegra dáða fyrir alþingis- menn og aðra ráðamenn í sam- göngumálum að hrinda þessu í framkvæmd hið fyrsta." I framhaldi af framanrituðu vill fundurinn benda hæstvirtum al- þingismönnum á, að Stranda- mönnum var á sínum tíma skipað á bekk í Vestfjarðakjördæmi, ekki eftir eigin óskum, heldur af póli- tísku valdi alþingismanna. Því líta Strandamenn svo á, að alþingis- mönnum beri skylda til að skapa þeim aðstöðu til eðlilegra og sjálf- sagðra samskipta við aðra íbúa kjördæmisins, en til þess er vegar- samband grundvallarskilyrði. 2. Opinber þjónusta „Fundurinn minnir á fyrri sam- þykktir til umdæmisstjóra Pósts og síma í Vestfjarðaumdæmi um bætta öryggisþjónustu í sveitum sýslunnar. — Fundurinn bendir á, að í aukinni sjálfvirkni síma felst stóraukið öryggi, þá er og margs konar þjónustu, svo sem í verzlun, hjá sparisjóðum og sveitárstjórn- um, slíkt brýn nauðsyn, svo stand- ast megi þær fjölþættu kröfur sem til slíkra eru gerðar. — I Stranda- sýslu eru tvær sjálfvirkar sím- stöðvar fyrir hendi, sem þjónað gætu aukinni útfærslu á þessum vettvangi. Því skorar funduritin á viðkomandi yfirvöld að fram- kvæmdum hér að lútandi verði hraðað, enda í slíku fólgið ákveðið jafnrétti þegnanna og nánast sjálfsögð mannréttindi." „Fundurinn mótmælir harðlega því ófremdarástandi er nú ríkir í póstsamgöngum í miðhluta sýsl- unnar. Sem dæmi má nefna, að bréf til Borðeyrar póstlagt á Hólmavík fer fyrst til Reykjavík- ur og síðan til ákvörðunarstaðar. — Því krefst fundurinn þess, að vikulegar ferðir með póst milli Brúar og Hólmavíkur verði aftur upp teknar og þar með komið á eðlilegri dreifingu á svæðinu. — Fundurinn skorar á yfirvöld Pósts og síma að endurskipuleggja póst- ferðirnar í samráði við heima- menn.“ „Fundurinn minnir á, að enn geta ekki allir íbúar sýslunnar notið sjónvarps svo viðunandi sé og sumir alls ekki. — Skorar fundurinn því á þingmenn Vest- fjarðakjördæmis að vinna ötullega að úrbótum á því sviði hið allra fyrsta." 3. Heilbrigðismál „Sýslufundurinn ítrekar enn fyrri samþykktir um heilsugæslu- stöð í Hólmavík og lýsir óánægju sinni með að ekki skyldi fást fjármagn til framkvæmda á þessu ári. — Skorar fundurinn á þing- menn kjördæmisins að tryggja fjárveittnu til framkvæmda á árinu 1980.“ 4. Búnaðarmál „Fundurinn lýsir yfir stuðningi við ályktun síðasta Búnaðarþings, þar sem segir m.a. að sýslunefndir og bæjarstjórnir beiti sér fyrir því að árlega séu gerðar hreinsunar- herferðir í öllur sveitarfélögum til þess að fjarlægja af almannafæri gömul véla- og bílflök, sem víða blasa við sjónum vegfarenda, flestum til sárrar ömunar. — Þá verði einnig leitast við að koma á samstarfi um að hreinsa rusl af fjörum og eyða því. Jafnframt verði hertur áróður fyrir bætti umgengismenningu til lands og sjávar. — Fundurinn væntir þess að sveitarstjórnir bregðist vel við í þessu efni og skipuleggi hreinsun, hver á sínu svæði." Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir um að varnargirðingum úr Steingrímsfirði í Berufjörð og úr Bitrufirði í Gilsfjörð verði betur haldið við en gert hefur verið til þessa, enda séu þær gagnslausar nema fjárheldar séu og benti fundurinn á, að brýnt væri að ristarhlið yrði sett á þjóðveginn sunnar Bjarkarlundar. Fundurinn ítrekaði fyrri sam- þykktir sínar til landbúnaðar- ráðuneytis og yfirdýralæknis um ráðningu dýralæknis í héraðið, en þrjú ár eru nú liðin síðan Stranda- sýsla var gerð að sérstöku dýra- læknisumdæmi með lögum, en engin fjárveiting hefur fengist til þessa enn. Þá má að lokum geta þess, að fé var nú í fyrsta skipti veitt til undirbúningsframkvæmda við héraðsbókasafns, og einnig var rekstrarstyrkur til héraðsbóka- safnsins stórhækkaður. Einar Júlíusson sýnt á einni myndinni í Morgun- blaðinu hvernig hrygningarstofn þorsks hefur minnkað niður í 1/5 af því sem var á sjötta áratugnum og öllum er hollt að minnast hvernig síldarstofnarnir hrundu niður í nánast ekki neitt fyrir rúmum áratug og hafa þeir ekki náð sér síðan, þrátt fyrir mjög litla síldveiði. I öllum fiskveiðilíkönum er stofnstærðin reiknuð út við mis- munandi sókn og er hér ekki tækifærti til að fara út í þá reikninga eða þær forsendur sem að baki þeim liggja um hámarks stofnstærð, klakstærð, vaxtar- hraða, dánarstuðla, möskvastærð o.s.fr. en þess er rétt að geta að mínar tölur eru miðaðar við þorsk en klakstærðin stækkuð svo jafn- gildi öllum botnfiski. Á hinn bóginn vildi ég ræða lítillega aðra hlið málsins sem snýr meira að spurningum Más en það er sam- band fiskveiðiflota og sóknar. Það samband er í likaninu táknað með tveim parametrum eða forsendum sem teknir eru með sókn skipsins meðan það er að veiðum og sú veiðitöf sem aflinn veldur. Er reiknað með að sókn á rúmlest þ.e. fiskveiðidánartala sé 15 milljón- ustu hlutar þegar aflinn er enginn og minnki línulega niður í núll þegar ársaflinn er um 30 tonn í smálest. Það er því reiknað með að Þorkell Helgason: Þann 23. júni sl. birti Morgun- blaðið viðtal við þrjá af fyrirlesur- um á nýhaldinni ráðstefnu reikni- fræðistofu Raunvísindastofnunar háskólans um reiknilíkön á sviði fiskifræði. M.a. var þar viðtal við undirritaðan. Erindi okkar þre- menninga fjölluðu öll um hag- kvæma nýtingu botnfiskstofna, einkum þorsks. Már Elísson fiskimálastjóri rit- ar grein í Morgunblaðið þann 29. júní s.l. þar sem hann varpar fram nokkrum spurningum varðandi forsendur í útreikningum okkar þremenninga og bendir á að þær hafi ekki komið fram sem skyldi í viðtölunum. Fyrst er því til að svara að ætlunin er að tímaritið „Ægir“ birti í næstu tölublöðum flest erindanna, sem flutt voru á ráð- stefnunni, þ.a. ég á von á því, að þar komi fram svör m.a. við spurningum Más Elíssonar. í öðru lagi leyfi ég mér að benda á að reiknilíkön okkar þremenn- inga eru all ólík, þ.a. ekki er hægt að svara athugasemdum fiski- málastjóra fyrir öll líkönin í einu. Athugasemdir hans beinast reyndar allar að því atriði, „að unnt sé að minnka sóknina um 40—65%, jafnvel veiða um 700 þús. lestir botnlægra fiskitegunda með fiskiskipastól, sem telur 36 þús. rúmlestir" (tilvitnun í grein- fiskafli sem er jafnþungi skipsins valdi 12 daga veiðitöf. Tveggja parametra samband eins og þetta ætti (með réttum tölugildum) að gefa mjög góða niðurstöðu ef alltaf væri annaðhvort verið að veiða (þ.e. leita og toga) eða vinna annað við aflann (gera að, sigla, landa o.s.fr.). í því tilfelli mundi einnig aukinn afli á lest ekki krefjast meiri vinnuhraða í skipi eða við löndun. Hinsvegar er hér í raun ekki tekið tillit til þeirrar vinnu sem unnin er um leið og togað er, það er því mjög líklegt að aukinn afli á smálest útheimti stærri áhöfn á skipin en nú er og að sambandi sóknar og flota þyrfti að lýsa með fleiri parametrum en tveim ef vel ætti að vera. í líkaninu er reiknað með föstum rekstrarkostnaði á togara óháð afla. Sá kostnaður er að vísu reiknáður það hár (450 mill. kr. á ári) að litlu munar um laun nokkurra manna til eða frá, en hér mætti einnig betrumbæta líkanið með fleiri parametrum. Við kjörsókn væri afli hvers togara um 170 tonn á viku. Það er að sjálfsögðu mun meira (þrefalt) en nú er en þó ekki það mikið meira en getur fengist í góðum aflahrotum að ekki megi áætla með góðri nákvæmni hvernig rekstri slíks togara ætti að vera háttað, hverjar breytingar þyrfti að gera á mannafla hans og hvaða kostnaðarauka þessi aflaaukning mundi hafa í för með sér. Ég er ekki í vafa um að gera mætti nákvæmari úttekt á rekst- urshagkvæmni og sóknargetu hinna ýmsu fiskiskipa og veiðar- færaflokka en hér hefur verið gert. Með því að gera þá einnig góða úttekt á þeirri vinnu sem sjósóknin útheimtir mætti finna þetta mikilvæga samband sóknar og flota með meiri vissu en hér er áætlað. Mætti þá meta nákvæmar reksturskostnað skipanna og hvernig hann er háður aflanum. Að sjálfsögðu reynir enginn vís- indamaður að halda í neinar fors- endur nema þangað til aðrar réttari hafa fundist og höfuðkost- ur fiskveiðilíkananna er einmitt sá að það má á fljótan og einfald- an hátt reikna með mismunandi forsendum og parametrum. Þorkell Helgason ina). Svo að ég svari fyrir sjálfan mig, þá treysti ég mér ekki til að draga nema mjög grófa ályktun um æskilega stærð fiskiskipastólsins út frá niður- stöðum líkans míns um hagkvæma sókn og ræddi reyndar í lok umrædds viðtals um að nákvæm- ara líkan þyrfti til slíkrar spár. í slíku líkani um æskilega stærð og samsetningu fiskiskipastóls þarf m.a. að taka tillit til nútíma- krafna um aðbúnað og öryggi, eins og fiskimálastjóri bendir réttilega á. Að þess konar áætlunarlíkani þarf að vinna. Athugasemd vegna spurninga Más Elísson varðandi fiskveiðilíkön

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.