Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979
25
Langadalsströnd að Bæjum þar
sem þeir bíða með hesta sína til
morguns, að þeir flytja þá með
Djúpbátnum til ísafjarðar.
Mikinn áhuga kváðu þeir vera á
hestamennsku hér úti í sjávar-
þorpunum, en þröngt um vegna
landþrengsla, og ekki síður að
skilningur yfirvalda bæjarfélaga
mætti vera jákvæðari þeim til
handa er ánægju og yndi hefðu af
hinum göfugu samskiptum við
þarfasta þjóninn, þessa fögru og
traustu skepnu hestinn.
Isfirðingar og Hnífsdælingar
eiga nú um 60 reiðhesta, og
Bolvíkingar 40. Ekki slepptu þeir
hestum sínum af húsi og gjöf fyrr
en 15. júní s.l., enda fallegir
gripirnir og vel með farnir.
Hestamannafélag er starfandi
hér á Vestfjörðum er Stormur
heitir, og er umdæmi þess frá
Parðaströnd hér að Djúpi.
Vel báðu þeir félagar fyrir
þakkir til Djúpmanna fyrir góðar
móttökur, sem þeir hefðu hvar-
vetna fengið í ágætri og ánægju-
legri ferð.
Jens í Kaldalóni
an draum. Frelsið er orðið að
fjötrum sem hinir sömu sem bá-
súnuðu frelsið ráða ekkert við.
Þeir eru fjötraðir eitri á sál og
líkama og áfengissýkin hefir hel-
tekið þá og gröfin blasir við. Hvar
er þá frelsið sem var svo heilagt
að ekki mátti anda á? Já, þær eru
ekki veikar raddirnar um að bind-
indismönnum komi ekki við
hvernig menn fari með sín efni
eða heilsu. En þetta er bara ekki
svona einfalt, því að líferni þess-
ara nautnasjúku einstaklinga
kemur ekki litið við buddu bind-
indismanna þegar þarf að reisa
drykkjumannahæli og afvötnun-
arstofnanir í hrönnum með öllum
þeim kostnaði sem þeim fylgir. Á
hverjum degi mætum við eymd og
volæði þeirra sem hafa lotið
„frelsi“ eiturnautnanna. Það tekur
á mann að horfa upp á allt slíkt.
Það þarf meiri fræðslu, segir
afökunarröddin, og þó þurfa menn
ekki annað en að koma við á þeim
stofnunum fyrir drykkjusjúka
sem við verðum að greiða kostnað-
inn af, hlusta á andvörpin þar og
sögur um afvegaleidd líf, líf sem
áttu að blómstra í þágu hins besta
í landi voru en urðu baggi á
samferðamönnum. Alls staðar er
reynslan að fræða okkur og inn á
hvert heimili eru angar þessara
afvegaleiðandi strauma að berast.
Þjóðfélagið er flakandi í sárum
mitt í mikilli hagsæld.
Hlíf mót-
mælir
verð-
hækkunum
Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði hefur sent frá sér
ályktun þar sem varað er við og
mótmælt þeim gegndarlausu
verðhækkunum sem dynja yíir
daglega, eins og segir í ályktun-
inni, nú síðast umtalsverðar
hækkanir landbúnaðarafurða.
í ályktuninni sem samþykkt
var á fundi í stjórn og trúnaðar-
ráði Hlífar 4. júlí sl. er einnig
skorað á Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar að samþykkja ekki þær
gjaldskrárbreytingar á rafmagni,
sem fyrirhugaðar eru. „En í þeim
felast miklar hækkanir á raf-
magnsverði til heimilisnota, en
lækkanir á gjaldskrá rafmagns
til atvinnurekstrarins", segir í
ályktuninni.
Það er staðreynd að mesta
bylting til blessunarríks lífs yrði
ef menn vildu henda eiturefnun-
um, áfengi o.fl. fyrir borð. Þá
þyrfti ekki að tala um sveltandi
þjóðir og volaða einstaklinga. En
þá myndu nokkrir menn sem lifa á
eymd annara með sölu þessa varn-
ings missa spón úr sínum aski og
það vegur meira núna, því miður,
en farsæld heimsins. Og það er
hörmulegt til að vita að um leið og
sú staðreynd blasir við að þetta er
ægilegasta böl okkar þá skuli
heilir hópar hamast við að veita
þessum lindum út í þjóðlífið og
opna allar gáttir fyrir þeim fjötr-
um sem menn verja síðan ævi
sinni til að komast úr og flestir
gefast upp á miðri leið. Hvílíkt
myrkur og hvílíkt böl! Og svo eru
menn að tala um menningu, frelsi
og bjarta framtíð.
Hvenær mun okkar blessaða
þjóð vakna af þessum þyrnirósa-
svefni og segja þessum voða stríð
á hendur. Er ekki kominn tími til
þess að við íhugum í alvöru að ef
hér á að verða framtíð með gró-
andi þjóðlíf og þverrandi tár þá
verður áfengið og annað sem
ekkert gerir nema bölvun, and-
lega, líkamlega og fjárhagslega, að
víkja. Má framtíðin búast við
slíkum sinnaskiptum?
Árni Helgason
Stykkishólmi
hratt út í Stóra-Bretlandi og sjá
nú um einn þriðja af allri smásölu
á mat“.
I kaflanum „Snætt á breska
vísu“, kemst lesandinn að því að
— „Yfirleitt borðar fólk í Norð-
ur-Englandi meira en fólk í Suð-
ur-Englandi og Wales, en Skotar
borða minnst."
„Tjáningarástríða" nefnist kafli
um hvers konar listir. — „Bretar
eru frægastir fyrir list sína á
bókmenntasviðinu“.
Drottningaraðall Breta fær gott
rúm í bókinni.
Hér hefur aðeins verið drepið á
fátt eitt, en eins og allir vita gefur
það enga heildarmynd þegar lítið
er tekið upp úr bók í samhengis-
leysi.
I seinni hluta bókarinnar er
yfirlit um sögu, listir og efnahags-
líf. Þar er einnig að finna landa-
fræðilegt ágrip. Aftast eru tvö
kort af Bretlandi. Hagrænt og
eðlisrænt kort.
Bókin er skemmtileg aflestrar.
Lifandi texti gerir efnið áhuga-
Bðkmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
vekjandi. Þótt efni sé víða saman-
þjappað, er það að mínu mati
enginn ókostur, heldur leiðir beint
til þess að lesandi gerir sér far um
að kynnast landi og þjóð betur í
stærri bókum á breiðari vettvangi.
Mér þykir víst að bók eins og
þessi verði einkar kærkomin börn-
um og unglingum og raunar nauð-
synleg þeim sem eru í námi.
En hitt má minna á, að þeir sem
hafa þann hátt á að reita sér
saman í bókum, hingað og þangað,
fróðleika um lönd þau er þeir ætla
að gista í fyrsta sinn, geta hér
sparað sér tíma og fyrirhöfn í því
efni hvað Bretland snertir. í hinu
samanþjappaða efni er komið inn
á svo marga þætti lands og þjóðar
— forna og nýja — að sá er
rækilega kynnir sér verður býsna
vel að sér þar um.
Fáir una því að ganga á vit
annarrar þjóðar án þesss að hafa
áður aflað sér nokkurs fróðleiks
um hana og landið sem hún
byggir. Ferðapésar um land og
þjóð koma ekki í stað þessarar
bókar — hún hefur mikið upplýs-
ingagildi — en lítið auglýsinga-
gildi. Kærkomin er því bókin um
Bretland fleirum en skólafólki.
Bókin er fallega unnin. Myndir
gleðja auga á hverri síðu auk þess
sem þær undirstrika texta minnis-
atriðum til hjálpar.
Laukur í matinn
Það er aldrei alveg þrautalaust að skera lauk, oít grætir hann
okkur. Margir hafa bent á aðferðir til að halda tárunum ískef jum
á meðan á matseld stendur, ein slík er að láta laukinn liggja í
köldu vatni smástund, áður en byrjað er að skera hann. Lauklykt
(og önnur sterk matarlykt) hverfur af höndum við venjulegan
handþvott, ef að hendurnar eru nuddaðar með sítrónu áður en
matargerð hefst.
Laukbakstur
1 kg. laukur
1-2 msk. mjólk eða rjómabland,
2egg,
‘/2 tsk. hvítlaukssalt,
salt, pipar,
150 gr. rifinn ostur.
Hýðið tekið af lauknum og hann
soðinn, þar til hann er meyr,
vatnið látið drjúpa vel af. Síðan
er laukurinn brytjaður smátt og
blandað saman við hann mjólk,
þeyttum eggjum og kryddi. Látið
í smurt ofnfast fat, rifnum ost.i
stráð yfir, og bakað í ofninum í
25—30 mín.
Borið fram með kjöti. Ætlað
fyrir 4—6.
Lauksúpa
1 kg. laukur,
60 gr. smjörl.
2 matsk. jurtaolía,
60 gr. hveiti,
3 pelar af vatni,
2 lárviðarlauf,
'A tsk. múskat,
salt, pipar,
1 peli af mjólk,
ca. 1 dl. af rjóma,
persille.
Hýðið tekið af lauknum og hann
látinn sjóða í smjörlíkinu og
jurtaolíunni (ekki brúnast).
Hveitinu hrært út í og síðan
vatninu, suðan látin koma upp,
kryddinu bætt í. Súpan látin
krauma í potti með loki í ca. 1
klst., þá eru lárviðarlaufin síuð
frá, mjólk og rjóma bætt í og
súpan hituð, en má ekki sjóða.
Persille stráð yfir.
Ætlað fyrir 4—5.
Steiktir laukhringir
Hýðið tekið af lauknum og hann
skorinn ísneiðar, sem difið er í
mjólk og síðan í hveiti með
kryddi í.
Djúpsteikt í feiti, þarf að bera
fram um leið.
Lauk-„Ragout“
500—700 gr. litlir laukar,
60 gr. smjörlíki,
30 gr. hveiti,
l—l'Æ dl. af kjötkrafti,
eða vatni og súputeningum,
1 ds. niðursoðnir tómatar,
!4 tsk. negull,
% tsk. kanill,
2 lárviðarlauf,
salt, pipar.
Laukurinn steiktur heill, hveiti
hrært út í pönnuna, kjötkraftin-
um hrært varlega saman við,
síðan tómötunum og kryddinu.
Látið sjóða í lokuðum potti í ca.
1 klst. eða þangað til laukurinn
er meyr en heillegur. Það má
bæta dál. vatni á, ef þurfa þykir.
Borið fram með kjöti. Ætlað
fyrir 6 manns.
Vaskurinn í eldhúsinu
Þaö er ýmislegt, sem
kemst í snertingu við
vaskinn í eldhúsinu, eins
og kunnugt er.
Þar eru
handleikin matvæli alls-
konar, kjöt, fiskur, græn-
meti og ávextir, þar eru
þvegin matarílát og borð-
klúturinn undinn.
Þarf ekki að orðlengja
það, að nauðsyn er að
gæta fyllsta hreinlætis, og
um leið og uppþvotta-
burstinn og borðklúturinn
eru lagðir í klór, er tilval-
ið að bella klórnum líka í
vaskinn og niðurfallið, og
skola svo með sjóðandi
vatni á eftir.
Avextir
í ábœli
Fátt er bctra. en að enda góða
máltíð með ávöxtum. ferskum eða
niðursoðnum. Öll ávaxtasalöt eru
góð. og ákaflega Ijúffcngt að
blanda saman nýjum ávöxtum og
niðursoðnum. Má vart á milli sjá
hvort faiiegra er að bera slík
salöt fram í stórum skálum eða í
gliisum. Einnig má bera fram
ávaxtasalat í herkinum af hálfri
appelsínu eða grape. eða í mclónu.
sem aldinkjötið hefur verið skafið
úr og hlandað saman við ávextina.
Citrus-salat
2 grape- ávextir, — 2 appelsínur,
— 2 mandarínur, — 1—2 matsk.
sykur.
Ávextirnir skornir í litla bita,
lagðir í skál, sykri stráð á hvert
lag. Salatið á að vera kalt og borið
fram með þeyttum rjóma með
örlitlum flórsykri í.
Blandað ávaxtasalat
2 grapeávextir, — 1 epli, — 125
gr. vínber, — 1 ds. niðursoðnar
mandarínur, — dál. s.vkur, hnetu-
kjarnar.
Ávextirnir skornir í bita, vínber-
in í tvennt og steinarnir teknir úr.
Látið í skál. sykri stráð yfir, kælt í
ca. 'h klst. Brytjuðum hnetum
stráð yfir um leið og borið er fram.
Appelsínuábætir
Það þarf að minnsta kosti eina
appelsínu á mann, en þær eru
skornar í litla bita, lagt í skál og
sykri stráð yfir hvert lag. Skálin
sett á kaldan stað smástund.
Þeyttur rjómi settur yfir.
Ávaxtasalat með eggjum
1 egg, eða 2 eggjarauöur, — 1
matsk. sykur, — 1 sítróna, — 2
epli, — 2 appelsínur — nokkrar
móndlur, — ea. 1 peli rjóma.
Avextirnir skornir smátt, einnig
rúsinurnar, sítrónusafanum
dreypt yfir. Eggið þeytt með sykr-
inum, þar í blandað ávöxtunum og
brytjuðum möndlunum. Að síðustu
er þeyttum rjómanum blandað
saman við.
Banana- vínberja salat
4 bananar, 200 gr. vínber, 2 dl. af
rjóma, 3 tsk. sykur, 2 tsk. af
kaffidufti, 2 tesk. af kakódufti.
Banarnir skornir smátt, vínber-
in skorin í tvennt og kjarnarnir
teknir úr. Þeyttur rjómi bragð-
bættur með sykri, kaffi- og kakó-
dufti. Ávöxtunum blandað í. Ætlað
fyrir fjóra.
Salat úr nýjum og
niðursoðnum ávöxtum
Smátt brytjaðir ávextir, epli,
appelsínur og bananar settir í skál,
santan við er blandað t.d. lítilli dós
af „Fruit coctail“ eða jarðaberjum.
Drýgra er að blanda þeyttum
rjóma saman við ávextina en að
bera hann fram sér.