Morgunblaðið - 11.07.1979, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979
+
Eiginkona mín
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
frá Mel
veröur jarösungin frá Reynistaöarkrikju laugardaginn 14. júlí kl. 2.
Jón E. Jónasson
+ Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
STEFÁN GESTSSON,
bifreiöarstjóri,
Safamýri 33,
veröur jarösunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 2.
Þóranna Valdimarsdóttir Guórún Stefánsdóttir ArnÞrúóur Stefánsdóttir Hanna Stefánsdóttir Gunnar Þór Stefánsson og barnabörn Felix Jóhannesson Kristján Birgisson Jón Hallgrímsson
Faöir okkar og tengdafaöir,
SIGHVATUR ANDRÉSSON
frá Hemlu
fyrrum bóndi á Ragnheiöarstööum
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn, 13. júlí, kl.
10.30.
Börn og tengdabörn
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, fósturfaöir, tengdafaöir og afi
MARINÓ GUÐJÓNSSON
Þykkvabæ17
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. júlí 1979
kl. 10.30. Þeim , sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á
aö láta líknarstofnanir njóta þess.
Guörún H. Theódórsdóttir
Theódór S. Marinósson, Magdalena Eliasdóttir,
Kristrún Marinósdóttir, Ingi Garöar Sígurösson,
Asta Maria Marinósdóttir, Bjarni J.Ó. Ágústsson,
Anna Lóa Marinósdóttir, Pálmi Sigurösson,
Gunnbjörn Marinósson, Sigrún Baldursdóttir,
Málfríóur Guömundsdóttir, Geir Herbertsson,
og barnabörn
+
Alúöarþakkir færum viö öllum, sem sýnt hafa hlýhug viö andlát
GUDJÓNS PÉTURSSONAR
húsgagnasmíöameistara
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki E-deildar Borgarspítal-
ans og Heilsuverndarstöövarinnar. Jaröarförin hefur fariö fram.
Sigurbjörg Jónsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu samúö og vinarhug
við andlát og útför eiginkonu minnar
FRIORIKKU JONSDÓTTUR
Selvogsgrunni 26
Sérstakar þakkir færi ég Slysavarnafélagi íslands og starfsfólki
þess, konum úr kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík og
kvenfélaginu Aldan.
Fyrir mína hönd og aöstandenda ingólfur Þóröarson
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir sýnda vináttu og tryggö við andlát
og útför
BJÖRNS GUDMUNDSSONAR
Heilbrigðisfulltrúa,
Holtagötu 4, Akureyri.
Ragnheiöur Brynjólfsdóttir,
dætur, tengdasynir og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
KÁRA SUMARLIÐASONAR
Hólmavík
Helga Jasonardóttir
Jóhann Kárason
Maríus Kárason
Guörún Káradóttir
Ástríður Káradóttír
Jakobína Guömundsdóttir
og barnabörn.
Ragnheiöur Guöbjartsdóttir
Kristbjörg Jónsdóttir
Árni Ingimundarson
Sveinn Sighvatsson
Konráö Eggertsson
Gylfi Kristinn Guð-
laugsson -Minning
F. 17. des. 1954.
D. 25. júní 1979.
Að morgni dags hinn 26. júní
fengum við hjónin þá þungu fregn,
að bróðursonur minn, Gylfi Krist-
inn Guðlaugsson, hefði látist í
blóma lífsins kvöldið áður, en við
vorum þá stödd erlendis. Elskuleg
kona flutti okkur þessa sorgar-
fregn en hún er búsett þar í landi.
Margs er að minnast frá liðnum
árum, margra gleði- og ánægju-
stunda í fjölskyldunni, en ekki
verða tíundaðar hér. Lífshlaup
Gylfa frænda míns var stutt,
aðeins 24 ár.
Fæðast, lifa mismunandi lengi
og deyja er hlutskipti allra og því
lífsins saga. Samt er maður aldrei
viðbúinn að taka dauðanum og
allra síst þegar um er að ræða,
sem hér var, mann á unga aldri.
Gylfi frændi var einn af þeim
elskulegu ungmennum, sem fór
svo hljóðlega um, að hann truflaði
enga og gekk aldrei á annarra hlut
viljandi en hafði næman skilning
á öllu fögru í litum og tónum, og
fátt virtist mér fara fram hjá
honum, er rætt var um listir.
Einnig þegar var rætt um landsins
gagn og nauðsynjar. Fátt lagði
hann til að jafnaði, en löngu
seinna gat maður orðið þess var,
að allt festist í minni hans er að
gagni mátti koma, og hann taldi
þess virði að geyma í hug sínum.
Þannig var að við bræður eign-
uöumst báðir syni á sama tíma,
áttum því jafnaldra þó ein vika
skildi þar á milli. Það átti fyrir
Minning:
Fæddur 10. júní 1911
Dáinn 21. júní 1979
Þegar okkur hjónum og börnum
okkar fimm barst skeyti að heim-
an þess efnis að Jói væri dáinn,
setti alla hljóða.
Erfitt var að trúa því að þessi
trausti góði frændi væri dáinn,
hann sem var svo sjálfsagður í
tilveru okkar.
Langar mig að minnast Jóhanns
örfáum fátæklegum orðum, sem
aldrei geta þó náð að lýsa mann-
kostum hans né þeirri hlýju og því
trausti sem ég og fjölskylda mín
urðum aðnjótandi á heimili hans
og utan þess.
Ekki var þáttur konu hans
Rebekku Guðmundsdóttur minni í
þeim málum, enda óhugsandi að
nefna nafn annars þeirra án þess
að hitt fylgdi með, er það líka
bezta lýsingin á sambúð þeirra,
svo samrýmd voru þau og var
Bebba stoð hans og stytta í hans
erfiðu veikindum þar til yfir lauk.
þeim að liggja jafnöldrunum
Gylfa og Gunnari að dvelja mörg
sumur í sveit hjá góðri systur
okkar, Haildóru, og hennar ágæta
manni Jóni Þórissyni, sem búa í
Reykholti í Borgarfirði. Frá þess-
um sumrum áttu þeir áreiðanlega
góðar og yndislegar minningar,
bæði í leik og svo starfi á milli.
Mér fannst, að hjá Dóru og Nonna,
eins og fjölskyldan nefnir þau,
hafi þessir ungu drengir báðir um
skeið átt sitt annað heimili og þá
ekki í kot vísað. Hjá öllu því góða
fólki sem byggir Reykholtsdal,
virðist mér ætíð ríkja góður andi
og samhjálp milli ungra og ald-
inna.
Árin liðu fram og Gylfi óx úr
grasi. Skólaganga hófst og allt
sem henni fylgir, nýir vinir og
kunningjar, ný áhugamál og dag-
ur oft of stuttur til að framkvæma
Fyrstu kynni mín af Jóhanni og
konu hans urðu þegar ég kynntist
eiginkonu minni Huldu Bjarna-
dóttur bróðurdóttur hans.
í fyrstu fannst mér Jóhann
allt sem hugurinn girntist og
brjóta til mergjar.
Síðan er komið var yfir ferm-
ingu fór Gylfi sem önnur ung-
menni að leita sér að sumarvinnu,
tvö sumur vann hann hér í
Grindavík í fiski og því sem til
féll, og dugði hann með ágætum til
slíkrar vinnu og sagði verkstjór-
inn við mig „Einstaklega er þessi
frændi þinn ljúfur í umgengni og
þægilegur og jafnframt duglegur,
sama hvað hann er beðinn að gera.
Það getur þú sagt foreldrum
hans.“ Þetta þótti mér vænt um.
Þegar frí var frá störfum og um
helgar kom Gylfi oft heim til
okkar. Tókumst við þá oft á í
gamni, ég gamli frændi, hann
unglingur á öru þroskaskeiði.
Fann ég þá glöggt hve líkamlegur
styrkur hans óx með viku hverri.
Þessar ánægjustundir liðu sem
aðrar. Skólaganga hélt áfram og
önnur störf tóku við á sumrin.
Alls staðar sem hann fór um
virtist mér hann hafa skilið gott
eitt eftir og ávallt eignast góða og
trausta vini.
Nú þegar Gylfi frændi er allur
og kemur ekki aftur, þá viljum við
föðursystkin hans og okkar fjöl-
skyldur allar, óska honum góðrar
heimkomu til Guðs, því við trúum
því öll að þessi indæli drengur
með sitt yfirlætislausa en fallega
bros, og ávallt hinn einlægi hlust-
andi og áhorfandi, sem hann ætíð
var, sé þar vel geymdur til eilífðar.
Okkar ósk er sú, að góður Guð
styrki foreldra hans, bræður,
mágkonu, bróðurson og aldraða
ömmu ásamt öðrum aðstandend-
um í þeirra stóru sorg og að þeim
sé huggun í að vita að hér fór
góður drengur, sem ekki mátti
vamm sitt vita í neinu.
í Guðsfriði Gylfi frændi.
Grindavík, 4. júlí 1979,
Tómas Þorvaldsson.
frekar seintekinn eins og títt er
um fáláta og trausta menn. En
eftir að ég fór að kynnast honum
betur fann ég hvaða mann hann
hafði að geyma. Hann var sú
manngerð sem sagði lítið, en
framkvæmdi því meira — lét
verkin tala.
Sem dæmi vil ég geta þess að
þegar eiginkona mín missti for-
eldra sína þegar hún var 14 og 15
ára gömul, þá tók Jóhann fulla
ábyrgð á henni og bróður hennar
Emil, meðan þau voru að yfir-
vinna foreldramissinn.
Þykir mér sérstök ástæða að
geta þess að Rebekka kona Jó-
hanns átti sinn þátt í því, en eins
og áður segir voru þau sérstaklega
samrýnd.
Vegna framangreindra góðra
kynna þykir mér og fjölskyldu
minni, sem nú er búsett og stödd
erlendis, sérstaklega sárt að geta
ekki verið við útför hans. Einnig
þykir okkur hjónum leitt að hafa
ekki getað verið nærri honum hina
síðustu mánuði.
Að lokum flyt ég Bebbu minni,
Ingibjörgu, Ragnheiði og Ollý, svo
og öllum öðrum aðstandendum,
okkar innilegustu
samuðarkveðjur.
Kaupmannahöfn,
25. júní 1979.
K. H. Björnsson
Jóhann Þorsteins-
son málarameistari
Ný bók frjálshyggjuhugsuðar
í síðasta mánuði kom út á
ensku bókin A Defense of
Decadent Europe eftir kunn-
asta stjórnfræðing og frjáls-
hyggjuhugsuð Frakka, Ray-
mond Aron, prófessor og
dálkahöfund í L’Express. Hann
skrifaði hana fyrir frönsku
þingkosningarnar í marz 1978
til þess að minna landa sína á
nokkrar staðreyndir alþjóða-
stjórnmála, og var nafn hennar
á frönsku „Plaidoyer pour
l’Europe decadente". í bókinni,
sem mjög hefur verið rædd, ber
hann saman lífskjör á Vestur-
Raymond Aron
löndum og í sósíalistaríkjunum
og deilir á vestræna sósíalista
fyrir draumóra þeirra. í grein
eftir Hannes H. Gissurarson
um bókina í Morgunblaðinu 18.
marz á síðasta ári segir, að
Aron greini „af rökvísi og
óvenjulegri yfirsýn kosti
Frakka og annarra Norður-
álfubúa". Pöntunarþjónusta
Félags frjálshyggjumanna
(Skafti Harðarson, síma 26665)
útvegar hana félagsmönnum
eins og aðrar útlendar bækur,
nýjar og gamlar, sem samdar
eru í anda frjálshyggjunnar.