Morgunblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.07.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 27 Heimsókn í hænsna- sláturhús m Unnið við pökkun og frágang. *% f Tekið innanúr kjúklingunum við fœribandið. NEYSLA á alifuglakjöti, einkum kjúklingum, hefur mjög aukist á sfðustu árum. Stór bú hafa risið upp sem sérhæfa sig í framleiðslu kjúklinga, aðrir hafa þessa framleiðslu sem hliðarbúgrein með öðrum búskap. Slátrun á fuglunum fer nú orðið fram i sérstökum sláturhúsum. Vigtað í kassa sem síðan fara í frystiklefann. Við litum inn í eitt slíkt hús á dögunum, að Miðfeili í Hruna- mannahreppi. Andrés B. Helga- son sagðist hafa byrjað að ala upp kjúklinga til slátrunar árið 1960, og slátraði þeim við fremur erfiðar aðstæður. „Það var Jakob Hansen á Öxnalæk í Ölfusi sem kom mér af stað með þetta, en hann var þá með töluverða ali- fuglarækt. Þetta smá jókst hjá mér og árið 1968 byggði ég þetta sláturhús og keypti danskar vélar í það. Ég hafði þá áður dvalið um tíma í Þýskalandi og kynnt mér starfsemina og véla- kost í slíkum húsum. Ég fór þá fijótlega að slátra fyrir aðra auk þess sem ég framleiddi sjálfur. Þessi starfsemi hefur svo aukist ár frá ári.“ Þá sagði Andrés að það hefði verið ætlun sín að koma upp lítilli verksmiðju sem ynni mjöl úr sláturúrganginum. „Honum er ölium fleygt hér eins og við flest sláturhús landsins. Það er hræðilegt að sjá hvernig þessum afurðum er öllum hent í stað þess að unnið sé úr þeim verð- mætt mjöl. Ráðamenn bankanna virðast hafa lítinn skilning á þessum málum þó ég hafi sýnt þeim fram á hagkvæmni slíkrar verksmiðju. Ég flutti á tímabili innyfli úr kjúklingunum norður á Sauðárkrók í minkabúið þar. Setti þetta í lokaðar tunnur og blandaði með maurasýru. Það er úrvals minkafóður. Um áramótið 1977—1978 urðu ýmsir örðugleikar þess valdandi að ég ákvað að hætta þessum rekstri. Seldi þá vélarnar en leigi húsið tveim ungum mönnum sem eru með mikla kjúklingaframleiðslu, þeim Ingvari Guðmundsyni í Miðfelli og Ásgeiri Eiríkssyni Klettum. Nú tala margir ráða- menn um aukabúgreinar í land- búnaðinum og eflingu iðnaðar og úrvinnslu afurðanna í sveitun- um. Þetta litla sláturhús er dæmi um slíkt. Hér vinna 10—12 manns að jafnaði, fullan vinnu- dag 5 daga vikunnar og stundum lengur. Stuðningur stjórnvalda við svona starfsemi virðist þó mestur vera í nösunum á þeim. í stórum dráttum fer þessi slátrun þannig fram, að fuglarn- ir sem koma í sérstökum köss- um, til hússins eru teknir og, hengdir upp á fótunum í klemm- ur á færibandi. Hverfa síðan á sekúndubroti inn í eilífðina með því að verða höfðinu styttri. Eftir að blætt er úr þeim fara fuglarnir í gegnum ker þar sem þeir kalónast í 58 gráðu heitu vatni, síðan gegnum reytara, svíðara, innanúrtöku, lappa- skera, skolun og kælingu. Éftir að sigið er af þeim vatnið fara þeir í pökkun og hafna að lokum í frystiklefanum. Ingvar Guðmundsson sagði að þessar vélar gætu afkastað 300—400 fuglum á klukkustund, ef þær væru keyrðar á fullu, en það væri aldrei gert, til þess þyrfti meiri mannskap. Dagslátrunin hjá þeim væri um 1200—1500 fuglar. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu slátrað fyrir 25—30 aðila á sl. ári en aðallega væri þetta frá þremur stórum búum. Þá sagði hann að ekki virtist vera offramleiðsla á kjúklingum eins og er. Myndir og texti Sig. Sigm. Sigurður Jóhann Kristjánsson: Gufunes og hrossin mörgu Vegna atburða sem gerst hafa á höfuðborgarsvæðinu um blessuð hrossin hans Þorgeirs hrossa- bónda Jónssonar að býlinu Gufu- nesi, þá langar mig að koma smá atriðum að, athugasemdum og leiðréttingum. Ég hef átt drjúgan þátt í því að flæma hross Þorgeirs hrossabónda úr Reykjavíkurborg, eða með öðrum orðum úr ógirtum löndum borgarinnar, sem hann telur sig hafa óskert umráð yfir sem hagagöngu fyrir hross sín og annarra. Ég vil hefja grein mína í fram- haldi af því sem komið er, með því að vekja athygli á því að Þorgeir hrossabóndi, hefur fengið ítrekað- ar kærur á sig vegna ágangs hrossa þeirra er í hans umsjá eru og lausagang þeirra. Af borgaryf- irvöldum hefur hann leyfi fyrir 50 hrossum og ekki einu þar umfram, kasti meri hjá honum, eða taki hann hross í geymslu fyrir ein- hverja, verður hann að sjálfsögðu að losa sig við eitthvað af hrossum í staðinn, það segir sig sjálft, hámarkstalan er 50. Ég man þá tíð að á gömlu jörðinni Gufunes bjó bóndi er Þorgeir hét Jónsson, og þar sem gamli bærinn stóð stendur nú verksmiðja allmikil er framleiðir jarðargræðir. Ríkisvaldið keypti fyrir hart nær 30 árum hluta jarðarinnar og Reykjavíkurborg hinn hlutann með einhverjum kvöðum eins og gerist og gengur þegar slík viðskipti fara fram. Reykjavíkurborg, kannski með íhlutun ríkisvaldsins, byggir yfir hrossabóndann Þorgeir sennilega nokkuð í útjaðri gömlu jarðarinn- ar, og þar má hann búa með sín hross meðan hann lifir, en að afkomendur hans megi taka síðan við er ég efins í, nú eins er með hrossin. Niðursetning var ekki hægt að gera Þorgeir bónda að, svo eitthvað varð að gera og niðurstaðan sennilega þessi. Að halda því fram að Reykjavík sé eitthvert beitiland fyrir hross er algjör fjarstæða og þar er engin undantekning. Hugsið ykkur garð- ana við Sunnuveg, Laugarásveg, Laufásveg og fleiri húsagarða, Hljómskálagarðinn, Miklatúnið og ef opið væri inn á Kjarvalsstaði, blómamyndirnar. Nei þessari vit- leysu verður að linna og Þorgeir hrossabóndi verður að setja hross- in sín á haga utan Reykjavíkur einsog aðrir hestamenn gera. Ég veit að hestamannafélagið Fákur hefur hagagöngu fyrir sín hross að hluta í Geldinganesi sem telst til borgarinnar, en þegar farið verður að byggja þarna þá verða þeir auðvitað að hverfa og það veit ég þeir skilja. Með þráa þínum og augljósu áhugaleysi með hrossum þínum og þeim sem þú tekur í gæslu, óðu hross þessi yfir óhrekjanlega garðlönd Reykvík- inga, og mikið er sjón þín döpur Þorgeir þegar þú fullyrðir fyrir almenning að eitt hrossa þinna hafi aðeins traðkað út eitt kartöflubeð, sem og sjá megi á mynd. Það vill nú svo vel til að það eru til myndir af öllum garðinum sem sýna hvar hross þín fóru, en þess fyrir utan er matsmaður búinn að koma og meta skemmd- irnar. Nú talið var að ekki borgaði sig að gera við skemmdirnar eftir hrossin þar eð það myndi raska öðru jafnvægi í görðunum svo taka þyrfti allt upp og sá að nýju. Bera tjónþolar enga ábyrgð á þessum ágangi hrossanna og situr Þorgeir hrossabóndi þar einn til borðs. Hross voru tekin til fanga og höfð sem gísl éf svo má að orði komast, og eigi sleppt fyrr en Þorgeir hrossabóndi lofaði í votta Byggingaframkvæmdir við lækna- og tannlæknadeild Háskóla íslands fyrir austan Umferðarmið- stöðina hefjast af fullúm krafti seinni hluta sumars, en um þessar mundir er verið að kanna tilboð í verkið. viðurvist að bæta allt það tjón er hlotnast hafði af hrossum þessum. Hús þau sem til umræðu eru standa við Gufunesveg og hafa númerin 1, 2, 3, 4. Ég nefni þetta svona til áréttingar fyrir ókunn- uga þessu máli. A meðan á fanga- vist hrossanna stóð, kom gustmik- ill ungur maður með írafári miklu og valdsmannssvip og ruddist inná lóðir íbúanna ásamt meðhjálpara og spurði hver tæki sér svo mikið alvald í hendur að halda hrossum þessum innan girðingar hér, og skyldu íbúar sleppa þeim hið bráðasta því hér færi yfirvald eitt mikið er nefndist vörslumaður borgarlandsins, og sendur hér af sér æðri mönnum, sem haft höfðu samband við hann af tveim stöð- um, minna mátti það nú ekki vera. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta annað en það að, lög- valdið kannaðist ekkert við þenn- Búið er að steypa plötu alls húss- ins, en fyrst verður byggður mið- hluti hússins á plötunni fyrir lækna- deild sem verður með mestan hluta byggingarinnar og tannlæknadeild. Miðað er við að miðhlutanum verði an dánumann, hvað þá að hafa sent hann, svo augsýnilegt er að maður þessi hefur villt á sér heimildir, og er það að lögum hegningarvert, svo þung refsing liggur fyrir, og lögum samkvæmt er meðhjálpari hans meðsekur honum. Vita íbúar húsanna að Gufunesvegi mjög vel deili á mönnum þessum. Róttækar aðgerðir þarf við allt, og sannast að lítið er gert fyrr en alþjóð veit. Sendir hafa verið menn að reka niður staura svo er Reykjavíkurborg fyrir að þakka, hvað gert verður meira veit maður ekki fyrr en allt er komið. En gamanið er ekki búið, eða alvaran öllu heldur. Sjáið til suwrin eru þvi miður alltof stutt hjá okkur hér á þessu ísaköldulandi, og snjór það mikill að girðingar fenna í kaf að vetrum svo langtímum saman, þá vilja íbúar téðra húsa vera líka laus við hrossin. Það er leiðinlegt til þess að vita að hross þessi skuli vera einsog umrenningar og leita á önnur mið en heimamiðin í matarleit, róti uppúr ruslatunnum húsanna og krafsi í freðna jörð, sem er ekki einu sinni beitiland. Sigurður Jóhann Kristjánsson 7882-3992 skilað eftir um það bil tvö ár með einangrun og hita, en hér er um 5 hæða hús að ræða með jarðhæð sem er niðurgrafin. Síðan verður tekið tíl við byggingu suðurenda, en norður- endi mun bíða óákveðið. Háskóli íslands: Bygging lækna- og tannlæknadeildar á skrið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.