Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 37 sjónvarpsávarpi um nýja stefnu í orkumálum, en sú ákvörðun forsetans vakti mikla athygli og vangaveltur bæði hjá helztu ráðgjöfum hans og svo og hjá leikum. Henni fannst ekkert bitastætt vera í ræðu þeirri sem ræðuritarar forsetans höfðu samið fyrir hann. „Hvað er nýtt í þessu?" sagði hún við Carter er hún hafði lesið uppkast ræðunn- ar. „Hér eru aðeins enn einar áætlanirnar og tillögurnar, og efast ég um að einn einasti maður veiti þessu athygli." Kunnugir segja að Rosalynn hefði gert sér betur grein fyrir því en nokkur annar að þjóðin beið ræðu Carters í ofvæni. Hún hefði hvatt forsetann til að færa sér þessa eftirvæntingu virki- lega í nyt og nota tækifærið sér til framdráttar. Rosalynn var Carter mikil hjálparhella í Camp David, en þar dvaldist forsetinn í 12 daga. Hún stjórnaði oft viðræðum Carters við ýmsa ráðgjafa og sá oft um spurningarnar. Hún tók virkan þátt í öllum fundum Carters í Camp David og kvað mikið að henni á sumum þeirra. Við þessi tækifæri fór hún óspart út í mannjöfnuð og lét persónulegar tilfinningar sig litiu varða, en það hefur þótt veikleiki forsetans hversu til- finningasamur hann væri. Og það var Rosalynn sem hvatti forsetann til að segja upp ýmsum ráðgjafa sinna og ráð- herra. En sagt er að hún hafi verið andsnúin þeim viðamiklu breytingum sem Carter gerði á stjórninni, og hefur forsetinn sagt að ef til vill hafi honum orðið á mistök í þessum efnum. Þegar ljóst var þó hvert stefndi hvatti Rosalynn forsetann til að ganga fram af röggsemi og tvínóna ekkert við hlutina. „Gripið var til þessara aðgerða á viðeigandi máta og hægt var að sækja á brattann að nýju. Þjóðin á við svo mörg vandamál að etja að Jimmy verður að hafa sam- rýmda ríkisstjórn er unnið getur í sameiningu að málunum," sagði Rosalynn eitt sinn er fréttamenn spurðu hana í þaula um stjórnarbreytingar Carters. Að jafnaði gerir Rosalynn lítið úr hlutverki sínu og áhrifum á forsetaembættið. „Eg ræði oft málin við Jimmy. Þá er hann aðallega að kanna viðbrögðin við ýmsu sem hann hefur fram að færa. Endanlegar ákvarðanir hans eru oft á annan veg en ég kysi,“ sagði Rosalynn á dögun- um. Kunningjar forsetafrúar- innar segja að það hafi komið henni á óvart hversu seint tekið var eftir áhrifum hennar á gang mála í Hvíta húsinu. Hún hefur og sagzt vera mikklu meiri pólitíkus í sér en Carter. Jafnframt því sem forseta- frúin er sterkur persónuleiki og skarpgáfuð þykir hún aðlaðandi kona og hrífandi. Hún fylgir skoðunum sínum vel úr hlaði og veigrar sér ekki við því að andæfa forsetanum á fundum hans með ráðgjöfunum, þar sem drög eru lögð að veigamiklum málum. Og því er þannig farið að ráðgjafarnir leita oft til Rosa- lynn um aðstoð þegar þeim þykir forsetinn ómóttækilegur fyrir ýmsum hugmyndum þeirra. Búizt er við að verulega muni kveða að frú Rosalynn í vetur í kosningabaráttunni í Bandaríkj- unum. Hún sagði eftir nýafstað- in ferðalög um landið að hún hefði ekki aðeins kynnt fólkinu skoðanir forsetans og borið því kveðjur hans, heldur hefði hún ekki síður farið til þess að leggja við hlustir. „Ég kemst nær fólki og skoðunum þess en forsetinn, og því get ég skýrt honum frá óskum fólksins og sýnum," sagði Rosalynn. Hermt er að Rosalynn eigi eftir að verða Carter góður bakhjarl í slagnum sem fram- undan er, og beri Carter sigur úr býtum, fyrst í forkosningunum og síðar í sjálfum forsetakosn- ingunum, muni það fyrst og fremst verða eiginkonunni að þakka. Rock — Kraftmikið — Þungt — Þróað — o.fl. gerðir □ Nick Lowe — Labour of Lust □ Dave Edmunds — Repeat When Necessary The Clash — The Clash Nina Hagen Band — N. H.B. lan Dury — Do It Yourself Squeeze — Cool for Cats Joe Jackson — Look Sharp Blue Oyster Cult — Mirrors Lene Lovich — Stateless The Who — The Kids Are Allright Ted Nugent — State of Shock □ Van Halen — Van Halen II □ Robert Fripp — Exposure O Rumour — Frogs, Sprouts, Clogs And Krauts □ Renaissance — Azur D’or □ Graham Parker — Squeezing Out Sparks □ The Rolling Stones — Time Waits for Noone □ Hawkwind — P.X.R.5. □ Thin Lizzy — Black Rose □ Blondie — Parallel Lines □ Cars — Candy-0 □ Rick Wakeman — Rhapsodies □ Wings — Back To The Egg □ Reo Speedwagon — Nine Lives □ Tubeway Army — Repllcas □ Neil Young — Rust Never Sleeps □ Ac/Dc — Highway To Hell Soft Rock □ Dire Straits — Communique O Dire Straits — Dire Stralts D Gerry Rafferty — Night Owl O Ricky Lee Jones — R.L.J. O Joni Mitcheil — Mingus O The Marshall Tucker Band — Running Like The Wind O Georg Harrison — G.H. O James Taylor — Flag O Leo Sayer — Best Of O Ry Cooder — Bop Till You Drop O Prúöuleikararnir — The Muppet Movie Jazz — Jazz — Rokk O Stanley Clarke — I Wanna Play for You O Tony Williams — The Joy Of Flying O Bob James — Lucky Seven O Bob James — Touch down O Tom Scott — Intimate Strangers O Erik Gale — Part Of You D Arthur Blythe — Lenox Avenue Breakdown O Richard Tee — Strokln D Wilbert Longmire — Champagne D Maynard Ferguson — Hot O Hanne Schaffer — Earmel D Return To Forever — Live O Grover Washington JR. — Paradise O Walt Bolden — W.B. O George Benson — Breezin O George Benson — Living Inside Your Love D Charles Mingus — Me, Myself And Eye D The Writers — All ir. Fun O Chuck Mangione — Live At The HÓIIywood Bowl Disco — Vinsælt O Eruption — Leave A Light O Mick Jackson — M.J. O Donna Summer — Bad Girls O Ýmsir góöir — Boogie Bus O Amii Stweart — A.S. O Sister Sledge — We Are Family O Pointer Sisters — Energy O Gloria Gaynor — Love Tracks O Alicia Bridges — A.B. O McFadden And Whitehead — McFadden And Whitehead O Teddy Pendergrass — Teddy O Anita Ward — Songs Of Love O Foxy — Hot Numbers O Marlena Shaw — Take A Bite íslenskar plötur O Haraldur í Skrýplalandi O Ljósin í Bænum — Disco Frisco O Hinn íslenski Þursaflokkur — Þursabit O íslensk Kjötsúpa — Kysstu mig O Ýmsir — Keflavík í Poppskurn O Mannakorn — Brottför kl. 8. Spyr Hvaö finnst yöur um Glögg myndar framköllun og kóperingu Kolbeinn Sigurjónsson, starfsmaður ISAL. Brekkuhvammi 8 Litaskipting úr Glögg myndar framköllun er sérlega góð og mikið skemmtilegra að skoða svona stórar myndir. Halldór Bjarnason, starfsmaður hjá Sólninguhf. Kjarrhólma 20 Við Glögg myndar framköllun fæ ég stærri og skarpari myndir en annars staðar og litirnir eru skýrari. Kristján N. Mikaelsson.starfsm. ISAL Asparlundi 10 Ég er einn þeirra sem gaman hafa af myndatöku. Tók ein 200 stykki nú í sumarfríinu. Framköllun hjáGiögg mynd er sú besta sem ég hef fengið. Ólafur Thorarensen.stýrimaður, Unnarbraut 19 Ég er ánægður og þess vegna skipti ég við þá. ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTA- VINIR ERU OKKAR BESTA AUGLÝSING. LITMYNDIR Á 2 DÖGUM Glögg myndar framköllun og kópieringu er hægt að fá fyrir hvaða filmutegund sem er og hún kostar ekki meira en venjuleg vinnsla. Móttaka i Reykjavík; litmyndir á 2 dögum: Myndverk, Suðurlandsbraut 20 Myndverk, Hafnarstrætl 17 Aðrir móttökustaðir: Bókabúð Braga, Hlemmtorgi Bókabúð Braga, Lækjargötu Sjónvarpsbúðin, Borgartúni Arbæjarapótek, Hraunbæ Nanna, Fellagörðum Ennfremur í flestum kaupstöð- kaupstöðum um land allt. Móttökustaðirnir eru merktir með Glögg myndar merki í glugga. Einnig eru þeir taldir upp í síðasta tölublaði tímaritsins Albúms. Næstu tveir stafir í getrauna- leik Albúms eru: 28. þar með eru þrír fyrstu stafirnir komnir. Þeir eru 128.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.