Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979
61
JD
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
versluninni voru tvær ungar
stúlkur við afgreiðslu en hjá þeim
voru tveir strákar sem augsýni-
lega voru að stríða þeim eitthvað.
Voru stelpurnar eitthvað að
myndast við að reka þá út en varla
var hægt að sjá hvort þær voru
brosandi eða meintu það sem þær
voru að segja. Verslun þessi var
lítil og hurðin galopin svo hver
sem var á götunni gat séð hvað um
var að vera.
Ég sá um daginn að einhver
skrifaði um menntun afgreiðslu-
fólks í dálkinn þinn og vildi því
koma þessu á framfæri. Ég er
sammála bréfritara í því að of
lítið er lagt upp úr að afgreiðslu-
fólk verslana og þjónustufyrir-
tækja geti gefið manni glöggar og
góðar upplýsingar. Einnig mætti
brýna fyrir mörgu þeirra að góð
framkoma skaðar ekki, samanber
áður nefnt dæmi, því ég, og senni-
lega fleiri, hætti við að líta inn í
umrædda búð þar sem afgreiðslu-
stúlkurnar höfðu augljóslega
áhuga á öðru en að sinna við-
skiptavinum.
Norðlendingur.
• Veldi öræfanna
og máttur
lífsins
Upp úr auðnum öræfanna
gnæfir hvelfdur jökullinn svo
heiður og hreinn. Hvít bunga hans
ber við himin. Niður brattar hlíð-
ar hans ganga jökultungur.
Hve heillandi er, að standa hér í
auðninni, og horfa á hreina fegurð
fjallanna allt um kring. öll eru
þau snævi krýnd. En jökullinn
mikli ber höfuð og herðar yfir þau
öll. Hann er konungur nálægra
fjalla.
Niður hlíðar buna lækir stall af
stalli. Sólin gyllir þá og varpar á
þá ljóma.
Þar sem ég stend, milli þessara
fögru fjalla, virðist auðnin vera
einráð. En ef betur er að gáð,
kemur annað í ljós. Því fjallablóm
eru hér, eitt og eitt á stangli, og
milda auðnina með hóglátri nær-
veru sinni. Furðulegt má kalla, að
sjá lífið blómstra hér, í ófrjóum
jarðvegi öræfanna, þar sem frost
og hríðar mega heita alvöld á
vetrum, en sumur stutt og stopul.
Heillandi er að horfa á þessi
litlu fjallablóm, þar sem þau brosa
mót sólu og himni og breiða út
litlu krónurnar sínar. Þau eru vön
nepju og næðingi og því fagna þau
svo innilega þeim fáu stundum,
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
u <;lysin<; \
SIMIW KK:
22480
sem þau eru umvafin kyrrð og
hlýju.
Áftur lít ég á fjöllin fögru, sem
gnæfa hér allt um kring, svo
hátignarleg, svo hrein, svo tíguleg
í mikilleika sinum. Og jökullinn
mikli ber af þeim öllum, þar sem
hann sindrar mót sólu í öllu sínu
veldi.
Ingvar Agnarsson.
Frekja
Einhverjir, sennilega samtök
manna, hafa undanfarið látið til
sín taka í dagblöðum og ráðist
aðallega á tónlistarþætti sjón-
varps og útvarps og íþróttaþætti
sjónvarps. Telja þeir þetta hvort
tveggja tröllríða dagskránni.
„Poppgargið", sem aðeins ungling-
arnir hlusta á að þeirra mati, eigi
bara alls ekki heima á þessum
vígstöðvum heldur rólegheitatón-
list sem gamla fólkinu líkar þar
sem þessir fjölmiðlar ættu helst
að sjá um að skemmta því. Sem
sagt, unglingar og íþróttaunnend-
ur eiga að vera útundan í dag-
skrám ríkisfjölmiðlanna.
Ég hef ætíð haidið að það væri
markmiðið að hafa ríkisfjölmiðla
fyrir alla, því væri verið að sníða
dagskrárnar með hliðsjón af því
og finnst mér bara nokkuð vel
hafa til tekist. Ég hef bæði gaman
af íþróttum og popptónlist og læt
mér það líka að auðvitað finnst
mér öðru efni gert of hátt undir
höfði, þannig er það alltaf. En það
er ekki sífellt hægt að fara fram á
það að það sem manni sjálfum
finnst vera skemmtilegt sé oftast
á skjánum. Smekkur manna er svo
misjafn sem þeir eru margir.
Gagnrýni á fullan rétt á sér en
mér finnst þessi sífellda tugga
ekkert annað en frekja. Það má
endalaust gagnrýna dagskrá sjón-
varpsins en óþarfi er að fara fram
á að hún sé sniðin eftir eigin
óskum.
Ánægður áhorfandi.
HÖGNI HREKKVÍSI
,,0Zp&rA 'iQAefyesrA ótiPn
^érrt.. *!"
B&3 SIGGA V/öGA £ AlLVtfcAU
MEST SELDU
HLJÓMTÆKI
LANDSINS
vegna þess að
hagkvæmnari
kaup gerir
þú ekki
ENGINN VAFI
70 WOTT
,_______ 29800
’ BUOIN Skipholtt 19
ViðarÞiljur
Nýkomiö mikið úrval.
Ennfremur pírálar í handriö o.fl.
Páll Þorgeirsson &Co.
Símar 34000 og 86100.
Ein ntvel,
margar
leturgerðir
* Það er ekki lengur
spurning um hvaða
rafritvél þú velur, heldur
hvernig letur þú velur í
IBM kúturitvélina.
IBM kúluritvélin hefur
marga kosti umfram
aðrar rafritvélar. Einn er
að geta skipt um letur.
Með einu handtaki má
skipta um leturkúlu og fá
þannig annað letur, sem
kemur að góðum notum
við sérstakar bréfa-
skriftir, skýrslugerðir og
textaskrif
Nú þjóða SKRIFSTOFUVÉLAR h/f upp á fjórðu leturgeröina í
IBM kúluritvélar. Sú nýja nefnist Courier 10 og bætist þar með í
hóp Advocate, Courier 12 og Scribe. sem þegar eru til með
íslenska stafrófinu.
Biðjið um letursýnishorn.
SKRIFSTOFUVÉLAR h.f.
V +
vS? Hverfisgótu 33
,s* Simi 20560
Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns.
V/^NA ASTOR í
'QÖ <&W V4RI9 .
SMTYlOfáTORm úMEmz! £6 AV SÁA
Á ViA^A 06
OÝÝ OÝl /V/U5TúYI
WlLLWlEm
m \ienn\
o<
‘bV^AA/
s5 GfiRL
6PLT/ ÝAV
stavav
A9 ÍWú E6
WKftbówVO
\INÖL10UUÓ
Vf/ÁIOM ?