Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 SS8S Vcist þú. að 0,61 prósent landsmanna eru andlega þroskaheft? Hvað er gert til að hjálpa þessu fólki til að ná þroska eins og því er unnt? Hvað er hægt að gera betur í þessum málum á íslandi? Ráðstefna um málefni þroskaheftra var haldin hér í Reykjavík. Þátttakendur voru frá öllum Norðurlöndunum og voru þeir samtals 600 að tölu. Þarna var um að ræða 16. þing samtaka sem nefna sig NFPU og fjalla um mál andlega þroskahefts fólks á Norðuriöndunum. Á þinginu voru flutt nokkur ávörp um ýmislegt sem varðar málefni andlega þroskaheftra og sérstakir umræðuhópar tóku til umfjöllunar ýmis hagsmunamál þroskaheftra. Á þinginu var aðallega fjallað um 4 mál sem varða þroskahefta. í fyrsta lagi samfélagslega skipulagningu á þjónustu við þroskahefta. í öðru lagi var rætt um aðlögun þroskaheftra að samfélaginu í stað einangrunar á stofnunum. í þriðja lagi var fjallað um fyrstu ráðleggingar stofnana, meðal annars hvað varðar ráðgjöf til foreldra þroskaheftra barna. Að síðustu kom til umræðu vinnuþjálfun þroskaheftra og möguleikar þeirra á hinum almenna vinnumarkaði. Morgunblaðið ræddi við þrjá þátttakendur á þessari ráðstefnu um helstu mál ráðstefnunnar, aðstoð við þroskahefta á hinum Norðurlöndunum og þann lærdóm sem við íslendingar gætum dregið af þeim. „Við eigum við sama vandann að etja” — Ráðgjöf til foreldra þroskaheftra barna Rætt við Lasse Weckroth frá Finnlandi „Það má segja að f Finnlandi sé aðstoð við þroskahefta komin nokkuð á veg og að við séum ’ .ú alveg að byrja á þeirri braui En það er svo sannarlega langt frá því að við höfum hrint í fram- kvæmd öllu því sem við hefðum kosið að gera fyrir þroskahefta,“ sagði Lesse Weckrith, sem er forstöðumaður stofnunar fyrir þroskahefta í Finnlandi. „Nú á síðustu árum hefur til- hneigingin verið sú að flytja ábyrgðina á málefnum þroska- beftra frá þeim, sem stjórna sérstofnunum, og til þeirra, sem stýra almennum þjónustustofnun- um i þjóðfélaginu. Á sama hátt hafa þau viðhorf skapast, að mörgum finnst málefnum þroska- heftra betur borgið ef aðstoð við þá er ákveðin með sérákvæðum innan almennra laga, en ekki með sérlögum. Aðeins þegar almenn lög rúma ekki þessa aðstoð sé þörf á því að grípa til sérlaga um aðstoð við þroskahefta." Leggja áherslu á vinnuþjálfun Lasse sagði að nú upp á síðkast- ið hefði verið hröð þróun í þá átt að taka upp svonefnda aðlögun þroskahefta, sem miðaði að því að aðlaga þá viðhorfum og aðstæðum samfélagsins í stað þess að ein- angra fólkið á sérstökum stofnun- um, þar sem það rofnaði úr tengsl- um við umheiminn og umheimur- inn úr tengslum við það. „Þannig hefur það aukist að þroskaheftir dveljist á h^ naheimilum innan um börn jó eðlilegan þroska. Þetta hefu. sýnt sig vera skref í rétta átt, þar sem börn eru mót- tækilegust og hafa mest gagn af aðlöguninni þegar þau eru ung. Lasse sagði, að vinnuþjálfun þroskaheftra væri ennþá skammt á veg komin, en á hana þyrfti ef til vill að leggja hvað mesta áherslu í framtíðinni. Það væri þörf á því að stofna sérstakar námslínur innan verknámsskóla fyrir þroskahefta. Hins vegar væri nauðsynlegt að vera vel á verði gagnvart nýjum viðhorfum, sem gætu skapast gagnvart vinnu og vinnukrafti með aukinni sjálf- virkni og auknum fjölda heil- brigðra einstaklinga sem þá yrðu atvinnulausir. „Það er staðreynd sem ekki verður neitað að þegar skórinn kreppir að og harðnar í ári í samfélaginu, þá eru það ýmsir jaðarhópar sem verða undir í þeirri valdabaráttu sem þá upp- hefst milli samfélagshópanna." Foreldrar veita sjálfir ráðgjöf En um ráðgjöf til foreldra þroskaheftra barna? „Að hluta er það heilbrigðiskerfið sem hefur hana með höndum við eðlilegar kringumstæður. Það er yfirleitt þannig, að læknar eða hjúkrunar- fólk eru þeir, sem uppgötva fyrst að barn er þroskaheft. Það er hins vegar staðreynd að þarna er víða pottur brotinn og göt í kerfinu. Heilbrigðisstéttirnar eru og oft ekki undir það búnar að þekkja öll Lasse Weckroth. einkennin og því síður að veita foreldrunum ráðgjöf. En þarna er það, sem ráðgjöfin á að byrja. Framhaldið veltur mjög mikið á því hvernig til tekst í byrjun bæði hvað varðar samvinnu foreldr- anna og framfarir barnsins. Um leið og við fréttum um þroskaheft barn, sem er nýfætt, þá höfum við á stofnuninni samband við for- eldrana til að veita þeim okkar aðstoð og benda þeim á hvar þeir geta leitað frekari aðstoðar. Við rekum okkur því miður stundum á það, að vegna ónógra upplýsinga til foreldranna í upphafi þá eru þeir ekki færir um að taka við leiðbeiningum okkar — eða hreint og beint vilja það ekki. Þess vegna er það að samtök foreldra þroskaheftra barna vinna nú að því að koma á fót kerfi þar sem ráðgjöf fyrir foreldra er í höndum annarra foreldra — fólks sem hefur gengið í gegnum það sama. Þeim er ætlað að veita foreldrunum fyrstu ráðgjöf. Það er vonandi að okkur takist að ná betur til fólks þegar hringt er til þess og sagt: Eigum við að ræða saman, því við eigum við sama vanda að etja.“ Gerum þroskaheftum kleift að taka þátt í störfum þjóðfélagsins — Rætt við Bjarna Kristjánsson, skólastjóra á Sólborg „Það má segja, að ráðstefna eins og þessi sé okkur íslending- um mikils virði til þess að við náum að vinna vel að málum þroskaheftra. Á þennan hátt nást persónuleg tengsl við fólk á hinum Norðurlöndunum, sem er að vinna að sömu máium og við. Það er okkur mikils virði ef við getum leitað til þessa fólks eftir reynslu og þekkingu,“ sagði Bjarni Kristjánsson, sem var einn af íslensku þátttakendunum á þessari ráðstefnu. „Við erum komin skammt á veg f þjónustu við þroskahefta. Það má segja, að við höfum tekið fyrsta skrefið og séum komnir inn á ákveðna braut. En við þurfum að stíga skrefið til fulls þannig að það gagnist þroskaheftum.“ Almenn lög hafa ekki tryiífít þroskaheftum jafnrétti á við aðra Bjarni er skólastjóri á vistheim- ilinu Sólborg á Akureyri. Hann sagði, að á ráðstefnunni hefði aðallega verið rætt um ýmsa málaflokka, sem hver um sig væri mikilvægur fyrir okkur Islend- inga, svo að við mættum skipu- leggja og framkvæma aðstoð okk- ar við þroskahefta á þann hátt, að til mestra heilla horfði. „Rætt var um samfélagslega skipulagningu á þjónustu fyrir þroskahefta. Þar varð mönnum tíðrætt um það hvort sérstök lög þyrfti um aðstoð við þroskahefta eða hvort aðstoð við þá skyldi rúmast innan al- mennra laga. Það hafa verið mikl- ar umræður um það á hinum Norðurlöndunum hvort sérstök löggjöf skyldi ná yfir aðstoð við þroskahefta. Mér finnst það hins vegar skipta mestu, að lögin nái takmarki sínu, án tillits til þess hvernig þau eru sett.“ Hvernig er þessum málum hátt- að hér á landi? „Það er staðreynd hér á landi, að hinum almennu lögum hefur ekki tekist að tryggja þroskaheft- um jafnrétti á við aðra þjóðfélags- þegna oy skapa þeim skilyrði til þess að i fa 3em eðlilegustu lífi í samfélaginu. Fyrst að svo er málum háttað þá er það skylda samfélagsins að lögunum sé þann- ig breytt, að þau tryggi þroska- heftum 'iðstöðu til jafns við aðra. Nú hafa verið samþykkt á Al- þingi lög um aðstoð við þroska- hefta. Þessi lög öðlast gildi 1. janúar 1980 og eru að miklu leyti hliðstæð við reglugerð, sem unnið hefur verið eftir í Noregi um nokkurra ára skeið. Eitt af þeim atriðum, sem gert er ráð fyrir í þessum lögum, er, að landinu verði skipt í nokkurs konar umráða- svæði og að á hverju þessara svæða verði komið upp aðstöðu og þjónustu við þroskahefta. Þá er gert ráð fyrir því, að á hverju þessara svæða verði sem full- komnust þjónusta veitt. Það verð- ur að teljast ótvíræður kostur að þroskaheftir njóti nauðsynlegrar þjónustu í eigin byggðarlagi. Það má segja, að það sé enn eitt sem hefur fengist viðurkennt með þessum nýju lögum. Það er að líta ekki svo á, að þroskaheftir séu haldnir einhverjum sjúkdómi, heldur þurfi að veita þeim aðstoð á uppeldis- og félagslegu sviði frekar en heilbrigðissviði. Nú er yfirstjórn þroskaheftra á höndum félagsmálaráðuneytisins með samvinnu við heilbrigðis- ráðuneytið og menntamálaráðu- neytið.“ Leyía þroskaheftum að taka þátt í þjóðfélaginu „Á þessu þingi bar oft á góma það sem á alþjóðlegri tungu er nefnt „integrering" en á íslensku hefur verið nefnt samskipan eða aðhæfing þroskaheftra. Þar er um það að ræða hvort þroskaheftir eiga að fá að blandast öðrum þjóðfélagsþegnum eða hvort skuli einangra þá. Tilraunir með aðhæf- ingu þroskaheftra hafa helst farið fram í Danmörku og Svíþjóð og hefur reynslan af þessum tilraun- Bjarni Kristjánsson um næstum undantekningarlaust verið mjög jákvæð. Það hefur sýnt sig, að ef þroskaheftum er í upphafi gefið tækifæri til þess að aðlagast háttum þjóðfélagsins þá hefur þeim tekist að standa sig vel. En það verður að leggja áherslu á það, að sú hætta er fyrir hendi að þroskaheftir einstaklingar ein- angrist frá samfélaginu í stað þess að samlagast því, ef ekki er beitt sérstökum aðgerðum þeim til hjálpar samhliða aðhæfingunni. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.