Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 i i m Það eru ekki mörg ár síðan ljóst varð, að gervihnettir kynnu að verða notaðir við að dreifa sjónvarps- og útvarpsefni. Fyrir íslendinga hafði þetta mikla þýðingu, ekki síst með tilliti til þess, að ísland gæti haft not af sameiginlegum gervihnetti Norðurlanda. í því efni sem öðru leysti tæknin einangrun landsins. Sé það haft í huga hve fljótt tæknibylting þessi gæti átt sér stað er næsta furðulegt hve umræðan um slíkan gervihnött hefur verið fátækleg hér á landi. Nordsat hefur af einhverjum ástæðum aldrei orðið jafn almennt umræðuefni og verið hefur annars staðar á Norðurlöndum. Morgunblaðið leitaði til Birgis Thoriacíusar, ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hjá honum fengust upplýsingar sem eru uppistaða í þessari grein, sem ætlað er að vekja athygli á merkilegu máli, sem kalla mætti hugsjón um samnorrænan gervihnött. Hugsjón sem ekki er fjarri því að geta orðið að veruleika. Á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna í desember 1975 var skipuð nefnd til að kanna möguleika á samstarfi Norðurlandaþjóða um gervihnött- til að dreifa sjónvarps- og útvarpsefni. Skyldi könnun nefndarinnar ná til allra hliða málsins, tækni- og dagskrár-, laga- og fjárhagsatriða. Nefndin skilaði áliti á menntamálaráðherrafundi Norðurlandanna á Húsavík í júní 1977, en nefndarálitið er dagsett í Kaupmannahöfn 6. júní það ár. Nefnist það „Norrænt hljóðvarp og sjónvarp um gervihnött". I álitinu eru ítarlegar upplýsingar um ýmsar hliðar málsins, jafnframt því sem tekið er fram að nauðsyn sé á enn frekari athugun áður en til framkvæmda komi. Eftir að umsagnir um álit þetta höfðu borist og verið athugaðar komust menntamálaráðherrar og samgöngumálaráðherrar Norðurlanda að þeirri niðurstöðu á fyrsta sameiginlega fundi sínum um málið í janúar 1978 í Kaupmannahöfn, að þótt margt mælti með því að málinu yrði haldið áfram skyldi fyrst heyra álit 26. þings Norðurlandaráðs sem átti að koma saman í febrúar sama ár í Ósló. Ef viðhorf ráðsins yrðu jákvæð skyldu ákveðin atriði könnuð nánar áður en málið yrði formlega lagt fyrir ríkisstjórnir og þjóðþing. Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs fjallaði einnig um málið, en formaður hennar á þeim tíma var dr. Gylfi Þ. Gíslason. Lét nefndin i ljós það álit sitt, að þrátt fyrir að nokkrar umsagnir hefðu verið neikvæðar teldi hún enga ástæðu til annars en að haldið yrði áfram könnun málsins. Norðurlandaráðsþingið var sama sinnis og menntamálanefndin og ákváðu menntamála- og samgönguráðherrarnir á sameiginlegum fundi í Kaupmannahöfn 1978 að láta halda áfram athugun málsins. Þessi ákvörðun og framhaldskönnun styðjast framar öllu við fyrrnefnt nefndarálit og þau sjónarmið sem fram komu í umsögnum um það svo og í umræðum um málið í menningarmálanefnd Norðurlandaráðs og á 26. þingi ráðsins í Ósló. Nú hafa þessar nefndir eða vinnuhópar, sem að framan er rætt um, að mestu lokið störfum og mun álitsgerð verða lögð fyrir fund ráðherranna um miðjan október 1979. Á því stigi er málið á þessari stundu og því verður eftirfarandi grein að vera með fullkomnum fyrirvara um, að enn kann ýmislegt að breytast þar til endanleg skýrsla liggur fyrir og henni hefur verið skilað til ráðherranna. Hreinn Loftsson tók saman Gervihnötturinn „Cosmos“ sem Sovétmenn skutu á loft fyrir nokkrum árum. Ekki er til nein endanleg teikning af NORDSAT. Menntamálaráðuneytið hefur séð um könnun málsins I tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar kaus samgöngu- málaráðuneytið, sem fer með fjar- skiptamál, að hafa ekki afskipti af gervihnattarmálinu. Enda til- heyrði það menntamálaráðuneyt- inu sem útvarps- og sjónvarpsmál. Halldór E. Sigurðsson, sem gegndi embætti samgönguráðherra á þeim tíma, sagði að málið hafi ekki verið komið á það stig á þeim tíma, að kæmi til kasta samgöngu- ráðuneytis. „Menntamálaráðu- neytið hafði alveg séð um að kanna þetta mál, en menn frá Landssímanum ásamt mönnum frá Ríkisútvarpinu og sjónvarpinu höfðu tekið þátt í þeirri könnun og það var í samráði við okkur að þeir héldu þvi starfi áfram. Ráðu- neytið sjálft vildi hins vegar ekki taka afstöðu til málsins fyrr en það lægi ljósar fyrir en þegar það kom til umræðu í ríkisstjórninni. Af því mótaðist okkar afstaða," sagði Halldór E. Sigurðsson. En vegna þessarar afstöðu sam- gönguráðuneytisins var haldinn fundur með fulltrúum þessara tveggja ráðuneyta þar sem málið var reifað. Þann fund sátu Vil- hjálmur Hjálmarsson, Halldór E. Sigurðsson, Jón Skúlason, Árni Gunnarsson og Birgir Guðjónsson. í framhaldi af þeim fundi var tekið saman yfirlit yfir málið og það var síðan rætt í ríkisstjórn- inni 11. og 12. janúar 1978. Voru menn þar á einu máli um að halda áfram þátttöku í athugun málsins. Uthlutun rása frá gervihnöttum Á öðrum Norðurlöndum tóku samgönguráðherrarnir og síma- málastjórarnir hins vegar fullan þátt í að kanna málið og sátu fundi um það. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, segir að vegna þessarar afstöðu samgönguráðu- neytisins hafi menntamálaráðu- neytið að nokkru gengið inn á svið þessara aðila meðal annars með því að stuðla að því að fulltrúar voru sendir á alþjóða fjarskipta- ráðstefnuna í Genf 10. janúar til 15. febrúar 1977, þar sem Evrópu- þjóðiyn var meðal annars úthlutað staðsetningu og rásum fyrir bein- ar sendingar frá gervihnöttum vegna útvarps og sjónvarps. „Samgönguráðuneytið taldi ekki tök á að sinna þessum fundi, en að áliti menntamálaráðuneytisins var hann afar mikilvægur," sagði Birgir Thorlacius. „Hætt er við,“ segir Birgir Thorlacíus," að hlutur íslands hefði að miklu leyti verið fyrir borð borinn, ef við hefðum ekki átt þar fulltrúa. Verkfræð- ingarnir Gustav Arnar og Hörður Frímannsson voru fulltrúar ís- lands á fundinum." Halldór E. Sigurðsson er ekki alveg sammála þessu. Hann segir að menn frá Landsímanum hafi verið inni í þessu máli þó ekki hafi verið leitað ráða hjá samgöngu- ráðuneytinu fyrr en rétt fyrir fundinn í Genf. „Málið var auk þess á því könnunarstigi, að ákvörðunartaka þurfti ekki að fara fram þá. Við studdum þetta auk þess á þann veg, að Gustav Arnar sem var fulltrúi á fundin- um er yfirverkfræðingur hjá Pósti og Síma,“ sagði Halldór E. Sigurðsson. Niðurstaða Genfar-ráðstefn- unnar 1977 var sú, að því er ísland varðar, að úthlutað var 5 rásum frá gervihnetti, staðsettum yfir miðbagt og 31. gráðu vestlægrar lengdar, og 3 rásum frá 5 gráðum austlægrar lengdar. í seinna til- vikinu er um að ræða geisla sem nær yfir ísland og Færeyjar og hluta af Grænlandi, en í sama geisla fá Danir til umráða 2 rásir. Hinum Norðurlandaríkjunum fjórum var úthlutað 2 rásum sem ná til þeirra allra auk 3 rása fyrir eigið landsvæði. Á þann hátt fengust 8 rásir sem ná til þeirra allra. Hverju ríki var yfirleitt aðeins úthlutað 5 rásum og var þessi niðurstaða því hagfelld fyrir fs- land. Ráðstefnan í Genf ákvað grundvöllinn fyrir gervihnattar- notkun aðildarríkja varðandi sjónvarp og útvarp og var því mjög þýðingarmikil. Akvarðanir ráðstefnunnar tóku gildi 1. janúar 1979 og munu gilda í að minnsta kosti 15 ár. „Ódýrari leiðir en um gervihnött“ Eftir að sú ríkisstjórn, sem nú situr tók við völdum, hafa viðhorf nokkuð breyst frá því sem áður var. Ragnar Arnalds, mennta- mála- og samgönguráðherra, hef- ur ákveðið að af hálfu samgöngu- ráðuneytis útvarps- og símamála- stjórnar skuli vera full þátttaka í athugun málsins. Afstaða menntamálaráðherra hinna Norð- urlandaríkjanna hefur jafnan ver- ið sú að sjálfsagt sé að kanna málið gaumgæfilega. Áður en þeirri könnun sé lokið bresti forsendur fyrir því að taka já- kvæða eða neikvæða afstöðu til málsins. Þessi hefur einnig verið afstaða íslendinga í þessu máli. Eigi að síður eru skoðanir um gagnsemi og skaðsemi gervihnatt- ar skiptar þar sem málið ber á góma. Menntamálaráðherrafund- inum á Húsavík barst þannig ályktun frá Norræna rithöfunda- ráðinu þar sem mótmælt var fyrirhuguðu sjónvarpi um gervi- hnött. Njörður P. Njarðvík, for- maður Rithöfundasambands ís- lands sagði í samtali við Morgun- blaðið, að andstaða Rithöfunda- ráðsins sem annarra listamanna- samtaka á Norðurlöndum byggð- ist fyrst og fremst á menningar- legum ástæðum. „Við teljum að ef efla á norræna samvinnu á sviði útvarps- og sjónvarps, þá sé eðli- legra að fjárveitingu til þess sé varið til dagskrárgerðar. Það sé hægt að efla þá samvinnu eftir ódýrari leiðum en um gervihnött," sagði Njörður P. Njarðvík og bætti því við, að erfitt væri að skilja að á sama tíma og ekki væru til peningar til starfrækslu Ríkis- útvarpsins væri til fjármagn til að búa til dreifikerfi. Þrátt fyrir slík mótmæli er sannleikurinn sá, að gervihnettir munu verða teknir í notkun hvað svo sem íslendingar eða aðrar Norðurlandaþjóðir segja. Til dæmis undirbúa bæði Frakkar og V-Þjóðverjar notkun gervihnatta í þessu skyni. Norðurlönd eru samt meðal hinna fyrstu til að athuga notkun gervihnatta við að dreifa sjónvarps- og útvarpsefni. Eini möguleikinn fyrir íslendinga til að hagnýta sér þessa tækni er að hafa samvinnu við aðrar Norður- landaþjóðir og, ef unnt reynist, að bera sama greiðsluhlutfall af kostnaði og i annarri menningar- samvinnu. Nordsat áætlunin Til skamms tíma var útilokað af tæknilegum ástæðum að ísland yrði með í sameiginlegu dreifi- kerfi sjónvarps- og hljóðvarps um Norðurlönd. Þau viðhorf eru ger- breytt og ísland, Færeyjar og Grænland hafa möguleika á því, að þvi tæknilega hlið málsins varðar, að vera með. Sérstakur fundur var haldinn 20. apríl síð- astliðinn í Danmörku, einkum í kynningarskyni fyrir Færeyinga og Grænlendinga, sem lítil af- skipti hafa haft af málinu til þessa. Ráðgert er, ef af framkvæmdum verður, að Nordsat verði tekinn í notkun í áföngum eftir að fram hefur farið tæknileg könnun á öilum útbúnaði. Ef miðað er við að ákvörðun um notkun gervihnattar yrði tekin vorið 1980, þá myndi reynast unnt að senda fyrsta hnöttinn á loft árið 1985. Tveimur árum síðar eða árið 1987 er gert ráð fyrir að unnt verði að hefja reglulegar sjónvarpssendingar um það sem kallað hefur verið „5 plús 3 rásir", sem fyrir ísland gæti þýtt eina íslenska dagskrá, eina sam- norræna og auk þess eina danska. Þessi möguleiki fyrir eina danska dagskrá stafar af því að ekki er líklegt að Færeyingar og Græn- lendingar vilji að svo stöddu not- færa sér þessa rás, sem þeim annars er ætluð og myndu Danir væntanlega nota hana. Þetta fyrirkomulag myndi hald- ast í um það bil ár, en árið 1988 yrðu notaðar „8 plús 5 rásir“, sem táknar fyrir okkur möguleika á því að velja um 5 sjónvarpsdag- skrár. Að því er hljóðvarpið varðar, þá er ekki vitað á þessu stigi málsins með hvaða hætti gervihnöttur yrði notaður til dreifingar, eða réttara sagt hvaða tæknimögu- leiki yrði fyrir vaiinu í því skyni, því um fleiri en einn möguleika mun vera að ræða. Almennur árlegur rekstrar- kostnaður Nordsat-gervihnattar- ins er áætlaður fyrir tímabilið 1987—1999 um 500 milljónir danskra króna (31.000 milljónir íslenskra króna) á ári miðað við upplýsingar frá framleiðendum í Evrópu. í þessum fjárhæðum er gert ráð fyrir 20% í ófyrirséðan kostnað. Tilsvarandi heildargreiðslur fyrir kerfið til ársins 1999 yrði um 4.5 milljarðar danskra króna (280 milljarðar íslenskra króna) sé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.