Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 49 Hug- sjón og veru- leiki miðað við upplýsingar frá banda- riskum aðiium en um 8.5 milljarð- ar, danskra króna sé miðað við uppiýsingar frá evrópskum aðil- um, en það eru um 530 milljarðar íslenskra króna. Fyrir einstakan notanda yrði kostnaðurinn auk hins venjulega sjónvarpstækis (varlega áætlað) um 4500—6500 danskar krónur (280.000-405.000 ísl. kr.) en 1000—3000 danskar krónur (62.000-187.000 ísl kr.) fyrir einstaklinga sem sameinast um lítil sameignarloftnet. „Tæpast stórfelld áhrif á menningarstarf“ Nefnd sú sem fjallaði um menn- ingarþátt málsins hefur í stórum dráttum kannað í fyrsta lagi áhrif norræns sjónvarps um gervihnött á notkunarhætti sjónvarpsáhorf- enda og á menningarlífið í víðara samhengi og í öðru lagi dagskrár- lega framkvæmd þar á meðal hugsanlegar samhæfingaraðgerð- ir. í þessari nefnd eiga sæti af 99 Hlutur íslands hefði að miklu leyti verið fyrir borö borinn ef mennta- málaráðuneytið hefði ekki gengið inn á sviö samgöngumálaráöu- neytisins og sent fulltrúa á Alpjóða fjar- skiptaráðstefnuna í Genf 1977. 66 Birgir Thorlacius íslands hálfu þeir Árni Gunnars- son, deildarstjóri, og Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri. Tveir norrænir sérfræðingar um fjölmiðlarannsóknir, Pertti Her- manns, prófessor í Tammerfors og Helge östby lektor í Björgvin, hafa að tilhlutan nefndarinnar tekið saman skýrslu þar sem fjallað er um ýmis atriði er lúta að sennilegum áhrifum gervihnattar- sjónvarps. Ályktanir um frambúð- aráhrif eru að sjálfsögðu háðar óvissu en höfð er meðal annars hliðsjón af reynslu frá löndum og svæðum þar sem menn hafa kost á því að notfæra sér fleiri en eina sjónvarpsdagskrá. Leiddar eru líkur að því að tilkoma norræns gervihnattarsjónvarps muni valda nokkurri en tæpast ýkjamikilli meðalaukningu á sjónvarpsnotkun með ákveðnum fyrirvara varðandi ísland, Færeyjar og Grænland. Talað er um 10% eða kringum 20 mínútur á dag sem hugsanlega meðalaukningu. Gert er ráð fyrir að eftir sem áður muni menn horfa langmest á sjónvarp síns heimalands. Aukning á notkun annars sjónvarpsefnis verði mest í þeim löndum þar sem dagskrár- framboð er nú minnst; en það er á íslandi og í Noregi. Talið er líklegt að val á dag- skrárþáttum frá grannlöndum muni talsvert beinast að ýmiss konar skemmtiefni og þá nokkuð á 55 Andstaða rithöfunda og annarra listamanna á Norðurlöndunum byggir fyrst og fremst á menn- ingarlegum ástæðum. Þaö er hægt aö efla norræna útvarps- og sjónvarpssamvinnu eftir ódýrari leiðum en um gervihnött. 66 Njörður P. Njarðvík kostnað fræðslu- og menningar- efnis á dagskrá heimalandsins. Mjög er þó dregið úr líkum á því að fólk muni þræða krákustíga milli léttvægra afþreyingarþátta eins og ýmsir hafa borið kvíðboga fyrir. Nefndin hallast að því að áhrif norræna gervihnattarsjón- varpsins á menningarstarfsemi verði tæpast stórfelld að minnsta kosti í þeim löndum þar sem sjónvarpsþjónusta er orðin um- fangsmikil. Þá hefur sérstök skýrsla verið samin um áhrif gervihnattarsjón- varpsins á gagnkvæman mála- skilning Norðurlandaþjóða. Skýrsluhöfundur er sænskur mál- vísindamaður, Stig Örjan Ohlsson að nafni. Hann telur sennilegt að málskilningur milli skandinavisku þjóðanna innbyrðist myndi aukast þegar til lengdar léti. Einnig myndi íslendingum fara fram í þeim tungumálum, en tæpast auk- ast skilningur á íslenskri tungu eða finnsku annars staðar á Norð- urlöndum. Óvissa með við- skiptakjör sjónvarpsefnis Að því er dagskrárframkvæmd- ir varðar er lögð höfuðáhersla á að sjálfstæði útvarpsstofnana verði fyrir sem minnstri röskun. Jafnvel þó norrænt gervitunglasjónvarp komist á verði skyldur hverrar | stofnunar eftir sem áður fyrst og fremst við innlenda notendur. Við það verði að miða hugsanlegar samhæfingaraðgerðir og um til- högun og inntak slíks samstarfs eigi að fara eftir samkomulagi útvarpsstofnananna sjalfra. í álitsgerð nefndarinnar verður því væntanlega næsta lítið um ákveðnar tillögur um mótaða sam- starfshætti. Þar kemur auk fram- angreinds einnig til að raunveru- leg samhæfing til dæmis á útsend- ingartímum tiltekinna dagskrár- þátta virðist við nánari athugun gersamlega óframkvæmanleg í svo víðtæku rásakerfi sem fyrir- hugað er. Það svið sem helst virðist koma til greina að freista samhæfingar á, er innkaup og útsending á erlendu efni frá þjóð- um utan Norðurlanda. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi atriði væru meðal þeirra sem erfiðust yrðu úrlausnar fyrir ís- lendinga ef af NORDSAT yrði. „Við höfum getað haldið mjög hagstæðu verði á erlendu efni 55 íslenska sjónvarpið hefur getað haldið mjög hagstæöu verði á er- lendu efni vegna smæö- ar íslenska markaðar- ins, en hætt er við að pað breytist og erfiðara verði aö kaupa erlent sjónvarpsefni pegar ís- lenskt sjónvarp fer að sjást í fleiri löndum. 66 vegna smæðar markaðarins hér á landi sem væntanlega breytist ef íslenska sjónvarpið sést í fleiri löndum. Ég hefði haldið að eðlileg- ast væri að vera með sameiginlega innkaupastofnun en ég held að aðrar norrænar sjónvarpsstöðvar séu smeykar við slíkt. Þetta verð- ur okkur því vandamál," sagði Pétur Guðfinnsson. Það ríkir því mikil óvissa um það hvaða áhrif norrænt gervi- hnattarsjónvarp muni hafa á við- skiptakjör varðandi erlent sjón- varpsefni bæði að því er snertir verðþróun í heild og fyrir einstök lönd í samanburði við núverandi aðstæður. Framkvæmd þýðinga og textunar Varðandi þýðingar á dagskrám er lagt til í áliti starfshóps um það mál, að sem aðalregla verði valin svonefnd „takmörkuð þriggja mála regla" („modiferat 3-spráks- alternativ"). I henni felst að með öllum dagskrám öðrum en finnsk- um, verði finnskur texti ásamt texta á einhverju málanna: dönsku, norsku eða sænsku. ís- lenskur teksti verði aðeins með „útlendum" dagskrám sem sendar eru út í sjónvarpinu um gervi- hnött. Þannig er gert ráð fyrir að íslendingar notist við skandinav- iskan texta með því dagskrárefni sem sent er frá sjónvarpsstöðvum hinna landanna. Jafnframt er þó gert ráð fyrir að sumt sjónvarps- efni verði með texta á öllum málunum fimm og í sumum tilfell- um yrði notuð hljóðþýðing í stað texta. Loks ber að geta þess að oft verður textun ekki við komið vegna tímaskorts þegar um er að ræða beinar útsendingar. Starfshópurinn um þýðingarnar tekur fram í áliti sínu að tillagan um „takmarkaða þriggja mála reglu" sé sett fram með nokkru hiki um afstöðu íslendinga enda var giskað á að um 40% íslend- inga skilji ekki skandinavisku. Til þess að ekki verði um mikla þjónustuskerðingu að ræða frá því sem nú er yrði því að gera ráð fyrir að allmikið norrænt efni yrði endursýnt í íslenska sjónvarpinu með íslenskum texta ekki síst vegna tillitsins til barna og ungl- inga. I lokaáliti nefndarinnar verður væntanlega gerð tillaga um að framkvæmd þýðinga og textunar verði með sveigjanlegum hætti fyrst um sinn, ef gervihnattar- sjónvarp kemst á. Jafnvel verði 9 9Samgöngumála- ráðuneytið vildi ekki taka afstöðu til málsins fyrr en pað lægi Ijósar fyrir en pegar pað kom til umræðu í ríkisstjórninni. 66 Halldór E. Sigurðsson tekið mið af núverandi sjónvarps- samstarfi Norðurlanda, enda þótt stefnt yrði að tilhögun í líkingu við megintillögur þær, sem vinnu- hópurinn um þýðingar gerði og greint hefur verið frá hér að framan. Notkun gervihnatta felur í sér möguleika til þess að senda sjón- varpsefni um gervallt ísland; bæði íslensku dagskrána og dagskrá hinna Norðurlandanna. Mjög hef- ur verð um það rætt hvort stefna beri að því að íslendingar og aðrir ættu að geta stillt tæki sín á hvaða Norðurlandadagskrá sem er eða hvort sjónvarpa ætti einni dagskrá sem fæli í sér svokallað úrval úr öllum sjónvarpsdag- skránum. Um þetta hafa verið skiptar skoðanir. Fulltrúar ís- lands í þessum viðræðum hafa haldið því fram að stefna bæri að frjálsu vali hvers einstaklings á sjónvarpsdagskrá. Pétur Guð- finnsson sagði að annars yrði hugsanlega um vannotkun hnatt- arins að ræða. Rökin gegn því eru þau að það er dýrara. Einnig hefur þess gætt að sumar þjóðir telja æskilegt að velja dagskrárefnið heldur en láta ef til vill sjónvarpa sama efni frá fleiri stöðvum. Pétur Guðfinnsson telur að sú stefna eigi litla möguleika á að verða samþykkt. Inn í þessar umræður blandast einnig að þegar gervihnettir koma til sögunnar þá næst sjónvarp frá ýmsum löndum utan Norðurlanda og Norður- landasjónvarp mun væntanlega sjást í sumum nágrannalöndum. Auglýsingar í sjónvarpi Þá er eitt það vandamál í þessu sambandi sem varðar Finnland og ísland sérstaklega, í sambandi við dagskrár. Það eru auglýsingar í sjónvarpi. Á íslandi og í Finnlandi eru sjónvarpsauglýsingar heimil- ar, en ekki í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þetta er þó leysanlegt að því er ísland varðar, þar serrw auðvelt er að fella þær út þegar sjónvarpað er til annarra landa. í Finnlandi er auglýsingunum aftur á móti dreift meðal annars dag- skrárefnis, eins og í Bandaríkjun- um, og er því illmögulegt að nema þær burt úr dagskránni. Þetta vandamál var rætt á embættis- mannafundi í Kaupmannahöfn 26.-27. apríl síðastliðinn og kom- ust menn að þeirri niðurstöðu að málið yrði að leysa í milliríkja- samningi milli Norðurlandanna. Finnska auglýsingamálið er einn- ig að því leyti erfitt viðureignar að þar er um afarmikla fjármálalega hagsmuni fyrir Finna að ræða. Auglýsingatekjur íslenska sjón- varpsins nema þó ekki nema um KS% af heildartekjum þess. Sérstakur vinnuhópur hefur starfað að fjármálaþætti málsins. Hélt hann lokafund sinn 23.-26. apríl s.l. í Danmörku. Af íslands hálfu hafa unnið í þeirri nefnd deildarstjórar í fjármálaráðuneyt- inu þeir Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen og að nokkru Þorsteinn Geirsson skrif- stofustjóri. Kostnaðarskipting Nordsat-áætlunarinnar Upphaflega var ríkjandi skoðun í nefndinni að hinar einstöku þjóðir ættu að bera allan þann kostnað er tengdist þeirra hags- munum og/eða landsvæði sérstak- lega, en eins lítill hluti kostnaðar- ins og frekast var unnt skyldi teljast sameiginlegur. Þetta væri vitaskuld Islendingum ákaflega óhagstætt. Niðurstaða í skýrslu nefndar- innar hefur hins vegar orðið sú að ákveðnir kostnaðarliðir sem upp- haflega voru horfur á að hver þjóð þyrfti að greiða verði sameiginleg- ir. Um flesta aðra kostnaðarþætti, sem á fyrri fundum nefndarinnar voru taldir til kostnaðar hjá hverri þjóð, varð niðurstaðan ann- aðhvort sú að ekki var gerð bein tillaga um hvort þeir teldust sameiginlegir eða þá að kostnað- arþættir væru að vísu taldir til- heyra hverri þjóð en með sérstök- um fyrirvara um dreifingu kostn- aðar er einstakar þjóðir yrðu fyrir. Þeim fyrirvörum var fyrst og fremst ætlað að gagnast ís- landi. Um helstu kostnaðarliðina er það að segja að gervitungl, eld- flaugar, skotpallar og stjórnstöðv- ar teljist til sameiginlegs kostnað- ar. Jarðstöðvar verði taldar til sameiginlegs kostnaðar en endur- varpsstöðvar í hverju landi verði greiddar af hverri þjóð fyrir sig. Rekstrarkostnaður gervitungl- anna, stjórnstöðvanna og sendi- stöðvanna verði sameiginlegur. Rekstrarkostnaður endurvarps- stöðvanna lendi hjá hverri þjóð. Aukin höfundarlaun vegna stækk- unar móttökusvæðis leggur nefnd- in til að hver þjóð beri varðandi þær dagskrár er hún framleiðir. Meginstefnan varðandi aukinn kostnað vegna dýrari innkaupa á sjónvarpsefni utan Norðurlanda er að hver þjóð beri hann. Þó var gerður sérstakur fyrirvari um dreifingu kostnaðar í undantekn- ingartilvikum. Um þýðingarkostn- að urðu miklar umræður og var sú skoðun lengstum í fyrirrúmi að hver þjóð ætti að bera kostnað af SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.