Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 55 f^Andinn kom yfir mig uppi í Munaðarnesi” — nýtt bamaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur talað um það við sig að tilfinn- anlega vantaði íslenskt barna- leikrit til að sýna á barnaári, en hún hafi þá sagst ekki hafa tíma til að sinna slíkum verkefnum. Hins vegar megi segja að andinn hafi komið yfir hana, er hún dvaldist í sumarbústað uppi í Munaðarnesi og hefði hún þá samið þetta leikrit, sem hún nefnir Ovita. Að sögn Guðrúnar fjallar leik- ritið um samskipti manna, þ.e. barna og fullorðinna, og sé það sambland af gamni og alvöru. Mörg hlutverk eru í þessu verki, en í því er hvorki söngur né dans heldur er leikritið saga úr hvers- dagslífinu og sagðist Guðrún hlakka til að sjá hvort börn hefðu gaman af slíku. „Annars vona ég að jafnt börn sem fullorðnir hafi gaman af þessu leikriti, því það finnst mér mælikvarði á það hvort leikritið er gott eða slæmt," sagði Guð- rún. Jón Birgir skrifar skáldsögu + Jón Birgir Pétursson hætti í vetur störfum sínum sem frétta- stjóri Dagblaðsins, en ástæðuna sagði hann vera að hann hefði verið orðinn leiður á Dagblað- inu og það á sér, svo þetta hefði verið besta lausnin fyrir báða aðila. Jón Birgir hefur í sumar unnið að því að skrifa bók og er nú langt kominn með hana. Sagði hann að bókin væri nokkurs konar eldhúsreifari, en óvenju- leg að því leyti, að hún fjallar um ríkan mann sem er myrtur pg hefst bókin á jarðarför hans. I söguþræðinum koma svo fram bæði góðar hliðar og slæmar á manninum. „Það á eftir að finna nafn á bókina," sagði Jón Birgir er við spurðum hvað hún ætti að heita. „Ráðgert er að hún komi á markað fyrir jól, en það er þó ekki alveg frágengið ennþá." Aðspurður um það hvað væri framundan hjá honum sagði Jón Birgir að hann myndi starfa sem málaliða (free lance) blaðamað- ur og skrifa bækur jafnframt því. Jón Birgir Pétursson og kona hans, Birna Karlsdóttir, leggja síðustu hönd á handrit að nýrri skáldsögu, sem koma á út fyrir jólin. Ljósm.: Kristinn SAMKVÆMT upplýsingum Sveins Einarssonar Þjóðleik- hússtjóra er ráðgert að sýna í Þjóðleikhúsinu í vetur leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sagði Guðrun að langt væri síðan Þjóðleikhússtjóri hefði Sigurður Sigurbergsson óskar Svavarsson að loknu sigi. ;í Kvikmynda■ tökunni' frestað — vegna mótmœla breska ieikarafélagsins „Ég skrapp tii Spánar f þrjár vikur. fór síðan til Vestmannaeyja og norður í Svarfaðardal til að fylgjast með kvikmyndatöku á Landi og sonum,“ sagði Ragnheið- ur Stcindórsdóttir er við inntum hana eftir því hvað hún hefði gert í sumarfrí- inu, en eins og flestir muna efiaust eftir lék hún aðai- hlutverk í njósnasögunni „Ut í óvissuna“ eftir Des- mond Bagley, sem kvik- mynduð var hér á landi í fyrrasumar á vegum BBC. Ráðgert var að Ragnheiður færi með aðalhlutverk í öðr- um þremur þáttum, sem áttu að vera einskonar framhald af hinum fyrri, og átti kvik- myndatakan að fara fram á Spáni í sumar. Af því varð þó ekki að sögn Ragnheiðar, þar sem breska leikarafélagið mótmælti því að erlend leik- kona færi með hlutverk, á þeirri forsendu að nóg væri af atvinnulausum breskum leikkonum, sem meiri rétt hefðu á að fá hlutverk en Ragnheiður. Kvikmyndatök- unni var því frestað, en Ragnheiður sagðist hafa litla trú á að úr þessu rættist bg sagðist hún eiginlea vera búin að afskrifa hlutverk sitt í myndinni. í vikunni byrjaði Ragn- heiður á æfingum hjá Iðnó, en þar mun hún leika í ný- legu bresku leikriti, sem taka á til sýningar 1 vetur. Siggi minkur á leið upp þver- hnfpta Fiskhella. Nýtt andtit á skerminum ÞAÐ þykir alltaf tíðindum sæta, er ný andlit birtast á sjónvarpsskerminum, en í apríl síðastliðnum auglýsti sjónvarp- ið eftir að ráða fréttaþul til starfa í stað Sigurjóns Fjeld- steds, sem lét af störfum sl. vor. Þetta starf virðist vera nokk- uð eftirsótt, því 89 sóttu um, en aðeins einn var ráðinn. Sá heppni heitir Guðmundur Ingi Kristjánsson og tekur hann til starfa þann 1. september næst- komandi. Guðmundur Ingi, sem hefur það að aðalstarfi að kenna i Laugalækjaskóla, sagðist hafa ákveðið að sækja um, er hann heyrði auglýsinguna, því hann hefði haft áhuga fyrir því að hafa aukastarf með kennslunni. í fyrra kenndi hann á kvöldin hjá Námsflokkum Reykjavíkur, en vildi nú breyta til. Þess má geta að Guðmundur Ingi er sonur Kristjáns Ró- bertssonar Fríkirkjuprests, sem í sumar hefur starfað sem fréttaþulur útvarpsins. Sagði Guðmundur Ingi að það hefði þó ekki haft nein áhrif á áhuga sinn fyrir því að gerast fréttaþulur, því þegar hann sótti um starfið hjá sjónvarpinu, hafði hann ekki hugmynd um að pabbi hans yrði þulur hjá útvarpinu. „Þarna verð ég um næstu mánaðamót,“ sagði Guðmundur Ingi Kristjánsson, sem tekur til starfa sem fréttaþulur sjónvarpsins um næstu mánaðamót. Svolítið taugaóstyrkur — nýr veðurfrœðingur í sjónvarpinu + Um siðustu mánaðamót byrj- aði sjónvarpið aftur útsending- ar sínar eftir sumarfrí og vakti það þá athygli margra að nýr veðurfræðingur var tekinn til starfa. Nýi veðurfræðingurinn heitir Trausti Jónsson og sagð- ist hann kunna ágætlega við sig á sjónvarpsskerminum, að vísu hefði hann verið svolítið tauga- óstyrkur í fyrstu, en þetta vendist þó furðu fljótt. Sagði Trausti að hann hefði fengið stöðu í spádeild Veður- stofunnar þann 1. júní sl. og hefði hann þá fyrst unnið í spádeildinni í Keflavík, en verið fluttur til Reykjavíkur þann 1. júlí. „Það má eiginlega segja að það fylgi starfinu í spádeildinni að koma fram í sjónvarpinu og lesa þar veðurfregnir," sagði Trausti. Að sögn Trausta liggur tölu- verð vinna í því að undirbúa veðurkortið fyrir útsendingur því seinlegt er að teikna hin ýmsu tákn inn á það, og fara allt að þrjár klukkustundir í undir- búningsvinnu fyrir hverja út- sendingu veðurfregna í sjón- varpinu. + Allt að þrír klukkutímar fara í að undirbúa veðurkortið fyrir útsendingu í sjónvarpinu. Hér er Trausti Jónsson að vinna við eitt slíkt. 1þverhníptum hamrinum Á þjóðhátíð Vestmannaeyja sýndu tveir Eyjamenn bjargsig og klif í Fiskhellum í Herjólfsdal, en það bjarg er um 200 m hátt, þverhnípt. Sá sem seig að þessu sinni er Óskar Svavarsson, sérlega iipur og snjall bjargmaður, og félagi hans, Sigurður Sigurbergsson, Siggi mink- ur, kleif hamarinn um leið. Þeir hittust á miðri leið og heilsuðust. Þeir félagar eru í hópi margra snjallra bjarg- manna í Eyjum, en þeir tilheyra hópi Hellisey: , sem löngum hafa þótt liprir í illkleifum björgu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.