Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 VERiÍjLD 1 Gúlag undir suðrænni sól Kúbumenn, þessir kross- farar hinna kommúnfsku hugsjóna, iáta sér mjög annt um álit sitt meðal ríkja þriðja heimsins og til að treysta stöðu sína fyrir væntanlegan fund þeirra f Havana f sept. n.k. hétu þeir þvf, að þeir skyldu láta lausa 3000 af 40.000 pólitfskum föngum þar f landi. Við þessi heit sfn hafa þeir ekki staðið, þvert á móti benda sfðustu atburðir til endurtekinna ofsókna á hendur kúbönskum andófsmönnum. í Madrid á Spáni hefur verið gefið út ritverkið „Skrifað á Kúbu, ljóð fimm andófsmanna". Höfund- ar ljóðanna sitja allir í fangelsi á Kúbu: Armando Valladares, 42 ára gamall, handtekinn árið 1960 og dæmdur í 30 ára fangelsi vegna eins ljóðs; Miguel Sales, 28 ára gamall, hefur ýmist verið utan eða innan fangelsismúranna frá 16 ára aldri vegna þess, að hann vildi fara frá Kúbu; Herberto Padilla, 47 ára gamall, hlaut verðlaun bókmenntamanna í Perú fyrir bók sína „Leiknum lokið" (Out of the Game) en Kastró og hans menn töldu bókina beinast gegn stjórnvöldum og fangelsuðu hann árið 1971; Ernesto Diaz Rodriguez, fertugur að aldri, handtekinn árið 1968 fyrir að vinna gegn stjórninni; Angel Cuadra, 48 ára gamall, dæmdur til dauða fyrir gagnbyltingarstarfsemi árið 1967, látinn laus fyrir tilstuðlan Amn- esty International árið 1976 en handtekinn aftur tveimur árum síðar. í „Skrifað á Kúbu“ er Kúbu Kastrós lýst sem „Gúlagi undir suðrænni sól“ og Ramon J. Sender, útlægur kúbanskur rithöfundur, skrifar í formála fyrir verkinu: „Á Kúbu nú á dögum er minna frelsi en í Evrópu á miðöldum eða á Spáni á tímum rannsóknarréttar- ins.“ Á sama tíma og forseti Mexikó, Jose Lopez Portillo, lofar Kastró sem „tákn og persónugerving mik- ilvægustu þjóðfélagshræringa á þessum aldarhelmingi“ benda kúbanskir andófsmenn, eins og t.d. útgefandinn Carlos Alberto Montaner, á, að í fangelsum Kastrós séu að tiltölu 5—10 sinn- um fleiri pólitískir fangar en í Chile, Argentínu, Brasilíu og Sov- étríkjunum. Armando Valladares, sem er bundinn hjólastólnum vegna löm- unar af völdum taugabólgu og næringarskorts árið 1974, var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir gagnbyltingarstarfsemi og hefur varið hálfri ævinni í dyflissum Kastrós. Kona hans, Martha Lop- ez, gekk að eiga hann árið 1969 í skrifstofu La Cabana-fangelsisins, þar sem Armando er hafður í haldi. Martha, sem nú er í útlegð, vonast til að geta vakið áhuga almennings á Vesturlöndum á örlögum manns síns og fengið hann leystan úr haldi með hjálp bókar eftir hann, sem smyglað var frá Kúbu, „Litast um úr hjólastól" (From My Wheel Chair). Valladares gat nýlega komið frá sér bréfi úr fangelsinu til spænska vikuritsins Cambio 16. í bréfinu lýsir hann þjáningum sínum og örvæntingu: „Árla morguns dag hvern eru mér færðir tveir bréf- pokar með lyfjum og nóta með, þar sem mér er sagt hvernig ég skuli taka þau. Vegna þess að ég er astmasjúklingur fæ ég litla súrefnisflösku, úðabrúsa, glös með blóðvatni og mótefnum við astm- anum og þegar ég fæ kast verð ég að annast meðferðina að öllu leyti einn. Gerið ykkur í hugarlund hvernig mér líður þegar ég vakna ósjálfbjarga að morgni dags með -»••• Harðstjóraþrenningin: Idi Amin, Bokassa keisari og „Hiff einstæða undur“ eins og Macias Nguema nefndi sjólfan sig. Harðstjórarl ... og þa var eftir einn“ Tveir eru fallnir og sá þriðji mun fylgja í kjöl- farið,“ sögðu tveir utan- ríkisráðherrar Afríku- ríkjanna, sem sátu fund Samveldis- landanna í Lusaka, þegar þeir fréttu af falli Francois Macias Nguema, forseta Miðbaugsgfneu. „Við skulum fara hægt í sakirnar og fagna engu fyrr en í ljós kemur hvernig hann reynist þessi liðsfor- ingi, sem steypti Macias af stóli," sagði þriðji ráðherrann. Það er ekki nema eðlilegt að Afríkumenn vilji ekki gera sér of miklar vonir með stjórnarskiptin að óreyndu, en hitt er þó víst, eins og tveir fyrmefndu ráðherrarnir bentu á, að það er með öllu óhugsandi, að nokkur geti tekið Macias, skrímslinu í Miðbaugsgíneu, fram í fúlmennsku og hrottaskáp. Með falli Maciasar og Idi Amins á undan honum er aðeins einn al- ræmdur einræðisherra eftir í Afríku, Bokassa í Mið-Afríku-keis- aradæminu. Almenningsálitið í Afríku hefur á síðustu árum mjög snúist gegn þessari harðstjóra- þrenningu, sem hefur ekki aðeins misþyrmt þegnum sínum heldur ófrægt alla álfuna að auki. Síðustu hryðjuverk Bokassa keis- ara, þegar drepin voru 100 skóla- börn, sem neituðu að klæðast ein- kennisbúningum frá klæðaverk- smiðju hans hátignar, hafa mjög grafið undan tökum hans í landinu, og raunar er ólíklegt, að Bokassa sæti enn á veldisstóli ef ekki kæmi til stuðningur frönsku ríkisstjórnar- innar. Af einhverjum ástæðum, sem ekki liggja í augum uppi, virðist Giscard d’Estaing forseti hafa kyn- legan áhuga á að hlaða undir þessa keisaranefnu. Sumir rekja það til hagsmuna bróður hans, sem er með umfangsmikinn rekstur í landinu, en það er þó ólíklegt, því að honum gæti jafnvel farnast betur ef annar og ekki jafn duttlungafullur maður héldi um stjórnartaumana. í Miðbaugsgíneu er ástandið þann- ig, að allt að þriðjungur þjóðarinnar hefur flúið land, eða um 400.000 manns, og ómögulegt er að geta sér til um hve margar þúsundir manna hafa verið pyntaðar og drepnar í fangelsum Maciasar. Á síðustu árum hafa það einkum verið Rússar, Kúbumenn og Kínverjar sem hafa stutt Macias en þessar þjóðir hafa orðið æ óánægðari með stjórn hans. Miðbaugsgínea samanstendur af eyjaklasa og 10.000 fermílna skák á meginlandinu. Helsta viðfangsefni nýrra stjórnenda verður að koma á sáttum með íbúum stærstu eyjarinn- ar, Bobo-ættbálknum, sem einkum studdi Macias, og Fang-ættbálknum á meginlandinu, auk þess að koma fótunum undir efnahagslífið. Colin Legum Fidel Cástro — eða „Lider Maximo“ astmakast. Á milli þess sem ég berst við það nær köfnun að draga andann verð ég að opna glösin, mæla mér eftir auganu réttan skammt, undirbúa úðunina og stilla kranana á súrefnisflöskunni o.s.frv. Ofsóknirnar á hendur andófs- mönnum hafa ekki aðeins tekið til menntamanna. Fyrrverandi vopnabræður Kastrós frá því á dögum byltingarinnar, eins og t.d. Hubert Matos og Eloy Gutierrez Menoyo, hafa einnig verið fangels- aðir fyrir andstöðu við harðstjórn- ina. Á byltingarárunum var Matos yfirmaður uppreisnarmanna í Camaguey-héraði og stjórnaði héraðinu fyrst eftir byltinguna. Þegar Kastró hafði ríkt í 10 mánuði var Matos handtekinn og gefið að sök að hafa „ófrægt byltinguna með því að kalla hana kommúníska", þeirri sakargift var seinna breytt og kölluð landráð. Menoyo, sem er Spánverji, var yfirmaður Escambray-herdeildar- innar í byltingunni og tók Havana herskildi sex dögum áður en Kastró hélt innreið sína í borgina 1. janúar árið 1959. Menoyo barð- ist gegn kommúnistum Kastrós þar til hann var handtekinn árið 1965 og dæmdur til dauða. Seinna var dóminum breytt í 30 ára einangrun, sem þó átti að fara Hubert Matos — gamall vopna- bróðir Kastrós og pólitískur fangi f tuttugu ár. eftir því hve vel „endurhæfingin" gengi. Menoyo, Matos, Valladares og Cuadra hafa aldrei hvikað frá sannfæringu sinni eða látið undan síga fyrir kommúnískri innræt- ingu Kastrós og manna hans. Enn sem komið er hafa aðeins 300 fangar verið látnir lausir þrátt fyrir yfirlýsingar Kastrós og yfir- völd á Kúbu segja, að ekki komi til mála að leysa úr haldi „glæpa- menn“ sem ábyrgð beri á „hryðju- verkum". Hitler var kallaður „Der Fuhrer", Mussolini „11 Duce“ en á Kúbu heitir Kastró „Lider Max- imo“. Á sama tíma og „leiðtoginn mesti" predikar það í hnattreisu sinni, að ríki þriðja heimsins skuli taka sér kúbönsku byltinguna til fyrirmyndar, skrifar Hubert Mat- os: „Ég er orðinn því meira en vanur að þjást á líkama og sál, vanur illri meðferð og hrellingum í þessum gleymdu og gröfnu af- komum mannlegrar niðurlæging- ar, sem eru fangelsi Kastrós, en þó er ýmislegt sem ég ekki fæ skilið: Hvers vegna er þetta ekki for- dæmt hátt og skýrt á strætum Caracas, í háskólunum í Mexíkó, frá predikunarstólnum í skoskum kirkjum, í franska sjónvarpinu, í kanadísku dagblöðunum, á þingi Sameinuðu þjóðanna?" Christopher Jones. Gjaldeyrismál vilja enga platpeninga Rúmenía, þessi kenja- krakki í hópi Aust- ur-Evrópuríkjanna, hefur nú tekið eitt óþekktar- kastið enn með því að ákveða skyndilega, að bensínmiðarn- ir, sem hverjum útlenskum ferðamanni eru nauðsynlegir, séu aðeins faiir fyrir „gjald- gengan“ gjaldeyri. Þetta hafði það í för með sér, að þúsundir ferðamanna frá Járntjaidslöndunum, Austur-Þýzkalandi, Ungverja- landi, Tékkóslóvakíu og Póllandi, sem dvöldust í Rúmeníu eða fóru þar um í sumarleyfinu, urðu þar strandaglópar. Ungverjar urðu fyrstir til að láta koma krók á móti bragði. Þeir ákváðu, að rúmenskir áætlun- ar- og vörubifreiðastjórar yrðu að greiða fyrir bensínið þar í landi með dollurum og frekari hefndaraðgerðir eru ráðgerðar. Rúmenar eru þó ákveðnir í að hvika hvergi frá ákvörðun- um sínum enda eru aðrar Austur-Evrópuþjóðir alveg jafn áfjáðar í vestrænt gull. Þeir segja, að þeir tímar séu liðnir, að þeir ívilni sínum kommúnísku bræðrum með rúmenskri olíu, sem þjóðin hafi fulla þörf fyrir til heima- brúks og útflutnings. Röksemdir Rúmena eru afar auðskildar. Til að unnt sé að sjá hundruðum þúsunda ferðamanna fyrir bensíni verða Rúmenar að flytja inn bensin, auk eigin framleiðslu, annaðhvort frá Vesturlöndum eða Sovétríkjunum. Fyrir vestræna olíu verða Rúmenar eðlilega að greiða með gildum gjaldmiðli en Rússar krefjast þess bara líka, eða að þeir fái einhverjar þær vörur, sem þeir geta selt á Vesturlöndum. Af þessu draga Rúmenar þá ályktun, að það sé ekki nema eðlilegt, að ferðamenn borgi olíuna með sama gjaldmiðli og upphaflega var gefinn fyrir hana. Viðbrögð Rússa hafa verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.