Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1979 53 Við efnahagslegan samdrátt þjást fin- ir veikustu mest Rætt við Marten Söder félagsfr. frá Svíþjóð „Við þjóðhagsleg vandræði og eínahagslegan samdrátt eru það hinir veikustu sem þjást fyrst og mest. Þroskahetir teljast til þess hóps sem á góðum tímum er reynt að nota við verðmætasköpun úti f þjóðfélaginu en þegar kreppir að f þjóðfélaginu, þá eru það þeir, sem eru látnir vfkja fyrir hagsmunum heildarinnar,“ sagði Marten Söder, félagsfræðingur frá Svfþjóð. Verður að tryggja að þroskaheftir fái að þroskast meðal annarra Hann flutti á ráðstefnunni erindi um aðlögun þroskaheftra að samfé- laginu. Aðlögun er það þegar þroska- heftir eintaklingar eru settir út í þjóðfélagið til náms eða starfa. Það hefur verið tilhneiging til að beita þessu á öllum Norðurlöndunum á síðustu árum. „Þar kemur margt til. Rannsóknir á sviði sálfræði sem voru gerðar á árunum upp úr 1950 sýndu, að það getur haft neikvæð áhrif á sálarheill barna að þurfa að dveljast á stofnunum. Og allt frá þeirri stundu hafa menn verið að auka skilning sinn á því, að stofn- anavist getur haft þessi neikvæðu áhrif á þroska og framfarir barns- ins. Ennfremur kom þar til, að á árunum 1950—1960 jókst mjög fjöldi þroskaheftra sem skráðir voru vegna betri greiningartækni. Stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því, að það kostaði mikið að vista allt þetta fólk á stofnunum og ýttu því undir þær tillögur sem voru uppi um aðlögun. Á árunum 1950—60 varð mikil framleiðsluaukning í atvinnuvegum og vinnuaflsþörfin jókst. Allt hjálp- aðisl þetta að við að opna augu ráðmanna fyrir því að aðlögunin væri hagkvæmur möguleiki. En nú þegar samdráttur hefur orðið í mörgum atvinnugreinum og hillir undir meiri samdrátt þá er full ástæða til þess að hugleiða, að þýðing aðlögunar geti verið að breyt- ast. Og það verður að forðast að nota aðlögunina á rangan hátt, heldur verður hún að tryggja, að þroska- heftir fái að þroskast á meðal annarra." En hver er reynsla nágrannaþjóða okkar af aðlögun þroskaheftra? „Ég held að allir geti verið sammála um, að aðlögun er jákvæð og reynsla Norðurlandanna af henni sé mjög til að styrkja þá skoðun. En það verður að tryggja það að aðlöguninni sé fylgt á eftir með öðrum aðgerðum samhliða, þannig að hún megi gagn- Marten Söder ast sem best. Það hefur því miður stundum orðið raunin, þegar aðlög- un hefur verið beitt, að þroskaheftir hafa verið setir út í þjóðfélagið án þess að til kæmu nokkrar aðrar ráðstafanir til að aðstoða þá. Þetta hefur því miður of oft orðið til þess að þessir einstaklingar hafa ein- angrast frá umheiminum í stað þess að aðlagast honum eins og í upphafi var ætlunin. Aðlögun verður að beita rétt Þetta segi ég ekki til þess að gera lítið úr aðlöguninni. Þvert á móti er ég fylgjandi því að aðlögun sé beitt og tel að hún hafi komið mörgu góðu til leiðar. En það verður að beita henni á réttan hátt. það má ekki einfalda framkvæmdina, þannig að fólk haldi að nóg sé að setja fólk bara út í þjóðfélagið. Þar þarf meira að koma til. Ég er hræddur um að fólk skilji oft á tíðum ekki vandann sem er samfara því að aðlaga þroskaheftan einstakling. Þegar stjómvöld sáu fram á, að kostnaður þjónustu við þroskahefta gæti orðið töluverður má segja að augu þeirra hafi opnast fyrir því að aðlögun þroskaheftra að samfélag: inu gæti verið jákvæður möguleiki. í stað þess að hafa í gildi sérlög um þjónustu við þroskahefta getur það verið betra að stuðla að aðlögun ef það þýðir að þá megi minnka þjónustu við þroskahefta á þeim forsendum. Ég vil benda fólki á, að þessi möguleiki geti verið fyrir hendi. Öll einföldun á aðlögun getur þýtt að henni verði beitt á rangan hátt og ekki til mesta mögulega gagns fyrir þroskahefta," sagði Marten Söder frá Svíþjóð. þessu felst meðal annars félagsleg aðstoð og hjálp á vinnumarkaði. Ef þessi aðstoð er veitt samhliða aðhæfingunni geta þroskaheftir náð að standa sig. Hér á íslandi hefur hingað til verið lögð á það aðaláhersla að vista þá, sem eru þroskaheftir, á sérstökum stofnunum. Á hinum Norðurlöndunum hefur hins vegar verið horfið frá því og þess í stað er þroskaheftum gert kleift að lifa með öðrum einstaklingum þjóðfé- lagsins og taka þátt í samfélaginu. Vist á stofnunum var áður fyrr talin besta lausnin en reynslan hefur sýnt okkur, að svo er ekki. Einangrun þroskaheftra einstakl- inga getur oft á tíðum hindrað það að þeir fái að þroskast eins og mögulegt væri. En á það ber hins vegar að líta að það mun ávallt verða þörf á stofnunum fyrir suma einstaklinga. Þroskaheftir einstaklingar hafa sömu þarfir og aðrir í þjóðfélaginu og það getur heft þroska þeirra að hýsa þá inni á stofnunum. Það er skylda okkar að reyna að sjá þeim sem eru ungir fyrir betri framtíð, með hliðsjón af þeirri reynslu sem við höfum fengið." Þörf á eflingu þjón- ustu við þroskahefta víða hérlendis „Það hefur einnig sýnt sig, að það er þörf á auknu samstarfi við foreldra þroskaheftra barna, allt frá þeirri stundu að það uppgötv- ast að barnið er þroskaheft. Á þessu er mikill misbrestur hér- lendis. Oft á tíðum virðist hjúkr- unarfólk og læknar ekki búa yfir nauðsynlegri þekkingu og ekki geta skilað frá sér upplýsingum til foreldra á jákvæðan hátt. Þarna er þörf aukinnar menntunar og þjálfunar á þessu sviði. Einnig hefur það reynst erfitt að halda tengslum við foreldrana frá þessari stundu og aðstoða þá gegnum erfiða tíma, með því að benda þeim á þjónustustofnanir og veita þeim aðstoð við uppeldið. En það er vonandi að opnari umræða um þessi mál verði til þess að breyta ríkjandi viðhorfum og gera fólk meðvitað um rétt sinn. Það er nauðsynlegt að efla greiningaraðstöðu hérlendis og ennfremur að kappkosta að veita þjónustu við þroskahefta víða um land, því það er mjög nauðsynlegt að foreldrar fái allt frá upphafi aðstoð og ráðleggingar. Á þann hátt má stuðla að því að þroski barnsins verði meiri en ella og koma í veg fyrir að barnið þurfi að dveljast á stofnunum fyrir þroska- hefta síðar á ævinni," sagði Bjarni Kristjánsson. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU EIGUM HINA VIDURKENNDU MICHELIN HJÓLBARÐA í EFTIRTÖLD UM STÆRÐUM: 145x10 165x14 145x13 185x14 155x13 205x14 165x13 205x16 175x13 700x16 Allt á sama stað Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE Tvöfalda limingin hefur valdið þáttaskilum í framleiðslu einangrunarglers og margsannað þrautreynda hæfni sina. Helstu kostir tvofaldrar limingar 1 Margfalt meiri þéttieiki gagnvart raka 2 Minni kuldaleiðni, þar sem ruður og loft- rúmslisti liggja ekki saman 3 Meira þol gagnvart vindálagi Með fullkomnustu vélasamstæðu sem völ er á framleiðir Glerborg hf. nú tvöfalt, þrefalt og fjór- falt einangrunargler, þar sem gæði og ending hafa margfaldast, en verðinu haldið niðri með hraðvirkri framleiðslutækni. Þú ættir að glugga í okkar gler, kynna þér yfir- burði tvöföldu límingarinnar og njóta um leið ráðlegginga og þjónustu sérfróðra sölumanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.