Morgunblaðið - 02.09.1979, Síða 7

Morgunblaðið - 02.09.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 7 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 16. Þáttur Fyrst er að afsaka það, að vísa Hlymreks handans mis- fórst lítillega í síðasta þætti. „Rétt“ á hún að vera þannig: Þótt eggjar á greindinni gjörskerpi, í gremju ég tungu að vör herpi. Það er vandamál vort að menn vita ekki hvort að kalla má einbirni örverpi. Jafnframt er tækifærið not- að til að ítreka óskir til lesenda þess efnis að þeir segi sína skoðun á merkingu orðsins örverpi. Gaman hefur mér þótt að fylgjast með ýmsu sem kom- ið hefur frá umferðaráði í fjölmiðlum. Það hefur verið á góðu máli og því áhrifa- meira og eftirminnilegra en ella. Þeir sem þar ráða ferð- inni, hafa áttað sig á því að stuðlað mál er sterkara en óstuðlað og hafa lagt rækt við þennan þjóðararf okkar, þann sem við megum síst týna. Með gætni skal um götur aka, er eitthvert nýj- asta slagorðið, stutt laggott og stuðlað. Mættu slagorða- smiðir og áróðursmenn hafa slíkt í huga. Þá hefur mér einnig þótt vænt um að orðið skutbíll er nú komið í auglýsingamál bílseljenda og ætti því þá að vera greið leið til festu í málinu. Lada skut-bíll var fyrir skemmstu auglýstur í sjónvarpinu. Lýsingarháttur nútíðar af sögnum er góður, þegar við á, en svolítið vandmeðfarinn eins og gengur. Sokkinn víöa semjandi selju banda handa, kom í hríðarkafaldi karl á skídum prjónandi. í þessum hringhendu stikluvikum gegnir lýsingar- hátturinn hlutverki sínu með prýði. Hitt finnst mér lakara hvernig notkun hans er stundum öpuð eftir ensku- mælandi mönnum og sagt: talandi um þetta eða hitt o.s.frv. (e. talking of). í við- tali í Vísi 25. ágúst sl. stend- ur: „Talandi um eftirminni- lega menn, hver íslenskra stjórnmálamanna er þér eft- irminnilegastur frá ferli þín- um á stjórnmálasviðinu?" Hér er enskan stæld held- ur hressilega. í kvikmyndar- texta í sjónvarpinu um svip- að leyti var hins vegar vendi- lega sneitt hjá þessu mállýti, þegar enski frumtextinn var með þessum hætti. Það má gera með mjög margvísleg- um hætti, og í sjónvarpsþýð- ingunni var talking of this þýtt: í þessu sambandi. í nútímamáli er lýsingar- háttur nútíðar látinn hafa endinguna -andi óbreytta í öllum föllum, tölum og kynjum. í fornu máli var þetta á annan veg. Beygðist þá karlkynið sem gluggi, kvenkynið sem elli og hvorugkynið sem auga, og má segja að sú beyging sé að vísu ekki fjölskrúðug. Af þessari gömlu beygingu eim- ir aðeins eftir nú á dögum, og því má heyra sagt: á vetri eða vori komanda, þó að menn segi ekki lengur í dag- legu tali stinganda strá, grátanda barn eða ég sá ganganda mann. í fornu máli var orðið kván (kvon) haft um eiginkonu. Þar af kom að karlar gátu kvænst eða kvángast (kvong- ast). Það segir aftur sína mannlífssögu að konur gift- ust, þ.e. voru gefnar, og enn þann dag í dag telja sumir málvöndunarmenn að rangt sé að tala um að karlar giftist. Þá þykir mér of langt gengið, enda verður að ætla að í góðum hjúskap gefist aðilar hvor öðrum án tillits til kynferðis. Hitt er hins vegar annaðhvort ónáttúra eða málfarsleg vitleysa ef sagt er að konur kvænist. í Vísi mátti lesa fyrir skemmstu að Liza Minelli hefði kvænst áströlskum söngvara 1967. Þetta minnir mig á sögu af ágætum starfs- bróður mínum, sem nú er löngu látinn, en hann var glapyrðingur þrátt fyrir góð- an lærdóm og mikla kunn- áttu, þ.e. hann mismælti sig oft. Hentu nemendur hans mjög gaman að þessu og söfnuðu ýmsu því sem hann missti út úr sér öðru vísi en hann vildi sagt hafa. Eitt var það með öðru, að Karl II. Svíakonungur hefði átt svo margar dætur að hann hefði haft fullt í fangi að afla þeim öllum kvonfangs, enda hafa þær sennilega ekki verið holt og bolt eins útgengilegar og leikstjarnan Liza Minelli. Steinunn Þórarinsdóttir mynd- listarmaður. Ljósm. Mbl. ól.K.M. Steinunn Þórisdótt- ir sýnir skúlptúra STEINUNN Þórarinsdóttir mynd- iistarmaður opnaði í gær sýningu á skúlptúrum í Gallerí Suðurgata 7. Þetta er íyrsta sýning Stcinunnar, en hún er 24 ára að aldri. Steinunn lauk stúdentsprófi frá MR árið 1974, en stundaði síðan forskóla- nám í eitt ár við College of Art Design í Portsmouth, Engiandi. Þaðan fór hún í listadeild Ports- mouth Polytechnic og lauk BA prófi í myndlistum frá þcim skóla sfðastiiðið vor. Öll verk Steinunnar eru unnin í leir að meira eða minna leyti en jafnframt koma önnur efni við sögu, svo sem járn og gler. Sýning Stein- unnar stendur til 16. september. Málverkauppboð Klausturhóla í dag KLAUSTURHÓLAR efna til mál- verkauppboðs á Hótel Sögu á morgun. sunnudag. klukkan 15. Boðnar verða upp 64 myndir. Meðal mynda, sem verða á upp- boðinu má nefna olíumynd eftir Jón Stefánsson, Kvöld við ströndina, olíumynd, eftir Ásgrím Jónsson frá því um aldamót, Séð til Keilis, olíumyndir eftir Jón Þorleifsson, Gunnlaug Scheving, Júlíönu Sveins- dóttur og Svein Þórarinsson, þrjár litlar teikningar eftir Emil Thor- oddsen, tvær teikningar eftir Tryggva Magnússon, vatnslitamynd eftir Magnús prófessor og blýants- teikning eftir Jón Helgason prófess- or af húsi Jón Péturssonar háyfir- dómara. Þá verður einnig boðin upp kolateikning eftir Kjarval af sr. Bjarna Jónssyni, Páli ísólfssyni og Guðbrandi Magnússyni og nokkrar fleiri Kjarvalsteikningar. Þá munu Klausturhólar efna til bókauppboðs laugardaginn 8. sept- ember og verður það að Laugavegi 71, klukkan 14. Þar verða margar merkar bækur á uppboði og verða þær sýndar í Klausturhólum föstu- daginn 7. september kl. 9—18. Loks verður myntuppboð Klausturhóla haldið að Laugavegi 71 sunnudaginn 9. september klukkan 14 og verða uppboðsmunir sýndir kl. 10—12 sama dag. Við kynnum nýjar snyrtivörur frá PIERRE ROBERT Breytt Naturelle Hárlína 3 tegundir af shampoo og hárnæringu. Nýr lagningarvökvi með HENNAEXTRAKT sem gefur hárinu aukna mýkt og glans. FÁST í SÉRVERSLUNUM. <zMmeri'SKCi “ Tunguhálsi 11, sími 82700. Viltu Viö höfum ákveöiö, ef næg þátttaka fæst, aö halda frítt saumanámskeið fyrir konur og karla sem áhuga hafa á aö læra aö sauma og vilja aö loknu námskeiöi vinna hjá okkur. Námskeiöiö fer fram á kvöldin frá 5. september n.k. til 15. sept. Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband viö Her- borgu Árnadóttur, verkstjóra. SAUMASTOFA, Fosshálsi 27, sími 85055. Af~ SAUMASTOFA, Wkarnabær Fosshálsi 27, sími 85055.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.