Morgunblaðið - 02.09.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
15
Og loksins gekk rófan
Um svipað leyti var Geir Hall-
grímssyni falin stjórnarmyndun
og þreifaði hann fyrst fyrir sér um
þjóðstjórn, en við litlar undirtekt-
ir, enda neituðu kommar að vinna
með íhaldinu. Hinn 11. ágúst
hófust síðan viðræður um sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks og þá
brá svo við, að þagnarhjúpurinn
féll af Ólafi Jóhannessyni, sem
sagði, að mörg ljón yrðu á vegin-
um fyrir samstjórn þessara
þriggja flokka.
Sama daginn stigu þeir Guð-
mundur jaki og Karl Steinar upp
úr öskustónni og þóttust miklir
fyrir sér, enda vopnaðir ályktun
frá framkvæmdastjórn Verka-
mannasambandsins, sem þeir
höfðu sjálfir samið og pantað. Þar,
segir, að sambandið harmi að'
’Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
„skuli ekki hafa náð sameiginlegri
afstöðu í stjórnarmyndunarvið-
ræðunum. Stjórnin telur sig mæla
fyrir munn þúsunda verkafólks
um land allt, þegar hún skorar á
báða þessa flokka að taka upp
beinar viðræður sín á milli, sem
hefðu það að takmarki að ná
sameiginlegri afstöðu til að
tryggj a kaupmátt tekna verka-
fólks, atvinnuöryggi og félagsleg-
ar umbætur til handa þeim er
minnst mega sín.“
Þessi ályktun hafði tilætluð
áhrif. Fulltrúar Alþýðuflokksins í
stjórnarmyndunarviðræðunum
við Sjálfstæðisflokkinn urðu við-
utan á fundunum, enda hófust
þegar í stað óformlegar viðræður
þeirra Gröndals og Lúðvíks, en
áttu þó að fara leynt. „Það voru
vöflur á okkur, þegar við tókum
þennan kost og þær vöflur hafa
mjög aukizt eftir ályktun Verka-
mannasambandsins," sagði einn
af þingmönnum Alþýðuflokksins,
enda sleit hann umræðunum án
þess að gera grein fyrir sjónar-
miðum sínum. Og Geir Hallgríms-
son tilkynnti forseta íslands það,
að stjórnarmyndunartilraun sín
hefði mistekizt.
„Jú, þetta er stór
stundsagði Lúðvík
Hinn 16. ágúst fól forseti ís-
lands Lúðvík Jósepssyni stjórnar-
myndun. — „Jú, þetta er stór
stund," sagði hann, þegar hann
kom af fundinum á Bessastöðum
og lýsti því yfir, að hann væri
tilbúinn að endurskoða fyrri af-
stöðu sína til gengislækkunar og
ýta herstöðvarmálinu til hliðar.
Þess sáust fljótt merki, að óðum
miðaði í samkomulagsátt milli
A-flokkanna, svo að Ólafi Jóhann-
essyni leizt ekki meira en svo á. —
Það þýðir ekki að bjóða Fram-
sóknarmönnum einhvern „tilbú-
inn pakka“, sagði hann. Og bætti
við, þegar aftur var farið að
skeggræða minnihlutastjórn
A-flokkanna með hlutleysi Fram-
sóknar: „Þeir tóku nú ekki því
tilboði, þegar við bárum það fram
og ég tel ekki líklegt að það verði
endurnýjað ... Ég held að þá verði
a.m.k. ein umferð eftir enn, því
ætli ég yrði þá ekki að fá mitt
tækifæri." Þetta var 18. ágúst.
Þrem dögum síðar var tilkynnt,
að í höfuðdráttum hafi náðst
samkomulag um efnahagsmálin
fram til áramóta.
Þegar hér var komið sögu, sáust
þess ýmis merki, að Lúðvík hafði
glaðst of snemma. Alveg eins og
kommúnistar höfðu ekki áður
getað unnt Gröndal þess að verða
forsætisráðherra, settu kratar nú
Lúðvík stólinn fyrir dyrnar: Þann-
ig lýsti Gröndal því yfir, að
Alþýðuflokkurinn gæti ekki sætt
sig við forsætisráðherra er væri á
móti stefnu stjórnar sinnar í
utanríkismálum, en Lúðvík gerði
sig stóran með því að segja að
hann hefði leyst öll vandamálin,
sem um hefði verið deilt og neitaði
að taka sæti í ríkisstjórninni
nema sem forsætisráðherra. Urðu
nú bréfaskipti og heitingar milli
A-flokkanna og um skeið virtist
svo sem óbrúanleg gjá væri að
myndast milli þeirra, en Ólafur
Jóhannesson stóð álengdar og
glotti út i annað munnvikið.
— Það er stórmannlegt eða hitt
þó heldur af Alþýðuflokknum að
geta þegið það að Lúðvík vinni
verkin, sem Benedikt Gröndal var
ekki maður til að vinna, sagði einn
af forystumönnum Alþýðubanda-
lagsins.
Alltaf eru kommar eins, var
svar krata.
Ólaís þáttur
Ólafur Jóhannesson notaði sér
til hins ítrasta þann ágreining
sem upp var kominn milli A-flokk-
anna um forsætisráðherraem-
bættið. Þannig var hann jafn-
reiðubúinn til að sætta sig við að
Lúðvík settist í þann stól nú sem
hann hafði áður verið drumbs
gagnvart Benedikt. Þetta olli tölu-
verðu uppþoti í Framsóknar-
flokknum, einkanlega var Tómas
Arnason ósveigjanlegur í and-
stöðu sinni við Lúðvík og sömu-
leiðis Steingrímur Hermannsson,
en milli þeirra Ólafs kom til
harðra orðaskipta vegna þessa.
Vilmundur Gylfason, alþingismaður:
„Hef ekki svo vitt kok að
ég gleypi hvað sem er”
„Ég er í þeirri persónulega
einkennilegu stöðu, að ég er nú
að upplifa leiðinlegasta og
subbulegasta sumar sem ég hef
lifað og það finnst mér í
sannleika sagt hart eftir að hafa
verið einn af arkitektum mesta
kosningasigurs í sögu lýðveldis-
ins. Ég vil ekki bera ábyrgð á
langri stjórnmálalegri kreppu í
landinu en ég hef ekki svo vítt
kok að ég gleypi hvað sem er. Ég
verð að sjá stjórnarsamninginn
í heild sinni áður en ég geri upp
hug minn til þessa stjórnarsam-
starfs og ef ég sé ekki að þar sé
stefnt að þeirri kerfisbreytingu
í efnahagsmálum, sem ég tel
nauðsynlega til að komast fyrir
rætur verðbólgumeinsins þá er
tómt mál að tala um minn
stuðning", sagði Vilmundur
Gylfason alþingismaður er Mbl.
spurði hann í gærkvöldi um
viðhorf hans til hugsanlegs
stjórnarsamstarfs Alþýðu-
flokks, Alþyýðubandalags og
Frámsóknarflokks. „Þessi mál
eru komin á lokasprettinn og ég
ætti að geta svarað spurningum
Morgunblaðsins ákveðið á
morgun".
„Hér hefur ríkt brjáluð verð-
bólga", sagði VHmundur, „með
þeim afleiðingum að láglauna-
fólk hefur verið fótum troðið og
alls kyns spilling þrifizt. Ég veit
að með málflutningi okkar fyrir
kosningar vöktum við vonir um
að gegn þessu yrði ráðizt og ég
ætla að standa mína plikt”.
Mbl. spurði Vilmund um
afstöðu hans til Ólafs Jóhannes-
sonar sem hugsanlegs forsætis-
ráðherra í samstjórn þessara
þriggja flokka. Vilmundur sagði:
„Sérhvert orð sem ég hef sagt og
skrifað, það stendur".
Þegar Mbl. spurði hvort það
væri rétt að hann væri búinn að
tilkynna áhuga smn á ráðherra-
embætti í ríkisstjórn þessara
þriggja flokka undir forsæti
Ólafs ef viðunandi málefna-
grundvöllur fengist, sagði
Vilmundur: „Ég hef enga slíka
yfirlýsingu gefið á þessu augna-
bliki“.
Áöur en til úrslita dró, skilaði
Lúðvík umboði sínu til forsetans
og sagði af því tilefni á blaða-
mannafundi: „Það er búið að rétta
skútuna af, það er búið að sigla
henni í gegnum skerjagarðinn og
því ætti það ekki að vera ofverk
þess sem á að verða skipstjóri að
sjá til þess að skútan verði eðli-
lega bundin." Og í þeim svifum
rölti Ólafur Jóhannesson niður á
bryggjusporðinn og greip endann,
sem Lúðvík kastaði á land, og
hafði við orð, að þetta gæti orðið
ríkisstjórn, sem ætti „eftir að
endast eitthvað". Og svo hefði það
ekki „spillt fyrir" að hann væri nú
kominn með stjórnarmyndunar-
forystuna í herbúðir Framsóknar-
manna.
Alþýðubandalagsmenn tóku
Ólafi vel, en ýmsir Alþýðuflokks-
menn voru á hinn bóginn þungir á
brúnina. — „Þetta stjórnarmunst-
ur er ekkert sérstaklega aðlaðandi
í augum okkar Alþýðuflokks-
manna," sagði Sighvatur Björg-
vinsson. „Við leggjum áherzlu á,
að aðgerðir í efnahagsmálum
verði í upphafi miðaðar við að
endast út kjörtímabilið" ... „Við
munum að sjálfsögðu gera strang-
ar kröfur til þess stjórnarsátt-
mála sem gerður verður bæði um
umbætur og að hann verði tryggi-
legur þannig að við eigum það ekki
undir túlkun eins eða neins eftir á
hvað ríkisstjórnin hyggst gera“ ...
„Ólafur Jóhannesson er búinn að
gera margar umbætur á sviði
dómsmála. Það verður að viður-
kennast. Þær umbætur, sem við
viljum nú til viðbótar, stefna fyrst
og fremst að því að létta hinum
pólitíska hrammi af dómsmálun-
um.“
Og svo var
stjórnin mynduð
Hinn 29. ágúst þótti sýnilegt, að
Ólafi myndi takast að mynda
stjórn. Einstaka krati reyndi þó
að malda í móinn, eins og Vil-
mundur, þegar hann sagði: Ég
verð að sjá stjórnarsamninginn í
heild áður en ég geri upp hug
minn til þessa stjórnarsamstarfs
og ef ég sé ekki að þar sé stefnt að
þeirri kerfisbreytingu í efnahags-
málum, sem ég tel nauðsynlega til
að komast fyrir rætur verðbólgu-
meinsins, er tómt mál að tala um
minn stuðning. Hann sagði enn
fremur: „Ég er í þeirri persónu-
lega einkennilegu stöðu að ég er
nú að upplifa leiðinlegasta og
subbulegasta sumar sem ég hef
lifað og það finnst mér í sannleika
sagt hart eftir að hafa verið einn
af arkitektum mesta kosningasig-
urs í sögu lýðveldisins. Ég vil ekki
bera ábyrgð á langri stjórnmála-
legri kreppu í landinu en ég hef
ekki svo vítt kok að ég gleypi hvað
sem er.“
Um skeið var sú krafa uppi, að
Alþýðuflokkurinn fengi stól dóms-
málaráðherra undir Vilmund, sem
framsóknarmenn neituðu algjör-
lega og sögðu, að með þessu væri
Alþýðuflokkurinn hreinlega að
kalla fram slit á stjórnarmyndun-
arviðræðunum. Vilmundur hefur
lýst þessum atburðum í blaða-
grein þannig:
„Svo komu kosningar. Þrátt
fyrir allt urðu úrslit þau, að
umbótaskriðan vann stærri sigur
en dæmi eru til um í sögu lýðveld-
isins. Gamla kerfið skítlá. Ástæð-
ur voru auðvitað margar og flókn-
ar og snertu auðvitað fleiri þætti
þjóðlífsins en þá sem hér eru
gerðir að umræðuefni. Þegar rík-
isstjórnin var mynduð í lok ágúst
vildi ég að nýja kerfið fengi
embætti dómsmálaráðherra, taldi
það rökræna og siðræna niður-
stöðu kosninganna og auk þess
skyldu við skoðanasystkini til
margra ára. Þetta gerðist ekki.
Gamla kerfið hélt því embætti. Þá
hef ég verið næst því að fara á
taugum, láta yfirvegaða hug-
myndafræði lönd og leið, í hasar
undangenginna ára. Þetta voru
auðvitað svik við niðurstöður
kosninganna. En því miður, þing-
flokkur Alþýðuflokksins var ekki
að mínu mati nægilega stórhuga á
þeim tíma fyrir hönd hins nýja
kerfis.
Stjórnarmyndun á lokastigi
gengur þannig fyrir sig, að þing-
flokkar sitja á fundum, en foringj-
ar ganga á milli og bera skilaboð.
Benedikt okkar kratanna kom með
þau skilaboð að hann hefði lagt
þunga áherzlu á það við Ólaf og
Lúðvík að það væri krafa okkar og
í samræmi við kosningaúrslit að
við tækjum dómsmálin. Ólafur og
Lúðvík sögðu jú en lögðu á það
mjög þunga áherzlu að í slíkt
embætti yrði að veljast löglærður
maður!! Mér þótti ekki mikið koma
til samningsstyrkleika okkar
manna, en kaus að halda mér
saman þar sem málið var mér
nokkuð augljóslega skylt! Næst
gerðist það að þau skilaboð komu
frá Ólafi Jóhannessyni að þing-
flokkur Framsóknarflokksins
harðneitaði að Alþýðuflokkurinn
fengi þetta embætti. Okkar þing-
flokkur svaraði með því að segja
að við legðum mikla áherzlu á
þetta embætti, en gerðum það þó
ekki að úrslitaatriði. Vond samn-
ingamennska það. Allt um það.
Daginn eftir las ég í blöðunum að
embættið hefði hreppt Steingrím-
ur Hermannsson rafmagnsverk-
fræðingur. Þeir hafa sennilega
ætlað að koma upp rafmagnsstól-
um á íslandi — og afgangsorkuna
mætti þá nota til þess að sjóða
niður grænar baunir.“
Og þegar þannig hafði skipast
málum, var nýja stjórnarfleyið
hans Lúðvíks loksins tryggilega
bundið við bryggjuna. Dável lá á
gamla manninum Ólafi, enda
hafði hann ráðið þá Guðmund
jaka og Karl Steinar til þess að
flytja kóngsins mann yfir
Skerjafjörð, og þegar hann horfði
á ráðherrana sína átta, gat hann
ekki orða bundizt, heldur sagði:
Nýir vendir sópa bezt.
H.Bl.