Morgunblaðið - 02.09.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
17
Gusugangur
í sjónvarpi
Breska sjónvarpsmyndin
um pá Green-peacomenn
aö vinna fraakileg afrek hér
á íslandsmiöum í byrjun
hvalvertíöar í vor er dæmi-
gerö um pá tegund svo-
nefndra heimildamynda par
sem flestu er skotiö undan
sem veröa mætti „söku-
dólginum" til málsbótar.
Raunar er paö ekki nýtt aö
sjónvarpsvélin eins og hall-
ist á sveif meö peim mönn-
um sem stjórna henni, en
pá er baö samt ávallt til
bóta ef hreinskilnislega er
gengið til verks og menn
eru ekkert aö pukrast meö
paö hverja peir telja synd-
lausa og hverja bersynd-
uga.
í myndinni um svonefnda
baráttu peirra Green-
peace-manna fyrir almenn-
um hvalréttindum streitast
höfundarnir viö aö sýnaat
sanngjarnir og fordóma-
lausir en tekst hvoru-
tveggja óhönduglega. Lýs-
ing peirra á atburöum hér
er aö pví leyti vandiega
fölsuð að textinn aö
minnsta kosti er morandi í
lævíslegum aödróttunum
sem eiga pví miöur áreiö-
anlega eftir aö hitta í mark
hjá peim aragrúa erlendra
sakleysingja sem pekkja
naumast hvalbein frá fiör-
ildísvæng.
í myndinni er aö minnsta
kosti tvívegis gefiö í skyn
aö peir hjá Hval h.f. séu í
grunsamlega nánum
tengslum viö ríkisstjórn
okkar („close to the
government"), rétt eins og
Olafur, Svavar og allir hinir
greifarnir séu leynilegir
hluthafar í útgeröinni og
hagnist peim mun betur
sem fleiri hvölum sé slátr-
aö. Hrekklaus breskur
borgari sem meötekur
pennan fróöleik par sem
hann er aö sötra f sig kvöld-
teið hlýtur aö skipa okkur á
bekk meö örmustu prælum
priöja flokks bananalýð-
veldis par sem einræöis-
herra stundarinnar er pegar
búinn aö sölsa undir sig
framleiöslutækin.
Þá er mönnum boöiö
uppá aö trúa pví að viö
Íslendíngar drepum hval-
skepnuna hömlulaust og án
pess aö skeyta hiö minnsta
um afleiöingarnar. Þetta er
aö vísu ekki fremur en
endranær sagt berum orö-
um. En eftir aö snöggvast
hefur verið impraö á kvóta,
pá eru pær upplýsingar
snarlega bornar á borö fyrir
hlustendur aö á samri
stundu sem hvalveiðivertíð-
in hefjist hér viö ströndina
séu hinir illskeyttu íslend-
ingar roknir af staö „aö
veiða eins mikiö og peir
geta“, eins og segir orörétt
í myndinni.
Sitthvaö er samt spaugi-
legt í pessari framleiöslu,
aö minnsta kosti frá bæjar-
dyrum íslendings séö. Viö-
skipti Greenpeace-manna
viö íslenska dómsvaldiö eru
færö í næsta billegan
dramatískan búning. Kem-
ur semsagt í Ijós aö íslend-
ingar eru ekki aldeilis á
peim buxunum aö fara aö
landslögum pegar hinir in-
dælu Greenpeace-menn
eiga hlut aö máli. í mynd-
inni er óspart látíö aö pví
liggja aö réttvísin hér á
Fróni sé lítiö beysnari en
gerist meö spilltustu ein-
ræöisstjórnum.
Til dæmis gæti mönnum
skilist aö paö hafi eiginlega
verið fyrir einskæra tilviljun
(ef ekki yfirnáttúrlega for-
sjón) aö nokkur löglæröur
maöur hérlendur fékkst til
aö gerast málsvari erlendu
krossfaranna frammi fyrir
íslenskum dómstólum. Og
pegar hann finnst, pá gæti
paö rétt eins stafaö af pví
aö konan hans er meðlimur
í íslenskum hvalverndar-
samtökuml Þaö er aö
minnsta kosti skýrt tekið
fram. „Fortunately they
found a sympathetic
lawyer," tónar Þulurinn
hræröur, svona rétt eins og
mennirnir heföu ella verið
teknír og hengdir, án dóms
og laga. Ég er hræddur um
aö íslenski lögmaöurinn,
sem ég veit ekki betur en
sé sómakær maður, fari
fremur illa útúr viöskiptum
sínum viö bresku sjón-
varpsmennina. Ég Þykist
viss um aö hann hafi ekki
ætlað aö lýsa yfir fyrir al-
heimi aö jafnvel virðuleg-
ustu hæstaréttardómarar
okkar gefi skít í lögin ef Þaö
falli í kramiö hjá hvalveiöi-
köllunum, en Þannig skilar
Þetta sér nú samt í mynd-
inni. Mig grunar að höfund-
arnir hafi klippt nokkuð
djarft Þegar peir voru aö
reka endahnútinn á verkiö.
Ég talaöi um spaugilegu
hliðarnar á Þessari áróöurs-
mynd; svo eru aörar ótrú-
lega barnalegar. island,
upplýsir Þulurinn, „is a rich
country", og ialendingum
væri pví í lófa lagiö aö
Þyrma hvalnum og greiöa
Því fólki einfaldlega at-
vinnuleysisbætur sem par
meö stæöi uppi atvinnu-
laustl Svona eru hlutirnir
einfaldir Þegar menn eru
múraðir. Auk Þess Þarfnast
fólkið sem vinnur viö hval-
inn alis ekki Þessara aura,
er Þulurinn látinn bæta viö.
Þetta er bara námsfólk og
kennarar aö fóöra pyngjuna
fyrir veturinnl
Nú væri gaman aö manna
bátpung á Bretann og sjóöa
aö svo búnu saman sjón-
varpsmynd par sem pulur
meö huggulega rödd skor-
aöi á Þá aö leggja niöur
svosem eina atvinnugrein
af veglyndi sínu, eins og til
dæmis Þann angann af
breskum landbúnaöi sem
nefndur er Því afleita oröi
„verksmiöju-landbúnaöur".
Við Þá iöju er gengiö Þann-
ig frá skepnunum aö Þær
geta naumast hreyft legg
né liö allt frá Því Þær eru
bornar í Þennan heim og
Þar til slátrarinn kveður
Þær hinstu kveöjunni: viö
Þvílíkar pyndíngar gefa
Þær nefnilega mestan arö.
Þegar ég var í London á
dögunum og sá fyrrnefnda
Greenpeacemynd var ungt
fólk einmitt á feröinni Þar á
götunum meö flugrit par
sem heitiö var á almenning
að berjast gegn Þessum
Þrauthugsaöa viöbjóöi.
Ég á ekki von á Því, satt er
Það, aö Bretinn telji sig hafa
efni á Því (eins og hinir
vellríku íslendingar) aö
friömælast viö erlenda upp-
hlaupsmenn meö pví ein-
faldlega aö loka vinnustöö-
um og setja verkafólkið á
hreppinn. En í fullri vin-
semd mætti samt benda
Þessum grönnum okkar á
að Þeir Þurfa ekki aö vera
meö gusugang í annarra
manna húsum til Þess aö
gera góöverk á málleysingj-
um.
Gísli J. Ástþórsson.
stjórnað eru einfaldlega óhæfir til
að stjórna, og eiga ekki að gera
tilraun til þess. En núverandi
stjórnarherra skortir líka mann-
dóm til að viðurkenna þessa aug-
ljósu staðreynd fyrir sér og öðr-
um.
Gengisfallið
Sú var tíðin, að Alþýðubanda-
lagið hamaðist á móti hverri
einustu gengislækkun, sem fram-
kvæmd var. Það var stöðugt við-
kvæði Alþýðubandalagsins, að
gengislækkun væri ekki leiðin til
þess að ráða við efnahagsvanda
þjóðarinnar, að gengislækkun
væri aðferð kapítalistanna í land-
inu til þess að ræna launþega og
flytja fjármuni yfir til atvinnufyr-
irtækjanna. Enginn getur neitað
því, að andstaða við gengislækkun
hefur verið rauður þráður í öllum
málflutningi Alþýðubandalagsins
alla tíð. Hvað er orðið um þessa
afstöðu Alþýðubandalagsins að
liðnu ári í núverandi ríkisstjórn?
Gengi krónunnar hefur lækkað
stöðugt frá því að núverandi
ríkisstjórn tók við. Fyrir einu ári
kostaði dollar 260 krónur. Nú
kostar hann á fimmta hundrað
krónur. Hver veitir heimild til
gengislækkunar og gengissigs?
Það er Svavar Gestsson, við-
skiptaráðherra Alþýðubandalags-
ins. Seðlabankinn getur ekki
framkvæmt gengissig nema með
leyfi viðskiptaráðherra. Reglu-
lega skrifar Svavar Gestsson
Seðlabankanum bréf, þar sem
hann veitir heimild til að fella
gengi krónunnar. Svavar Gestsson
er í dag aðal gengisfellingarpost-
ulinn meðal íslenzkra stjórnmála-
manna. Fáir hafa fellt gengið jafn
mikið og á jafn stuttum tíma og
Svavar Gestsson. Aðrir ráðherrar
Alþýðubandalagsins eru ekki
betri. Ef nokkuð er, hefur Hjör-
leifur Guttormsson verið óánægð-
ur með, að gengið hefur ekki verið
fellt enn meir en raun ber vitni
um.
Hinar heilögu kýr Alþýðu-
bandalagsins hafa fallið hver af
annarri. í eina tíð mátti sá flokkur
ekki heyra það nefnt, að komið
væri nálægt kjarasamningum með
lögum. Nú hafa þeir hamast við að
setja lög í 12 mánuði til þess að
skerða kjarasamninga. í eina tíð
mátti Álþýðubandalagið ekki
heyra minnst á gengisfellingu. Nú
hamast það við að fella gengi
krónunnar. Alþýðubandalagið er
bersýnilega ekki sami flokkur og
það var fyrir 12 mánuðum. Það er
meira að segja búið að sitja heilt
ár í ríkisstjórn án þess svo mikið
sem nefna það á nafn að banda-
ríska varnarliðið eigi að hverfa af
landi brott. Einhver mundi kom-
ast að þeirri niðurstöðu, að Al-
þýðubandalagið væri á góðri leið
með að verða samstarfshæft í
ríkisstjórn.
Skatta-
lækkanir
Alþýðuflokkurinn hefur lengi
barizt fyrir skattalækkunum. Al-
þýðuflokkurinn hafði lækkun
skatta á stefnuskrá sinni fyrir
kosningar og lofaði kjósendum því
að lækka skatta. Hvað hefur þessi
flokkur gert í ríkisstjórn? Hann
hefur að sjálfsögðu staðið fyrir því
að stórhækka skatta. Eitt fyrsta
verk núverandi ríkisstjórnar var
að hækka skatta mjög verulega á
einstaklingum og fyrirtækjum.
Enn muna menn viðbótarskatt-
ana, sem lagðir voru á, þegar
stjórnin tók við völdum. Þá var
sagt, að þessi skattahækkun væri
nauðsynleg til þess að leysa þann
vanda, sem fyrrverandi ríkis-
stjórn hafði skilið eftir sig.
Skattahækkanir voru notaðar til
að auka mjög verulega niður-
greiðslur á búvörum og með þeim
hætti var vísitalan fölsuð um
skeið.
Nú hefur ríkisstjórnin smátt og
smátt verið að lækka niðurgreiðsl-
ur þannig að búvöruverðið hefur
hækkað mjög stíft. En hafa skatt-
ar þá verið lækkaðir? Ekki aldeil-
is. Fyrst eru skattar hækkaðir til
þess að hægt sé að lækka verð á
nauðsynjum. Síðan er verð á
nauðsynjum hækkað á ný en
skattar eru ekki lækkaðir á móti.
Undanfarnar vikur hefur ríkis-
stjórnin þvert á móti verið að
rífast um það, hvað hún ætti að
hækka skatta mikið til viðbótar
við það, sem áður hefur verið gert.
I hvert skipti, sem þingmenn
Alþýðuflokksins hafa rétt upp
höndina til þess að greiða atkvæði
með skattahækkunum hafa þeir í
orði krafizt skattalækkana. Sjálf-
sagt hafa einhverjir látið blekkj-
ast af þessu fyrst í stað en ekki
lengur. Þingmenn Alþýðuflokks-
ins ættu að hafa það í huga næst
þegar þeir rétta upp höndina til
þess að greiða atkvæði með
skattahækkunum, að það færi
betur á því að þeir krefðust ekki
skattalækkana í sömu andrá. Það
eru mannasiðir, sem nauðsynlegt
er að þeir fari að læra.
Hver verður
framtíð
þessarar
stjórnar?
Þegar ár er liðið frá því, að þessi
ríkisstjórn var mynduð er svo
komið fyrir henni, að menn velta
því ekki fyrir sér, hvort hún muni
halda út kjörtímabilið, heldur
hvenær hún fari frá. Verður það í
haust, um áramót eða næsta vor?
Hér skal engu um það spáð,
hvenær ráðherrarnir hafa mann-
dóm til að horfast í augu við
sjálfa sig og viðurkenna, að þeim
hafi mistekizt. Hitt er alveg ljóst,
að þessi stjórn vinnur engin afrek
úr þessu. Hið eina, sem hún getur
gert er að koma efnahagsmálum
þjóðarinnar í enn meira öngþveiti
en þegar er orðið, þannig að það
verði þeim mun erfiðara fyrir þá,
sem við taka að loknum nýjum
kosningum að hreinsa til.
Þessi vinstri stjórn hefur verið
mun fljótari en hinar fyrri vinstri
stjórnir, sem myndaðar hafa verið
frá lýðveldisstofnun til þess að
sýna það og sanna, að hún er
einskis megnug. Þegar Hermanni
Jónassyni varð það ljóst í árslok
1958 hafði hann manndóm til að
segja af sér. Ólafur Jóhannesson
sýndi það hins vegar vorið 1974, að
henn þorir ekki að horfast í augu
við staðreyndir. Þess vegna er
engin ástæða til að ætla, að hann
sýni nú sömu karlmennsku og
Hermann í árslok 1958. Þvert á
móti má ætla, að þjóðinni verði
ekki þyrmt við því að horfa á
langvarandi dauðateygjur þessar-
ar ríkisstjórnar.