Morgunblaðið - 02.09.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
21
einlægni sinni og glaðværð kom
hann sér allstaðar vel og var
vinsæll maður meðal þeirra sem
hann þekktu og umgengust. Hann
lífgaði upp á umhverfi sitt með
glaðlyndi sínu, og því að sjá hið
jákvæða við flesta hluti og halda
því fram. En ef því var að skipta
var hann hins vegar ákveðinn í
skoðunum og fastur fyrir.
Að leiðarlokum skal Haraldi
þökkuð viðkynningin. Það var
dýrmætt að fá tækifæri til þess að
kynnast manni sem honum, og slík
kynning stuðlar að því að gera
tilveruna bjartari en ella.
Jóhann Briem
„Nei, sæll og blessaður góði“,
var alltaf alúðarkveðja Haraldar
þegar ég kom til hans eða þegar
við sáumst. Alltaf var viðmótið
hressilegt, jafnvel þegar hann var
sárþjáður, sem oft var í seinni tíð.
Aldrei var æðrast, aldrei var
kvartað þótt lífið væri á bláþræði.
Alltaf var prúðmennska og glað-
værð hans aðalsmerki, heiðurs-
mennskan í heiðri höfð.
Við Haraldur kynntumst fyrst
fyrir rétt rúmum þrjátíu árum
þegar konuefni mitt kynnti mig
fyrir uppeldisbróður sínum og
frænda — Halla frænda. Strax við
fyrstu kynni fann ég að þar var
heill vinur á ferð. Kannski voru
kynnin ekki svo náin fyrstu árin,
en eftir að við hjónin eignuðumst
okkar fyrsta son og þegar við
fórum að bjástra við að byggja
eigið hús í öðru byggðarlagi þá
kom Haraldur og lagði okkur góð
ráð, sérstaklega í sambandi við
útvegun ýmissa efna sem torfeng-
in voru á þeim árum. Var það
honum að þakka að við fengum
margt það sem vanhagaði um til
þess að geta lokið smíði hússins.
Hann tók mikinn þátt í gleði
okkar yfir að geta flutt í eigið
húsnæði og kom oft til okkar til
skrafs og ráðagerða.
Haraldur var sonur Gunnlaugs
Guðjónssonar og Ingibjargar Arn-
órsdóttur. Ólst hann upp hjá
móður sinni sem bjó með systkin-
um sínum Mörtu og Þorláki,
lengst af að Laufásvegi 10 í
Reykjavík. Marta móðursystir
hans hafði mikið dálæti á systur-
syni sínum sem var gagnkvæmt af
hendi Haraldar. Hef ég sjaldan
séð jafn mikla innileika á milli
skyldmenna og voru með þeim.
Þess vegna getur skeð að Harald-
ur hafi komið oftar til okkar til að
heimsækja eldri frænku sína en
okkur hjónakornin. Marta naut
þess innilega þegar hann kom til
okkar og hann stráði í kringum sig
geislum gleði og birtu glaðværðar,
oftast var bros á vör og hlátra-
sköll þegar hann fór frá okkur
aftur, gamla frænka innilega glöð
yfir því hafa fengið að sjá og finna
Hallann sinn, sem var svo kær. Á
þessu gekk um langt skeið en 1964
dró ský fyrir sólu, Haraldur varð
alvarlega veikur, lamaðist mikið
og varð rúmliggjandi langa hríð.
En öll él birtir um síðir. Með
óbilandi þrautseigju og einbeitni
tókst honum að komast á fætur á
nýjan leik, og það sem meira var,
hann lærði að ganga upp á nýtt.
Ég man hvað ákaft hann stundaði
æfingar til að geta gengið, jafnvel
af ofurmannlegu kappi vann hann
stöðugt að því að geta gengið upp
tröppurnar heima hjá sér, og það
tókst. Ég man hvað hann var
glaður þegar ég aðstoðaði hann
um stutta stund að sækja vinnu
upp á nýtt. Þá fannst honum hann
loksins vera orðinn maður með
mönnum.
Því miður læknaðist hann ekki
af þessu fyrsta sjúkdómsáfalli
sínu. Hjarta og æðasjúkdómur
háði honum, þannig að hann gat
lítið sem ekkert á sig reynt. Það
þótti honum sárt, þótt ekki heyrð-
ist það oft á honum. Hann hafði
verið mikill útilífsmaður. Hann
stundaði mikið skíðaferðir á vetr-
um og margskonar ferðalög á
öðrum árstímum. Á æsku- og
unglingsárum var hann virkur
þátttakandi í skátahreyfingunni
og átti margar hugljúfar minn-
ingar frá þeim árum, sem hann að
sjálfsögðu minntist oft á. Þess
vegna var þetta veikindabasl hon-
um erfitt þótt ekki væri æðrast.
Kom þó að því að hann gat farið
að stunda atvinnu á ný og hóf
hann þá fljótlega störf hjá G.
Ólafsson og Co.
Er mér bæði ljúft og skylt að
lýsa ánægju og þakklæti Haraldar
til forráðamanna fyrirtækisins
einkum nú síðustu mánuðina er
hann varð fyrir hjartaáfalli. Naut
hann þá sérstakrar velvildar Ein-
ars Birnis forstjóra og veit ég að
ég mæli fyrir munn allra aðstand-
enda Haraldar er ég þakka hjart-
anlega alla aðstoð og hjálp frá
hans hendi. Eins og áður kemur
fram varð Haraldur fyrir hjarta-
áfalli s.l. vetur. Var hann veikur
lengi en náði sér furðanlega og nú
í ágúst var hann farinn að ráðgera
að hefja störf á ný. Ur því varð þó
ekki. Maðurinn með ljáinn kom að
nóttu þann 27. ágúst. Haraldur
lést í svefni, þrautalaust eins og
hann hafði óskað sér að fá að fara.
Við höfðum öll búist við þessu,
kannski lengi, en enginn er við-
búinn svona snöggu brottkalli,
þegar til kastanna kemur. Það er
erfitt að sætta sig við að Haraldur
sé allur, það er erfitt að sætta sig
við að geta ekki leitað til hans til
skrafs og ráðagerða, því fáir voru
betri að leita til en hann. Það er
erfitt að sætta sig við að geta ekki
lengur hlustað á hlátur hans og
fyndni, að hann skuli vera dáinn.
Én þó, þetta er leið okkar allra, öll
munum við troða þessa götu að
síðustu. Samt finnst mér að Har-
aldur hefði getað verið miklu
lengur hjá okkur, en Alvaldur
ræður. Allir hlýða hinsta kallinu.
Þetta hafa verið sundurlausir
þankar um vin minn og sama sem
mág Harald Gunnlaugsson. Með
honum er genginn góður vinur og
félagi, sem reyndist mér alltaf vel
og studdi mig og mína fjölskyldu
alltaf að ráðum og dáð. Ég og
fjölskylda mín höfum misst mikið.
Én meir hafa eiginkona hans,
börn og barnabörn misst. Þau sjá
á eftir ástríkum eiginmanni, föður
og afa sem reyndist þeim og vildi
þeirra hag alltaf sem bestan. Við
hjónin viljum votta þeim okkar
dýpstu samúð og biðjum góðan
guð að styrkja þau í þeirra miklu
sorg.
Að síðustu vil ég þakka fyrir
þrjátíu ára viðkynningu og vin-
áttu sem alltaf óx og aldrei bar
skugga á. Haraldur vinur minn
var alltaf sami heiðursmaðurinn,
sama hvernig gekk. Ég get því
vermt mig við yl minninganna og
er ég heyri í hugskoti mínu rödd
hans er hann sagði „sæll og
blessaður góði“, þá lifir hjá mér
minningin um góðan og prúðan
dreng.
Sigurjón Vilhjálmsson.
husgagna
sýning
frá kl. 2—6 í dag
Mikið úrval.
Verð við allra hæfi.
Borgar-
n jjuí -
ÍlHirfí húsgögn
Grensásvegi
(í Hreyfilshúsínu )
LITAVER — BORGARHUSGOGN — LITAVER
er í fullum gangi
Mikill afsláttur á tízkufatnaói
og allt aá 15%
afsláttur á Mokkafatnaói
A
GRÁFELDUR HE
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2