Morgunblaðið - 02.09.1979, Side 32
iSími á afgreiðslu:
83033
JH»ro«nbInbií>
SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
Samið um sölu
á 130 þús. tunn-
um af saltsíld
— söluverðmætið áætlað um sex milljarðar
SAMNINGAUMLEITANIR um
fyrirframsölu á saltaðri Suður-
landssíld við kaupendur í hinum
ýmsu markaðslöndum hafa staðið
yfir að undanförnu og er nú
samningagcrð lokið um sölu á
130 þúsund tunnum af saltsfld til
kaupenda í Svíþjóð, Finnlandi og
Sovetríkjunum
Til Svíþjóðar hafa verið seldar
Mánaðamótaölyun
MIKIL ölvun var á Akranesi í
fyrrinótt, og hafði lögreglan í
ýmsu að snúast af þeim sökum.
Dansleikur var á Hótel Akranesi
á föstudagsknöldið, og urðu þar
nokkrar stympingar. Meðal ann-
ars varð að flytja mann á sjúkra-
hús nokkuð lerkaðan eftir
slagsmál.
Þá brenndist stúlka einnig á
fæti, þar sem hún ætlaði að
sparka í logandi benzínbrúsa á
vegarkandi, sem kunningjar henn-
ar höfðu kveikt í.
Það var einnig mikil ölvun í
Keflavík í fyrrinótt, og fylltust
fangageymslurnar þar og á flug-
vellinum af þeim sökum. Er svo að
sjá sem mánaðamótin hafi menn
tekið hressilega að þessu sinni.
45.000 tunnur og er hugsanlegt að
það magn kunni að aukast eitt-
hvað. Finnar hafa samið um kaup
á 25.000 tunnum og Sovétmann
60.000 tunnum. Á síldarvertíðinni
í fyrra voru seldar til Svíþjóðar
52.000 tunnur, Finnlands 9.000
tunnur og Sovétríkjanna 60.000
tunnur. Nokkur hækkun á sölu-
verði náðist í öllum þessum þrem
löndum.
Gunnar Flóvenz, framkvænda-
stjóri Síldarútvegsnefndar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að mjög erfitt væri að segja til um
endanlegt söluverðmæti þessara
samninga þar sem um mjög marg-
ar tegundir og síldarstærðir væri
að ræða. Hann sagði að í öllum
samningunum væri tryggð heim-
ild að ákveðnu marki handa Is-
lendingum til að afgreiða eina
stærð ef nægilegt veiðist ekki af
annarri. Lauslega áætlað gæti
salan til þessara þriggja landa þó
verið einhversstaðar í kringum
sex milljarðar króna.
Gunnar Flóvenz sagði einnig að
samningaumleitanir myndu halda
áfram um fyrirframsölu á saltaðri
síld til annarra markaðslanda og
sagði að samningaviðræður við
Vestur-Þjóðverja og Pólverja
myndu fara fram í næstu viku.
MYNDIN var tekin í Reykjavíkurhöfn í gær og er af togaranum Júpíter sem Stálvík í Garðabæ hefur
nýlokið við að endursmíða sem loðnuskip. Skipið er í eigu Ilrólfs Gunnarssonar útgerðarmanns, en
hann keypti það á sínum tíma frá fyrirtækinu Júpíter og Marz. bað var smíðað í Þýskalandi árið 1956
og er nú, eftir breytinguna 804 brúttólestir. Ljósm.: Kristján.
Bændur víða á N-Austurlandi:
Ekki búnir að
ná strái í hlöðu
Loðnuaflinn orðinn
40 þúsund lestir
FRÁ miðnætti í fyrrinótt til
hádegis í gær höfðu eftirtalin
skip tilkynnt afla til loðnunefnd-
ar: Harpa 550 lestir, Kap II. 530,
Skarðsvík 570, Grindvfkingur
900, Sæbjörg 400, Loftur Bald-
vinsson og Albert 450.
Skipin eru sem fyrr á Vest-
fjarðamiðum, og landa öll að einu
undanskildu í Siglufirði og
Krossanesi. Veður var sæmilegt á
miðunum, en fór versnandi í gær
að sögn talsmanna loðnunefndar.
Alls hafa nú komið á land tæp 40
þúsund tonn af loðnu síðan veiðar
hófust á ný í síðasta mánuði.
MJÖG ILLA horfir nú með heyskap bænda á annesjum norðurlands og við
sjávarsíðuna þar. Eins og víða um land hefur grassprctta á þessum slóðum
verið léleg í sumar cn óþurrkar hafa auk þess gert mönnum erfitt fyrir. Eru
þess dæmi cinkum í Þingeyjarsýslum að á sumum bæjum séu bændur ekki
búnir að ná inn strái og á fæstum bæjum er heyskapur nema hálfnaður.
Ifeyskapur hefur gengið öllu betur í dölunum á Norðurlandi og vestantil á
Norðurlandi hefur þurrkur verið öllu meiri að undanförnu heldur en á
Norð-Austurlandinu.
„Heyskapur hér í Axarfirði er mjög
skammt á veg kominn en síðasta
hálfan mánuð hefur verið hér meiri
og minni óþurrkur," sagði Sigurður
Björnsson bóndi á Skógum í Axar-
firði. „Hey eru marghrakin og þau
eru búin að liggja á túnum í hálfan
mánuð til þrjár vikur. Það hefur
komið einn og einn sólskinsdagur og
30 eða 50 flótta-
menn til íslands?
Rædst af fjölskyldustærð, segir utanríkisráðherra
FIMM til sex fjölskyldur flótta-
fólks frá Víetnam munu innan
skamms koma til íslands, eins
og komið hefur fram í fréttum.
Ekki er enn ljóst hversu margt
flóttafólkið verður, en það fer
eftir stærð fjölskyldnanna.
Benedikt Gröndal utanrikisráð-
herra sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að gert hefði
verið ráð fyrir því að fimm
manns væru í hverri fjölskyldu,
þannig að flóttafólkið sem
hingað kæmi yrði þá alls um 30.
Síðar hefðu komið fyrirspurn-
ir frá Rauða krossinum þess
efnis, hvort fjöldinn væri fast-
bundinn við þá tölu. Kvaðst
utanr'kisráðherra hafa svarað
þv' ill að svo væri ekki, heldur
yrði það að ráðast af fjölskyldu-
stærðum. Sú væri ákvörðun hana, hvort heldur flóttamenn-
ríkisstjórnarinnar, og þyrfti því irnir er hingað koma verða 30
ekki að leggja málið aftur fyrir eða nær 50 talsins.
menn hafa þurrkað, en síðan hefur
þetta rignt niður og heyin eru því
orðin mjög léleg. Á sumum bæjum er
ekki búið að ná strái inn og hvergi er
heyskapur meira en hálfnaður," sagði
Sigurður og tók fram að hver heil-
brigður maður sæi að ef þetta ástand
lagaðist ekki næstu daga væri vá
fyrir dyrum og þegar væri fyrirsjáan-
legt að mikill niðurskurður á búfé
væri óhjákvæmilegur. Ljóst væri og
að lömb yrðu mjög rýr í haust.
„Austan Vaðlaheiðar í Suður-Þing-
eyjarsýslu er ástandið mjög alvarlegt
en að vísu er það misjafnt eftir
bæjum og sveitum. Verst er ástandið
sennilega á Tjörnesi og með sjávar-
síðunni en inni í landi hafa menn náð
heldur meiri heyjum, því þurrkur
hefur verið meiri þar,“ sagði Vigfús
B. Jónsson bóndi á Laxamýri í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Vigfús sagði að á
Tjörnesi væru þó nokkrir bændur,
sem ekki væru búnir að ná neinu heyi
inn og í sýslunni ættu bændur al-
mennt enn flatt 'h til 'k af sínum
heyfeng. Sagði Vigfús að það væri
lýsandi dæmi um óþurrkana að frá
því að sláttur hefði hafist á Laxamýri
um mánaðamótin júlí-ágúst hefðu
ekki komið nema 4 dagar, sem ekki
hefði eitthvað rignt.
„Hér á Skaganum hefur gras-
spretta verið mjög rýr en að undan-
förnu hefur þurrkur verið sæmilegur
og menn hafa náð inn því litla, sem á
túnum er. Það er þvi farið að síga á
seinni hlutann enda ekki seinna
vænna, því sumarið er búið,“ sagði
Sveinn Sveinsson á Tjörn á Skaga í
Húnavatnssýslu. Sveinn sagði að
heyfengur bænda þar um slóðir væri
um helmingur af heyfeng í meðalári
og sjálfsagt yrðu menn að skera niður
bústofn sinn, sem því næmi, ef ekki
yrði með einhverjum ráðum reynt að
útvega fóður annars staðar að.
Torgsmót
Lækjartorgsmót Skákfélagsins
Mjölnis verður haldið á Lækjar-
torgi n.k. miðvikudag. Flestir af
sterkustu skákmönnum landsins
munu taka þátt í því, enda há
verðlaun í boði.
V élar salta síld
á Hornafirdi
SÍLDARSÖLTUN er nú í fullum gangi á Höfn í Hornafirði, og hefur
veiðst nokkuð vel að undanförnu, og sfldin er talin góð miðað við
árstíma. Sfldarsöltun hófst fyrir nokkru hjá Óslandi, og í gær var
einnig byrjað að salta hjá Stemmu. Sextán bátar leggja upp hjá
Óslandi. og fimmtán hjá Stemmu, auk þess sem aðkomuskip leggja
upp hjá báðum stöðvunum.
Síldin hefur einkum veiðst út af snertir stærð og fitumagn. í sölt-
Hálsunum og við Hrollaugseyjar, unarstöðinni Stemmu er nú saltað
en að sögn þeirra Kristjáns Gúst- með vélum, og hófst söltunin í gær
afssonar hjá Stemmu og Guð- um hádegisbil. Þar raða konur því
mundar Finnbogasonar hjá Ós- síldinni í vélar í stað þess að salta
landi virðist vera mikið af síld um beint í tunnur á plani eins og
allan sjó, og hún nokkuð góð hvað fyrrum.