Morgunblaðið - 28.10.1979, Síða 6

Morgunblaðið - 28.10.1979, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 2. grein TVÆR steingeitur falla ljómandi vel saman. Þær kunna að hafa dálítið hemj- andi áhrif hvor á aðra á yngri árum, en þær færast allar í aukana með árunum. Steingeit er ákaflega þrautseig, hefur skilning á öðru fólki og samvinna þess við annað fólk oft svo jákvæð að lofsvert er. Steingeitin er í eðli sínu sjálfri sér trú og steingeitur bregðast yfirleitt ekki ólík- indalega við. Þær eru eðli sínu trúar. Þess vegna finnst steingeitum gott að vera saman, vegna þess að þær vita að þær geta treyst hvor annarri og líður með fáum betur en annarri steingeit. Steingeitin leggur sig sjaldnast niður við að gagnrýna hina vegna þess, að með því væri hún að gagnrýna sjálfa sig. Steingeitur eru góðar sínum, og oft mikið fjölskyldufólk. Stein- geitur eru einbeittar um margt en þær hafa til dæmis næmari skynjun á því en mörg önnur merki hvenær skynsamlegast er að hörfa. Þær vilja forðast að tefla í tvísýnu og reyna að leggja málin niður fyrir sér af yfirvegun. Samskipti tveggja steingeita er ekki bara rjómalogn og alvara. Þær fá út úr samskiptunum djúpa og gagnkvæma ánægju. Þær finna gleði í mörgu því sem öðrum yfirlætisfyllri merkjum finnst lítið til um. Bogmaður/ fiskar 22. nóvember — 21. desember 20. febrúar — 20. marz HÆTT er við að þessi merki lendi í alls konar vafstri og milli þeirra komi upp margs konar árekstrar. Ráðandi stjörnur þeirra, Júpiter og Neptúnus, eiga að vísu ýmislegt sameiginlegt, en svo margar mótsagnir eru í skapgerð þessa fólks, þegar það velst saman að hætt er við að oft gangi brösulega. Fiskur og bogmaður gætu stundum átt leið ef þau legðu sig meira fram um að koma auga á kosti hvors annars og meta þá. Fiskur gæti sannarlega fundið til virð- ingar og aðdáunar á einlægni bogmanns- ins. En kímni þeirra er dyntótt og tilætlunarsemi beggja verður þeim oft fjötur um fót. Þau hneigjast bæði að því sem er trúarlegs eðlis eða dulúðugt, en einnig þar er afstaða þeirra ólík og þau þverskallast við að virða hin ólíku sjón- armið hins. Sú dæmalausa þörf bogmanns að þurfa stöðugt að segja ástvini sínum sannleik- ann umbúðalaust særir fiskinn djúpt — andstætt vatnsbera sem skeytir slíkum yfirlýsingum engu. Bogmönnum finnst skorta á einlægni hjá fiskum og vilja krefja hana af þeim stundum með harka- legri aðferðum en fiskurinn getur sætt sig Bogmaður/ vatnsberi 22. nóvember — 21. desember 20. janúar — 20. febrúar BOGMENN hafa í sér meiri tvöfeldni en vatnsberi. Bogmaður er hálfur maður, hálfur hestur. Því er bogmaður að hálfu glaður, hálfu hryggur, að hálfu léttlyndur, að hálfu alvarlega þenkjandi, að hálfu einfeldningar, en hálfu vitringar. Þeir eru ekki eins tvískiptir og tvíburar, en samt eru þeir langtum skiptara merki en vatnsberinn. Vatnsberinn sækir ekki held- ur áhrif sín til slíkra merkja og því eru bogmaður og vatnsberi um flest ákaflega ólíkir. Tvær hliðar er nefnilega ekki nærri nóg fyrir vatnsberann — hann hefur marga persónuleika samtímis og sitt á hvað. Vatnsberar þola óheilindi og hræsni verst allra. Þeir geta umborið breyskleika, en óheilindi og makk er þeim eitur í beinum og þá brestur fullkomlega þeirra fræga umburðarlyndi. Þegar sameinast hispurleiki Júpiters og óútreiknanleiki Satúrunusar getur ýmis- legt gerzt. Heppilegra er að þessi merki velji sér vini en ástvini. Venjulega er vatnsberinn notalegur og skapgóður, þol- inmóður og fús að leyfa öllum að vera í friði, svo fremi hans eigin þörf sé virt að því leyti. Hann umber hvatvísi bogmanns- ins og málgleði betur en margir. En þar getur komið að þolinmæði hans bresti. Þá fer hann fyrir fullt og allt. Það er bogmönnum bezt að skilja. Lífið er dálítið erfitt vatnsbera, því að afstaða hans er oft ópersónulegri en annarra og þetta á bogmaður erfitt með að skilja og álasar honum sýknt og heilagt fyrir kaldlyndi. Bogmaður þarf í raun meira á vatnsbera að halda en öfugt. Það á ekki aðeins við um þetta merki — vatnsberafólk er það merki sem bezt kemst yfirleitt af án annarra. Þetta getur vakið ergi bogmannsins, þar sem honum er mikil þörf á því að finna að menn þarfnist hans. Vatnsberinn er ekki líklegur til að uppfylla þessa þörf og því er hætt við að ástarsambönd þessara aðila geti verið hvassviðrasöm. Bogmaður/ steingeit 22. nóvember — 21. desember 21. desember — 21. janúar BOGMENN eru skemmtilegir menn, stundum angurværir og daprir, stundum ofsakátir. Þessu veldur skiptingin sem fjallað er um hér að framan. Steingeitin er skynsöm og traust. Hún kemst það sem hún ætlar sér. Bæði merkin búa yfir skyldi eiga sam- leið með hverjum? Sú vera fyrirfinnst varla sem ekki hefur nokkuð gaman af því að lesa um stjörnuspádóma, úttekt á hverju merki og þar fram eftir götunum. Hvort sem menn taka þetta nú sem skemmtilegt grín eða í meiri alvöru. Linda Goodman, bandarískur sérfræðingur í stjörnumerkjum, sendi nýlega frá sér mikla bók, þar sem fjallað er einvörðungu um samskipti fólks eftir merkjum, og þó aðallega í ástarsamböndum. An efa vekur efnið forvitni lesenda — líka þeirra sem viðurkenna ekki að þeir hafi áhuga á efninu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.