Morgunblaðið - 28.10.1979, Side 7

Morgunblaðið - 28.10.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 39 Glefsur úr bók Lindu Goodman „Love Signsu eiginleikum sem höfða til hins. En stein- geitin finnur á stundum til óþols gagnvart því eirðarleysi sem bogmaðurinn er hald- inn, verður þreytt á endalausri þörf hans á tilbreytingu og athöfnum. Steingeitin er alvörugefin og ábyrg, hún nennir ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í það sem henni finnst innantómt og ekki þess vert. Bogmaðurinn gæti orðið leiður á því hversu steingeitin er kyrrlát. Hann vill að hún opni sig og segi sér allt af létta — steingeitin kvartar undan því að bog- maðurinn hlusti aldrei þegar hún opnar sig — sem hún gerir að vísu afar sjaldan. Það getur ýmislegt farið úrskeiðis milli þessara merkja þegar leitun og hugsjónir rekast á við vísdóm og gætni. Samt væri hugsjón lítils virði ef henni fylgdi ekki nokkur gætni og dálítið vit. Jákvætt er í samskiptum þessara aðila hversu stein- geitin er hæfari að sætta sig við hrein- skilni bogmannsins en mörg önnur merki. Við fyrstu sín gæti svo virzt sem bogmenn ráðskuðust dálítið með steingeit- ina. Það horfir a.m.k. þannig við út í frá. En með allan þennan bægslagang í kringum sig er steingeitin á hljóðlátan og einarðlegan hátt að gera það sem henni þóknast — og bogmaðurinn verður að láta sig hafa það. Bogmaðurinn verður þó fyrst og fremst að sætta sig við þann eiginleika steingeitar að ástúðin birtist ekki í skrúðugu snakki, heldur í gerðum. Bogmaður/ bogmaður 22. nóvember — 21. desember BOGMÖNNUM liggur alltaf svo mikið á hjarta. Þeir hafa takmarkalausa þörf fyrir að tjá sig. Þeim finnst með réttu að þeir seú ákaflega skemmtilegir. En þeir geta orðið þreytandi. Hins vegar hentar þetta tveimur bogmönnum mætavel, nema að því leyti að þeim gæti hlaupið einum of mikið kapp í kinn að komast að. Ahugamál þessa fólks spanna vítt svið, þeir vilja leggja allt fyrir sig, kynnast öllu, vita allt. Því er alltaf líf í tuskunum í kringum þá. í innbyrðis samskiptum þurfa bogmenn sannarlega að gæta sín á að óöguð hreinskilni beggja stofni ekki sambandi þeirra í hættu. En með hæfilegum heiðar- leika og umburðarlyndi sýndu af báðum gætu samskipti þeirra orðið um margt góð. Tilfinningatogstreita ætti ekki að koma alvarlega upp í samskiptum tveggja bog- manna. En hins vegar gæti verið að þeir yrðu hreinlega leiðir á sjálfum sér og fyndu ákveðna þörf fyrir að leita til fólks sem þeim finnst ekki vera algerar tvíbur- asálir sínar. Sporðdreki/ fiskur 23. október — 22. nóvember 20. febrúar — 20. marz ÞESSI merki þykja fara afbragðs vel saman. Fáir vina þeirra skilja þau gjörla, en það skiptir engu, því að milli þeirra tveggja ríkir djúpur skilningur og þeim líður hugnanlega saman. Samvera þeirra er áreynslulaus og það liggur ekki alltaf í augum uppi hversu náið tilfinningasam- band þeirra er. Sporðdreki er sagt vera sterkt merki og fiskurinn veiklundaður. í samskiptum þessa verður annað uppi á teningnum. Sporðdreki gengst við veikleikum sínum gagnvart fiskum sem hann tregðast við að gera gagnvart öðrum. Fiskurinn er næm- ari og hefur víðari yfirsýn en sporðdrek- inn. Sporðdrekinn er ákaflega meðvitaður um sjálfan sig og honum er áfram um að aðrir finni ekki veikleika hans, eins og fyrr hefur komið fram. Fiskunum þykir sporð- drekinn gera alltof mikið veður út af öllu og þetta getur valdið ágreiningi milli þeirra. Sporðdrekinn er málglaður — fiskurinn sér ekki ástæðu til að tala bara til að tala. Hann talar þegar honum finnst hann hafa eitthvað að segja. Ókyrr sál sporðdrekans gerir það að verkum að hann þarf stöðugt að hafa uppi tal til að leyna því sem hann vill ekki að aðrir sjái og skynji. Þetta finnst fiski kjánalegt, en hann tekur því með blessunarlegu um- burðarlyndi. Verði þessar persónur hrifnar hvor af annarri verður lífið ekki hið sama eftir, það hefur meiri lit og ljóma. En samt þurfa allir að rækta garðinn sinn, ekki hvað síst þessir einstaklingar sem virðast þurfa svo lítið fyrir öllu að hafa. Steingeit— vatnsberi 21. desember — 20. janúar 20. janúar — 20. febrúar ÞAÐ er erfitt að spá hvernig samskiptum einstaklinga í þessum merkjum myndi reiða af. Það er töluvert mikið undir því komið hversu þolinmóð steingeitin getur verið gagnvart hinum óvenjulega persónu- leika vatnsberans — sem honum finnst reyndar fjarska þekkur og auðveldur. Eða hvort vatnsberinn þreytist á þeirri afstöðu steingeitar að bezt sé að láta svo vera og hreyfa ekki við of miklu. Steingeitur eru í grundvallaratriðum alvörugefið fólk, þótt þær geti vissulega glaðzt með glöðum. Kímnigáfa þeirra er þurrleg og ópersónuleg og tilfinning þeirra gagnvart því sem er skynsamlegt er ríkari þáttur í skapgerðinni. Vatnsberinn getur verið bæði einbeittur og ákveðinn en vatnsberar eru ekki alvörugefið fólk. Vatnsberinn mun því óneitanlega hrista geitina til þegar hún á sízt von á. Vatnsbera hættir til að gera einmitt eitthvað sem fólk á sízt von á. Það er ekki öllum sem hugnast slíkt. Og vatnsberinn gerir sjaldnast það sem að mati steingeit- ar er skynsamlegt. í augum vatnsbera er það skynsamleg gjörð ef þar með bætist við þekkingu hans. Hann hirðir ekki um hvað fólk hugsar um hann eða segir. Hann setur sér sínar eigin siðareglur og þær eru einlægar og fágaðar en geta stundum komið mjög óþægilega við steingeitina sem hefur um margt svo bundna afstöðu til margs slíks. Vatnsberi er merki snilligáfu og geggj- unar — í nokkuð ámóta skömmtum. Steingeitin er merki skynsemi og raun- sæis. Hún er næm og skilningsgóð, en hún fær samt sem áður ekki botnað í sumum eiginleikum vatnsberans og mjög getur brugðið til beggja vona í samskiptum þessara aðila. Vatnsberi/ vatnsberi 20. janúar — 20. febrúar ALLTAF er eitthvað að gerast. Skrítnir atburðir. Oftast tökum við eftir þeim. Nema vatnsberinn. Honum finnst sjaldn- ast sem nokkuð óvenjulegt hafi gerzt. Vegna þess að það sem er óvenjulegt flestum er honum undur eðlilegt — allt að því sjálfsagt. Vatnsberi er óútreiknan- legur, gæddur góðum gáfum, hann er ekki hrokafullur, sjálfsánægja hans er dálítið abstrakt. Hann er beztur vinur allra merkja, en þykir ekki að sama skapi ástríðufullur. Tveir vatnsberar saman gæti orðið dálítið spennandi. Þetta fólk getur verið svo fjarrænt og lítur flest út frá öðru sjónarmiði — án þess að finnast það umtalsvert. Um sumt falla tveir vatnsberar saman. En hins skyldi gætt að vatnsbera er mikil þörf á að rannsaka allt, kynnast öllu, komast á snoðir um allt. Með öðrum vatnsbera fer hann á mis við það. Þar með er ekki sagt að vatnsberasamband gæti ekki verið ögn dægilegt. En hætt við að báðir verði angraðir nokkuð þegar fram í sækir, vegna þess að það er svo fátt sem kemur þeim á óvart — og þeim tekst ekki að vekja furðu hins. Á hitt ber svo að líta að þó að vatnsberi sé sagður umburðar- lyndur í mörgu og gagnvart mörgu er hann engum eins umburðarlyndur og öðrum vatnsbera, segja má að þar sé langlund- argeðið í það mesta. Vatnsberi/ fiskur 20. janúar — 20. febrúar 20. febrúar — 20. marz AÐ mörgu leyti eiga vatnsberi og fiskur vel saman. Það eru nánast engin takmörk fyrir þeim árangri sem þessir aðilar gætu náð. Flest gengi þeim í haginn þegar þau ynnu skipulega að afmörkuðu verki. Sam- band þeirra er nokkuð óvenjulegt og vatnsbera tekst að vekja með fiskinum meiri sjálfstrú og dirfsku en öðrum merkjum og í samskiptum við vatnsbera verður fiskurinn um margt ólíkur því sem hann er með öðrum. Vatnsberum finnst þetta öldungis ljómandi og líta svo á að þeir viti næstum allt og séu ákaflega örvandi verur. Þær mættu gjarnan draga dám af þolinmæði fisksins. Og fiskurinn umber kúnstir og tiltektir vatnsberans með stakri ró, jafnvel ekki laust við hann sé hrifinn af þeim sumum. Annað er það sem gæti orðið eilítið snúið og það er sú náttúra fisksins að vera dálítið sparsamur á sig og halda alltaf einhverju smáhólfi innan í sér fyrir sig. Þetta getur komið vatnsbera úr jafnvægi. Ekki vegna þess að hann sé hnýsinn — heldur er hann svo ólýsanlega forvitinn. Fæstir fiska spyrja afdráttarlausra spurn- inga. Þeir skilja fólk og finnst þeir ekki þurfa að spyrja. Aftur á móti spyrja vatnsberar öðruvísi spurninga en annað fólk, það getur orðið fiskum þreytandi á stundum. Vatnsberar eru ekki kallaðir rómantískir og ástríðufullir, en fiskurinn vekur með þeim ákveðið draumlyndj. Fiskar og vatnsberar hafa einnig mjög mikið yndi af listum og bókmenntum, en smekkur vatnsberans er þar upprunalegri — grófari og ekki eins vandaður og hinn hárfíni smekkur fisksins. Fiskur og vatnsberi reiðast á einkar mismunandi máta, fiskur er lengur að jafna sig eftir rifrildi, vatnsberi springur með látum — þegar minnst vonum varir. Síðan er það liðið hjá og flest gleymt — ekki allt þó. Að þessu leyti er fiskur mjög ólíkur vatnsbera. Fiskur/ fiskur 20. febrúar — 20. marz ÞEGAR fiskar hafa samneyti sín í millum, skal það haft bak við eyrað að fiskamerkið er tvískipt, ekki ólíkt bogmanninum. Því eru ýmsir valkostir þegar fjórir fiskar koma nú saman. Fiskarnir verða að gæta sín á að láta ekki ákveðna og neikvæða þætti verða ráðandi, þar sem er tilhneig- ing til blekkinga, fánýtra dagdrauma og ákveðin tilhneiging til að leiða aðra á villigötur. Fiskar verða að gæta sín vegna þess að ella munu þeir gera að engu frumkvæði og metnað hins. Trúlegt er að töluvert ergi verði millum þeirra en yfirleitt tekst þeim að skilja hvorn annan. Þeir virða þörf hvors annars til innri íhugunar og þeir laðast á mjög ljúfan hátt hvor að öðrum. Þeir eru langt frá fullkomnir og eiga sínar erfiðu stundir. Fiskar bera byrðar sínar léttilega og af nokkru kæruleysi. Og verði byrðin þeim of þung hafa þeir nærtækasta þá lausn að varpa henni frá sér og skokka áfram, áhyggjulausir. Dæmigerður fiskur sækist ekki eftir frama og völdum. Hann öðlast slíkt iðulega og tekur því af auðmýkt og lítillæti. í samskiptum tveggja fiska margfaldast betri hliðar þeirra, þeim báðum til fram- dráttar og einnig öðrum þeim sem hafa skipti við þá. I næstu grein verður vikið að samskipt- um: Vogar — vogar Vogar — sporðdreka Vogar — bogmanns Vogar — steingeitar Vogar — vatnsbera Vogar — fiska Ljóns — ljóns Ljóns — jómfrúr Ljóns — sporðdreka Ljóns — vogar ljóns — bogmanns (h.k. tók saman)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.