Morgunblaðið - 28.10.1979, Page 14

Morgunblaðið - 28.10.1979, Page 14
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 hætt í Bandaríkjunum. Þeir vita ekki að í lok 19. aldar voru í landinu margir stjórnmálaflokkar, mörg dagblöð, og margir þessara flokka og mörg blöð voru í andstöðu við stjórnina. Þá voru líka við lýði þokkalegir dómstólar þar sem kvið- dómur úrskurðaði refsidóma, og á mörg- um öðrum sviðum var þróunin í umbóta- átt. Auðvitað sátum við uppi með keisarann, sem reyndi að hefta frelsið og takmarka það, en hann réð ekki við vandamálið, enda vorum við ekki eina þjóðin á þessum tíma sem var undir einveldi. Þjóðverjar bjuggu við sams konar stjórn á þessum tíma og enn eru mörg ríki, sem hafa konung eða keisara. Ég held því að ástandið í Rússlandi hafi ekki verið neitt verra um þetta leyti en gerðist og gekk í öðrum löndum. Ögæfa okkar var sú að stjórnmálakreppa dundi yfir okkur meðan á fyrri heimsstyrjöld- inni stóð. Af þessu má sjá að Hedrich Smith fer villur vegar eins og svo margir aðrir þegar hann reynir að skilgreina ástandið í landinu með skírskotun til sögu þess eða þjóðar. En að því slepptu er frásögn hans af daglegu lífi manna í landinu tiltölulega rétt. Breyta ekki ótilneyddir um stefnu Búkovskí var inntur eftir því hvort búast mætti við meirihátt- ar breytingum undir rikjandi kerfi i Sovétríkjunum ef gert væri ráð fyrir því að ekki kæmi til heimsstyrjald- ar eða álíka alvarlegs ástands: „Ég er nokkurn veginn viss um að ótilneyddir muni Sovét-leiðtogarnir ekki breyta um stefnu. Þeir hafa aldrei breytt neinu af fúsum vilja. Þær breytingar, sem ég hef greint frá, hafa orðið fyrir þrýsting og fyrir þær hafa margir orðið að gjalda með lífi sínu. Þessum breyting- um væri hægara að koma til leiðar ef Vesturlönd væru eindregnari, samstillt- ari og ákveðnari í samskiptum sínum við Sovétríkin en verið hefur. Hvort hægt sé að ná fram slíkum breytingum innan tuttugu ára? Það væri hægt innan fimm ára, að því tilskildu að mörkuð sé ákveðin stefna, og henni síðan framfylgt af krafti, þannig að Sovétstjórnin láti sér skiljast að hennar eigin stefna gengur ekki. Dæmi um þau fjölmörgu mistök, sem stafa af vanþekkingu vestrænna stjórn- málamanna á ástandinu í Sovét eru viðskiptamálin. Það er vitað mál, að þau lán, sem veitt eru Sovétríkjunum í sambandi við innflutning frá Vestur- löndum, koma Sovétríkjunum fyrst og fremst að gagni á hernaðarsviðinu. Stjórnir vestrænna ríkja hljóta að gera sér grein fyrir þessu en samt er haldið áfram á sömu braut. Fyrir fáeinum árum byggðu Bandaríkjamenn vinnuvélaverk- smiðju í Kama-héraði, og þá vöruðum við þá við því að verksmiðjan kynni að verða notuð í hernaðarlegum tilgangi. Enginn virtist taka mark á þessum viðvörunum, en nú er nýbúið að breyta þessari verksmiðju, sem byggð var fyrir fé frá Bandaríkjunum með aðstoð bandarískra tæknifræðinga, í hergagnaverksmiðju, sem smíðar brynvarða bíla og skrið- dreka." Búkovskí bendir ennfremur á í þessu sambandi umræður um breytta efna- hagsstefnu, sem áttu sér stað í Sovétríkj- unum á árunum kringum 1970, en meðal þess sem þá kom til greina var að efla einstaklingsframtakið. „Þessar umræður orsökuðu alvarlegan klofning í stjórn landsins. Fulltrúar stjórnarkerfisins héldu því fram að sveigjanlegri stefna væri nauðsynleg og gera þyrfti ákveðnar breytingar á efna- hagskerfinu. Öðrum kosti mundu Sovét- ríkin óhjákvæmilega dragast aftur úr. Flokkskerfið beitti sér gegn þessum hugmyndum af miklum móði, því að flokksleiðtogarnir gerðu sér grein fyrir því að við slíka skipan mála mundi draga úr þeim tökum, sem flokkurinn hefði á efnahagslífinu, og í kjölfarið drægi svo smám saman úr áhrifavaldi flokksins. Fyrir kom að þessi barátta fór fram fyrir opnum tjöldum. Eflaust eru til menn á vegum vestrænna ríkisstjórna sem eru læsir á rússnesku, þannig að hægt hefur verið að fylgjast með þessum umræðum, en úrræði hugmyndafræðinga flokksins urðu þau að í stað þess að vinna að bættum efnahag innan Sovétríkjanna ætti að auka viðskiptin við Vesturlönd, auka erlendar lántökur og lengja greiðslufrest við útlönd. Þótt undarlegt megi virðast gleyptu Vesturlandabúar við þessu, en afleiðingin varð sú, að það, sem þegar hafði áunnizt á efnahagssvið- inu í Sovétríkjunum, svo sem launa- hækkanir og aukið svigrúm í atvinnulíf- inu, var að engu gert. Hugmyndafræð- ingarnir höfðu á ný náð undirtökunum. Þeir hafa rutt úr vegi ýmsum mönnum, sem beittu sér fyrir slíkum umbótum, og ein afleiðing þessarar heimskulegu af- stöðu Vesturlanda er sú, að við höfum færzt aftur um tuttugu ár. Ég gæti nefnt ótal dæmi um furðuleg uppátæki ríkis- stjórna á Vesturlöndum þegar þær gætu haft áhrif á stefnu og ákvarðanir Sovét- stjórnarinnar. Vesturlönd ganga til samninga og undirrita þá, vitandi að Sovétstjórnin muni aldrei standa við þá.“ Þá vék Búkovskí að SALT II samn- ingnum, sem hann taldi fásinnu að undirrita og sagði í því sambandi: „Gervihnettir eru ágætir, en þeir geta ekki fylgzt með því sem á sér stað undir yfirborði jarðar, en þar fer hergagna- framleiðslan í Sovétríkjunum fram að verulegu leyti. Að undirrita á slíkum forsendum hvern samninginn á fætur öðrum án þess að síðan sé krafizt efnda á samkomulaginu, hefur aðeins orðið til þess að æsa upp í Sovétstjórninni græðgina. í hvert skipti sem gengið er til nýrra samninga setja Sovétmenn fram harðari kröfur og í hvert skipti, sem þeir fá þeim fullnægt gefa þeir loforð um tilslakanir, sem síðan eru aldrei efnd. Þessi þróun er hættuleg og með þessum hætti hafa Vesturlönd áhrif á stefnu og ákvarðanir Sovétstjórnarinnar, — áhrif sem vart geta verið óheppilegri frá sjónarmiði lýðræðisríkjanna sjálfra." Munduð fljótlega „finnland- íserast‘ Spurt var um líkleg viðbrögð við hugsanlegri úrsögn hinna þriggja norrænu NATO-ríkja úr bandalag- inu. Einnig um afmælisheit Bréznevs við hátiðahöidin i Austur-Þýzkalandi i byrjun mánaðarins. Svar Búkovskís. „Það er lítill vandi að gera sér í hugarlund hvað gerast mundi í þessu landi ef ákvörðun yrði tekin um hlut- leysi. Við landamæri Sovétríkjanna er hlutleysisríkið Finnland. Þar er ekki talið ráðlegt að segja neitt það á prent — í blöðum eða bókum — sem líta mætti á sem gagnrýni á Sovétríkin. Slíkt kallar samstundis á gagnrýni frá Moskvu, rétt eins og þetta hlutleysisríki sé eins og hvert annað hérað í Sovétríkjunum. Finnar verða stöðugt háðari Sovétríkj- unum og Sovétstjórnin þarf ekkert á því að halda að taka landið hernámi. Sovét- menn hafa þar tögl og hagldir og það er að sjálfsögðu ákjósanlegast að stjórna ríki án hernáms. Þið múnduð fljótlega „finnlandíserast" eins og svo margar aðrar þjóðir, ef þið gengjuð úr varnarbandalagi lýðræðis- ríkja. Nýlega var ég í Svíþjóð, sem árum saman hefur verið hlutlaust ríki. Sovét- ríkin hafa mikil ítök í Svíþjóð, og Svíar eru undir svo miklum áhrifum að almenningur er farinn að verða sér meðvitandi um þetta og hafa af því áhyggjur. Það gefur því auga leið að þið yrðuð þeim háð, ekki sízt með tilliti til þess að þið eigið þegar veruleg viðskipti við Sovétríkin. Þið eruð að heita má algjör- lega háðir olíuinnflutningi frá Sovétríkj- unum, er mér sagt, auk þess sem um veruleg tengsl er að ræða á öðrum sviðum útflutnings og innflutnings. Ef þið baktryggið ykkur ekki annars staðar munduð þið fljótlega „finnlandíserast" og verða algjörlega háð Sovétríkjunum. Hvað viðvíkur Bréznev og þessum tuttugu þúsund hermönnum í Austur- Þýzkalandi, þá finnst mér það mál nú heldur lítilfjörlegt, þegar haft er í huga að þeir eru með mörg hundruð þúsund manns undir vopnum í Austur-Évrópu. Austur-Þýzkaland er ekki langt frá sovézku landamærunum og það skiptir hreinlega engu máli hvort þessi tuttugu þúsund eru í Austur-Þýzkalandi eða hinum megin við landamærin. Það hefði verið meira vit í því hefði Bréznev sagzt ætla að kalla heim sína þrjú þúsund hermenn frá Kúbu. Margir munu eflaust verða til þess að benda á þetta mál, sem sönnun þess að Bréznev sé í friðarhug, en þessi yfirlýsing hans er einmitt sérstak- lega ætluð til þess að þjóna slíkum áróðurshagsmunum." BIFREHHIEIGEI1DUR - flTHUGIfl! flukin uátrvggingaruernd Viö getum nú boöiö bifreiðaeigendum aukna vernd fyrir skaöabótakröfum meö því að hækka upphæö ábyrgöar- tryggingar bifreiöa samkvæmt eftirfarandi töflu Hækkun úr 24 millj. í 36 millj., iögjaldiö hækkar um 4% Hækkun úr 24 millj. í 48 millj., iögjaldiö hækkar um 6% Hækkun úr 24 millj. í 120 millj., iögjaldiö hækkar um 10% Vegna veröbólgunnar er þörfin fyrir hækkun vátryggingar- upphæöarinnar oröin mjög brýn. Viö bendum á aö hægt er aö hækka upphæöina strax, ef þér óskiö þess. EITT SÍMTAL VIÐ TRYGGINGAFÉLAG YÐAR NÆGIR! ALMENNAR TRYGGINGAR HF. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS, TRYGGING HF. ABYRGÐ HF. umboösfélag Ansvar International SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.