Morgunblaðið - 28.10.1979, Side 20

Morgunblaðið - 28.10.1979, Side 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 K—'A Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR bað er seint oflofað. hve við erum heppin að eiga yfirleitt völ á nýjum og góðum fiski, meðan það er alvanalegt erlend- is, að slikt hnossgæti sjáist aðeins fryst og rúið helztu einkennum, eins og haus og sporði. bví er það ekkert tiltök- umál að bera fisk á borð 3—4 daga i viku. Lengi hefur það ekki þótt við hæfi hér að bera fisk á borð fyrir gesti, fiskur er jú bara fiskur. En þarna gætum við tekið aðrar þjóðir okkur til fyrirmyndar og boðið gestum okkar upp á fisk eða haft fisk á borðum fyrir fjöl- skylduna, þegar á að gæða henni á verulega góðum mat. bá er eftirfarandi réttur e.t.v. ekki slæmur kostur. Til að búa til ýmsa góða fiskrétti, — -sósur eða -súpur er nauðsynlegt að eiga gott soð. Auk þess að leita á náðir verksmiðjukatlanna, getum vKFfiyálf hæglega bjargað soð- málunum. Um þetta snýst þáttur- inn í dag. Góða skemmtun! Fiskur undir blaðlauksþaki (Handa fjórum) Við lifum sem betur fer enn að nokkru leyti á íslenzku sumargrænmeti og eitt af því, sem má fá er blaðlaukur. Blaðlaukur er einkar ljúffengt grænmeti, hvort sem hann er borinn fram einn sér, með fiski eða kjöti. Auk þess er blaðlaukur hollur og auðugur af c-vítamíni, eins og fleira grænmeti. Hann er því gott veganesti áleiðis inn í vetur- inn. Nýir sveppir eri ekki lengur mjög sjaldséðir hér í búðum og er það vel, því niðursoðnir svepp- ir eru að vísu ágætir, ef ekki fæst annað, en nýir sveppir bera þó mjög af dósasveppum. Þið notið auðvitað þann fisk, sem ykkur lízt bezt í hvert skipti. Ýsan svíkur aldrei, og lúðan er aldeilis fyrirtak. Ca. 800 gr. beinlaus fiskur, eða samsvarandi magn af fiski með beinum í. 2 msk. sítrónusafi svolítið af nýmöluðum pipar 2 blaðlaukar með löngum, hvítum legg 100—200 gr. nýir sveppir, svona eftir smekk smjör eða önnur feiti 1. Setjið ofninn á 200°. 2. Setjið fiskinn á smurt fat, hvort sem þið kjósið að flaka hann og roðfletta eða setja heil stykki með roði og beinum. Það fyrrnefnda hæfir vel ýsu og þorski en það síðarnefnda stór- lúðu. Dreypið sítrónusafanum yfir og malið eða stráið pipar yfir. Látið fiskinn nú bíða meðan þið undirbúið blaðlaukinn og sveppina. 3. Skerið grænu blöðin af blaðlauknum. Þau getið þið t.d. notað í soð, en annars eru þau sjaldnast notuð í mat. Skerið leggina í um 5 cm bita og kljúfið þá síðan að endilöngu. Skolið þá undir kalduvatnsbun- unni og þerrið þá eins og hægt er. Bræðið nú væna smjörklípu í potti eða hitið aðra feiti, og setjið sæmilega þurra blaðlauks- bitana í pottinn. Blaðlaukurinn á nú að soðna í smjörinu. Hann þolir að brúnast, en auðvitað er það ekki það sama og að láta hann brenna við. Það er smekksatriði, hvort hann er látinn taka lit eða ekki. Hafið allavega lok á pottinum á meðan hann mallar. Þegar laukurinn er orðinn mjúk- ur, er þessi aðgerð á enda. Hejlið nú lauknum yfir fiskinn. 4. A meðan laukurinn er að mýkjast í pottinum hafið þið tækifæri til að hreinsa sveppina. Þvoið þá og þerrið vel. Sneiðið þá síðan í þunnar sneiðar og látið þá mýkjast í smjöri á eftir blaðlauknum. Þeir eiga þó ekki að verða of mjúkir, því enn eiga þeir eftir að bakast í ofninum. Það sama á við um blaðlaukinn. Dreifið nú sveppunum yfir fisk- inn. Setjið lok eða álpappír yfir fatið og það síðan inn í ofn. Þar á þetta að malla þar til fiskurinn er soðinn í gegn, en það fer eftir þykkt hans. Það má sennilega reikna með 15—20 mín. Það þykir gott, að fiskurinn soðni ekki um of, því úr því fer hann að þorna og ekki batnar hann við það. Reynið því eftir megni að gæta þess, að svo fari ekki, þó það geti verið erfitt. Með þessum ágæta fiskrétti er í raun alveg nóg að hafa gott brauð og smjör. Góðar kartöflur eru auðvitað alltaf vel við hæfi og sömuleiðis hrísgrjón. En hrísgrjón og hrísgrjón eru ekki það sama. Það er nefnilega ekkert líkt, hvað hýðishrísgrjón eru miklu bragð- og matarmeiri en þessu náhvítu og vandlega hreinsuðu grjón, sem allstaðar liggja frammi í búðum. Sem betur fer eru hin þó mun algengari núorðið í kjölfar heilsufæðisvakningarinnar. Hún lengi lifi! Nú fæst líka í ýmsum búðum ítalskt pasta, eða spagl#tti, sem gengur undir nafninu Barilla og er ljómandi vara. Af því fást ýmsar gerðir, mismunandi í laginu. Fettu- cine og tagliatelle eru tvær gerðir af böndum og eru einkar góðar með mat, t.d. fiski. Þið gætið þess þá að sjóða þetta hæfilega, láta svo renna af því og setja smjörbita saman við. Þetta er matarmikið meðlæti. Þið sjáið að möguleikarnir eru ýmsir og af nógu að taka. Og þá er bara að taka til höndunum... Fisksoð Fisksoð er ómissandi í ýmsa rétti, eins og áður er nefnt. Að vísu en súðvelt að sigla í gegnum lífið án þess að búa nokkurn tíma til fisksoð sjálfur, en ef mikið á að hafa við, þá er það ólíkt betra að nota heimatilbúið soð. Fisksalarnir eiga gjarnan nóg af hausum, roði og beinum, sem þeir láta fyrir lítið, svo ekki er nú efniskostnaðurinn stórkostl- egur. En sumir trúa því, að tíminn sé peningar, og hjá þeim bætist einhver kostnaður ofan á efnið. En ég fæst ekki ofan af því að þannig fáið þið harla gott soð, og úr því má gera margt gott. Fyrir þá sem eru svo heppnir að ná í skel af humri og rækju er það alveg sjálfsagt að nota slíkt hnossgæti í soð. 2 1 vatngrænu blöðin af 2—3 blaðlaukum, eða 1—2 laukar 2 sellerístönglar, eða biti af sellerítót 1—2 gulrætur 1 kg fiskur, t.d. hausar, roð og bein 10 piparkorn 1 stéinseljuknippi, eða stöngl- ar af ca. 2 knippum (e.t.v. aðrar kryddjurtir, t.d. 1 tsk. af timjan og sama af tarragon) 1 msk salt !6 dl sítrónusafi eða 1 dl hvítvín, fyrir þá sem eiga slíkt. 1. Setjið vatnið í stóran pott. A meðan vatnið er að hitna skerið þið grænmetið í litla bita. Það er gert til þess að sem mestur safi komi úr því, því að suðutíminn er svo stuttur. Setjið nú allt út í nema fiskinn. Hann á að setja út í, þegar suðan kemur upp. 2. Látið nú soðið malla í 20— 30 mín. á hægum hita. Það á aldrei að bullsjóða. Að þessum tíma loknum síið þið soðið og þressið safann vel úr fiskinum og grænmetinu. 3. Og nú kemur aðal galdur- inn. Soðið sem þið hafið nú er ekki mjög bragðmikið. Þess vegna hellið þið því nú aftur í pottinn og sjóðið það nú kröftuglega þar til aðeins um 5—6 dl eru eftir í pottinum. Þar með er það orðið verulega bragðmikið og gott sem uppistaða í súpur og sósur. Ef þið viljið hafa soðið mjög tært, t.d. af því að þið ætlið að nota það í fiskhlaup, þá getið þið hellt því í gegnum grisju, t.d. . pírskaffipoka. En um leið tapar það svolitlu af bragðinu, svo ég sía það helzt ekki, nema brýn þörf sé á, og það finnst mér sjaldan vera. Það er tilvalið að frysta soðið í litlum skömmtum, t.d. í ísmolabakka. Þar hafið þið ykkar eigin súputeninga. Og svo er auðvitað ekkert sem mælir á móti því að sjóða tvöfaldan skammt í einu, því vinnan er jú hin sama.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.