Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
Athugasemd frá Ólafi Jóhannessyni:
Sérstakur skattur á
hitaveitu Reykjavíkur
kemur ekki til greina
VEGNA skrifa Morgunblaðsins i
gær, bæði i leiðara og i frétt á
baksiðu, um að ég vilji láta leggja
verðjöfnunargjald á Hitaveitu
Reykjavikur, vil ég taka fram
eftirfarandi:
1. Það er nrin skoðun að sérstakur
skattur á Hitaveitu Reykjavíkur til
jöfnunar á hitunarkostnaði komi
ekki til greina.
2. Álit nefndar þeirrar um jöfnun
kostnaðar vegna húshitunar sem
fyrrverandi ríkisstjórn skipaði og
skilaði áliti um á síðasta starfsdegi
hennar, var aldrei tekið til umræðu í
fráfarandi ríkisstjórn. Framsóknar-
flokkurinn hefur því ekki tekið
afstöðu til tillagna nefndarinnar.
3. Þegar á sér stað nokkur jöfnun á
hitunarkostnaði, bæði með svoköll-
uðum olíustyrk og eins með verð-
jöfnunargjaldi á raforku.
4. Hitaveita Reykjavíkur er sjálfsagt
vel rekið fyrirtæki. Af opinberum
fýrirtækjum hefur Hitaveita
Reykjavíkur hins vegar gengið hvað
harðast fram í beiðnum um gjald-
skrárhækkanir. Móti hóflausum
hækkunarbeiðnum hef ég á undan-
förnum árum staðið af fremsta
megni, og væri fróðlegt ef Morgun-
blaðið upplýsti lesendur sína um
hver hitaveitugjöld í Reykjavík væru
í dag ef fyrirtækið hefði strax fengið
allar umbeðnar hækkanir.
5. Vegna gífurlegrar hækkunar olíu-
verðs er brýnt jafnréttismál að
hitunarkostnaður þeirra sem búa við
olíukyndingu verði jafnaður til móts
við hitunarkostnað annarra lands-
manna. Sú jöfnun þarf að nást fram
með tvennum hætti.
a. Að hraða hitaveitu- og rafhitun-
arframkvæmdum um allt land
þannig að stefnt verði að útrým-
ingu húshitunar með olíu á næstu
4—6 árum.
b. Þar til því marki verði náð, verði
hitunarkostnaður þeirra heimila
sem búa við olíukyndingu jafnað-
ur til móts við hitunarkostnað
annarra landsmanna, annað
hvort með hækkun olíustyrks eða
með öðrum sambærilegum hætti.
Frétt Morgunblaðsins og leiðari
blaðsins þar sem reynt er að snúa út
úr ummælum mínum um mál þetta
varpa hins vegar skýru ljósi á stefnu
Sjálfstæðisflokksins í núverandi
kosningabaráttu. Hún er sú að etja
stétt gegn stétt, þéttbýli gegn dreif-
býli, Reykjavík gegn landsbyggðinni,
einum hagsmunum gegn öðrum. Á
þennan hátt er höfðað til þrengstu
eiginhagsmuna, í stað þess að fylkja
þjóðinni saman um að leysa sameig-
inleg vandamál sín í anda samvinnu
og jafnaðar.
Sá er munurinn á stefnu Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
fyrir þessar kosningar. Þökk sé
Morgunblaðinu fyrir að leiða það svo
greinilega í ljós með fyrrgreindum
skrifum.
(Það skal tekið fram, að fyrirsögn-
in á grein Ólafs Jóhannessonar er
skv. sérstakri ósk hans sjálfs).
Athugasemd Morgunblaðsins:
Ummæli Ólafs sjálfs sýna
að hann vill verðjöfn-
unargjald á hitaveitu
—■ Talaði af sér fyrir kosningar
Aths. ritstj.:
Morgunblaðið vísar tilraun Ólafs
Jóhannessonar til að snúa út úr
eigin ummælum til föðurhúsanna. Á
baksíðu Tímans sl. sunnudag er
skýrt frá svari hans við fyrirspurn
um þetta efni á „beinni línu“
Tímans. Frásögn Tímans er svo-
hljóðandi:
„HEI-Karólína Sigurjónsdóttir á
Siglufirði, spurði, hvort Framsókn-
arflokkurinn mundi beita sér fyrir
verðjöfnun á hitaveitugjöldum en
þau hefðu nú hækkað um 150% á
Siglufirði á rúmu ári. „Ég verð að
svara þessu persónulega fyrir mig,“
sagði Ölafur. „Ég er með verðjöfn-
un, þótt kannski sé hættulegt fyrir
mig sem frambjóðanda í Reykjavík
að svara svo. En sannfæring mín er
ekki föl fyrir atkvæði og það er mín
sannfæring að verðjöfnun á upphit-
unarkostnaði þurfi að koma til.“
Hér er talað svo skýrt, að ekki er
hægt að misskilja. Ólafur Jóhann-
esson er spurður um „verðjöfnun á
hitaveitugjöldum“ og hann svarar á
þann veg, að ljóst er hvað hann á við.
„Ég er með verðjöfnun," segir hann.
Ólafur Jóhannesson endurtekur
þessi ummæli í Tímanum í gær í
svari á „beinni línu“ við svipaðri
spurningu. Hann segir: „Það er
óhjákvæmilegt að koma á meiri
jöfnun í þessum hitunarmálum. Það
verður jafnvel að eiga sér stað með
verðjöfnun. Ég segi það sem mína
sannfæringu að það verði að eiga sér
stað, þótt þessi orð kunni kannski
að reyta af mér einhver atkvæði hér
i Reykjavík.“
Eins og þessar orðréttu tilvitnanir
sýna er ekki um að villast hvað
Ólafur Jóhannesson á við. Hann vill
verðjöfnun á hitaveitugjöld til þess
að þeir, sem lægri gjöld borga nú
standi undir hitunarkostnaði þeirra,
sem við verri skilyrði búa að hluta
til. Þetta felst í orðinu verðjöfnun.
Tilraun Ólafs Jóhannessonar til að
halda því fram i athugasemd hér að
framan að hann eigi við hækkun
olíustyrks með einhverjum öðrum
hætti rennur út í sandinn, þegar
ummæli hans sjálfs eru lesin. Ef
hann átti við almenna skattlagningu
á allan landslýð í þessu skyni hefði
hann sagt það beint og þá hefði hann
heldur ekki haft ástæðu til að óttast
um atkvæði sín í Reykjavík. Það
sagði hann hins vegar ekki og þess
vegna er Ólafur Jóhannesson hrædd-
ur eins og athugasemd hans sýnir.
Það er athyglisvert, að Ólafur
Jóhannesson segir í athugasemd
sinni, að „sérstakur" skattur á Hita-
veitu Reykjavíkur komi ekki til
greina. Hvað felst í því? Væntanlega
það að almennur skattur á hitaveit-
ur almennt komi til greina. Ólafur
Jóhannesson hefði átt að senda
þessa athugasemd til málgagns síns,
Tímans. Þar standa þau orð, sem
hann gerir athugasemd við og skv.
frásögn Tímans eru það orð hans
sjálfs. Hann getur því ekki, eins og
hann reynir, sannfært nokkurn
mann um, að Morgunblaðið hafi
reynt að snúa út úr orðum hans.
Þvert á móti er það hann sjálfur,
Ólafur Jóhannesson, sem er að reyna
að snúa sig út úr því að hann talaði
af sér fyrir kosningar.
Verðjöfnun
óhjákvæmi-
leg
HEI— Karólína Sigurjónsdóttir á
Siglufirói. spurfti hvort Fram-
sóknarflokkurinn mundi beita sér
fyrir verftjöfnun á hitaveitu-
gjöldum, en þau hefftu nú hækkaft
um 150% á Siglufirfti á rúmu ári.
,.£g verft aft svara þessu
persónulega fyrlr mig”, sagfti
ólafur. „Ég er meft verftjöfnun,
þótt kannski sé hættulegt fyrir
mig sem frambjóftanda I Reykja-
vik aft svara svo. En sannfæring
mfn er ekki föl fyrir atkvæfti og
þaft er min sannfæring aft verft-4
jöfnuná upphitunarkostnafti þurfi
aft koma til '.
r
„FRÁ BARÁTTUNNI í Austurlandskjördæmi er helzt
að segja, að hún hefur verið með hefðbundnum hætti.
Við höldum fjórtán framboðsfundi, norðan frá Bakka-
firði suður í Hof í Öræfum og höfum af þeim þegar lokið
níu,“ sagði Sverrir Hermannsson fyrrverandi alþingis-
maður og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í
Austurlandskjördæmi í samtali við Mbl.
„Ég verð þó að segja, að ég hef ekki áður orðið var við
eins mikinn áhuga hjá fólki hér í þessi tæpu sautján ár
sem ég hef verið hér í framboði og annað eins starf
hefur aldrei verið lagt af mörkum af fólki eins og nú.
Ennfremur er frá því að
segja, að prófkjör okkar tókst
með ágætum. Niðurstaðan hef-
ur leitt til þess að listinn er sá
sterkasti sem við höfum borið
fram. Af sjálfum mér að segja
var árangur minn í prófkjörinu
ótrúlegur að því leyti hversu
mikil samstaða virðist vera í
kjördæminu og er ég ákaflega
þakklátur fyrir þessa traustsyf-
irlýsingu eftir þessa löngu veru
mína og starf að þessum málum
hér.
Menn hér eru orðnir nokkuð
bjartsýnir á að okkur takist að
ná uppbótarmanni. í því sam-
bandi má geta þess að árið 1974
þegar við fengum mesta at-
kvæðamagn í kjördæminu frá
upphafi vantaði ekki nema 77
atkvæði til þess að ná uppbót-
arþingsæti. — Egill Jónsson
sem skipar annað sæti listans
er að mínum dómi mjög sterkt
framboð. Hann er eini bóndinn
sem er í kallfæri við þing-
mennsku á öllu Austurlandi og
hefði það einhvern tíma þótt
frétt. Til liðs við okkur á
framboðsfundi nú er kominn
Tryggvi skipstjóri Gunnarsson
frá Vopnafirði og eykur það afl
okkar verulega, enda þraut-
reyndur maður á sínu sviði.
Ég hef lagt áherzlu á þá
stórárás á verðbólguna, sem
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
gera, í tali mínu hér. Þetta er
sams konar leiftursókn og gerð
var árið 1960 og sannaði að
hægt var að sýna fram á
stórkostlegan árangur innan
fárra mánaða. — Mín skoðun er
sú, að ef þeirri ríkisstjórn sem
nú tekur við tekst ekki að sýna
fram á árangur innan hálfs árs,
þá mun fólk snúa við henni
baki. Ég er hins vegar sann-
færður um það að fólk er nú
tilbúið að leggja mikið að sér, ef
við tekur stjórn, sem tekur til
höndum með þeim hætti sem
við sjálfstæðismenn boðum. Við
Frá hinum geysifjölmenna fundl i Sigtúni i gærkvöldi, þar sem ungir
sjálfstæðismenn kappræddu við unga alþýðubandalagsmenn. Stefna
Sjálfstæðisflokksins var til umræðu mestan hluta fundarins, og
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins voru í áberandi meirihluta meðal
fundarmanna. Ljósmynd Mbl. Kristján.
Um 900 manns á kappræðufundi í gærkvöldi:
Áberandi meirihluti fundar-
manna studdi Sjálfstæðisflokkinn
UM 900 manns komu á kapprariuf-
und milli ungra sjálfstæðismanna
og ungra alþýðubandalagsmanna i
gærkvöldi, en fundurinn var ha-
ldinn í veitingahúsinu Sigtúni við
Suðurlandsbraut. Fundarefni var
„Um hvað er kosið?“ Ríkti mikil
stemmning á fundinum eins og
ávallt þegar fyrrnefndir aðilar ha-
Pétur Sæmundsen, bankastjóri:
Vaxtastefna, sem ekki
styðst við styrka stjóm
er óframkvæmanleg
ní'triTD c,-1_ u—_1.1 , • „
PÉTUR Sæmundsen, banka-
stjóri, annar fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins i bankaráði Seðla-
bankans sat hjá við atkvæða-
greiðslu bankaráðsins í gær um
vaxtahækkun hinn 1. desember
næstkomandi. Pétur lét bóka,
hvers vegna hann sæti hjá við
afgreiðslu málsins, og er bókun-
in svohljóðandi:
„Með lögum um stjórn efna-
hagsmála frá 10. apríl s.l. eru
Seðlabankanum gefin fyrirmæli
um að breyta vöxtum til sam-
ræmis við verðbólgustig í áföng-
um á þessu og næsta ári. Með
vaxtabreytingum 1. júní og 1.
september s.l. var þessum fyrir-
mælum fylgt, og er tillaga um
vaxtabreytingu 1. desember n.k.,
sem bankastjórnin hefur lagt
fram, í beinu framhaldi af þessu,
en þó lægri en efni stæðu til
samkvæmt áliti hagfræðideildar
Seðlabankans.
Tilgangur áðurnefndra laga
um stjórn efnahagsmála var að
marka heildarstefnu til aðgerða
gegn verðbólgu og til að stuðla
að jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Nú, sjö mánuðum eftir setningu
laganna, er ljóst að lítið hefur
orðið úr framkvæmdum. Skýr-
asta dæmið þar um er vaxandi
og fyrirsjáanleg skuldasöfnun
ríkissjóðs við Seðlabankann. Af-
leiðingin er ört vaxandi verð-
bólga undanfarna mánuði og
þrátt fyrir þá hækkun vaxta sem
nú er fyrirhuguð 1. desember
n.k. verða raunvextir þá enn
neikvæðari en þeir voru í maí s.l.
Sú aðlögun vaxta að verðbólgu-
stigi, sem lögin stefndu að, hefur
því ekki átt sér stað og þá ekki
heldur sú aukning sparnaðar og
minnkun eftirspurnar eftir láns-
fé, sem búist hafði verið við.
Það er skoðun mín, að vaxta-
stefna sem ekki styðst við styrka
og samræmda stjórn allra meg-
inþátta efnahagsmála, sé í raun
óframkvæmanleg. Mun ég því
sitja hjá við afgreiðslu þessa
máls.“
fa leitt saman hcsta sína á kappr-
a'ðufundum. og stóð fundurinn
fram undir miðnætti.
Ræðumenn beggja flokka vörðu
tíma sínum að langmestu leyti í að
ræða stefnu Sjálfstæðisflokksins í
efnahagsmálum, og tillögur sjálf-
stæðismanna um aðgerðir gegn
verðbólgu. Þá var einnig rætt um
viðskilnað vinstri stjórnarinnar sem
hrökklaðist frá völdum í haust, og
rætt var um svikin kosningaloforð
Alþýðubandalagsins í kjaramálum,
herstöðvarmálinu, gjaldeyrismálum
og fleiri málaflokkum.
Góður rómur var gerður að málfl-
utningi ungra sjálfstæðismanna á
fundinum, og voru stuðningsmann
Sjálfstæðisflokksins í áberandi mei-
rihluta meöal fundarmanna.
Ný vegarteng-
ing í Garðabæ
léttir á umferðarþunga
á Hafnarfjarðarvegi
í GÆR voru formlega teknir í
notkun tveir nýir vegir í Garðabæ,
þ.e. Arnarnesvegur og Bæjar-
braut. Arnarnesvegur tengist
Hafnarfjarðarvegi á Arnarnes-
hæð og Bæjarbraut Vífilsstaða-
vegi. Með opnun þessara vega er
vonast til að minnki til muna
umferðarþungi á Hafnarfjarðar-
vegi og Vífilsstaðavegi að sögn
bæjarstjóra Garðabæjar, Jóns
Gauta Jónssonar.
Nánar verður sagt frá þessum
nýju vegum í blaðinu á morgun.