Morgunblaðið - 28.11.1979, Side 14

Morgunblaðið - 28.11.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 Sigríður Kristinsdóttir, Eskifirði: Prófkjör og kosningar Nú er lokið þeirri undirbúnings- vinnu í hönd farandi kosninga — að raða nöfnum á framboðslista flokkanna og birta þá. Eins og augljóst hefur verið af frásögnum blaða, útvarps og sjónvarps hefur þessi vinna farið mjög mishljóð- lega fram. Atök víða orðið allsnörp svo valdið hafa klofningu lista og mannskæðar hnútur flogið um borð. Mestur hávaðinn hefur verið umhverfis Sjálfstæðisflokkinn, enda stærstur flokka hér, og þar af leiðandi engir miðstjórnarvasar svo stórir, að rúmi alla fylgismenn hans, svo sem hinir flokkkarnir hæla sér af. Alltaf beinast augu manna frem- ur að því, sem orkar tvímælis. Þess vegna hefur lítið verið rætt um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi í fjölmiðl- um. Hér var strax ákveðið af kjör- dæmisráði að láta fara fram prófkjör. Tókst það og framboðs- listinn sá dagsins ljós án nokkurra stórátaka. Margir eru þó enn and- stæðingar prófkjörs og eru margar ástæður tilfærðar, t.d. að of fáir vilji gefa kost á sér til prófkjörs. Þátttaka okkar Austfirðinga sýnir haldleysi þessarar tilgátu. Þá hefur verið látið að því liggja, að flokk- arnir reyni að hafa áhrif á prófkjör hver hjá öðrum í illum tilgangi. Þetta var einnig hrakið. Hér kom ekki í ljós nein óeðlileg þátttaka. Þá er og sagt, að aðalandstaðan SINDRAÆvSTÁLHF Fyrirliggjandi í birgöastöö Bitajárn Allar algengar stæröir U.N.P. H.E.B. I.P.E. I | H I Borgartúni 31 sími27222 gegn prófkjöri komi frá þeim, sem búnir séu að krækja sér í nógu þægilegt sæti og vilja sitja þar til dauðadags, en eru ekki nógu vissir um lýðhylli sína. Einnig þessi tilgáta fékk skell hér í Austur- landskjördæmi. Sverrir Her- mannsson sem hefur verið efsti maður listans um árabil, fékk yfir 85% atkvæða og stendur því mun sterkari eftir en áður, nú veit hann, að yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi styður hann sjálf- viljugur. Ef við hins vegar viljum spara okkur þá vinnu og þann kostnað, sem óhjákvæmilega fylgir próf- kjöri og leggja það niður með öllu þá má það með því að raða frambjóðendum eftir stafrófsröð á alla framboðslistana og láta kjós- endum eftir að númera þá við kjörborðið. Með því er komið í veg fyrir, að aðrir en stuðningsmenn flokkanna hafi áhrif á röðunina, kjósendur fá sjálfir að taka þátt í uppstillingunni og þá er um leið hrakin sú lífseiga tilgáta, að efstu menn listanna hverju sinni séu pólitískar raggeitur. Ég vil, um leið og ég þakka Sigríður Kristinsdóttir prófkjörinu það traust, sem þeir báru til mín, lýsa ánægju minni með prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Ég tel, að þau vinnubrögð hafi verið svo til fyrirmyndar, að vert sé að vekja á þeim athygli í yfirstandandi kosn- ingabaráttu. Styðjum Sjálfstæðis- flokkinn til sigurs. Eskifirði 13. nóv. 1979. mínum ágætu stuðningsmönnum í Sigriður Kristinsdóttir Forhlið og bakhlið Snorrapeningsins. Minnispeningur Snorra kominn út sjálfar jólaundirbúnúigurimi hefet Eru jólin vandamál á þínu heimili? Ertu ef til vill ein þeirra, sem kappkostar aó hafa heimiliö hreint og fallegt, áður en jólahátíðin gengur í garð? fallegum Kópallitum. Með Kópal sparast ótrúlega mikið erfiði - og heimilið verður sem nýtt, þegar sjálfur jólaundirbúningurinn Þá ert þú sennilega líka ein þeirra sem leggja sig alla fram viö hreinsun og hreingerningar í jóla- mánuðinum og sennilega ein þeirra, sem er alveg örmagna, þegar sjálfur jólaundirbúningur- inn hefst - og svo geturður ekki notið sjálfrar jólahátíðarinnar fyrir þreytu! Við leggjum til, að þú leysir þetta vandamál með því að mála - já, mála íbúöina með björtum og Jólaánægjan verðurtvöföld, þegar þú átt þess kost að njóta hennar án streytu og strengja. képal fyrirjól málninghlf ÚT ER kominn minnispeningur i tilefni átta aldar minningar Snorra Sturlusonar. Peningur- inn sem er 50 mm i þvermál er mjög vandaður að öllum frágangi og glæsilegur útlits. A framhlið er vangamynd af Snorra sem gerð er eftir fyrir- mynd styttu Gustavs Vigelands, er Norðmenn reistu í Reykholti. A bakhlið er upphaf Heimskringlu, eins kunnasta ritverks Snorra. Þröstur Magnússon, teiknari hannaði peninginn. Upplag þessa penings er mjög takmarkað, eða aðeins 500 brons og 300 silfur 925/1000. Hver peningur er núm- eraður á kanti og einnig fylgir númerað upprunaskírteini, þar sem fram koma allar helstu upp- lýsingar um peninginn og einnig stutt æviágrip Snorra, ritað af ólafi Halldórssyni, handritafræð- ingi. Peningarnir eru afhentir í vandaðri öskju og kostar brons- peningurinn kr. 15.000 en silfur- peningurinn kr. 39.500, einnig er hægt að fá peningana saman í setti á kr. 54.500. Minnispeningur- inn er sleginn hjá ÍS-SPOR H/F sem einnig gefur peninginn út. Stjórnarformaður IS-SPORS er Konráð Axelsson. Þröstur Magnússon við teikn- ingar sinar af Snorrapeningnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.