Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 17
1.
Öllum ætti að vera ljóst, að
nú er í það óefni komið, að ekki
er nema um tvennt að velja —
aðeins tvennt.
Annað hvort verður þjóð
vorri að lærast að stjórna hag
sínum af meiri festu og viti en
orðið hefur — eða svo hlýtur
að fara að ábyrgðarlitlir
þrýstihópar, þrjózkufullir
lýðskrumarar og önnur
óheillaöfl sjái svo um að áfram
stefni til vaxandi ófarnaðar og
smánar — sem engu verði spáð
um hvar enda muni.
Annaðhvort verða mann-
dómsmestu og vitrustu for-
ustukraftar að bera gæfu til að
leiða oss út úr ógöngunum —
eða þá að allt verður látið
halda áfram með svipuðum
hætti og verið hefur, óðaverð-
bólgan geysist með óstöðvandi
hraða, samkvæmt lögmáli
vítahringsins, með öllum
áhrifum hennar á þjóðarhag,
efnalegan, siðlegan og andleg-
an.
Allt hefur þetta verið áður
sagt með ljósum rökum, og oft
svo skilmerkilega að vart verð-
ur betur gert — en kannski
fátt síðustu daga öllu líklegra
almenningi til skilnings en
grein Davíðs Schevings
Thorsteinssonar um þennan
vítahring óðaverðbólgunnar,
sem segja má að verið hafi
stjórnmálasaga landsins á
síðustu tímum.
2.
En svo má lengi illu venjast
að gott þyki. Fæst þj óðin til
að skilja hve mikið sé í húfi að
vel takist um algera stefnu-
breytingu?
Það sakar ekki að rifjuð sé
upp alvarleg aðvörun, sem
þjóð vorri nýlega barst frá
einu þeirra landa, sem stjórn-
að er svo að til fyrirmyndar
má teljast. Stundum er tekið
hvað mest mark á því sem
hæfustu menn útlendir segja
öfgalaust og af heilum hug um
hag og horfur á íslandi. Fyrir
röskum mánuði var staddur
hér í boði viðskiptadeildar
Háskóla íslands fjármálaráð-
herra Hamborgar og fyrrver-
andi viðskiptamálaráðherra
Þýzkalands, dr. Wilhelm Nöll-
ing, sósíaldemókrati, náinn
samherji og flokksbróðir
kanslarans Helmut Schmidts.
Blaðamaður hafði tal af hon-
um um ástandið á íslandi og
hann dró ekki dul á undrun
sína — og skelfingu. Það er vel
þess virði að orð hans séu
ítrekuð, og verði lesin af allri
þjóðinni:
„Af stuttum kynnum mínum
af landi og þjóð er ég sann-
færður um að það sem veldur
hinum þungu búsifjum í efna-
hagsmálum landins er hversu
rígbundnir þið eruð í vísitölu-
kerfi. Vísitölur af öllum gerð-
um eru eitur í mínum beinum.
Allar ytri aðstæður eru eins
og þær geta bezt orðið. Þið
flytjið meira út á hvert
mannsbarn en nokkur önnur
þjóð, viðskiptajöfnuður ykkar
er mjög góður, þjóðarfram-
leiðslan er mikil... Það gefur
auga leið, að vandamálið er
hjá landsmönnum sjálfum,
það eru ekki eldsneytishækk-
anir eða aðrar verðhækkanir
erlendis sem þessari óáran
valda." Ráðherrann sagði, að
það sem komið hefði sér mest
á óvart væri „hversu lífsaf-
koma landsmanna virtist góð á
sama tíma og verðbólgu-
ófreskjan herjar eins og raun
ber vitni um.“ „Það, sem þið
þurfið er góður ráðgjafi til
þess að taka efnahagsmál
landsins til gagngerrar end-
urskoðunar, að öðrum kosti er
hætta á að illa fari. Þessi
ráðgjafi verður að vera alveg
laus við öll afskipti þrýstihópa
og hafa óskorað vald til þess
að framkvæma það, sem hann
telur vænlegt. Það gengur
aldrei til langframa að vísitöl-
ur eða þrýstihópar stjórni
efnahagsmálum heillar þjóð-
ar.“ (Morgunblaðið 25. okt.
1979).
Hinn þýzki gestur Háskól-
ans forðaðist auðvitað um-
mæli, sem túlka mætti sem
bein afskipti af íslenzkum
stjórnmálum — en gat þó ekki
orða bundizt um það, sem við
blasti: Blómlegt efnahagslíf
duglegrar þjóðar — en jafn-
framt hættu á að illa fari ef
forsprökkum þrýstihópa og
öðrum misvitrum leiðtogum
héldist uppi þegar til lengdar
léti að hegða sér eins og
óþekkir krakkar. (Þannig
hugsaði hann, þótt orðað væri
vægilegar).
Hinn þýzki gestur talaði um
ótta við að illa kynni að fara.
Orð hans hefðu eins vel mátt
vera á þá leið, að hann væri
sannfærður um að illa hlyti að
fara — ef ekki íslenzka þjóðin
sæi að sér.
Enginn dregur í efa að með
sameiginlegu átaki hæfustu
manna á sviði fjármála og
stjórnmála myndi tiltölulega
auðgert að stjórna voru litla
þjóðfélagi af ábyrgð og viti —
ef slíkir menn fengju að ráða.
En fá þeir að ráða — og áður
en verður um seinan?
Svo er að sjá sem vér séum
enn þrátt fyrir allt taldir vera
í hópi ráðdeildarsamra þjóða
— og skuldum þó í útlöndum
að nýjasta mati 1,7 milljónir
króna á hvert mannsbarn. Og
hætt er við að mörgum þyki
uggvænlegar fleiri háar tölur
sem nú heyrast. Á hvaða leið
er ísland?
Ég man að Jón Þorláksson,
þá fjármálaráðherra, hafði
gengið frá lántöku í Englandi
og sagði: „Það er gaman að
geta tekið lán handa íslandi
með mun lægri vöxtum en
talsvert stærri ríki eiga sam-
tímis kost á. Við njótum þess
að vera eitt af Norðurlöndum
— ein þeirra þjóða, sem bezt er
treyst til að kunna fótum
sínum forráð í viðskiptum.“
Löngu síðar var ég með öðrum
fulltrúum á þingi Sameinuðu
þjóðanna í boði hjá voldugum
bankastjóra í New York, sem
sagði við mig: „Eitt af því
fyrsta, sem ég vissi um banka-
mál, var að Island er eitt af
þeim löndum, sem alltaf stend-
ur í skilum, og hægt er að
treysta."
Það má vera að enn sé
ástæðulaust að óttast að til
Kristján
Albertsson:
Unn oss að
vitkast og
þroskast
Hannes Hafstein
þess komi að þjóð vor glati
fyrra áliti og trausti af hálfu
viðskiptaþjóða og peninga-
stofnana umheimsins — og
vandræði og tjón hljótist af til
langframa.
3.
Nú er boðuð leiftursókn
gegn þeirri rosalegu verðbólgu
sem mest hefur orðið landinu
til skammar og skaða. Öðrum
er þó ríkara í hug að aðgerðir
kosti sem minnst óþægindi, og
finnst sönnu nær að tala um
leiftursókn gegn hagsmunum
almennings.
Ég skal ekki blanda mér í
deilur af þeim toga. Þó má
minna á að ekki muni einatt
mannvonsku um að kenna ef
svíður undan læknisaðgerð,
jafnvel um allan líkamann.
Frambjóðandi, sem á í
vændum öruggt þingsæti, lét
nýlega svo um mælt að hjarta
þess af stjórnmálaflokkunum,
sem um langt skeið hefur verið
langsamlega þeirra stærstur,
myndi vera hjá sambandi
vinnuveitenda. Ég vona að það
hjarta sé líka hjá vinnuveit-
endum ekki síður en hjá öðrum
landsmönnum, en að öðru leyti
getur þessi fullyrðing ekki
verið rétt. Hjarta alls almenn-
ings hlýtur auðvitað að vera
hjá öllum almenningi — annað
væri gersamlega óhugsandi.
Hinu má ekki gleyma, að
fleira þarf að vera á réttum
stað en hjörtu manna — og því
fremur ef ráða skal fram úr
miklum og háskalegum vanda.
4.
Gengi íslensku krónunnar
hrynur óðfluga, eða er látið
„síga“, eins og kallað er á penu
máli. (Þegar ég kom heim seint
í júlí kostaði franski frankinn
80 ísl. krónur, en nú nærri 95
krónur). Allt verðlag hefur á
sama tíma hækkað jafnt og
þétt.
Allt er líkt og á floti í þessu
óðaverðbólguflóði, ekkert fast
að halda sér við í upplausn og
óreiðu. Og mönnum er löngu
ljóst að þetta stöðuga „sig“,
sem líkt og læsir sig um allt
fjárhagskerfi landsins muni
nokkru valda um margs konar
„sig“ í öðrum efnum, bæði
siðjegs og vitsmunalegs eðlis.
Ég skal nefna dæmi um
augljós merki þess konar
„sigs“, og einmitt frá síðustu
tímum.
Eitt af öllum löndum hins
kúgaða heims austursins held-
ur Austur-Þýzkaland þegnum
sínum í varðhaldi handan
rammgerðra múra og há-
reistra gaddavírsgirðinga
meðfram landamærum, sem
grimmir hundar og vopnaðir
verðir gæta dag og nótt — lífið
murkað úr fólki, sem reynir að
bjarga sér á flótta inn í hinn
frjálsa heim vestursins. Einn
af búhnykkum Austur-Þýzka-
lands er að hneppa saklaust
fólk í þrældóm, menn sem ekki
hafa annað fyrir sér gert en að
vera ekki aðdáendur stjórnar-
fars þar í landi — og gera sér
þetta ógæfusama fólk að fé-
þúfu. Vestur-Þjóðverjar hafa
séð aumur á þessum föngum
og boðizt til að leysa þúsundir
þeirra úr ánauð gegn borgun
fyrir hvern einstakan — og
Áustur-Þýzkaland ginið yfir
þessum blóðpeningum. Stjórn-
völd Vestur-Þýzkalands hafa
nýlega skýrt frá því, að frá
árinu 1963 hafi greiðslur fyrir
16.400 fanga frá Austur-
Þýzkalandi numið sem svarar
230 milljörðum íslenzkra
króna. í Mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna hefur at-
hæfi fangasölu-yfirvalda verið
kallað „20. aldar þrælasala".
En nú kemur á daginn að
tekið er að nota doktorsritgerð
íslenzks manns, ætlaða til að
geðjast austur-þýzkum próf-
essorum — sem kennslubók í
félagsfræði handa einum af
meiri háttar skólum íslenzka
ríkisins! Birtar hafa verið
glefsur úr þessari ritgerð, þar
sem sagt er að leikið hafi verið
á fulltrúa íslenzkrar „borgara-
stéttar og jafnaðarmanna" við
gerð hervarnarsamnings við
Bandaríkin; talað um Banda-
ríkjamenn og þeirra „fulltrúa
hérlendis“; sagt að „að baki
þessum herverndarsamningi
lágu fyrst og fremst hagsmun-
ir Bandaríkjanna" — og annað
í svipuðum dúr. Kennari fjöl-
brautaskólans í félagsfræði
hefur lagt sig niður við að þýða
þessa ritgerð á íslenzku og þar
með komið henni á framfæri.
Og skólameistari hefur lagt
blessun sína yfir þessa kennslu
í félagsfræði — en afsakar þó
ósvífnar og lúalegar staðhæf-
ingar doktorsefnisins í blaða-
viðtali, með því að ritgerð hans
eigi að verja við austur-þýzkan
háskóla og höfundur hennar
viti „hvað fellur í kramið hjá
prófessorum sínum". Er svo
helzt að heyra sem þá skipti
minna máli hvað kennt verður
íslenzkum nemendum.
Þegar slíkt vitnast, og kunn-
ir skólamenn eru við riðnir,
verður ekki öðru um kennt en
ískyggilegu „sigi“.
Ekki getur menntamála-
ráðuneytið látið skólamönnum
þolast að halda heimskulegum
pólitískum áróðri að nemend-
um í skólum landsins. Ekki
getur þolast að kennsla
íslenzkra skóla um félagsfræði
og mannréttindi beri með sér
að hún hafi verið falin læri-
sveini austur-þýzkra fræðara,
enda talin passa í það „kram“
af skólameistara.
Nú er þess að bíða hvernig
íslenzk stjórnvöld muni bregð-
ast við þessu hneyksli.
5.
Þegar erfiðlega horfir í lífi
þjóðar og mikið liggur við að
úr rætist, er eðlilegt að þess sé
minnst, að oft hafa orðið snögg
umskipti til hins betra þegar
öflug forusta tók til sinna
ráða.
Og eins er hollt að muna, að
sá vandi sem oss er nú á
höndum, er þó lítilræði eitt í
samanburði við þá miklu
margflóknari og illkynjaðri
erfiðleika, sem leiðtogar hinna
risavöxnu mannfélaga hafa
orðið að glíma við til sigurs.
í kreppunni miklu voru fjár-
mál Bandaríkjanna komin í
það óefni undir lok stjórnarára
Hoovers forseta, að meiri og
minni fyritæki hrundu unn-
vörpum um land allt, fjöldi
banka komst í greiðsluþrot og
urðu að loka — allt virtist riða
til falls á hyldýpisbarmi; og
fæstir sáu hvernig því yrði
forðað.
Þá tók Franklin Roosevelt
við völdum snemma a ári 1933,
myndaði um sig forustusveit
vitrustu og kjarkmestu
manna, sinn fræga „brain
trust“, tók á skemmsta tíma
þær ákvarðanir, sem sýnt þótti
að einar dygðu, talaði vikulega
langt mál í útvarp við þjóð
sína, og bað hana að taka á
einurð og stillingu, beygja sig
undir hverja nauðsyn, sem
skyldan byði — og treysta
sjálfri sér.
Og þjóðin hlýddi forseta
sínum. Það tók hann hundrað
daga að skapa nýtt ástand.
Eftir það þurfti enginn að bera
kvíðboga fyrir fjárhagslegri
framtíð Bandaríkjanna.
Nú myndi mörgum þykja
gott að eitthvað svipað gæti
hugsanlega gerst á íslandi.
Ekki mun skorta góðan vilja
góðra manna úr öllum flokk-
um — ef við berum gæfu til
sameiginlegs átaks.
En því meiri von er til að sú
verði raunin, því betur sem er
hugfest, að það getur farið illa.
K.A.
Það getur
farið illa